blaðið - 29.09.2007, Blaðsíða 29

blaðið - 29.09.2007, Blaðsíða 29
blaóió LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2007 29 Berst fyrir mannréttind- um með kjafti og klóm „Þessi sáttmáli táknar allsherj- arhugarfarsbreytingu. Viðhorf til fatlaðra hafa hingað til einkennst af vinsamlegri samúð, en nú ætlumst við til réttinda. Þetta er grundvallar- breyting,“ segir Daninn Holger Kalle- hauge, sem kom hingað til lands til að ræða nýjan sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks á ráðstefnu sem haldin var á vegum Öryrkjabandalags íslands, Mann- réttindastofu íslands og Háskólans í Reykjavík. Kallehauge var einn aðalhöfunda sáttmálans sem tók fimm ár að semja, en það þykir óvenjustuttur tími til að semja mannréttindasátt- mála á borð við þennan. Nokkrar til- raunir hafa verið gerðar til að skrifa áður, en ekki náðist samstaða um það fyrr en árið 2001 og þá var tekið til við að semja slikan sáttmála að frumkvæði Mexíkó. Fyrst og fremst mannréttindi Kallehauge er glæsilegur á velli þegar hann svífur yfir gólfið í raf- knúna hjólastólnum sínum, silfrað hár hans er vel greitt og hann ber silkiklút um hálsinn. Það er ekki fyrr en eftir nokkurra mínútna viðkynningu að það verður ljóst að hann hreyfir sig óeðlilega lítið. Hann getur heldur ekki rétt fram höndina til að taka i hönd blaðamanns. Það er ekki fyrr en daginn eftir að við- talið er tekið að blaðamanni verður ljóst að hálsklúturinn var til þess að fela ventil sem er í barka Kalle- hauge, en hinn aldni dómari notast við öndunarvél sem dylst á baki hjólastólsins. Klukkutíma samtal hafði ekki komið upp um það leynd- armál. Fötlun Kallehauge er afleið- ing lömunarveiki sem hann smitað- ist af á unglingsárum. Hann hefur verið virkur í öryrkja- hreyfingunni í 30 ár og starfaði sem landsréttardómari þar til hann sett- ist í helgan stein fyrir fimm árum. Frá þeim degi hefur hann helgað sína umtalsverðu starfskrafta réttindabar- áttu fatlaðra. „Fyrst og fremst er sáttmálinn mannréttindasáttmáli. Þetta er átt- undi sáttmálinn af þessum toga, en þeir þekktustu eru líklega Barna- sáttmáli Sameinuðu þjóðanna og Sáttmálinn um afnám mismununar gagnvart konum.,“ segir Kallehauge. „Áður fyrr þurftum við fatlaðir alltaf að fara á fund ráðamanna og betla, þegar við vildum eitthvað. Við þurftum að vera kurteis, við þurftum að bugta okkur og beygja þegar þeir sögðu eitthvað. Það var okkur mjög erfitt og að halda jafn- framt reisn okkar. Eftir gerð sátt- málans nú getum við farið til hvaða stjórnmálamanns sem er og vísað í sáttmálann. Við eigum rétt á heil- brigðisþjónustu, við eigum rétt á menntun, við eigum rétt á því að Eftir Arndísi Þórarinsdóttur arndis@bladid.net vinna, við eigum rétt á ferðafrelsi, svo fátt eitt sé nefnt.“ Rómur Kalle- hauge er stilltur, en eldur brennur í augum hans þegar hann ræðir þessi grundvallarréttindi. „Þegar sáttmálinn verður sam- þykktur munum við ekki ganga inn í útópíu - reyndar eru engar útópíur til - því við erum minnihlutahreyf- ing og við verðum alltaf minnihluta- hreyfing. Og það er að sjálfsögðu gott, því að land þar sem engir hópar á borð við fatlaða væru til, það væri skrýtið land. En úr þvi að við erum minnihlutahópur, þá munum við alltaf þurfa að leggja okkur fram um að vera sýnileg. Við verðum að vekja athygli fólks á tilvist okkar. Stærsta vandamál okkar fatlaðra er ekki það að fordómar mæti okkur á hverju horni. Það er líklegra að við þurfum að horfast í augu við hugs- unarleysi. Ó, við gleymdum að þið væruð þarna, er mjög oft viðkvæðið. Við gleymdum ykkur þegar við hönnuðum þetta hótel, þegar við byggðum strætisvagnana, þegar við reistum lestarstöðina... Þess vegna hafa byggingar um allt land veik- leika, því engum varð ekki hugsað til okkar við bygginguna. Mjög margar þeirra lausna sem blasa við núna eru augljóslega seinni tima við- bætur sem eru oft mjög áberandi og ekki sérstaklega fallegar. Jafnframt eru slíkar viðbætur mjög dýrar.