Orðlaus - 01.06.2005, Blaðsíða 2

Orðlaus - 01.06.2005, Blaðsíða 2
rnnrrns ^ TUuRrr EFIUISYFIRLIT 22 tbl. júní 2005 RITSTJÓRN Steinunn Helga Jakobsdóttir Hrefna Björk Sverrisdóttir Erna María Þrastardóttir Sunna Dís Másdóttir UPPLÝSINGAR VARÐANDI EFNI Steinunn Jakobsdóttir steinunn@ordlaus.is S: 822 2987 AUGLÝSINGAR Hrefna Björk Sverrisdóttir hrefna@ordlaus.is S: 822 2986 6 Viðtal - Sjáumst með Silvíu Nótt 14 Fatalínur fræga fólksins 20 Kryddaðu kynlífið 22-23 Viðtal - Capone opnar sig 28 Kvikmyndir - Sin City 30-31 Tíska - Steldu stílnum! 32 Survival of the Flottest 40 Quiz - Ertu sjónvarpsfíkill 46 Stjörnuspá ...og svo miklu, miklu meira! OG FJÁRMÁL Erna María Þrastardóttir erna@ordlaus.is s: 822 2985 HÖNNUN&UMBROT Steinar Pálsson / Sharq Björn Lárus Daniel Claus Reuter ÚTGEFANDI Ár og dagur ehf. Bæjarlind 14-16 201 Kópavogur S: 510-3700 www.ordlaus.is FORSÍÐUMYND Atli Hár og förðun: Sóley hjá EMM School of Makeup FORSÍÐUANDLIT: Capone MYNDIR Gúndi Atli - www.at.is Ester PRENTSMIÐJA Prentsmiðja Morgunblaðsins Upplag: 25.000 PENNAR Erna María Þrastardóttir Hrefna Björk Sverrisdóttir Jóhanna Sveinsdóttir Kristín Soffía Jónsdóttir Magnús Björn Ólafsson Margrét Hugrún Óli Hjörtur Ólafsson Steinunn Jakobsdóttir Sunna Dís Másdóttir Sæunn Huld Þórðardóttir Tim Roman ... og fleiri nafnlausir. PRÓFARKALESTUR Sunna Dís Morgunblaðið Brosum framan í heiminn Ég hef lært ótrúlegustu hluti í gegnum tíðina. Fyrir utan að læra að labba, tala og mata mig sjálf hafa vitrir menn og konur bent mér á ýmsar gagnlegar lífsreglur sem hafa fylgt mér í tæpan aldarfjórðung. Þegar ég var yngri var ég til að mynda mjög auðtrúa og gleypti strax við leikjum þar sem mér var sagt að fela mig en enginn kom síðan að leita. Á gelgjunni breyttist auðtrú mín síðan í þrjósku þar sem ég trúði ekki einu eða neinu sem mér var sagt. I báðum þessum tilvikum benti góður vinur mér á að stundum þyrfti maður að treysta og stundum að hlusta gagnrýninn á það sem manni er sagt. Á síðustu árum hef ég því reynt að stíga hinn gullna meðal- veg, þrátt fyrir misjafna útkomu. Sum spekin sem ég hef hlustað á hefur verið stór og mikil og erfið að melta. Önnur spekin var svo ómerkileg að hún flaug út úr hausnum á mér áður en síðasta orðinu var lokið. Það er þó kannski spekin sem virkar sem ómerkilegust við fyrstu hlustun sem skiptir oft mestu máli. Þegar ég lá í hálfgerðri sjálfsvorkunn í sófanum um daginn sparkaði vinkona mín í mig, hóf upp raustina og benti mér á að ég hefði ekkert með það að gera að liggja með fýlusvipinn og halda að allt væri ómögulegt. Gamalt máltæki seg- ir að góður vinur geti sagt þér hvað amar að þér á mínútu, en að hann virðist kannski ekki eins góður vinur þar á eftir, en í mínu tilfelli var það þó ekki raunin. Það merkilegasta sem ég lærði var þegar vinkona mín benti mér á að hætta að vera alltaf svona stressuð og láta hversdaglega smámuni koma mér úr jafnvægi. Þess í stað ætti ég að gefa mér tíma til að brosa og hafa gaman af því. Ég, sem og aðrir landar mínir, á það nefnilega til að stressa mig svo mikið upp að enginn tími næst í að njóta iífsins. Vinkona mín benti mér á að njóta sumarsins þrátt fyrir annasama daga og misgott veður. Með því gæti ég lagst í sófann með góð- ar minningar að deginum loknum. Hún benti mér á að núna er tíminn þar sem mannlífið er í sem mestum blóma. Sumarið er komið með æpandi tónleikaveislu og Laugavegurinn virðist loksins vera að lifna við með fullt af litrikum búðum. Það er líka nóg að gera fyrir afþreyingarþyrsta íslendinga þar sem ný blöð eru að koma á markaðinn, sjónvarpsstöðvar að fara í loftið og útvarpsstöð að vakna til lífsins eftir stutta jarðarför. Brátt fyllist bærinn okkar af áhugaverðum út- lendingum og fjölbreytilegu fólki á Austurvelli. Hvernig getur maður legið í sjálfsvorkunn þegar slíkur gleðipakki bíður manns? Vinkona mín benti mér á að snúa skeifunni við með hækkandi sól og er þetta sú lífsspeki sem ég ætla ekki að láta fara i gegnum hausinn á mér umhugsunarlaust. Þessa speki ætla ég ekki að gagnrýna eins og ég hefði gert á tgelgjunni heldur gleypa við henni eins og ég gerði sem barn. Ég tek því undir með vinkonu minni og segi eins og Megas: „Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig". Steinunn Jakobsdóttir

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.