blaðið - 29.09.2007, Blaðsíða 38

blaðið - 29.09.2007, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2007 blaðið ÍÞRÓTTIR ithrottir@bladid.net Sýna niðurstöður hennar að hlutur knattspyrnu í íþróttafréttum eykst jafnt og þétt en þær reyndust vera 53 prósent allra frétta í þessum tveimur blöðum yfir tímabilið. SKEYTIN INN Knattspyrnumaðurinn Ryan Giggs er sallaró- legur þótt enn hafi ekk- ert verið talað um fram- lengdan samn- ing fyrir kapp- ann hjá United. Rennur núver- andi samn- ingur út í sum- ar en hjá liðinu hefur Giggs verið í 16 ár. Halda mætti að þó ekki vaeri nema fyrir hollustuna fengi hann nýjan lokasamning orðalaust og klapp á bakið með en ekki virðist Ferguson virða slíkt mikils. Einir tíu til fimmtán þjálf- arar hafa verið orðaðir við Chelsea undanfarna daga og bætast ný nöfh við daglega. Mar- cello Lippi er sá síðasti í röð- inni og rennir það stoðum undir að breyt- ingar séu ffamundan að Chelsea hefur ekki sent frá sér tilkynningar sem hrekja slíkar spár eins og líklegt væri að Avr- am Grant yrði þar til lang- frama. Lippi sjálfur er þögull sem gröfin. Jose Mourinho lætur sér hins vegar nægja að baða sig í sviðs- ljósi fjölmiðla heima fyrir eins og sakir standa. Mourinho er þjóðhetja í Portúgal fyrir hroka sinn, eilífa stæla og hnyttin til- svör og sannar að slæmt umtal er ætíð betra en ekkert umtal. Fjölmörg tilboð eru á borði hans nú þegar en fjölmiðlar í Portúgal telja víst að hann taki senn við landsliðinu. rátt fyrir að Juan Roman Riquelme sé í frosti hjá Villarreal og hafi ekkert spilað f vetur þykir Alfio Ba- sile, þjálfara Argentínu hann ómissandi í landsliðið. Leikur enda Riquelme sjaldan betur en með því og mun spila fyrir þjóð sína f undanriðlum fyrir Heimsmeistaramótið í Suður-Afríku 2010 gegn Chile og Venesúela. Leo Messi og Javier Saviola hafa einnig verið kallaðir ffá Spáni. Eiður Smári er ffábær leikmaður að mati Frank Rijkaard, þjálf- ara Barca, sam- kvæmt viðtali sem DV á við Hollendinginn. Akkúrat! Hann er svo ff ábær að hann kemst ekki í liðið og vart á bekkinn. Enda gefur Rijkaard ekkert út á ffamtíð hans þar þegar talið berst að þvi. Vam- armað- urinn eitursnjalli Mi- cah Richards er að skrifa undir nýjan samning við Manchester City en frábært form hans í vetur hefur vakið athygli stórvelda og ekki seinna vænna að framlengja. Þrátt fyrir rysjótt veður og ýmiss konar gjörning á him- inhvolfinu síðustu vikurnar láta íslenskir kylfingar sér fátt fyrir brjósti brenna og er góð skráning í mörg þeirra móta sem ffam fara um helgina. Hjá flestum klúbbum er þar um að ræða lokamótin þessa ver- tíðina þótt stöku mót önnur fari reyndar ff am seint í vetur. Samkvæmt mótaskrá Golf- sambandsins er það síðasta 17. nóvember þegar Winter golf open fer fram í Vest- mannaeyjum. Frábært U19 ára landslið íslands í kvennaflokki fór hamförum í fyrstu umferð undanriðla Evr- ópukeppni landsliða í knatt- spyrnu gegn Rúmeníu. Vannst góður 4-0 sigur sem er stór- gott veganesti í næstu leiki sem verða öllu erfiðari, gegn Grikkjum á morgun og gegn hcimamönnum í Portúgal á þriðjudaginn kemur. Tæplega 95 prósent allra íþróttaffétta í Morgun- blaðinu og Fréttablaðinu á síðasta ári fjölluðu aðeins um fjórar greinar íþrótta meðan allar aðrar sátu á hak- anum. Þá reyndust kynjahlutföll alvarlega skökk en rúm 87 prósent allra ffétta fjölluðu um íþróttir karla. Þetta er meðal þess sem ffam kom í úttekt Önnu Guðrúnar Steindórsdóttur en hún rannsakaði um eins árs skeið íþróttafféttir í tveimur stærstu dagblöðum landsins. Sýna niðurstöður hennar að hlutur knattspyrnu í íþróttafféttum eykst jafnt og þétt hér á landi en þær reyndust vera rúm 