Orðlaus - 01.09.2003, Síða 22
Georgie Bush! Our
SONS and DAUGHTERS
are NOT your little
green arnty men
ffíT
FIND
ANOTHiR TOY
Fáir menn eru eins umtalaðir um þessar mundir
eins og forseti Bandaríkjanna, George W. Bush,
eða eigum við kannski að kalla hann „That-Son-
Of-A-Bush", „The Global Village Idiot" eða „The
Smugly American" eins og landar hans eru farnir
að gera. Skoðanir manna eru þó skiptar. Af
mörgum er hann dýrkaður og dáður á meðan
aðrir telja hann eitt mesta illmenni
mannkynssögunnar. Gegn-Bush hreyfingar (anti-
Bush organisations) fara hríðvaxandi um allan
heim og trúverðugleiki Bushstjórnarinnar hefur
beðið verulega hnekki. Heimasíður með áróðri
gegn forsetanum eru nær óteljandi og dreifa
hreyfingarnar barmmerkjum, límmiðum, bolum
og derhúfum með slagorðum eins og „Bush
verður að víkja, niður með Bush - stuðlum að
óháðum stjórnmálum", „Hendum Bush, ekki
sprengjum", „Bush laug og hermennirnir okkar
létu lífið" ásamt mörgum fleirum sem sjá má hér
á opnunni. And-
ófsmenn telja að
frá því að hann
„stal" kosningu-
num árið 2000 hafi
valdatíð hans
einkennst af mis-
gjörðum, hneykslis-
málum, vanhæfni,
lygum og glæpum.
Fólk er farið að
gera sér grein fyrir
því að hagur al-
mennings sé ekki
eins ofarlega á lista í huga forsetans eins og hann
vill meina. Mótmaelaalda hefur gengið yfir landið
og ókvæðisorð um allt frá stríðinu í írak til
skattamála, málefna innflytjenda, borgaralegra
réttinda, réttinda kvenna til fóstureyðinga,
réttinda samkynhneígðra og svo mætti lengi
telja eru hrópuð í átt til hans. Nú finnst fólki
komið nóg. Nóg af lygum, nóg af uppgerð, nóg
af dómurum á hægrivængnum sem stuðla að
því að afturhaldssöm stefna Bush nái fram að
ganga. Það segir: „Bush, við höfum fengið nóg
af trassaskapnum!"
Fólk er vissulega reitt og af mörgu er að taka,
en það helsta er líklegast eftirmálar (raksstríðsins.
Ástæðurnar fyrir þessari reiði eru margar og nær
ómögulegt að gera grein fyrir þeim öllum því
þegar ég fór að kynna mér málin gróf ég til að
mynda upp yfir sextíu þúsund heimasíður á netinu
og fjölda greina í blöðum og tímaritum. Það sem
hér fer á eftir er því aðeins brot af því sem sagt
hefur verið.
BUSH OG BARÁTTAN G€GN
HINU ILLA
Þegar árásin á turnana tvo (WTC) var gerð 11.
september árið 2001 var Bush ekki búinn að sitja
lengi á valdastóli. Hann stóð þá frammi fyrir
þjóðínni og lofaði öllu fögru, sagðist skyldu
berjast gegn hinu illa í heiminum og ekki hætta
fyrr en hann hefði sigrað í baráttunni gegn
hryðjuverkum. Nú tveimur árum seinna er þetta
farið að hljóma eins og gömul klisja. Fólk sem
hafði trú á honum árið 2001 telur nú að árásin
11. september hafi verið notuð til að leyna því
sem stjórnin stefndi að. Gagnrýnendur hafa
meðal annars sakað Bushstjórnina um að hirða
ekki um aðvaranir fyrir árásina. Þeir halda því i
fram að stjórnin hafi vitað að áras, gerð af al-
Qaeda hryðjuverkasamtökunum, með
flugvélum sem áttu að miða á bandarísk
skotmörk, væru væntanlegar, án þess að senda
út neinar viðvaranir. Síðan eftir að WTC var
rústir einar þóttist stjórnin ekkí einu sihni hafa
grunað að nokkuð slíkt gæti komið fyrir.
