blaðið - 18.09.2007, Blaðsíða 16
28
ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2007
blaóió
LÍFSSTÍLLMENNTUN
menntun@bladid.net
Það er meira byggt upp á sjálfstæði nemenda
og að hlutverk kennarans sé frekar að aðstoða
og styðja við þá en ekki að taka stjórnina eins og
er kannski oft í öðrum greinum.
Ráðstefna um
dyslexíu
Gavin Reid, prófessor við Edin-
borgarháskóla, verður aðalfyr-
irlesari á ráðstefnu um dyslexíu
sem fram fer í Fjölbrautaskóla
Suðurnesja föstudaginn 5. okt-
óber og laugardaginn 6. október.
Reid er einn helsti sérfræðingur á
þessu sviði í Evrópu. Hann hefur
skrifað fjölda bóka og greina um
dyslexíu og þær leiðir sem hægt
er að fara í námi og kennslu. Þar
að auki hefur hann haldið fyrir-
Iestra um efnið á ráðstefnum um
allan heim. Reid heldur erindi
báða dagana sem hann nefnir
„Dyslexia as a difference“ og „Stra-
tegies for teaching and learning".
Auk fyrirlestra Reids verður
boðið upp á ýmsar smiðjur sem
íslenskir sérfræðingar stjórna.
Dagur tungu-
málanna
Evrópski tungumáladagurinn
verður haldinn þann 26. sept-
ember næstkomandi hér á landi
sem víðar í álfunni. Markmið
dagsins er meðal annars að vekja
athygli á mikilvægi tungumála-
kunnáttu og fjölbreytts tungu-
málanáms til að auka fjöltyngi og
skilning á ólíkri menningu þjóða.
Markmið dagsins er einnig
að stuðla að því að viðhalda
fjölbreytileika tungumála og
menningar í Evrópu og hvetja til
símenntunar í tungumálanámi
bæði innan skólakerfisins og
utan þess.
Heimili og skóli
15 ára
Landssamtökin Heimili og skóli
fögnuðu 15 ára afmæli sínu í gær
en stofnfundur þeirra var hald-
inn þann 17. september árið 1992.
Samtökin hafa frá upphafi haft
það meginmarkmið að miðla upp-
lýsingum til foreldra um skóla-
mál, styrkja samband heimilis
og skóla og auka áhrif foreldra á
skólamál. Foreldrar og forráða-
menn barna geta gerst félagar í
Heimili og skóla og aðrir geta
gerst styrktarfélagar. Samtökin
veita ráðgjöf til foreldra og for-
eldrasamtaka og gefa út tímarit
og ýmiss konar efni um foreldra-
starf. Heimasíða samtakanna er
heimiliogskoli.is.
Nýsköpunar- og frumkvöðlamennt í skólum
Ýtir undir sköpunargáfuna
Nýsköpunar- og
frumkvöðlamennt ýtir
undir frumkvæði og
sköpun hjá börnum.
Efla þarf greinina í
grunnskólum á íslandi.
Eftir Einar Örn Jónsson
einar.jonsson@bladid.net
Þrátt fyrir að kveðið sé á um ný-
sköpunar- og frumkvöðlamennt í
aðalnámskrá grunn- og framhalds-
skóla er þessum þætti lítið sinnt hér
á landi að mati Svanborgar R. Jóns-
dóttur, formanns Félags íslenskra
kennara í nýsköpunar- og frum-
kvöðlamennt (FÍKNF).
„Það er gott að þessar greinar séu
komnar í námskrár bæði grunn- og
framhaldsskóla en það fylgir þeim
ekki svokölluð tímaúthlutun sem
gæti verið ein skýringin á því að
þeim er lítið sinnt hér á landi þrátt
fyrir að þær sé í námsskrá," segir
hún.
„Mér finnst að yfirvöld mættu
fylgja námskránni betur eftir og
kynna þessar námsgreinar fyrir
skólafólki, almenningi og atvinnu-
lífinu. Þær geta verið mjög öflugar
ef þeim er vel sinnt.“
Önnur nálgun kennara
Svanborg segir að menntun kenn-
ara hér á landi sé lítil í.nýsköpunar-
og frumkvöðlamennt en bendir
jafnframt á að kennarar sem sinni
þessum greinum hafi stofnað með
sér félagsskap sem meðal annars
hafi það að markmiði að bæta þekk-
ingu á þessu sviði.
„Við höfum fengið styrki til að
halda námskeið fyrir kennara og
eins erum við að reyna að ýta svo-
lítið við yfirvöldum um að marka
aðeins skýrari stefnu," segir hún.
Þeir kennarar sem á annað borð
kynnast nýsköpunar- og frumkvöðla-
mennt fá yfirleitt mikinn áhuga á
að efla þátt þeirra í skólastarfi enn
frekar að sögn Svanborgar.
„Þetta býður kannski upp á svolítið
aðra nálgun fyrir kennarann en í
hefðbundinni kennslu. Það er meira
byggt upp á sjálfstæði nemenda og
að hlutverk kennarans sé frekar að
aðstoða og styðja við þá en ekki að
taka stjórnina eins og er kannski oft
í öðrum greinum. Þá er mikið lagt
upp úr frumkvæði nemenda og að
þeir komi sjálfir með hugmyndir
Nýsköpunarkeppni grunnskólanna
Keppnin hefur verið haldin á hverju ári frá
1992 og þykir vera til marks um gott starf
á sviði nýsköpunar- og frumkvöðlastarfs
grunnskólanema.
og finni út úr hlutunum,“ segir
Svanborg.
