blaðið - 29.09.2007, Blaðsíða 14

blaðið - 29.09.2007, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2007 blaðið blaði Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Ólafur Þ. Stephensen Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Ósiðlegar auglýsingar? Fréttir Blaðsins undanfarna daga um mikinn verðmun á þjónustu tann- lækna og erfiðleika neytenda að átta sig á því hvar bezta verðið og þjón- ustuna er að fá, hafa vakið mikil viðbrögð lesenda. Fólk telur sig augljóslega eiga að fá betri upplýsingar, bæði um verð og þjónustu tannlækna. Sigurjón Benediktsson, formaður Tannlæknafélags Islands, sagði hér í Blaðinu á fimmtudaginn að hann væri andvígur því að heilbrigðisstéttir væru í „auglýsingakapphlaupi". Slíkt væri „ósiðlegt". Sigurjón vill frekar kanna möguleika á því að tannlæknar geti kynnt þjónustu sína og verðskrá á heimasíðu tannlæknafélagsins, en segir að kanna þurfi hvort það sé innan ramma auglýsingabanns fýrir heilbrigðisstéttir. Umrætt auglýsingabann er auðvitað löngu úrelt. Auglýsingar eru mik- ilvægt tæki fýrir neytendur til að fá upplýsingar um vörur og þjónustu á frjálsum markaði. Þær stuðla að heilbrigðri samkeppni, sem kemur líka neytendum til góða. Og heilbrigðisþjónusta er í vaxandi mæli á frjálsum markaði og í samkeppni. Það á ekki sízt við um þjónustu tannlækna. Valfrelsi í heilbrigðisþjónustu er lykill að því að bæta þjónustuna og lækka á henni verðið. En auðvitað virkar valfrelsið ekki ef neytendur vita ekki hvaða kosti þeir eiga. Kynning á heimasíðu er góð og gild, en af hverju ættu tannlæknar ekki að mega auglýsa þjónustu sína og kynna verðið á henni? Þjónusta tannlækna er mismunandi. Sumir leggja meira upp úr þæg- indum og afþreyingu sjiiklingsins í stólnum en aðrir. Af hverju mega þeir ekki auglýsa það? Sumir neytendur eru jafrivel reiðubúnir að borga meira fýrir slíka þjónustu. Af hverju ættu auglýsingar heilbrigðisstétta að vera eitthvað ósiðlegri en aðrar? Ýmsar fagstéttir, sem hafa leyfi til að auglýsa þjónustu sína, hafa siða- reglur um hvernig beri að auglýsa. f samkeppnislögunum eru ákvæði um auglýsingar, til vemdar neytendum. Auðvitað myndu tannlæknar og aðrar heilbrigðisstéttir falla undir þau ákvæði ef auglýsingabann yrði afnumið. Eins og málum er nú háttað velur fólk sér tannlækni eftir umtali eða orð- rómi, en getur ekki byggt það val á neinum upplýsingum, sem fýrir liggja opinberlega. Stundum fer fólk bara til tannlæknis, t.d. sérfræðings í tann- réttingum eða endajaxlatöku, af því að annar tannlæknir mælir með hon- um, en á litla möguleika á að kynna sér markaðinn í viðkomandi sérgrein. Heilbrigðisstéttirnar eru virðulegar stéttir, en ekki svo virðulegar að yfir starfsemi þeirra þurfi að hvíla einhver leyndarhjúpur - sérstaklega ekki þegar þær sækjast sjálfar effir því að starfa í vaxandi mæli í samkeppnisumhverfi. Ólafur Þ. Stephensen Hfl SÆKTU LEIÐARANN A WWW.MBL.IS/PQDCAST_________________ Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjóm & auglýsingan Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingafleild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net frettir@bladid.net auglysingar@bladid/iet Prentun: l_andsprent ehf. Innifalið: Jakki og buxur, ,,superdry"nærföt, flís millilag, flóneiskyrta, húfa, axlabönd og áhneppt flugnanet. Camo jakki og buxur, flíspeysa, "Superdry" nærföt, húfa, áhneppt flugnanet og axlabönd. .Micro Dry" nærföt i felulitum þægileg nærföt www.ICEFIN.is lcefin ehf. Nóatúni 17 105 Reykjavík. Sími: 534 3177 \/ÆWT/ÍJlrLE'&T ETP Come-bACK HjA GeVGíS SEM mÍSÍKUEGfl Vl«S*Ll A ZAK Davíð rekur þjóðina í Evrópusambandið Til var það fólk sem trúði að flengja skyldi sífrandi börn og því meira flengt sem sífrið var hærra. Þetta gat átt til að gagnast en miklu oftar urðu flengingarnar til þess að auka enn á skælið, en sá flengdi off hálfgerður kramaraumingi á eftir. Á sumum bæjum var samt haldið áfram með þetta kynslóð af kyn- slóð, lögmáli vandarins fýlgt dyggi- lega. í hagfræðilögmáli ku skrifað að hækka skuli vexti til að draga úr eftirspurn eftir lánsfé og því meiri sem eftirspurnin er því meira skuli hækkað. Fastar beitt vaxtavendin- um til flenginga á fátækri alþýðu. Og lögmálið er þarna óhagganlegt og öruggt í sinni fávísi þrátt fyrir að heimurinn hagi sér ekkert eftir lög- málinu. Patentlausnir eiga