blaðið - 18.09.2007, Blaðsíða 18

blaðið - 18.09.2007, Blaðsíða 18
30 ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2007 blaóiö ÍÞRÓTTIR ithrottir@bladid.net Liðið rétt slefaði inn í Meistaradeildina eftir heppnis- sigur gegn NK Zagreb og aðeins tímaspursmál áður en helsta stjarna þeirra og einhver besti leikmaður heims, leikstjórnandinn Diego, fær nóg af meðalmennsku. SKEYTIN INN Martin Jol, r- tenham, hefur -• brennt flestar brýr að baki sér eftir dapra byrjun liðsins í haust. Fullyrða háttsettir menn innan stjórnar liðsins í fjölmiðlum þarlendum að Hol- lendingurinn eigi aðeins nokkrar vikur eftir í starfi fari púslin ekki að falla fyrir hðið. Tottenham tapaði erkislag sínum gegn Arsen- al á heimavelli um helgina 1-3. Ronaldin- hoþykir ekki vera svipur hjá sjón þessa dagana miðað við síðustu leiktíð og auðsjá- anlegt hverjum sem er að hann er nokkuð langt frá sínu besta formi. Hann er engu að síður markahæstur Börsunga með tvö mörk sem bæði komu beint úr aukaspyrnum. Dietmar Hamann notaði tímann fyrir helgi, lagði saman tvo og tvo og fór svo í blöðin með niðurstöður sínar. Þar segir hann alveg víst að Manchester City verði áfram að vinna leiki til að eiga einhverja möguleika á Evrópusæti í vor. Gott hjá Hamann að leggja áherslu á þetta enda aldrei legið ljóst fyrir stuðningsmönnum boltans. Annar kappi með greind- arvísitölu við herbergishita, sóknarmaðurinn James Beattie hjá Sheffield United, greinir ff á því að hann verði að leggja sig fram til að ■x komast í hðið hverju sinni... Ballið byrjað Meistaradeildin hefst í kvöld Blaðið spáir í spilin Fyrstu átta leikirnir í Meist- aradeild Evrópu þessa leiktíðina hefjast í kvöld og geta knattspyrnu- aðdáendur óhikað tekið kvöldið frá þvf minnst fjórir þessara leikja verða harðar rimmur skemmti- legra liða. Verkefni Liverpool gegn Porto á útivelli er langt í frá auðvelt, viðureign Schalke gegn Valencia er afar forvitnileg, Real Madrid ætti að rúlla upp Werder Bremen sem misst hefur marga sína bestu leikmenn og meistarar Milan ættu að fara varlega gegn Benfica sem oftar en ekki hefur komið á óvart. MARSEILLE 2-1 BESIKTAS ■ PORTO 2-2 LIVERPOOL Marseille þjáist af sama kvilla og önnurfrönsk félagslið; allir bestu leikmenn þeirra vilja fara brott um leið og vel gengur. Þannig er þeirra langbesti maður á síðustu leiktíð, Franck Ribery, nú að heilla alla í búningi Bayern Munchen og niðurgangur verið í hafnarborg- inni síðan. Besiktas er einnig hefðbundið tyrkneskt lið. Þeir gætu nælt sér í fimm til sex stig í riðlakeppninni en lengra fara þeir ekki. Sparkáhugamenn eiga margir hverjir auðvelt með að merkja við útisigur hér en fótboltasagan er stútfull af félögum sem töldu auðvelt að eiga við Portúgalana og fengu rassskellingu fyrir vikið. Porto var ekki fjarri því að Ijúka möguleikum Chelsea í sömu keppni fyrir ári og liðið er síst veikara nú. Er reyndar efst í Portúgal með fullt hús stiga. Benítez veit þetta og þarf að brýna fyrir sínum mönnum að fara varlega. CHELSEA 3-0 R0SENB0RG ■ SCHALKE 1-2 VALENCIA Hér spáir Blaðið að allt smelli hjá Mourinho enda kominn tími til. Norðmennirnir munu pakka í vörn eins og flestir aðrir gera gegn Chelsea á heimavelli þeirra og því eru þeir bláklæddu vanir og munu fljótlega finna veikan hlekk á norsku keðjunni. Cheis- ea hefur aldrei tapað sínum fyrsta leik í Meistaradeildinni og tapaði engum leik í riðlakeppn- inni á síðasta ári. Taka ber ofan fyrir hetjuskap Ro- senborg enda vel mannað lið. Þessi er forvitnilegur því bæði félög hafa stritað meira en í meðallagi í deildum sínum þetta haustið. Schalke hefur aðeins náð sjö stigum úr fyrstu fimm leikjum sínum og Valencia hefur verið þrælheppið að ná þeim sex stigum er þeir hafa á Spáni. Sigurinn hér fellur því liði í skaut sem labbar fram á völlinn með meira sjálfstraust og það hafa Spánverjarnir þrátt fyrir þær tug- þúsundir á pöllunum sem hvetja heimamenn. íi i’íhiL/JiJil WERDER B. 0LYMPIAK0S 0-1 LAZI0 