Sjá meiri tilgang
Að mati Svanborgar hefur ný-
sköpunar- og frumkvöðlanám
mikið gildi til dæmis fyrir börn á
grunnskólaaldri.
„Þarna er verið að ýta undir sköp-
unargáfuna en skólakerfið hefur
verið svolítið gagnrýnt fyrir að
drepa hana of mikið niður. Þarna
fá þau líka tækifæri til að nýta svo
margt sem þau eru að læra í skól-
anum, til dæmis listgreinar, stærð-
fræði, íslensku og smíði,“ segir hún.
Auk þess að bjóða upp á sam-
þættingu ólíkra námsgreina gerir
nýsköpunar- og frumkvöðlamennt
nemendum kleift að hagnýta ýmis-
legt sem fram að þessu hafa aðeins
verið tölur eða orð á blaði.
„Þau sjá meiri tilgang í mörgu af
því sem þau eru að læra,“ segir Svan-
borg sem kenndi sjálf þessa náms-
grein í tíu ár. Hún segir að nemendur
hafi almennt verið áhugasamir um
námið og virkir. „Mér fannst líka að
fleiri nemendur nytu sín í þessu en
FÍKNF
Félag íslenskra kennara í
nýsköpunar- og frumkvöðla-
mennt var stofnað í desemb-
er 2005.
Markmið félagsins er meðal
annars að koma á samvinnu
kennara í nýsköpunar- og
frumkvöðlamennt.
Félagið hefur meðal annars
staðið fyrir námskeiðum
fyrir kennara.
almennt. Þeir nemendur sem eru á
annað borð áhugasamir um nám
eru það í flestum greinum en þarna
voru fleiri sem nutu sín og fannst
að þeir gætu gert eitthvað," segir
Svanborg.
Nýsköpunarkeppni grunnskóla
Ýmislegt gott hefur verið gert á
sviði nýsköpunar- og frumkvöðla-
menntunar hér á landi á undan-
förnum árum og er árleg Nýsköpun-
arkeppni grunnskólanna gott dæmi
um það. „Hún er haldin einu sinni á
ári hér á landi sem er mjög gott því
að til dæmis í Svíþjóð er hún haldin
fjórða hvert ár. Keppnin hvetur
marga til dáða og ég held að það hafi
borist um 3000 hugmyndir núna,“
segir Svanborg en til samanburðar
má benda á að þegar keppnin var
fyrst haldin árið 1992 voru hug-
myndirnar 75.
Lokahóf keppninnar verður
haldið í Grafarvogskirkju 30. sept-
ember næstkomandi og þar mun
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti
íslands, veita verðlaun fyrir bestu
hugmyndirnar.
A föstudag verður aftur á móti
haldin málstofa um nýsköpunar- og
frumkvöðlamennt á íslandi og í Dan-
mörku í Kennaraháskóla Islands.
Þar mun Svanborg fjalla um stöðu
mála hér á landi og kynna FÍKNF.
Þá munu kennarar frá Kennarahá-
skólanum í Fredriksberg fjalla um
stöðu nýsköpunar- og frumkvöðla-
menntar í danska skólakerfinu og
stefnu stjórnvalda á því sviði.
Málstofan fer fram í stofu E-304
og stendur frá kl. 14-^6. Hún fer
fram á ensku og er öllum opin.
Iðnnnemar taka þátt í Evrópukeppni ungra vísindamanna
Hálkuvari til Valencia
Nemar úr Iðnskólanum í Reykja-
vík taka þessa dagana þátt í Evr-
ópukeppni ungra vísindamanna
sem fram fer í borginni Valencia á
Spáni. Lið Iðnskólans vann sér þátt-
tökurétt í vor þegar það sigraði í
landskeppni ungra vísindamanna
með verkefni sitt Hálkuvarann.
Hálkuvarinn er umhverfisvæn
lausn á hálkuvanda bifreiðaeig-
enda sem nemarnir hönnuðu og
þróuðu.
Ungir vísindamenn er evrópsk
keppni ungs fólks sem fer fram
árlega víða um Evrópu. Markmið
hennar er að efla hæfni ungs
fólks til að vinna að rannsóknar-
verkefnum og stuðla að auknu
frumkvæði og sjálfstæðum vinnu-
brögðum nemenda. Háskóli Is-
lands hefur umsjón með keppn-
inni hér á landi.
Landskeppni ungra vísinda-
manna er opin öllum náms-
mönnum á aldrinum 15-20 ára og
eru allar greinar vísindanna jafn-
hæfar. Að hverju verkefni vinna
1-3 nemendur. Keppendur mega
ekki vera orðnir 21 árs eða búnir
að hefja háskólanám þegar þeir
taka þátt í keppninni. Verkefnin
þurfa að fela i sér nýjungar á sviði
fræða, vísinda og tækni. Þátttak-
endur velja sér viðfangsefni, rann-
saka það og setja fram niðurstöður
á rannsókn sinni, oftast undir leið-
sögn kennara.
Landskeppni ungra vísinda-
manna Lið Iðnskólans sem sigraði
í Landskeppni ungra vísindamanna
í vor tekur nú þátt í Evrópumótinu í
Valencia.