Eftir árásina hafði Bush ákveðið
markmið. Allt skyldi gert sem þyrfti til að ná
erkióvininum Osama bin Laden og hans
hryðjuverkasamtökum, sama hvað það kostaði.
Enn er Osama ófundinn.
NÝIR ÓVINIR, NÝ MARKMIÐ
Frammistaða Bush í stríðinu gegn hryðjuverkum
hefur verið harðlega gagnrýnd. Hann hefur
ekki náð að handsama Osama bin Laden og
hefur verið sakaður um
að fórna baráttunni
gegn a!-Qaeda í
Afganistan og Pakistan
fyrir (raksstríðið. ((rak
fann hann sér
nefnilega nýjan óvin,
Saddam Hussein. í
Miðausturlöndum eiga
Bandaríkin líka mikilla
hagsmuna að gæta
þegar kemur að olíu-
lindum þó svo hann
segist hafa verið að
fyrirbyggja það að Saddam gæti hugsanlega
gert árás á Vesturveldin. Hann réðst inn í (rak
þrátt fyrir brot á alþjóðalögum, þrátt fyrir það
að aðrar þjóðir væru harðlega á móti því og
þrátt fyrir það að þetta væri ólögmæt aðgerð.
Það þótti honum þó í lagi þar sem markmiðið
var jú að frelsa íröksku þjóðina, var það ekki
annars?
BUSH LAUG OG HERMENNIRNIR
FÉLLU
Nú eru um fimm mánuðir síðan innrásin hófst
og þrátt fyrir það að Bush hafi sagt að stríðinu
væri lokið halda sprengjur áfram að falla á
bandaríska hermenn og óbreytta borgara.
Meira en 1000 særðir hermenn hafa komið til
baka frá frak og fjöldi frá Afganistan svo ekki
sé talað um þá sem
látist hafa á víg-
vellinum.
dc ftrW*Pfcw_'
Stuðningur Banda-
ríkjamanna við Bush
jókst að vísu eitt-
hvað meðan á
stríðinu stóð en er
nú farinn að dala
aftur meðal annars
vegna þess að
stöðugar árásir eru
gerðar af and-
spyrnumönnum á
bandaríska hermenn í (rak. Fólki finnst þetta
ástand algjörlega óviðunandi. Það hefurfengið
nóg af því að Bandaríkjastjórn haldi að þau
geti drepið, fangelsað eða hernumið alla sína
óvini, eins og núverandí ráðamenn virðast telja,
á kostnað þeirra sem engu fá um
ráðið. Það spyr: „Hvar eru loforðin núna? Bush
laug og hermennirnir okkar þurftu að gjalda
fyrir það með lífi sínu. Hann sendi þá út í rauðan
dauðann á veikum staðreyndum og tómum
lygum," sagði bandarísk móðir fallins hermanns.
Fólk er reitt yfir því að sagan um
gereyðingavopn íraka, sem notuð var til að
auka stuðning við stríðið, virðist ekki á rökum
reist. Um er að ræða m.a. þá umdeildu
fullyrðingu að
(rakar hefðu reynt
að kaupa úran til
a ð b ú a t i I
kjarnorkusprengjur
sem Bush hikaði
ekki við að setja í
stefnuræðu sína á
Bandaríkjaþingi í
janúartil að styrkja
stríðsáform sín.
Gögnin eru nú sögð
vera fölsuð. Menn
vilja að stjórnvöld
geri hreint fyrir
sínum dyrum og
viðurkenni mistök
sín og fljótfærni.
B u s h
hefur þó reynt að
halda andlitinu
með því að segja að
hugsanlega hefði
einhver rænt öllum
vopnunum og þess vegna finnist þau hvergi.
Nú upp á síðkastið hefur hann einnig eitthvað
dregið úr ásökunum sínum og talar ekki lengur
um gereyðinga-vopnin öllum stundum heldur
ólöglegar „vopnaáætlanir". Allt í einu breytast
gereyðingavopn í vopnaáætlanir á nokkrum
vikum. „Merkilegt", segir fólkið.
HURRA! STRIÐINU ER „LOKIÐ"!
Bush hélt því fram að (rakar myndu fagna komu
Bandaríkjamanna og taka þeim sem hetjum.
