blaðið - 29.09.2007, Blaðsíða 13

blaðið - 29.09.2007, Blaðsíða 13
blaðið LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2007 FRÉTTIR 13 Reykjavík Energy Invest Afsprengi Orkuveitunnar vill sigra heiminn í byrjun árs 2007 ákvað stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) að leggja allt að tveimur milljörðum til nýs útrásarfyrirtækis sem átti að heita Reykjavik Energy Invest (REI). Við það tækifæri var tilkynnt að allir eignarhlutir OR í öðrum útrás- arfyrirtækjum yrðu lagðir inn í hið nýja félag. Þann 11. september síðastliðinn var síðan tilkynnt formlega um áætl- anir félagsins og að Guðmundur Þóroddsson, þáverandi forstjóri OR, myndi veita því forstöðu. REI ætlaði sér að búa yfir 50 milljarða króna hlutafé sem ætti að nýtast til að fjármagna alþjóðleg jarðhitaverk- efni hvar sem er í veröldinni. Bjarni Ármannsson, sem kom að stofnun GGE sem þáverandi forstjóri Glitnis, var kynntur sem stjórnarformaður og hluthafi, en hann lagði hálfan milljarð króna í félagið. Þeir hlutir OR í öðrum útrásar- fyritækjum sem voru færðir yfir til REI voru 24 prósenta hlutur í Enex, eignarhlutur í Galanterm í Slóvakíu og Iceland America Energy Inc. sem einbeitir sér að Bandaríkjamarkaði. Þá fylgdu hlutir OR í innlendu fyrir- tækjunum VistOrku-Hydrogen og Metan Ltd. einnig með inn í REI. Rekstarforminu breytt I aðdraganda ofangreindar til- kynningar beittu stjórnendur OR sér fyrir breytingum á rekstrar- formi fyrirtækisins, sem í dag er sameignarfyrirtæki. Þeir lögðu fyrir stjórn félagsins tillögu um að gera OR að hlutafélagi um síðustu mán- aðamót. Nokkrum dögum síðar var samþykkt að beina því til eigenda OR (Reykjavíkurborgar, Akranes- kaupstaðar og Borgarbyggðar) að fyrirtækið yrði hlutafélagavætt frá 1. REIÁ: ► Enex Kína. Er í eigu GGE, REI og Enex tii jafns. Galanterm Itd. Slóvakía. ► PNOC-EDC. Á 0,8 prósent ásamt filippseyska fyrirtæk- inu GGE og FEDCO (filipps- eyskt fyrirtæki). Hafa gert sameiginlegt tilboð í 60 pró- senta hlut í fyrirtækinu þar sem FEDCO myndi eiga 60 prósent en íslensku félögin sín 20 prósentin hvort. VistOrka -Hydrogen. Metan Ltd. janúar 2008. Auk þess var samþykkt að biðja eigendurna um að óska eftir því við iðnaðarráðherra að hann flytti frumvarp til að breyta lögum um OR þessu til samræmis. Hjörleifur Kvaran, forstjóri OR, sagði í viðtali í Blaðinu þann 18. september að ein af ástæðum þess að REI hefði orðið til sem sérstakt félag væri einmitt rekstarform OR. Orðrétt sagði hann að stjórnendur OR hafi viljað „taka þessa starf- semi út úr Orkuveitunni og setja í sérstakt félag til þess að ábyrgð eig- endanna myndi ekki taka til útrásar- verkefna. Þetta félag var meðal ann- ars stofnað svo við gætum hleypt öðrum inn í það. Það var ekki hægt með Orkuveituna. Þannig að þetta tengist með þeim hætti að vera ekki að þvæla ábyrgðum eigenda Orku- veitunnar inn í útrásarverkefni.