blaðið - 29.09.2007, Blaðsíða 4

blaðið - 29.09.2007, Blaðsíða 4
FRÉTTIR LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2007 blaðió Framsókn kynnir eigin mótvægisaðgerðir Vilja 1,2 milljarða í menntunarsjóð verði 150 milljónir veittar í sjóð sem námskeiðshaldarar geti fengið styrki úr. 1 tillögunum er jafnframt lagt til að sveitarfélög hljóti stuðning vegna fyrirsjáanlegs tekjutaps. Allt að einum milljarði króna verði varið til þess, 200 milljónum til hafnarsjóða og 800 milljónir króna verði veittar til Jöfnunarsjóðs sveit- arfélaga til að bæta þeim upp útsvar- stap vegna minnkandi þorskveiða. Auk þess verði 400 milljónir króna veittar til þess að efla haf- rannsóknir, einkum útibú Hafrann- sóknastofnunar víða um landið og áhersla lögð á að auka samstarf við vísindamenn Háskóla íslands. Framsókn- arfólk telur að mótvægisað- gerðir ríkis- stjórnarinnar vegna skerð- ingar þorsk- kvótans gangi ekki nærri því nógu langt. Þingflokkur Framsóknarflokksins kynnti í gærmorgun sínar eigin tillögur á blaðamannafundi. Þingflokkurinn leggur meðal annars til að 1200 milljónir króna verði settar í átakssjóð sem atvinnu- rekendur geti fengið styrk úr til að greiða starfsmönnum laun meðan þeir sækja sér menntun. Auk þess Airbus-þota lenti með veikan farþega Öryggisviðbúnaður var á Kefla- víkurflugvelli um miðjan dag í gær þegar Airbus A330 farþega- þota bandaríska flugfélagsins Northwest Airlines millilenti á Keflavíkurflugvelli með veikan farþega. Farþegaþotan var hlaðin eldsneyti til langferðar og því um- talsvert þyngri en venjan er. Lendingin gekk vel og var farþeg- inn fluttur á sjúkrahús. freyrr@bladid.is Flugvélin var á leið frá Amster- dam til Minneapolis. mbl.is Hjó okkur fáíð f íð ntílfzíð ún/ai af feermm, 00 VÖ0 lA/U.l'VL flj yÍY bÖm,llA, Skeifunni 8 - s. 568 2200 - Smáralind - s. 534 2200 www.babysam.is KINVERSKAR KVIKMYNDIR, BÓKMENNTIR, LISTMUNIR, FYRIRLESTRAR, FLUGDREKA- NÁMSKEIÐ OG TÓNLIST í SAFNAHÚSI KÓPAVOGS ^lKÍNVERSK MENNINGARHÁTÍÐ Fjölbreytt dagskrá alla daga hátíðarinnar - sjá nánar www.bokasafnkopavogs.is ______ www.natkop.is WéM Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir! Heilbrigðisráðherra treystir Tryggingastofnun í málum tannlækna Krafa um upplýsingar eðlileg „Sem neytandi skilur maður að fólk vilji fá eins nákvæmar upplýsingar og hægt er. Það er í sjálfu sér eðlileg krafa,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson heil- brigðisráðherra um þá kröfu neytenda að hægt verði að bera saman verð tannlækna á einum stað. Guðlaugur kveðst treysta Tryggingastofnun, TR, tilað fara með málið. „Það er hins vegar mikilvægt að faglega sé staðið að slíkri upplýsingamiðlun.“ Tannlæknum ber skylda til að hafa frammi útdrátt úr gjaldskrá á biðstofu en það gera hins vegar ekki allir. Neytendur vilja ekki þurfa að ganga á milli biðstofa, Guðlaugur Þór Þórðarson heldur sjá verð tannlækna á einum stað. Sænsk yfir- völd ætla að setja verð tannlækna á Netið á næsta ári og Tryggingastofnun ríkisins kannar nú hvort henni sé leyfilegt að birta verð tannlækna. „Ég ber fyllsta traust til Tryggingastofnunar hvað þetta varðar," segir ráðherrann. Formaður Tannlæknafélags íslands, Sigurjón Bene- diktsson, er andvígur því að stofnunin birti verðið. Hann segir stofnunina ekki hafa verð sem hægt sé að nota auk þess sem samkeppnisumhverfið raskist. Guðlaugur Þór bendir á að fyrstu viðbrögð manna við nýjungum séu oft hræðsla sem reynist óþörf. „Ég ítreka nauðsyn þess að allar upplýsingar verði veittar á sem faglegastan hátt. Hafa ber í huga að verðkannanir eru, eins og þekkt er orðið, vandmeðfarnar." ingibjorg@bladid.net Hátt í 1.000 munu missa vinnuna ■ Formaður Samtaka fiskvinnslustöðva sér fram á mikinn sam- drátt í sjávarútvegi ■ Mótvægisaðgerðir bæta ekki tjónið að fullu Eftir Magnús Geir Eyjólfsson magnus@bladid.net Uppsagnirnar í fiskvinnslu- stöðvum Eskju og Humarvinnsl- unnar eru einungis byrjunin á sársaukafullum aðgerðum sjávarút- vegarins í landinu að mati Arnars Sigurmundarsonar, formanns Sam- taka fiskvinnslustöðva. Hann segir uppsagnir hafa legið í loftinu eftir að tilkynnt var um 63 þúsund tonna samdrátt aflaheimilda í þorski. Telur hann að á næstu 6 til 12 mán- uðum muni fleiri fyrirtæki í útgerð og fiskvinnslu grípa til uppsagna