Sú gleði stóð í nokkra daga. Nú standa
skipulagðar sveitir í frak fyrir stöðugum
hryðjuverkaárásum sem hafa drepið fleiri
hermenn eftir að stríðinu „lauk" en á meðan
á þvi stóð og jafnvel Shítar, sem voru hvað
mest á móti Saddam, eru bálreiðir yfir því sem
þeir kalla vanhæfni
Bandaríkjastjórnar.
En af hverju hrópar
fólkið ekki húrra fyrir
frelsurum síhtlm og
ræðst gegn þeim
illvirkjum sem vilja
sprengja þá í loft
upp? Af hverju
tekur það á móti
þeim með blóði,
r i f f I u m o g
píslarvættisdauða?
Mustapha
Alani, írakskur fræðimaður gaf það svar að
„jafnvel á verstu tímum (rak/(ran stríðsins þurftu
flestir irakar (fyrir utan Kúrda og Marsh-Araba)
ekki að hafa áhyggjur af persónulegu öryggi,
þ.e.a.s að það væri til rafmagn, vatn og eitthvert
síma-samband. Núna eru þeir hræddir um að
ráðist verði á þá sofandi í rúmum sínum
og geta ekki treyst því að hafa rafmagn, vatn
eða síma þar sem sprengjuárásir á vatnsbirgðir
og olíulindir landsins gerast reglulega." Núna
vilja (rakar bara fá fullvissu um það að dætrum
þeirra verði ekki nauðgað eða synum þeirra rænt
á leið sinni út í búð. Ríkið er ófært um að tryggja
íbúum sínum viðunandi lífskjör og er því ekki
furða að hryðjuverkasveitir, hvattar áfram af
þjóðernis-sinnuðum niðurlægðum múslimum
sem vilja hefnd vegna
al-mennrar óánægju
fólksins í landinu, fari
vaxandi. Þeir byggja
upp hatur sem Bush er
ekki líklegur til að
milda.
Á meðan
fjöldi íbúa mótmælir
veru bandarísku
hermannanna í írak
segist Bush ekkert
hafa miklar áhyggjur
af þessu enda er hann
upptekinn við að
safna í kosninga-
sjóðinn. Hann segir
þessi mótmæli vera
„merki um að frelsi sé
til staðar í (rak. írakar
eru bara ekki alveg
búnir að átta sig á því
að þeir séu frjálsir og
að frelsinu fylgi
ábyrgð," segir hann.
BUSH BÝR TIL HRYÐJU-
VERKAÞJÓÐ
Sumum finnst sprengingin í jórdanska
sendiráðinu og höfuðstöðvum Sameinuðu
þjóðanna í Bagdad og árásirnar á bandaríska
hermenn sönnun þess að Bandaríkin hafi hertekið
þjóð sem ekki stóð mikil ógn af áður (þó svo að
þvi hafi verið haldið fram af bandarískum
stjórnvöldum) en breytt henni í þjóð hryðju-
verkamanna. Nú fyrst, eftir að ráðist var til atlögu,
sjáum við raunveruleg hryðjuverk. Meiri
hryðjuverkaógn stafaði af mörgum öðrum
þjóðum en (rak en nú er búið að gefa hryðju-
verkamönnum góða ástæðu til að koma sér fyrir
í þar í landi og berjast gegn Bandaríkjamönnum
þó svo að Bush hafi sagt: „Við tryggðum það að
hryðjuverkasamtök gætu ekki notað (rak sem
vopnabúr."
EITT STÓRT KLÚÐUR
Flest í kringum innrásina telja Gegn-Bush
hreyfingarnar hafa verið eitt stórt klúður. Bush
og Blair lofuðu upp í ermina á sér gífurlegu
uppbyggingarstarfi og sögðust hafa gífurlega
eftirstríðsáætlun sem þeir höfðu greinilega ekki.
Nú ríkir algjör ringulreið. Börnum er rænt og
sum þeirra drepin sem farþegar í bílum eða
gangandi vegfarendur. Menn eru teknir fanga
án þess að fá að vita ástæðuna og konur, menn,
börn og gamalmenni láta lífið á meðan
fjölskyldurnar leita villt og galið að týndum
ástvinum. Þetta vekur mikla reiöi og svo vitnað
sé í greinarhöfund Buzzflash.com, sem talar beint