“ Eftirfylgni mikilvæg „Þegar land hefur staðfest sáttmál- ann, þegar stjórnvöld hafa heitið að fylgja reglum hans, þá eru tvær gerðir réttinda sem koma við sögu. Annars vegar eru það borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Þau munu taka gildi um leið og sáttmálinn er samþykktur. Þá þurfa stjórnvöld - i ykkar tilfelli íslensk stjórnvöld - að lesa yfir landslög og fara yfir það hvort einhverjar reglur séu í þeim sem fela í sér mismunun. Á hinn bóg- inn eru það efnahagsleg, menningar- leg og félagsleg réttindi. 1 þeirn felast öllþessi réttindi, á borð við menntun, endurhæfingu, atvinnu og ferðafrelsi. Þessi réttindi verða að koma smátt og smátt. Þjóðirnar verða að skuldbinda sig til að gera það sem þeim er fram- ast unnt til að fólk njóti þessara rétt- inda eftir því sem hægt er. Skyldan liggur á herðurn stjórnvalda. Stjórn- völd rnunu því þurfa að skipa nefnd um það hvernig þau hyggjast fylgja Stærsta vanda- mál okkar fatl- aðra er ekki það að fordómar mæti okkur á hverju horni. Það er líklegra að við þurfum að horfast í augu við hugsunarleysi. þessu eftir. Sú nefnd mun þurfa að skila árangursskýrslum til alþjóð- legrar nefndar í Genf. Tveimur árum eftir samþykktina þarf að draga upp áætlun fyrir ísland með tilliti til þarfa fatlaðra, þar sem ástandinu er lýst. Upp frá því eiga skýrslur berast á fjögurra ára fresti.“ Kallehauge segir að ýmsir aðilar geti átt aðild að nefndinni, t.d. sam- tök lögmanna, arkitekta og lækna og auðvitað öryrkjabandalög, en rík- isstjórnin muni ákveða hverjir þeir verði. Hann hvatti hins vegar til þess á ráðstefnunni í vikunni að hin ýmsu samtök kysu að standa utan nefnd- arinnar, því þannig gætu þau sjálf skilað sínum skýrslum til alþjóðlegu nefndarinnar i Genf um framfarir í málum fatlaðra. Það hafi ýmsa kosti. Séu skýrslurnar samhljóða, þá verði ekkert aðhafst, en greini þær á sé til- efni til að rannsaka það frekar. Kallehauge er með aðra dálítið róttæka hugmynd hvað varðar eftir- fylgni sáttmálans. Hann leggur til að búinn verði til alþjóðlegur einkunn- askali sem þjóðir geti notað til þess að gefa sjálfum sér einkunnir á ýmsum sviðum sáttmálans. Það telur hann að muni vera einföld leið til að fylgj- ast með framþróun - og ekki síður til að hvetja til heilbrigðrar samkeppni, og nefnir hann Norðurlönd i því sam- hengi, með glott á vör. Ríflega 100 lönd hafa undirritað samninginn síðan 30. mars sl. og er tsland þar á meðal. Fimm lönd hafa þegar samþykkt hann, en 20 þjóð- þing þurfa að samþykkja hann svo að hann öðlist alþjóðlegt gildi. Kalle- hauge metur það svo að eftir ár muni því takmarki náð. Hann segist ekki treysta sér til að spá um það hvenær sáttmálinn verður svo samþykktur i danska þinginu - hvað þá hinu ís- lenska - en hann ber greinilega svip manns sem hefur barist lengi og er kominn yfir erfiðasta hjallann. Rétt- indi fatlaðra hafa verið færð í laga- mál og nú er erfitt að ímynda sér að nokkuð komi í veg fyrir að innan skamms verði þau óumdeild víða um heim. Við kveðjumst og undir eins standa tveir ungir piltar við hlið hins aldna höfðingja, tilbúnir að fylgja honum til herbergis. Hann á tvo Tanga daga fyrir höndum í hópi þeirra fjöTmörgu Islendinga sem bera hag fatlaðra fyrir brjósti - og svo þarf hann líka að bregða sér í ferðalag til að skoða Gullfoss og Geysi. Greiðslukjör í allt að 36 mánuði . ÖGleraugað Bláu húsin við Faxafen Suðurlandsbraut 50 108 Reykjavík (visa/euro) Engin útborgun Sími: 568 1800 Sjóntækjafræðingur með réttindi til sjónmælinga og gleraugad@simnet.is linsumælinga www.gleraugad.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.