og þær geti orðið hátt í þúsund talsins. Staða greinarinnar erfið Samtök fiskvinnslustöðva héldu aðalfund sinn á Grand hóteli í gær og var greinilegt á mönnum að þeir hafa þungar áhyggjur af stöðu mála. Lagðar voru fram upplýsingar sem sýna fram á erfiða afkomu ein- stakra vinnslugreina og sjávarút- vegsins í heild. „Fyrirtæki munu að einhverju leyti hætta starfsemi eða sameinast og veiðiheimildir í útgerð munu sameinast,“ segir Arnar. Einar K. Guðfinnsson, sjávarút- vegsráðherra, tekur undir áhyggjur samtakanna. Hann segir að vegna samdráttarins hafi verið fyrirséð að uppsagnir yrðu í greininni. Hins vegar hafi hann ekki mótað sér skoðun hversu miklar þær kæmu til með að vera. „Þessar vikur og mánuði eru stjórnendur í greininni að fara yfir það með hvaða hætti þeir bregðast við. Við sjáum ákvarð- anir af því tagi sem hafa þegar birst. Við vitum líka að menn eru að íhuga aðra hluti eins og að lengja sumarleyfi.“ Afnám veiðigjalda Formaður Samtaka fiskvinnslustöðva vill að veiðigjöld verði af- numin í öllum fisktegundum. Ríkisstjórnin ætlar hins vegar að leggja fram frumvarp um tímabundið afnám veiðigjalds í þorski. UPPSAGNIR í FISKVINNSLU ► Heildarfjöldi starfa f fisk- vinnslu er um 4500 og hefur þeim fækkað verulega á undanförnum árum. V ,> Gert er ráð fyrir að störfum ^ f fiskvinnslu fækki um 500 á næsta ári og álíka fjöldi starfa tapist í útgerð. ► Humarvinnslan í Þorláks- höfn og Eskja á Eskifirði sögðu samtals upp 94 starfsmönnum f fyrradag. Af þeim voru 56 af erlendu bergi brotnir. w Áætlað er að 1200 erlendir starfsmenn starfi í fisk- vinnslu. Arnar segir að aðilar í sjávarútvegi hafi löngum vitað að mótvægisað- gerðir stjórnvalda myndu einungis bæta tjónið að örlitlu leyti. „Útflutn- ingstekjur af sjávarafurðum munu dragast saman að minnsta kosti um 15 prósent, það er nálægt 17 og 20 milljörðum á næsta ári. Á því þarf að taka,“ segir Arnar sem segir skila- boðintilstjórnvaldaskýr.„Skjótvirk- asta aðgerðin við þessar aðstæður er að fella niður veiðigjaldið sem er sér- stök skattlagning á sjávarútveginn einan. Þeir ætla að fella niður veiði- gjöld í tvö ár á þorski en við viljum láta það ganga yfir allar tegundir. Síðast en ekki síst er hágengisstefna Seðlabankans að fara mjög illa með allar útflutningsgreinar.“ Ríkisstjórnin samþykkti í gær að leggja fram frumvarp þess efnis að veiðigjöld í þorski verði afnumin tímabundið. Sjávarútvegsráðherra segist fullviss um að mótvægisað- gerðirnar styrki sjávarútveginn og sjávarbyggðirnar, þótt áhrifin verði misjöfn eftir svæðum. „Við erum út af fyrir sig að koma til móts við sjón- armið sjávarútvegsins þótt við séum ekki að gera það að fullu. Hins vegar er ljóst að þetta er meiri samdráttur en svo að stjórnvaldsaðgerðir geti vegið það allt upp,“ segir Einar. Lýst eftir TeresaBodiafráPóllandi lausum störfum Vilja búa áfram á Eskifirði Vinnumálastofnun á Suðurlandi lýsir eftir lausum störfum á Suð- urlandi og á höfuðborgarsvæð- inu. Hvetur stofnunin fyrirtæki til þess að hafa samband við aðalskrifstofuna á Selfossi og láta vita af lausum störfum sem unnt er að benda atvinnuleitendum á. Þetta er meðal annars gert til að aðstoða þá starfsmenn Humar- vinnslunnar sem sagt var upp i fyrradag þar sem Ijóst er að þeir verða ekki allir endurráðnir. Á heimasíðu Vinnumálastofnunar á Suðurlandi er haldið úti lista yfir störf sem auglýst eru. Teresa Bodia er í hópi þeirra 35 sem sagt var upp hjá Eskju á Eskifirði. Hún kom frá Póllandi fyrir tíu árum og hefur starfað hjá fyrirtækinu æ síðan. Henni líkar starfið mjög vel og vonast til að geta hafið störf hjá Eskju á ný sem fyrst. Teresa segir að uppsagnirnar hafi komið starfsfólkinu nokkuð á óvart. „Við höfðum aldrei hugsað út í að frystihúsinu yrði lokað enda er þetta gamalgróið fýrirtæki. Nú er bara að fara að finna sér aðra vinnu,“ segir hún. Hún segist ekki hafa hugsað út í að flytja frá Eskifirði. Þeir sem hafi verið sagt upp vilji dvelja þar sem lengst, enda gott að búa þar. „Margir leita sér að vinnu utan Eskifjarðar og þá helst hér nálægt. Ég byrjaði að vinna hjá Eskju 17. október fyrir tíu árum og þetta er mjög góður staður. Eskifjörður er rólegur og góður staður og vonandi get ég byrjað að vinna þar aftur.“

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.