það til að svíkja. Vaxtasvipa og flottræfilsháttur Þar til fýrir fáeinum árum bjó ís- lensk þjóð við skömmtun á lánsfé þannig að í raun og veru hafði eng- inn verulegar áhyggjur af því að safna of miklum skuldum. Bank- inn passaði það. Það var helst áhyggjuefni að ná ekki nógu mikl- um lánum, því verðbólgan borgaði lánin og aðeins óvitar lögðu fé inn í banka. Þó svo að síðan séu liðin mörg ár eða allavega nokkur, eftir því hvernig er talið, þá tekur það mannskepnuna lengri tíma að læra. í hinni óþolinmóðu pólitík samtímans er gert ráð fýrir að maðurinn breyti í samræmi. við óorðna hluti en reyndin er að við erum öll fúll af löngu úreltri þekk- KLIPPT OG SKORIÐ Ekki hafði Björn *■ I (|| . Bjarnason dómsmálaráðherra ’ fyrr tilkynnt um sérstakar 30 þúsund ^M króna eingreiðslur til handa lög- reglumönnum en bloggheimar loguðu vegna málsins. Eru flestir þar sammála um að hugmyndin sé góð enda sýnt og sannað að starf Iögreglumanna flestra á þéttbýlli svæðum er erfitt og oft á tíðum vanþalcklátt. Um upp- hæðina voru meiri deilur. Þykir ýmsum lítið til koma enda vænt- anlega ekki skattlausar greiðslur og effir skatt standa engin ósköp eftir af 30 þúsundum. ingu, þeir mestri sem telja sig nú- tímamenn. Og auðvitað virkar vaxtasvipa ekki á íslenskan al- menning eins og þann sem búið hefúr við jákvæða vexti og opinn lánamarkað um aldir. Bruðlunar- semi og skuldasöfnun er höfuð- löstur þjóðarinnar og verri hér en í nokkru öðru landi. Grunnur alls þess er flottræfilshátturinn þar sem ríki og sveitarfélög ganga í dag á undan með vondu fordæmi. Skóla- krakkarnir okkar mæta í skóla sem Bjami Harðarson eru alsettir skrifstofústólum af sama klassa og við systkinin nurl- uðumst til að kaupa í sameiningu handa föður okkar sjötugum. Auðvitað apar alþýðan þetta eft- ir og nú verða láglaunamenn að keyra um á milljóna jeppum um malbikuð stræti. En ekkert afþessu lögum við með vaxtaokri. Það hefði líklega meira að segja ef Seðlabankinn flytti sig í iðnaðar- húsnæði, seldi flottræfilshúsið við Arnarhól og bankastjórarnir ækju í vinnuna á gömlum Lödum. Þetta er spurning um þankagang. nn aðrir lýstu yfir áhyggj- um vegna málsins enda þykir það fordæmisgef- andi og enn aðrir fussuðu og sveiuðu yfir því að lögreglan sem þykir vera hefð- bundin karlastétt skuli fá slíka sporslur þegar fjölmargar stéttir aðrar, jafn mikilvægar, fá ekkert. Katrín Anna Guðmundsdóttir, fyrrum talskona Feministafélags- ins, er ein þeirra. Hún bendir á að lögreglumenn séu ekki þeir einu sem starfi undir miklu álagi samfara almennri manneklu. Hjúkrunarfræðingar séu í sömu sporum en þar sem yfirgnæfandi Vond eru patentin Lögmálsmenn sem trúa á pa- tentlausnir eru dæmdir til að gera vitleysur. Með vaxtaokri Seðlabankans gerist það eitt að almúginn reiðist og heimtar evru og inngöngu í Evr- ópusambandið, bara af því að þar er ekki verið að berja hann dag- langt með hnútasvipu hávaxtanna. Við þurfum vissulega vexti í hærra Iagi en öfgar leiða alltaf í ógöngur. Það getur vel verið að hér verði ein- hvern tíma tekin upp önnur mynt en króna og þá frekar dollar eða pund því allir sjá að evran er bara matadorpeningur. En myntbreyt- ingu er ekki hægt að ráðast í á þenslutímum. Það hefði m.a. þau áhrif að snar- lækka vexti og auka þar með enn á neyslu- og skuldafýlliríið sem er okkar mesta vandamál. Stjórnleys- ið í efnahagsmálum yrði þá algert. Seint og snemma er það höfuð- vandi mannskepnunnar að hún kemur sér hjá því að hugsa en fer þess í stað að trúa á patentin, - vaxtalögmál eða evruský. Þegar það er samt svo augljóst að það mun auðvitað taka íslendinga einhverja áratugi enn að jafna sig á vitleysu verðbólguáranna og neikvæðum vöxtum eftirstríðsáranna. Á meðan verður auðvitað erfitt að stjórna hagkerfinu - en það er bara eitt sem er algerlega nauðsynlegt fyrir vinnufriðinn: Það er að Seðlabank- inn hætti þessum barsmíðum. Höfundur er alþingismaður meirihluti þeirra séu konur hafi ekki verið talin þörf á slík- um aukagreiðslum til þeirra. á greinir breska vikuritið Economist frá nið- urstöðum úttektar á hinni margfrægu Big Mac vísitölu þar sem borin eru saman verð á Big Mac borgara í ýmsum löndum. Er bitinn ódýrastur í Kína á 87 krónur en dýrastur..... sem fyrr hér á farsælda Fróni á 460 krónur. albert@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.