blaðið - 18.09.2007, Blaðsíða 10

blaðið - 18.09.2007, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2007 blaðiö blaöi Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Ólafur Þ. Stephensen Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Tekin í bólinu Orkugeirinn er sú atvinnugrein, sem nú á einna mesta möguleika í al- þjóðlegri útrás. I síðustu viku var sagt frá margvíslegum stórhuga áformum á vegum íslenzkra orkufyrirtækja um verkefni erlendis. Þá gerðist það sömu- leiðis í fyrsta skipti að erlent fyrirtæki, Goldman Sachs fjárfestingarbankinn, keypti sig inn í íslenzka orkugeirann. Þróun mála undanfarin ár, þar sem æ meiri áherzla er lögð á að draga úr brennslu jarðefnaeldsneytis og virkja fremur endurnýjanlega orkugjafa, skapar gríðarlega eftirspurn eftir þeirri þekkingu og reynslu, sem Islendingar hafa komið sér upp með virkjun jarðhita og fallvatna. Þessi þekking er þess vegna orðin verðmæt og í hæsta máta eðlilegt að erlendir fjárfestar sýni henni áhuga. En eins og stundum áður er alþjóðavæðingin að flýta sér og tekur stjórn- völd í bólinu. Nú vakna menn upp við að í raun er ekkert því til fyrirstöðu að erlend fýrirtæki öðlist óbeina eignaraðild að fýrirtækjum, sem nýta vatns- og jarðhitaauðlindir, sem eru í þjóðareign. Lög, sem á sínum tíma voru sett til að verja þessar auðlindir, ásamt fiskimiðunum, fyrir erlendri eignaraðild, eru I rauninni gagnslaus. Erlend fjárfesting í orkugeiranum (og líka í sjávarútveginum) er æskileg. Henni fýlgir fjármagn og þekking, sem við þurfum á að halda. Hún er líka nauðsynleg vegna gagnkvæmni í viðskiptum við önnur ríki; á næstu árum munu íslendingar vilja fjárfesta í orkufýrirtækjum í öðrum ríkjum og þá getum við ekki takmarkað erlendar fjárfestingar í orkufyrirtækjum hér. Hins vegar verður það tiltölulega augljóst, þegar erlendar fjárfestingar í orkugeiranum blasa við, að það er löngu orðið tímabært að þeir, sem nýta orkulindir í almannaeigu, greiði gjald fyrir þann afhotarétt. Þess vegna ber að fagna yfirlýsingum Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra og Öss- urar Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra um innheimtu auðlindagjalds. Langt er sfðan auðlindanefrid forsætisráðherra markaði þá stefnu að inn- heimta ætti slíkt gjald fyrir allar auðlindir í þjóðareign, en hægt hefur gengið að hrinda stefnunni í framkvæmd. Það er þó ekki aðeins nauðsynlegt í Ijósi breytts umhverfis í orkugeiranum, heldur líka sanngirnisatriði gagnvart sjávarútveginum, sem getur nú með réttu kvartað undan að vera eina at- vinnugreinin, sem látin er borga fýrir aðgang að auðlindum í þjóðareigu. Það eru fleiri hliðar á orkuútrásinni, sem krefjast þess að stjórnvöld skoði lagaumhverfið upp á nýtt. Össur Skarphéðinsson vakti máls á því hér í Blaðinu fyrir tæpum tveimur vikum, að hann vildi aðskilja framleiðslu og sölu á rafmagni, þar sem hörð samkeppni ríkir, frá veitustarfsemi, sem er í raun í einokunarumhverfi. Það getur verið full ástæða til slíks, ekki sízt vegna þess að útrásarstarfsemi orkufyrirtækjanna er í eðli sínu áhætturekst- ur. Er rétt að fýrirtæki í eigu skattgreiðenda á Islandi standi í slíkum rekstri? Er ekki eðlilegra að selja hann í hendur einkafýrirtækjum, sem greiða svo gjald fýrir afriot