blaðið - 18.09.2007, Blaðsíða 6

blaðið - 18.09.2007, Blaðsíða 6
AKA VIÐ HÖFUM ALLAR GERÐIR BÍLA 5-9 MANNA Vagnhöfða 25 112 Reykjavík sími 567 4455 fax 567 4453 Óskum eftir góöu starfsfólki í dag- og kvöidvinnu. Frábær starfsandi með góðu starfsfólki Upplýsingar Culiacan@culiacan.is eða Sólveig sími 696-0225 Upplýsingarog skráning: 5444500/www.ntv.is SKRÁÐU ÞIG NÚNA! ÖRFÁ SÆTI LAUS Frábært nám fyrir þá sem vilja styrkja stöðu sína í starfi eða eru á leið inná vinnumarkaðinn eftir nokkurt hlé. í náminu er lögð mikil áhersla á að styrkja einstak- linginn og gera hann hæfari til að takast á við krefjandi störf á vinnumarkaðnum. O Skrifstofu- og tölvunám • Windows stýrikerfið • Word ritvinnsla • Excel töflureiknir • PowerPoint kynningarefni • Access gagnagrunnur • Bókhald • Tölvubókhald Navision MBS® • Internetið & Tölvupóstur • Verslunarreikningur • Tímastjórnun og markmiðasetning • Streitustjórnun • Atvinnuumsóknir • Sölutækni og þjónusta • Auglýsingatækni • Gerð birtingaráætlana • Framsögn og framkoma • Markhópagreining • Mannleg samskipti • Gagnvirk tenging forrita • Flutningur lokaverkefnis 258 stundir - Verð: 233.000.- Örfá sæti laus á morgunámskeið sem 6 I FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2007 blaóið 250 bíða eftír offitumeðferð ■ Biðtíminn 9 mánuðir á Reykjalundi og eitt og hálft ár á Kristnesi ■ Skipulagt prógramm vantar fyrir unglinga sem glíma við offitu Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net Nú bíða um 70 manns eftir að komast í offitumeðferð á Kristnesi og 180 manns á Reykjalundi þar sem starfrækt hefur verið sjálfstætt nær- ingar- og offituteymi frá ársbyrjun 2001. Biðtíminn eftir fyrsta göngu- deildarviðtali er 8 til 9 mánuðir. Það sem af er þessu ári eru beiðnir um meðferð orðnar 200. f fyrra og hitti- fyrra voru beiðnirnar hins vegar færri eða um 170 hvort árið. „Ég hélt að þetta væri komið í jafn- vægi. Fyrst eftir að magahjáveitu- aðgerðirnar hófust 2001 streymdu hingað beiðnir og voru eitt árið 340 á þeim tíma þegar við áttum ekki að sinna nema 25. Nú virðist stefna í annan topp en við getum verið með 100 á ári í dagdeildarmeðferð," segir Ludvig Guðmundsson, endurhæf- ingarlæknir á Reykjalundi. Að sögn Ludvigs fer stór hluti þeirra sem gengið hafa í gegnum offitumeðferð á Reykjalundi í magahjáveituaðgerð. „Nokkrir vilja ganga í gegnum alla meðferðina og sjá hver árangurinn verður áður en þeir taka ákvörðun um að fara í aðgerð.“ Knýjandi þörf Allir sem komast að í meðferðina á Reykjalundi glíma við mikla offitu. Flestir eru á aldrinum 20 til 55 ára. „Það koma líka eldri einstaklingar hingað og yngri, allt niður í 15 ára. Þess eru dæmi að unglingarnir séu allt að 200 kg. Við höfum hins vegar ekki skipulagt prógramm fyrir tán- inga. Meðferðin fyrir þá þyrfti að vera öðruvísi en fyrir fullorðna. Við viljum helst ekki taka yngri en 18 ára í meðferð en þörfin er knýjandi," bendir Ludvig á. Ef ungt fólk fitnar mikið mjög hratt er líklegt að önnur vandamál liggi að baki en bara rangt mata- ræði og hreyfingarleysi, að sögn Lud- vigs. „Þetta eru einkenni um að eitt- hvað annað geti verið að, til dæmis þunglyndi, áföll, slæmar aðstæður, einelti eða útilokun. Stundum er erf- itt að greina hvað er orsök og hvað afleiðing.“ Konur í meirihluta Konur eru alls 75 prósent þeirra sem ganga í gegnum offitumeðferð- ina á Reykjalundi. „Við höfum enga ástæðu til að ætla að konur glími frekar við mikla offitu en karlar. Þær virðast hins vegar frekar leita OFFITUMEÐFERÐ ► Meðferðin tekur á mörg- um þáttum sem tengjast offituvandamálum, svo sem næringu og hreyfingu og einnig á atriðum eins og sjálfsímynd, andlegri og líkamlegri líðan og féiags- legum þáttum og fleiru eftir því sem við á. ► Meðferðartími frá forskoð- un er um það bil 3 ár. sér hjálpar," segir Ludvig. Biðtíminn eftir offitumeðferð á Kristnesi, þar sem er endurhæf- ingardeildFjórðungssjúkrahússins á Akureyri, er eitt og hálft ár, að sögn Ingvars Þóroddssonar yfir- læknis. Nú bíða um 70 manns eftir meðferð. „Það eru tvö ár síðan við byrjuðum með hópmeðferð fyrir of- fitusjúklinga og beiðnunum fjölgar og fjölgar. Það sem af er þessu ári eru þær orðnar rúmlega 60. Við getum verið með alls 55 sjúklinga yfir árið.“ HEFURÞÚ ÁBENDINGU? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á bladid@bladid.net Fjórhjólamenn ATH Taktu félagann með! Nú kemurðu tveimur fullvöxnum hjólum ó kerruna I * tveggja hásinka *Ný& betri beisli * galvanseruð * burðageta 750 kg. * extra löng 430 x!50cm Topdrive.is Smiðjuvellir 3, Reykjanesbær 422-7722 VISA Lán ■ HAGSTADAR AFBORGANIR Lengd 430 cm! Sérsniðin fyrirþig.. Dráttarvextir 225 milljónir á ári Birgjar missa þolinmæðina Landspítali greiðir 225 millj- ónir í dráttarvexti á ári af þeim 900 hundruð milljónum sem hann skuldar birgjum sínum. Það hefur Andrés Magnússon, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra stór- kaupmanna, reiknað út. „Þetta er miðað við vanskilavesti sem eru 25 prósent.“ Hann undrast að nú þegar ríkis- sjóður standi svo vel sé hundruðum milljóna af almannafé kastað á glæ. „Það snýr að stjórnvöldum að laga þetta," segir Andrés. „Menn hafa misst alla þolinmæði í málinu og oft hefur verið rætt að það kæmi að því að hætta sölu til spítalans. Birgj- arnir vilja hins vegar vera ábyrgir þar sem höndlað er með lífsnauðsyn- lega vöru og því hafa þeir ekki tekið þá ákvörðun." gag

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.