“ Hafa látið til sín taka Þrátt fyrir að einungis séu rúmar tvær vikur liðnar frá því að mark- mið og starfsemi REI var kynnt formlega hefur félagið látið finna verulega fyrir sér. Það tilkynnti um samstarfvið Pertamina Geothermal Energy (PGE), dótturfyrirtæki ríkis- olíufyritækis Indónesíu, sem býr yfir leyfum til jarðhitarannsókna víðsvegar um Indónesíu. Landið er talið búa yfir mestu jarðhitaauð- lindum í veröldinni. Samstarfið felur í sér þróun jarðhitaverkefni í Indónesíu og var skrifað undir samkomulagið að viðstöddum orku- málaráðherra Indónesíu og Össuri Skarphéðinssyni iðnaðarráðherra. Þá á REI 0,8 prósenta hlut í fil- ippseyska fyrirtækinu PNOC EDC ásamt GGE og filippseyska fyrir- tækinu FEDOC. Sá eignarhlutur er metinn á 16,3 milljónir dala. Fyrir- tækin þrjú gerðu nýverið sameigin- legt tilboð í 60 prósenta eignarhlut í PNOC EDC sem samkvæmt þessu verðmati er rúmlega 1,2 milljarða dala virði, eða rúmlega 70 milljarða íslenskra króna. Erlendir fjárfestar OR hefur þegar lagt um 2,6 millj- arða króna í félagið. Þar af eru þeir eignarhlutir í öðrum útrásarfyri- tækjum sem settir voru inn í REI taldir vera um 600 milljóna króna virði. OR ætlar sér hins vegar að vera kjölfestufjárfestir í félaginu þegar það er fullfjármagnað með 40 prósenta eignarhlut. Það þýðir að fé- lagið mun eiga hlutafé að andvirði 20 milljarða króna gangi þau áform eftir. Hjörleifur sagði í áðurnefndu viðtali að það væri þó alls óvíst að öll sú upphæð kæmi inn í félagið í formi peninga. Framtíðarfjárfestar myndu koma inn í fyrirtækið á öðru og hærra gengi og með því yrði eign- arhlutur OR í félaginu verðmætari. Forsvarsmenn REI og móðurfé- lags þess hafa staðfest að erlendir aðilar muni kaupa sig inn í félagið á allra næstu vikum. Þeir hafa ekki viljað segja hvaða aðila verið sé að ræða við en sagt að viðræðurnar hafi átt sér stað og að fjölmargir að- ilar, bæði innlendir og erlendir, hafi sýnt félaginu verulegan áhuga. Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna Eiga ekki að fá auðlindir þjóðarinnar í heimanmund „íslendingar hafa verið í útrás á þessu Green Energy þá sjáum við FL-Group og sviði um nokkurt skeið. Ég held að það TV Glitni, fjármálaöflsem eru að seilast eftir sé ekkert nema gott um það að segja að ; eignaraðild í íslenskum orkufyrirtækjum. Islendingar nýti sitt vit og reynslu öðrum 'r”1 ISmí. Það er afar varhugaverð þróun. Ef þetta til hagsbóta. Hins vegar tel ég mjög mik- I eru svona stórkostlega brillíant menn ilvægt að orkufyrirtækin séu í almanna- M í þessum félögum þá óska ég þeim alls eign. Þeim er ekkert að vanbúnaði að 7 góðs á eigin vegum og forsendum. En þeir stofna þess vegna dótturfélög, eins og , ‘ . jpÁ'jHf1-i eiga ekki að fá í heimanmund auðlindir Okruveita Reykjavíkur hefur gert með 7' . ' þjóðarinnar. Það er af og frá. REI, til þess að leggjast í víking. Enslagur- ^ Það þarf að tryggja það með lögum og inn núna stendur um það hvort að menn 4I^^H helst í stjórnarskrá að vatn og orka sé í al- ætli að heimila markaðsvæðingu þessarar ^^^H ^ Á^H mannaeign á íslandi. Þegar við förum á starfsemi. Þá þurfum við að hafa í huga annað borð með hana út á markaðstorgið að við erum ekki bara að markaðsvæða fyrirtæki.hús þá er ekkert sem stöðvar það að alþjóðlegir auðhringar og starfsemi heldur auðlindir Islands. kaupi sig inn í íslenskar náttúrulauðlindir.“ Ef við skyggnumst á bakvið þetta fína nafn Geysir Hugsaðu um Svalandi, próteinríkur og fitulaus DRYKKUR Hbá DRYKKUR Silkimjúkt, próteinríkt og fitulaust heilsuna! Frískandi, hollur og léttur drykkur í dós ,"SLtn JOGURT-I kivl 0*1 pcrum ^®rU ,'Vlí^T u jogurt I® mcð Iroflum 11 4 ötJÓGÚ^ Gamla góða “ Óskajógúrtin - bara léttari Fitusnauðar og mildar ab-vörur dagleg neysla stuðlar að bættri heilsu og vellíðan m -- mr MJÓLKURVÖRUR f SÉRFLOKKI

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.