blaðið - 18.09.2007, Blaðsíða 9

blaðið - 18.09.2007, Blaðsíða 9
blaóió ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2007 FRÉTTIR 9 Marindrápstilraun í Danmörku 14 ára grunaður um hnífaárás Lögregla í Árósum í Danmörku hefur handtekið 14 ára gamlan dreng sem grunaður er um að hafa reynt að myrða rúmlega fertugan Grænlending aðfaranótt sunnudags í úthverfi borgarinnar. Maðurinn liggur þungt haldinn á sjúkrahúSi en hann var stunginn í brjóstið með hnífi eða öðrum oddhvössum hlut. Að sögn fréttavefjarins Avisen. dk neitar drengurinn sök. Vegna ungs aldurs drengsins er ekki hægt að krefjast gæsluvarðhalds yfir honum en barnaverndaryfirvöld hafa fengið mál hans til meðferðar Skopmyndamál í Svíþjóð Teiknarinn fer huldu höfði Hnífar Fjórtán ára drengur reyndi að myrða grænlenskan mann. meðan lögregla rannsakar málið nánar. mbl.is Sænski skopmyndateiknarinn Lars Vilks fer nú huldu höfði vegna líflátshótana frá hryðjuverkasam- tökunum al-Qaeda. Vilks kom til Svíþjóðar í fyrradag eftir að hafa dvalið í Þýskalandi, en lögregla leyfði honum aðeins að snúa til heimilis síns til að sækja fáeina persónulega muni, en hann er nú í felum undir vernd lögreglu. Vilks hefur bakað sér reiði músl- íma með því að teikna skopmynd þar sem Múhameð spámaður sést í hundslíki. Héraðsblaðið Nerikes Allehanda birti teikningarnar, en birtingunni var í kjölfarið harðlega mótmælt af múslímum og hefur Abu Omar al-Baghdadi, leiðtogi íraska arms al-Qaeda, heitið and- virði 6 milljóna króna þeim sem drepur Vilks. Vefsíða dagblaðsins Politiken segir frá því í dag að sprengjuleit hafi verið gerð á heimili teiknarans og lítur lögregla hótanirnar afar al- varlegum augum. mbi.is Ósáttur karlprestur í Firmlandi Þjónar ekki með kvenprestum Ríkissaksóknari Finnlands hefur ákært þarlendan prest fyrir að neita að að taka þátt í kirkjuathöfnum með kvenprestum. Er þetta í fyrsta skipti sem slík ákæra er gefin út en 21 ár er liðið frá því fyrsta konan var vígð til prests í Finnlandi. Sr. Ari Norro, sem er prestur í Hy- vinkaeaesókn, hefur verið ákærður fyrir brot á jafnréttislögum en kven- presturinn starfar þar einnig. Sókn- arpresturinn í sókninni hefur einnig verið ákærður fyrir að tryggja ekki að jafnrétti ríki á vinnustað. „Lögin gera ekki upp á milli fólks og finnsk lög eru alveg skýr á þessu sviði,” hefur AFP-fréttastofan eftir Jari Auvinen saksóknara. Deilum af þessu tagi hefur farið fjölgandi á undanförnum árum eftir því sem kvenprestum hefur fjölgað. Nú er þriðjungur finnskra presta kvenkyns og búist er við að konur verði fíeiri en karlar í presta- stétt árið 2015. mbl.is Danmörk eitt aðalskotmarkið ■ Tengsl grunaðra hryðjuverkamanna í Danmörku við al-Qaeda talin sönnuð ■ Búist við fleiri tilraunum til hryðjuverka Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@bladid.net Það eru ekki stórveldi heimsins sem eru hvað mest í sigti hryðju- verkamanna að mati leyniþjón- ustumanna heldur litla Danmörk og búast má fastlega við að fleiri tilraunir til skemmdar- og hryðju- verka verði gerðar á danskri grund í framtíðinni. Þetta staðfestir Jakob Scharf, yfirmaður dönsku leyniþjónust- unnar, við bandaríska blaðið New York Times en þrjú tilvik hryðju- verka hafa orðið í Danmörku á síð- ustu tveimur árum að meðtalinni sprengjuárás þeirri sem lögregluyf- irvöld komu í veg fyrir fyrr í þessum mánuði. Tengsl við al-Qaeda Bandaríska leyniþjónustan kom dönskum leyniþjónustumönnum á spor þeirra átta manna sem hand- teknir voru þann 4. september grunaðir um að ætla að koma fyrir öflugum sprengjum á áberandi fjölförnum stöðum í landinu. Tveir þeirra eru enn í haldi og verða ákærðir fyrir meint sprengjutilræði. Fullyrðir Scharf einnig í viðtal- inu að minnst einn þeirra sem hand- teknir voru þá hafi sterk tengsl við áhrifamenn innan al-Qaeda sam- takanna og er þetta í fyrsta sinn sem tekst að sanna tengsl hryðju- verkamanna í Danmörku við hin illræmdu samtök sem lögðu á ráðin um flugvélaárásirnar á Tvíburaturn- ana í New York þann 11. september 2001. Getgátur voru uppi um að hand- taka áttmenninganna og upptaka hættulegra efna sem fundust á heim- ilum þeirra hafi verið á veikum grunni byggð frá upphafi og fékk sú fregn byr undir báða vængi eftir að sex mönnum af átta var sleppt úr haldi skömmu síðar. Hafa yfirvöld vísað því á bug og stendur rannsókn málsins enn yfir. Versnandi sambúð Dönsk yfirvöld hafa vaxandi áhyggjur af versnandi sambúð heimamanna og þeirra rúmlega 200 þúsund múslíma sem búsettir eru í landinu. Smáskærum þeirra í millum hefur fjölgað mjög síðan Jótlandspósturinn birti umdeildar skopmyndir af spámanninum heil- aga Múhammeð og berast reglu- lega fréttir af ungum dönskum múslímum sem finnst sér vart vært lengur í landinu sökum ofsókna að þeirra mati. Ekki aðeins er áreitið meira heldur verður þeim erfiðara MÚSLIMAR í DANMÖRKU ► Múslímar eru stærsti minni- hlutahópurinn í Danmörku en á milli 2-5 prósent íbúa landsins teljast til þeirra. ► Sá hópur kemur þó víða að, m.a. frá Tyrklandi, Bosníu og írak auk fleiri landa. ^ Nokkrar moskur fyrirfinn- r' ast í landinu en til stendur að byggja þá stærstu og mikilfenglegustu á Amager í náinni framtíð. og erfiðara að fá atvinnu sökum trúar sinnar sem aftur leiðir fleiri og fleiri á stíg róttækra afla á borð við al-Qaeda og annarra slíkra öfgasam- taka. Talsmaður samtaka íslömsku moskunnar í Kaupmannahöfn, Bilal Assaad, segir að vandamálið muni versna áður en það batnar. „Unga fólkið er milli tveggja elda. Þau eru fædd og uppalin í Danmörku en finnst þau ekki vera Danir. Möguleikarnir að fá atvinnu þegar nafn manns er Muhammad eru litlir. Minn eigin sonur segir mér að hann hafi þann skilning að tilheyra hópi múslíma en ekki hópi Dana enda eigi hann fátt sameigin- legt með þeim.“

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.