sín af auðhndum í eigu ríkisins og sveitarfélaga? Ólafur Þ. Stephensen SÆKTU LEIÐARANN A WWW.MBL.IS/PODCAST Golt lil cndurvinnslu Auglýsingastjórí: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjóm & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid xiet, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Landsprent ehf. Polarolje Selolía Inniheldur hátt hlutfall Omega 3 f itusýrur ÓRTÚLEGUR ÁRANGUR POLAROLÍU!!!!! "Eftir að hafa verið of þungur í mörg ár og þjáðst af verkjum í liðum og stoðkerfi tók ég mig til og létti mig um 65-70 kg. Ég sat eftir með þessar þjáningar og reyndi allt til að mér liði betur. Það var ekki fyrr en ég uppgötvaði POLAROLÍU að þjáningar mínar hurfu og nú get ég þess vegna hlaupið 100 m grindarhlaup." Magnús Ólafsson, leikari. Gott fyrir: • Liðina • Maga- og þarma- starfsemi • Hjarta og æðar • Ónæmiskerfið Polarolían fæst í: apótekum, Þín verlsun Seljabraut, heilsuhúsum og Fjarðarkaupum PTffUQIf)/ kmn TJÁRF-eSta í TlSKflVÆvWo p/NKAN Nfi! T\A tíl/NÞfí N ER. WKA'f/ZVlUQr O R.FCL» T yKJ K~tÆ ... Húsin á höggstokknum Ýmislegt bendir til að sú við- horfsbreyting sem þegar hefur orðið hjá almenningi varðandi húsavernd, sé smám saman að skila sér til stjórnmálamanna. Tillögur, sem báru sigur úr býtum í hugmynda- samkeppni um skipulag Kvosarinn- ar, bera vitni um vilja til að færa svæðið til eldra horfs m.a. með því að endurbyggja hús og flytja gamalt hús úr Árbæjarsafni aftur „heim“ í Lækjargötu. Það vakti athygli í borgarstjórn nýverið þegar samþykkt var niðurrif húsanna að Laugavegi 4 og 6, að fulltrúar flokka sem áður studdu niðurrif þeirra, höfðu snúið við blaðinu. I R-listasamstarfinu stóðu Vinstri grænir og Samfýlking ein- huga að baki tillögum um niðurrif á Laugavegi og hvikuðu aldrei. En núna, þegar allt virtist vera um sein- an, kom loks ffarn fólk í þessum flokkum sem sá ljósið - og ég lasta ekki þær öndvegismanneskjur sem í hlut eiga því ég veit að þær starfa af fullum heilindum. En það breytir því ekki að hefðu flokkar þeirra ekki staðið jafii illa að verki í R-listanum og raun ber vitni, þá væri ekki búið að samþykkja að farga húsunum nr. 4 og 6 og það væri heldur ekki búið að heimila jafn mikið niðurrif við Laugaveginn og fýrirsjáanlegt er. Samfýlkingin lagði ffam tillögu nýlega í borgarstjórn um að unnin verði ný og heildstæð húsverndar- áætlun. Ég styð það að sjálfsögðu að unnin verði ný húsverndaráædun, því ég leitast við að styðja allt sem snýr að verndun þeirra menningar- verðmæta sem eru fólgin í þeim fáu, gömlu húsum sem eftir eru. Ekki veitir af að reyna að vinna þessi mál heildstætt. En í ljósi þeirrar stað- reyndar að Samfýlkingin festi í sessi öll áform um niðurrif húsa við Laugaveginn, óttast ég að þessi breyting á afstöðu flokksins komi um seinan. Og borgarstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur hingað til haldið sínu striki við svokallaða „uppbyggingu“ við Laugaveg og fargar þar menningarverðmætum sem verða aldrei bætt. Jafnvel þótt þar sé fólk sem virðist skilja mik- ilvægi eldri húsa í skipulagi nýrrar borgar, þá óttast ég að ekki verði aft- ur snúið með Laugaveginn. Margrét Sverrisdóttir Hvernig er staðan? Samkvæmt endurmati starfshóps á deiliskipulagi Laugavegs má rífa effirtalin