Orðlaus - 01.09.2003, Blaðsíða 38

Orðlaus - 01.09.2003, Blaðsíða 38
Gleymdu jólunum, kanselaðu páskunum og sendu til baka allar afmælisgjafirnar þlnar. Gay Pride er komið til að vera. Fyrir mér er Gay Pride eins og eitt stórt jólaboð, bara allir þúsund sinnum fyllri (allavega ég) og stoltari (væmið en ég meina hey....). Þann 9. ágúst fylltist borgin stolti þegar hommar og lesbíur skelltu sér í eina allsherjar risaskrúðgöngu niður Laugaveginn. Markmiðið með þessu er að gera samkynhneigða sýnilegri í þjóðfélaginu og að berjast fyrir mann- réttindum okkar. f dag þurfa hommar og lesbíur út um allan heim að berjast gegn fordómum gagnvart kynhneigð sinni og Gay Pride-gangan er áminning um það að við erum til og erum ekkert á förum! ( og auðvitað líka tilefni til þess að skella á sig smá make-upi og kollu ef þú fílar svoleiðis, ekki ég samt...) Gay Pride gangan sem haldin var 9. ágúst síðastlíðinn heppnaðist að mínu mati alveg ótrúlega vel og skemmti greinahöfundur sér alveg konunglega. Ég vaknaði klukkan tíu um morguninn, sem að kom mér eiginlega nokkuð á óvart vegna þess að ég var að vinna fyrr um nóttina á Kaffibarnum og hafði einungis sofið í þrjá tíma, fór á fætur og vonaði að það væri gott veður úti. Mértil mikiliar gremju ákváðu veðurguðirnir að skella á okkur þessari líka hressilegu rigningu. Ég hugsaði bara skítt með það og ætlaði ekki að láta einhverja rigningu eyðileggja fyrir mér dagínn. Ég dreif mig í sturtu og skellti mér í göngugallann, ákvað síðan að taka til í íbúðinni ef ég skyldi nú enda með að halda eitthvað skyndipartý seinna um kvöldið. Allilllavega, það var allt að gerast. Ég var með góða housetónlist í græjunum með moppuna á lofti og logandi Marlboro Lights í kjaftinum. Eftir góða hreingerningartörn ákvað ég að skella mér niður á löggustöð þar sem gangan átti að byrja. Ég hoppaði í eldgamla gula Volkswagen bjöllu með öskrandi Corona auglýsingu á sem ég hafði lofað Corona- umboðinu að keyra niður Laugaveginn. Mig langaði þó mest að fylgjast með allri göngunni og reddaði því staðgengli tíl að keyra bílinn. Allt í góðu. Ég kem fyrir utan löggustöðina og það er allt að gerast. Einhver gella er búin að hengja sig á kross og Barbara Streisand er komin í limmóina. Ég planta bílnum og býð eftir að gangan byrji. Staðgengillinn minn kemur og er alveg æst í að keyra bílinn sem ég að sjálfsögðu tek fagnandi og svo byrjaði gangan. Það sem ég tók sérstaklega eftir var hvað gangan í ár var rosalega stór. Ég vissi til dæmis ekki að það væru til svona mikið tælenskum dragdrottningum á (slandi sem voru búnar að hertaka litríkan vagn og stóðu uppi á honum dansandi eins og það væri enginn morgundagur. MSC-gaurarnir ( íslenskir leðurhommar) létu sig ekki vanta og Skjöldur var í sínu fínasta dressi. Gangan var mjög hröð en ég öskraði og hoppaði allan tímann alveg gegnsósublautur og leiddist ekki eitt andartak. Þegar göngunni lauk niðri á Lækjartorgi var ég reyndar orðinn það blautur að ég var ekki alveg stemmdur í að fylgjast með skemmti- atriðunum þannig að leiðin lá á næsta bar til að skála fyrir Gay Pride með vinahópnum. Eftir það varförinni heitið heim til að skipta um föt og að sjálfsögðu til að plana kvöldið. Pælingin var að fara á Nasa þar sem dansiball samkynhneigðra var haldið, en þar sem ég er ekki mikill Nasa-maðurvarég frekar óákveðinn. Eftir nokkrar hvítvínsflöskur og tvö hommapartý lét ég þó undan þrýstingi. Þegar ég mætti á svæðið var ölvun ekki málið. Ofurölvun var frekar málið. Stemmningin var fín, jafnvel þó að tónlistin væri kannski ekki alveg að gera sig að mínu mati, en ég meina hverjum er ekki sama eftir nokkur glös? Eða I þessu tilviki nokkrar flöskur. Ekkert höstl var í gangi, bara eintóm skemmtun en til að gera langa sögu stutta þá endaði ég dauður á barborðinu á Prikinu, SITJANDI. Ekki misskilja mig... Ég er ekki stoltur af því en fyndið... Já. | Daginn eftir vaknaði ég frekar þunnur og myglaður. Ég fór að spá í því hvort að Gay pride sé bara afsökun fyrir samkynhneigða til að detta ærlega í það. Mitt álit er nei. Fyrir mér er Gay Pride hálfgerður verkalýðsdagur § samkynhneigðra. Dagur sem við getum sýnt ■ okkar stolt og verið bara einfaldlega eins og Jjj við erum. Voða einfalt. Sjáumst á næstu Gay Óli Hjörtur Myndir: Árni jl / j / ,/ ém [, - w
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.