53 prósent allra frétta í þessum tveimur blöðum yfir tímabilið. Þar næst kom hand- bolti með 27 prósent, körfuboltinn með 8 prósent og þá golf með 5 prósent. Allar aðrar íþróttagreinar fengu minna pláss og allnokkrar, eins og siglingar og skot- fimi, alls enga umfjöllun á eins árs tímabili. albert@bladid.net Vanmat KSÍ Ekki svo kátt í höllinni 19. holan Mikil kergja var í mörgum stuðningsmönnum nokkurra 1. deildar félaga sem ekki komust á leiki sinna manna gær. Var um stóra leiki að ræða fyrir Þrótt og ÍBV sem voru að reyna að tryggja sér farseðil í Landsbankadeildina og svo aftur Reyni og KA sem voru í fallhættu en allir leik- irnir hófust kl.17.15 eða áður en þorri launafólks lýkur vinnudeginum. Fær KSÍ mín- us í kladdann fyrir skipulagn- ingu sem miðar að því að sem fæstir komist á völlinn. Bí bí og blaka Blakvertíðin hefst formlega á morgun þegar Haustmót Blaksambands Islands fer fram á Hvolsvelli. Er betra kynið þar í miklum meiri- hluta. Ellefu lið kvenna keppa sin á milli meðan aðeins fimm karlalið sjá sóma sinn í að mæta. Hægt verður að fylgjast vel með leikjum og úrslitum á heimasíðu Blaksambandsins. íþróttafélög með aðstöðu í Laugardalshöll send reglulega út í kuldann vegna menningarviðburða sem þar fara fram Eftir Albert Orn Eyþórsson albert@bladid.net Mikil óánægja er meðal barna, foreldra og forsvarsmanna íþrótta- félaga sem aðstöðu hafa í Laugar- dalshöllinni en mjög reglulega verður að fella niður eða færa æf- ingar og leiki vegna viðburða hvers konar sem þar fara ffam með jöfnu millibili. Framundan er vikulokun, til viðbótar þeim rúmlega 30 dög- um sem alla jafna eru fráteknir hvem vetur, þegar þing NATO fer þar ffam. Vandi á höndum Þjálfurum og skipuleggjendum íþróttastarfs hjá Fjölni, Þrótti, ÍR, Armanni og fleiri félögum er því oft vandi á höndum og þurfa að finna þeim börnum og unglingum sem hjá þeim æfa annan samastað á sama tíma eða í versta falli fella niður æfingar á þeim tímum. All- margar æfingar hefur þurff að fella í FÁ HÚS AÐ VENDA Fimm íþróttafélög skiptast á um að nota aðstöðu í Laug- ardalshöllinni. Eru bæði húsin í notkun hverju sinni undir marg- víslega íþróttastarfsemi Nauðsynlegt er að leigja höll- ina út í lágmark 30 daga yfir veturinn til þess eins að standa undir rekstrinum niður þar sem ekki hefur verið í önnur hús að venda. Er heldur ekki um auðugan garð að gresja fyrir íþróttafélög miðsvæðis í höfuð- borginni. Nauðsyn ber til Sigurður Lárusson, verkefhis- stjóri Laugardalshallarinnar, viður- kennir að um nokkurn vanda sé að ræða og skilur gremju fólks vegna þessa en segir ekki hjá þessu kom- ist. „1 fyrsta lagi er rekstur hallar- innar mjög dýr og til þess eins að standa nokkurn veginn á jöfnu yfir árið þá höfum við reiknað út að okkur er nauðsyn að taka 30 daga hvern vetur ffá til að nota undir aðra viðburði eins og tónleika og ráðstefhur ýmiss konar. 1 öðru lagi má ekki líta á Laugardalshöllina sem íþróttasvæði enda er hún í raun félagsmiðstöð borgarbúa ffekar en nokkuð annað.“ 30 dagar Sigurður segir þennan vetur lítið ffábrugðinn öðrum að því leyti að 30 dagar til eða ffá fafli út nema núna bætist við fjórar dagar að auki vegna NATO-ráðstefnunnar sem þar fer ffam 5.-9. október. „Á móti kemur að við metum hvert tilfelli sérstaklega og reynum okkar besta til að koma til móts við íþróttafélögin.“ Laugardalshöllin Þar eiga fimm íþróttafélög samastað fyrir starf- semi sína en verða reglulega að víkja fyrir ráðstefnum og menning arviðburðum sem þar fara fram. Sláandi niðurstöður í úttekt á íþróttaumíjöllun í dagblöðum Einokun fjögurra íþróttagreina

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.