Ekki alveg grískur harmleikur en slæmur leikur engu að síður fyrir heimamenn að mati Blaðsins. Lazio einfaldlega með breidd og mannskap til að taka þrjú mikil- væg stig á útivelli þó að alkunna sé að grísku liðin í keppninni tapi yfirleitt ekki heimaleikjum sínum þó sjaldan fari þau langt í keppninni. Það helgast kannski af því að þau vinna aldrei útileiki og Olympiakos meira með sem uppfylling en nokkuð annað. Það sést í kvöld. ii Þaulreynt lið meistara Milan er of sjóað til að falla í þá gryfju að vanmeta Benfica og á þeim stólpum hvílir sigur ítalanna. Þeir þurfa líka að sýna að það var engin tilviljun að þeir unnu Meist- aradeildina í fyrra og að liðið sé ekki veikara nú þó margir vilji meina að svo sé. Benfica leikur þrælskemmtilegan bolta og munu liðsmenn þess sækja sem þeirra er von og vísa en verður ekki kápan úr þeim klæðunum í þetta skipti. Dagar Werder Bremen meðal stórliða Evrópu er taldir í bili að mati Blaðsins. Liðið rétt slefaði inn í Meistaradeildina eftir heppnissigur gegn NK Zagreb og aðeins tímaspursmál áður en helsta stjarna þeirra og einhver besti leikmaður heims, leikstjórn- andinn Diego, fær nóg af meðal- mennsku. Reai hefur byrjað betur heima en í mörg ár og bullandi sjálfstraust þýðir einstefnu á mark Bremen og sannfærandi sigur í spilunum. SHAKTAR 1-1 CELTIC Bæði lið verða afar varkár enda má ieiða líkur að því að tapliðið lendi í slæmri stöðu í riðlinum sem ráð er fyrir gert að Milan vinni örugglega. Það félag sem ætlar að fylgja Milan upp úr riðlin- um þarf að sýna seiglu og negla þrjú stig á minnst einum útivelli og tækifærið er fyrir Celtic nú. Úkraínska liðið er þó nautsterkt og um það gilda sömu reglur. Miðjumoð mestallan leikinn og stöku skyndisóknir Skotanna líklegar. 15-20% AFSLÁTTUR AF KÆLI- OG FRYSTISKÁPUM B-SKAPAR Lítió eóa ekkert útlítsgallaóir skapar og sýningareintök SELDIR MEÐ ALLT AÐ 50°/o AFSLÆTTI www.ormsson.is UMBOÐSMENIM UM LAND ALLT ORMSSON Tæklar Totti Þjálfari Reggina, liðs Emils Hallfreðssonar, var ánægður með sitt fólk þrátt fyrir 0-2 ósigur gegn Roma um helgina. Emil lék mestallan leikinn og stóð sig vel eins og aðrir félagar hans en Reggina er dverglið miðað við Rómverj- ana og ódýrustu leikmenn Roma kosta svipað og allt lið Reggina. Engin skömm er því að tapinu og víst er að stjarna Roma, Francesco Totti, veit í dag hver Emil Hallfreðsson er enda tæklaði íslendingurinn hann grimmt í leiknum. Trónar Tiger íþróttafréttamenn sem sér- hæfa sig í golfi eiga náðuga daga þessi dægrin. Tiger Woods vinnur öll mót sem hann tekur þátt í og hægt er að endurvinna fvrirsagnir viku eftir viku. I þetta sinn snýtti hann andstæðingum sínum á Tour-meistaramót- inu og sigraði með átta högga mun. Bólgnaði bankabók hans um tæpar 700 milljónir króna fyrir vikið. Rísa Rússar Rússar sigruðu Spánverja í úrslitaleik Evrópukeppninnar í körfuknat tleik á ævintýra- legan hátt 60-59 en lokaskot Spánverja sem tryggt hefði þeim sigur hefði það dottið geigaði. Bauð leikuiinn upp á allt það besta í evrópskum körfuknattleik sem þó, eins og skorið bendir til, á talsvert í land að ná bandaríska körfu- boltanum hvað sóknarleikinn varðar. i ORMSSON ! ORMSSON * ORMSSON * ORMSSON ! ORMSSON ! ORMSSON # ORMSSON i ORMSSON ! ORMSSON ! ORMSSON ! ORMSSON LÁGMÚLA 8 SMÁRAUND KEFLAVlK MODEL-AKRANESI ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI RADIONAUST-AKUREYRI VlK-EGILSSTÖÐUM VlK-NESKAUPSTAÐ VlK-REYÐARFIRÐI ÁRVIRKINN-SELFOSSI BÓKABÚÐ-HÚSAVlK SÍMI5302800 SÍMI5302900 SÍMI421 1535 SlMI431 3333 SfMI4564751 SlMI461 5000 SÍMI471 2038 SlMI477 1900 SlMI474 1477 SlMI480 1160 SlMI464 1515 McRae allur Rallkappinn Colin McRae sem yngri kynslóðin þekkir kannski best úr tölvuleikjum lést um helgina ásamt 5 ára syni sínum þegar þyrla er þeir ferðuðust í hrapaði til jarðar í Skotlandi. McRae var einn fremsti rallökumaður heims um tíma og vann slíkar keppnir alls 26 sinnum á ferlinum.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.