blaðið - 18.09.2007, Blaðsíða 17

blaðið - 18.09.2007, Blaðsíða 17
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2007 29 Raddvandamál algeng í nútímasamfélagi Námskeið í raddbeitingu Margir eiga lífsviðurværi sitt undir þvi að tala og þá skiptir máli að röddin sé í lagi. Því miður átta ekki allir sig á mikilvægi raddar- innar fyrr en hún gefur sig eða önnur vandamál koma upp. Ingveldur Ýr Jónsdóttir, söngkona og söngkenn- ari, segir að slík vandamál séu mjög algeng nú til dags og að þau megi einkum rekja til þess álags og áreitis sem fylgi nútímanum. Auk söngnámskeiða hefur Ing- veldur um nokkurra ára skeið staðið fyrir námskeiðum í beitingu talraddar enda gilda að mörgu leyti sömu lögmál um raddbeitingu þegar fólk syngur og þegar það talar. „Ég kenni raddbeitingu út frá æfingum, öndun og ýmsum þáttum sem tengjast söngnum en yfirfæri það á raddbeitingu í tali. Ég kenni fólki hvernig það getur nýtt sér út- hald og stuðning auk þess sem ég kem mikið inn á líffræði raddar- innar," segir hún. Fólk úr ólíkum geirum þjóðfélags- ins sækir námskeiðin svo sem kenn- arar, fjölmiðlamenn og fólk í stjórn- unarstöðum. Að sögn Ingveldar leitar fólk sér því miður oft hjálpar eftir að í óefni er komið. „Þeir sem eru ítrekað búnir að lenda í því að vera frá vinnu út af röddinni leita sér kannski frekar hjálpar. Oft hefur fólk lent í því ít- rekað að missa röddina og náð henni svo einhvern veginn aftur, annað hvort með læknismeðferð eða með því að vera frá í einhvern tíma. Svo eru aðrir sem vilja hreinlega bæta raddbeitinguna því að þeir vita hvað það er mikilvægt. Fólk eykur sannfæringakraft sinn með því að hafa betri stjórn á röddinni. Þetta tengist svo mörgum þáttum,“ segir Ingveldur Ýr Jónsdóttir að lokum. Nánari upplýsingar um nám- skeiðin má nálgast á vefsíðunni songstudio.ehf.is. Kennir raddbeitingu IngveldurÝr Jóns- dóttir söngkona býður upp á námskeið í raddbeitingu enda er röddin mikilvægt vinnutæki fyrir marga og því mikilvægt að beita henni rétt. Lög og réttur í Bandaríkjunum Aðalheiður Ámundadóttir, laganemi við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri, flytur fyrirlestur á Lögfræðitorgi í dag kl. 12. Aðalheiður sótti nám- skeið um bandarísk lög og réttar- kerfi í Washington-háskóla í St. Louis í Bandaríkjunum í sumar. í erindi sínu á Lögfræðitorgi fjallar Aðalheiður um þær náms- aðferðir sem notaðar voru við kennsluna, lestur og greiningu dómsmála, skýringatilraunir og sannleiksleitaraðferðina sem kennd er við Sókrates. Hún segir frá helstu viðfangsefnum námsins og undirstöðuatriðum bandaríska lagakerfisins. Fyrirlesturinn fer fram í stofu 20i á Sólborg við Norðurslóð. Lestur og skrift Víkurskóli í Reykjavík hefur gefið út hefti með námsmarkmiðum í lestri og ritun fyrir nemendur á aldrinum 3-16 ára. Útgáfan er ár- angur af þróunarstarfi kennara við skólann og hlaut verkefnið hvatningarverðlaun menntaráðs Reykjavíkur á þessu ári. Námsmarkmiðin taka mið af einstaklingsmiðuðu námi og ná yfir alla þætti lestrar- og ritun- arnáms. Ávinningurinn er að námsferlið er skipulega uppsett í markmiðslista og afar gagnlegt fyrir nemendur, foreldra og kenn- ara. Nemandinn fær markmiðin við upphaf skólagöngu og heftið fylgir honum síðan og er merkt við um leið og settum mark- miðum er náð. „EF ÉG VILDiTifÁ^ EINS OG MUNKUR ÞÁ GENGI ÉG í KLAUSTIIR; KÁLÖRÍUKYÓf ÍN Á þessu nýja, líflega og spennandi þriggja tíma nám- skeiði sem nú er haldið í fyrsta sinn á íslandi sýnir Sölvi Fannar þér hvernig þú getur farið að því að borða meira en grennst, vera kynþokkafyllri, betri elskhugi, meira aðlaðandi og sjálfsöruggari auk þess sem þú lærir einfaldar aðferðir til að grennast, styrkjast, liðkast, breyta útlitinu og bæta líðan. Fyrirlesarinn Sölvi Fannar Viðarsson, er landsþekktur einkaþjálfari, fyrirlesari og höfundur bókarinnar Kaloríukvótinn sem kom út fyrir síðustu jól og selst hefur í þúsundum eintaka. Bókin fylgir með FRÍTT. Þetta áhugaverða námskeið er samantekt af öllu því sem Sölvi hefur sjálfur lært og kennt öðrum í hátt á annan áratug. Hann hefur margoft sýnt fram á það í samstarfi við viðskiptavini sína að það geta ALLIR náð undraverðum árangri og framförum í líkamlegri og andlegri vellíðan. Egill Skallagrímsson býður upp á frískandi drykki. Nings býður þátttakendum að bragða á heilsuréttum. Fitnesssport býður upp á heilsunammi. Lýsi býður upp á eina mestu uppgötvun næringarfræðinnar Skráning hafin, taktu frá sæti og bókaðu í dag! Sölvi Fannar Viðarsson Hvenær: Laugardagurinn 22. sept. 2007 kl. 10 til 13. Hvar: Nordica Hotel, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík Verð: Kr. 9.995 per sæti SÉRTILBOÐ: Kr. 6.995 per sæti ef bókuð eru 2 sæti. Skráning og allar nánari upplvsingar: Heimasíða: www.stjornandinn.is Tölvupóstur: stjornandinn@stjornandinn.is Símaskráning: 846-0149 Stjórnunarfélag íslands SAMSTARFSAÐILAR: FITNESS SPORT

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.