blaðið - 18.09.2007, Blaðsíða 7

blaðið - 18.09.2007, Blaðsíða 7
blaðió ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2007 FRÉTTIR Þýfið fimm milljóna króna virði Braust inn daginn eftir að hann hlaut dóm 24 ára gamall karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 5. október næstkomandi vegna innbrots á arkitektastofu þann 7. september síðastliðinn þar sem hann stal þýfi að verðmæti um fimm milljónir króna. Maðurinn hafði með sér ýmiss konar tæknibúnað auk þess sem hann stal fjórum kreditkortum og lyklum að bifreið sem stóð fyrir utan. Hann kom þýfinu fyrir í bif- reiðinni og ók henni að nokkrum hraðbönkum til að taka út peninga af stolnu kreditkortunum.Eftir- litsmyndavélar í bönkunum náðu myndum af manninum og í kjöl- farið var hann handtekinn. í mikilli fíkniefnaneyslu Maðurinn játaði brotið en sagðist hafa verið í mikilli fíkniefnaneyslu að undanförnu og hafa ætlað sér að selja þýfið til að greiða skuldir. Daginn áður en hann var handtek- inn hafði maðurinn verið dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir fjölmörg auðgunarbrot sem hann framdi ým- ist einn eða í félagi við annan mann. Hann ákvað að nýta sér lögboðinn fjögurra vikna áfrýjunarfrest og hafði því ekki hafið afplánun dóms- ins. Maðurinn á að baki nokkurn sakaferil, en hann hefur fimm sinnum verið dæmdur fyrir hegn- ingarlagabrot. þsj Fundu stera í hátalaraboxi Fangi á Litla-Hrauni hefur verið sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands af ákæru fyrir eigu á steralyfi og fleiri efnum. Taldi dómurinn að ákæruvald- inu hefði ekki tekist að sýna fram á að maðurinn hefði átt hátalara sem efnin fundust í í fangaklefa mannsins. Við leit í klefa mannsins, sem er frá Litháen, fundust sprauta, nálar, 98 bleikar töflur og tvö glerhylki í hátalaraboxi við hliðina á sjónvarpi. Töflurnar og lyf í glerhylkjunum reyndust vera steralyf. Fanginn sagðist ekkert kann- ast við það sem var í hátal- araboxinu og sagði að annar fangi hefði gefið sér boxið þegar hann yfirgaf fangelsið. Dómurinn segir að þótt frá- sögn mannsins um eignarhald á hátalaranum sé afar ótrú- verðug liggi ekkert fyrir í mál- inu um það hvort umræddur hátalari hafi tilheyrt honum eða ekki og hvort frásögn hans geti verið rétt um það. mbl.is Mál útgerðarfélags í Vestmannaeyjum gegn olíufélögunum Samráðsmáli vísað £rá dómi Héraðsdómur Reykjavíkur vís- aði frá máli útgerðarfélagsins Dala- Rafns ehf. í Vestmannaeyjum á hendur Keri og Olíverslun íslands í gær. Málið var höfðað vegna þess fjárhagslega tjóns sem sam- ráð olíufélaganna olli fyrirtækinu. Skeljungur fór fram á sýknu, ekki frávísun í málinu, en ekki er ljóst hvort málarekstur heldur áfram gegn því félagi. I niðurstöðu dómsins segir að óljóst hafi verið af málatilbúnaði stefnanda hvort sameiginleg ábyrgð lægi fyrir af hálfu Kers og Olíuversl- unarinnar um að þau hefðu valdið sama tjóni og Skeljungur, sem var helsti viðskiptaaðili Dala-Rafns ehf. Því gæti ekki verið um óskipta ábyrgð þeirra allra að ræða. Lögmaðurinn hissa Hlyni Halldórssyni, lögmanni Dala-Rafns ehf., finnst niðurstaðan sérkennileg. „Það skiptir ekki neinu máli hvort viðkomandi reynir að versla við A, B eða C. Ef þeir eru allir saman búnir að ákveða verð þá er ekki lengur virkur samkeppnismark- aður og það er bannað samkvæmt samkeppnislögum. Samráðið hafði í för með sér að stefnandi varð fyrir efnahagslegu tjóni. Auðvitað bera þau öll þrjú ábyrgð því það þarf fleiri en einn til að bera ábyrgð á samráði. Ég skil því ekki röksemdir GÆÐl ^ GÓÐVERÐ ^ ÞJÓNUSTA ^ ÚRVAL ^ ÞEKKIAG Veldu það besta! Nýjar glæsilegar leðurhúsgagnalínur Rafmagnsrúm í úrvali Frí þrýstijöfnunarmæling sem greinir hvaða dýna hentar þér best 1Q- CAilE HEILSUDÝNUR OG HEILSUKODDAR Fallegir svefnsófar með góðum dýnum AKUREYRI EGILL ÞORSTEINSSON KIROPRAKTOR REYKJAVIK Listhúsinu Laugardal, 581 2233 • Dalsbraut 1, Akureyri, 461 1150 Opið virka daga 10:00 - 18:00 - laugardaga 11:00 - 16:00 www.svefn.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.