Orðlaus


Orðlaus - 01.07.2003, Síða 31

Orðlaus - 01.07.2003, Síða 31
GREASE ÆÐI í REVKJAVÍK. Mikið Grease - æði greip um sig ( Reykjavík árið 1979 þegar kvikmyndin Grease var frumsýnd og sló hún aðsóknarmet sem Sound of Music hafði átt. Um 60 þúsund ungmenni lögðu leið slna I kvikmyndahús til að sjá myndina á aðeins sex vikum. Allt briljantín í hárið seldist upp vegna þess hversu mikið John Travolta notaði af þvl og allir ætluðu að læra dansanna og sumir að kaupa sér Grease - föt! (Mynd 139) „MINN TÍMI MUN KOMA” Jóhanna Sigurðardóttir ætlaði sér að vinna formannskjör Alþýðuflokksins árið 1994, en þurfti að lúta I lægra haldi fyrir Jóni Baldvini. Hún var þó ekki á því að gefast upp, sagði upp starfi sínu sem félagsmálaráðherra en var viss um að hennar tlmi myndi koma á endanum. STÖÐ 2. Stöö 2 hóf slnar fyrstu útsendingar árið 1986 og var það fyrsta einkarekna sjónvarpsstöðin hér á landi. Bilun I tækjabúnaði olli því að hætta varð við fyrstu fréttaútsendingu stöðvarinnar þar sem ekkert hljóð heyrðist. kristnihAtíð A þingvöllum. Efnt var til tveggja daga kristnihátlðar á Þingvöllum árið 2000 til þess að fagna þúsund ára afmæli kristni á íslandi.Veðrið vargott,en áhuginn var þó minni en menn höfðu búist við og mætti einungis helmingurinn af áætluðum fjölda, eða milli 20 og 30 þúsund manns. Kostnaðurinn við hátlðina var allt of mikill og var hún því harðlega gagnrýnd. K0NA F0RSETI Vigdís Finnbogadóttir var kosinn forseti tslands árið 1980. Þetta er sögulegur atburður þvl eins og flestir vita þá var hún fyrsta konan I heiminum sem kosin var þjóðhöfðingi ( lýðræðislegum kosningum. FLÓTTI TIL ÁSTRALÍU. Mikið atvinnuleysi ríkti á landinu og I febrúar 1969 komust I fréttirnar miklir fólksflutningar fslendinga hálfa leið yfir hnöttinn til Ástralíu I von um einhverja vinnu. Talið er að „flóttamennirnir" hafi skipt hundruðum. SORGARTÍÐINDI. Árið 1995 var mikið sorgarár hjá íslendingum en þá féllu snjóflóð bæði á Súðavík og Flateyri sem urðu samtals 34 manns að bana. Snjóflóðið á Flateyri var jafnframt eitt mannskæðasta snjóflóð (slandssögunnar. NAKINN MAÐUR. Það eru eflaust margir sem muna eftir þvl þegar nakinn maður hljóp inn á Laugardalsvöllinn árið 1990. Þetta gerði hann er þjóðsöngur Albana var leikinn en þetta var þó ekki I fyrsta skipti þvl hann gerði þetta einnig árið 1988 í leik (slands og Sovétríkjanna. Töldu menn nú hættu á að Islendingar myndu lenda ( vandræðum á alþjóðavettvangi vegna lélegrar öryggisgæslu á landsleikjum. Ráðhús Reykjavfkur var v(gt þann 12. apríl 1992. Mörgum fannst húsið Ijótt og fór kostnaður að sjálfsögðu úr böndunum en nú una þó flestrir sælir við sitt. SNIFFÆÐI 0G PRINS PÓLÓ. Mikið æði greip (slendinga árið 1982. Prins póló seldist upp þar sem (slendingar borðuðu að meðaltali 30 tonn á mánuði af þessu einstæða súkkulaði og við fengum ekkert ( langan tíma sökum herlaga sem sett voru á Pólland. Unglingarnir létu það þó ekki setja sig út af laginu og sniffuðu alls kyns eiturefni til að koma sér í vímu. blAir strumpar. Þegar börnin geta ekki forðast klámmyndirnar þegar þau vilja bara horfa á saklausarteiknimyndir hlýtur eitthvað að vera að, en það var einmitt það sem gerðist þegar lítil stúlka var að horfa á litlu bláu kallana sem þekktireru sem strumparnir.Eftir að teiknimyndin var búin tók við brot úr svæsinni klámmynd sem móðirin hafði vlst ekki ætlað að leigja. HAMINGJUSAMASTA ÞJÓÐIN. ( könnun sem gerð var árið 1984 kom fram að (slendingar eru hamingjusamari en