hús: Laugaveg 5 Laugaveg 11, Laugaveg 21, Laugaveg 22A, Laugaveg 30, Laugaveg 32, Laugaveg 33, Laugaveg 33B, Laugaveg 35, Laugaveg 70 og Laugaveg 92. Þá er ekki talin ástæða til að vernda eff- irtalin hús: Laugaveg 48, 50, 52, 54, 56, 58 og 60, en eftir er þó að vinna tillögu að deiliskipulagi. Hús sem mátti rífa að mati hóps- ins en eru sem betur fer inni: Banka- stræti 12 og Laugavegur 1 (starfs- hópnum fannst það standa illa!). Hús sem búið var að heimila nið- urrif á fýrir vinnu starfshópsins voru einmitt Laugavegur 4 og 6, sem margir (þar á meðal ég) telja að hafi verið afar mikilvæg fýrir verndun götumyndar. Flest standa húsin sem heimilt er að rífa við Laugaveginn en veiðileyfi var einnig gefið af hópnum á nokk- ur bakhús. I dag liggja fýrir tvær umsóknir um uppbyggingu milli Vatnsstígs og Frakkastígs sem fela í sér undanfar- andi niðurrif á húsum sem eru frá því fýrir 1918. Fyrri tillagan gerir ráð fýrir að Laugavegur 33 og 35 við Laugaveg hverfi svo og einstakt hús við Vatnsstíg sem er eina húsið í Reykjavík sem er með steyptu þaki (Laugavegur 33B). Þar er einnig gert ráð fýrir að Laugavegur 33c og Vatnsstígur 4 hverfi. Seinni tillagan gerir ráð fýrir að Laugavegur 41 og 45 hverfi en haldið verði í Laugaveg 43 (Vínberið). I staðinn kemur verulega aukið byggingarmagn. Gera borgarbúar sér einhverja grein fýrir þeim hrikalegu húsafóm- um sem eru yfirvofandi? Hvernig halda menn eiginlega að Laugaveg- urinn líti út þegar um tveir tugir húsa verða horfhir þaðan og veru- legt byggingarmagn komið í stað- inn? Eigum við, sem unnum sögu og menningu borgarinnar að þurfa að berjast fýrir hverju einasta þess- ara húsa? Eða hafa borgaryfirvöld kjark til að hverfa frá fýrri ákvörð- unum í takt við breytt viðhorf? Höfundur er borgarfulltrúi KLIPPT OG SKORIÐ Fyrir helgina óskaði Einar K. Guðfinns- son effir því að Guðni Ágústsson léti í sér heyra varð- A V' ^ andi evrumálin. Nú óskar Björg- vin G. Sigurðsson viðskiptaráð- herra effir því sama og segir á heimasíðu sinni: „En hins ve gar hefur enn ekkert heyrst frá Guðna formanni sem fram að þessu hefur andskotast út í alla nálgun við Evrópusambandið. Hvað þá aðild og upptöku Evr- unnar.“ Björgvin segir að krónan kosti þjóðina um 72 milljarða á ári. Segjum þá bara: Yfir til þín, Guðni. Egill Helgason greinir frá því á heima- síðu sinni að forseti Islands, Ólafur Ragnar Grímsson, sé á leið til Rúmeníu á næstunni og að í för með honum verði m.a. gamall fjandvinur úr Al- þýðubandalaginu, Svavar Gests- son, sem er sendiherra Islands í Rúmeníu, búsettur í Kaup- mannahöfn. „Þetta hlýtur að telj- ast skemmtileg tilviljun. Tveir gamlir sósíalistar og ritstjórar Þjóðviljans að rifja upp gömul kynni í forðum verkamanna- paradísinni við Svartahaf,“ skrif- ar Egill. Vefmiðill- inn eyjan.is greinir frá því að Atli Gíslason þingmaður VG hafi verið í hollinu sem var rekið úr Hítará fýrir að veiða á maðk. Atli segist ekki sjálfur hafa verið að veiða á maðk, hann veiði eingöngu á flugu. Félagi hans sem deildi með honum stöng var að veiða á maðk þegar veiðivörður kom að. Atli segir í viðtali við vef- inn að hann sé afar leiður yfir þessu en hann hafi sjálfur ekk- ert brotið af sér. elin@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.