aðrar vestrænar þjóðir og einnig mun bjartsýnni. Við höfðum einnig mun meiri trú á hjónabandinu og leggjum mikla áherslu á gott kynlíf. Ætli þetta sé satt? HM í HANDBOLTA. Það er ekki oft sem stórmót eru haldin hér á landi og var það því mikill viðburður þegar HM I handbolta var haldin ( Laugardalshöll árið 1995. Frammistaða íslenska liðsins olli þó miklum vonbrigðum en liðið hafnaði einungis í 13. til 16. sæti og minnkaði þá áhuginn á keppninni stórlega. KREDITK0RT. Það eru eflaust margir sem gráta það að íjúlí 1980 hófust viðskipti með krítarkortum. Stór dagur ( sögu (slands. ' ' ' ÍSLANDSMET í BLAÐRI. Nýtt (slandsmet var sett á alþingi árið 1998 þegar Jóhanna Sigurðardóttir sló 24 ára gamalt met Sverris Herrmannssonar í blaðri þegar hún sleitulaust í fimm og hálfa klukkustund gegn húsnæðisfrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þrátt fyrir heiðarlega tilraun tókst Jóhönnu ekki að ná sínu fram og var frumvarpið samþykkt stuttu seinna. Það er ef til vill ekki skrýtið að mæting þingmannanna sé ekki eins og best væri á kosið. EVRÓVISION. (slendingar tóku fyrst þátt I Evróvision árið 1986 og var „Gleðibankinn" valið sem framlag okkar. Miklar vonir voru bundnar við lagið og margir voru búnir að spá þv( sigri. Mikil vonbrigði urðu því þegar lagið hafnaði ( 16 sæti en það var neðar en svartsýnustu menn höfðu spáð. Menn tlndu ýmislegt til sem talið var að hefði átt þátt í þessari útreið, svo sem að hljómsveitin hefði verið slöpp, Pálmi og Eirfkur hefðu verið með flensu, útsendingin heföi ekki verið nógu góð, (slendingarnir stressaðir, klæðnaðurinn púkalegur og að lagið hefði verið of nútlmalegt eða of gott! R-LISTINN VINNUR B0RGINA. Árið 1994 var 60 ára yfirráðum Sjálfstæðismanna lokiö ( Reykjavík og þannig standa málin enn. Reykjavfkurlistinn sigraði og Ingibjörg Sólrún varð borgarstjóri. BJÓRINN LEVFÐUR. Mikill gleðidagur var 1. mars 1989 en þá hófst sala á bjór I fyrsta sinn frá því 1915. Um 340.000 bjórdósirseldustfyrstadaginnog margartegundir seldust upp. Þetta samsvarar um einni og hálfri dós á hvern (slending. Fjöldi erlendra fréttamanna kom hingað til lands til að fylgjast með upphafi „bjórmenningar"á (slandi. BJÖRK SLÆR í GEGN. Þjóðarstoltið okkar, hún Björk Guðmundsdóttir sló ( gegn í Bretlandi árið 1993 með fyrstu sólóplötu sinni Debut, fór hún beint ( þriðja sæti breska breiðskífulistans og seldist platan ( milljónum eintaka. Síðan átti frægð hennar eingöngu eftir að vaxa eins og allir vita nú. Sama ár komust strákarnir (The Boys á toppinn (Noregi og þá greip um sig eins konar æði hér á (slandi.Við erum án efa stoltasta þjóð f heimi. B0WIE!!! Listahátíð í Reykjavík var haldin árið 1996 eins og venja er orðin. Margir listamenn og skemmtikraftarfylktu liði til að gera hátíðina sem eftirminnilegasta, en eflaust þótti flestum koma David Bowie vera viðburðurinn sem þar stóð upp úr. Poppkóngurinn hélt tónleika (Laugardalshöli sem seldist strax upp á og margir áralangir aðdáendur þurftu frá að hverfa. EVÐSLUKLÆR. Svo virðist sem Islenskir karlmenn geti oft á tfðum ekki haft hemil á eyðslu sinni l(kt og konunum er svo oft kennt um. Árið 1999 ákváðu greiðslukortafyrirtækin VISA og EUROPAY að takmarka heimildir á kortunum ( viðskiptum við nektarstaði þar sem fjölmargir viðskiptavinir þeirra höfðu kvartað yfir þv( að hafa sjálfir eytt allt upp ( nokkur hundruð þúsund krónum á einni nóttu á sllkum stöðum. » 4 t

x

Orðlaus

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.