Orðlaus - 01.06.2005, Blaðsíða 22

Orðlaus - 01.06.2005, Blaðsíða 22
22 mdLSi/i ~~ Ofbeldi, tónlist, kvenfólk oq pólitík... -Já, talandi um lúkkið. Búi var nú kosinn Herra Hagaskóli á sínum tíma... „Já, var það? Af hverju segir þú mér ekki frá þessu? Vá!!!" segir Andri og missir gjörsamlega andlitið. „Já, og síðan var ég einu sinni valinn kyn- þokkafyllsti nemandinn í Kvenna- skólanum. Það var líka hringt í mig frá Módel 79 og ég beðinn um að taka þátt í einhverri keppni, en þá f "Spurði bróðir minn hvort þetta væri kepgni fyrir dverga," svarar Búi og ski&llir upp úr. „Þetta var samt back inthe'days. Núna er ég bara orðinn gamall kall. Brain Police héldu samt að þeir g.§etu eitthvað nýtt sér þetta (en Búi er nýgenginn til liðs við rokksveitina). Éq átti að reyna að bæta upp einhveíja ímynd þarna sem er ekkert að ganga.upp." „Hann er svona Frosti í Mínus í Brain Police en samt er kvenþjóðin efekert vitlaus í Búa. Af hverju hef ég 'ekki hugmynd um," segir Andri. Kombökk eru af hinu slæma -Ætliði að skella ykkur á einhve af tónleikunum í sumar? „Við erum báðir spenntastir f; Velvet Revolver og Sonic You Það verður líka eðall að sjá Quei of the Stone Age. Ekki má gle; Megadeath sem verður killer m veisla." Hvað með Duran Duran? „Duran Duran gæti alveg skemmtilegt," svarar Búi ýn er langt frá því að vera .sammála: „Ég þoli ekki svona görnul bönd sem eru löngu hætt en koma síðan aftur til að græða peninga. 90% af þessum kombökkum ^u bara bönd að skíta í brækurnar aftur." -Hvað eruð þið þá að fíla í íslensku tónlistinni? Einhver ný bönd sem eru að gera eitthvað merkilegt? „Já, þetta Dr. Mizta stöff með ívari úr 2 lyié og Guðna úr Klink er eitt það mest mindblowing sem er að gerast í íslensku tónlistarlífi. Einnig hef ég einstaklega gaman af Jan Mayen," segir Andri og Búi bætir við dúettnum Dísill sem samanstend- ur af Krumma og Þresti í Mínus. En það er víst hægt_a&iieyra í þeim í græjunum hjá kölska í mtlvíti. Um íslenskt kvenfólk, ofbeldi og lykilinn ac góðum samböndum -Þið eruð báðir pikkfastir, nánas giftir, og hafið verið í lengri tíma Hver er galdurinn að góðu sam- bandi? „Bara að láta píska sig til og segja já, ok, þú hefur rétt fyrir þér." Nú eruð þið alveg gríðarlega vinsælir hjá karlþjóðinni. Hver er Orðlaus mælti sér mót við þá Andra og Búa á Prikinu, en þeir félagar eru betur þekktir sem Capone alla virka daga frá 7-11 á útvarpsstöðinni X-fm. Eftir að vera búnir að vegsama það yndislega líf sem líf útvarpsmanns- ins er byrjar spjallið... -Af hverju heitir þátturinn Capo- ne? „Við vorum að leita að nafni á sín- um tíma og fyrsti þátturinn fór í loftið á afmælisdegi Als Capone af einskærri tilviljun og þaðan tókum við nafnið," segir Búi. -Andri gerði allt brjálað með þátt- inn sinn á X-inu, (en þar var hann betur þekktur sem útvarpsmaðurinn Freysi) eins og að segja í beinni út- sendingu að Birgitta Haukdal hefði keypt kókaín. Hafið þið lent í ein- hverjum skandölum og kærum síðan þið byrjuðuð með þáttinn á Xfm? „Nei, okkur var sagt að ef það myndi gerast þá þyrftum við að borga það allt sjálfir. Svo er ekki endalaust hægt að vera að úthúða fólki í útvarpi í svona litlu landi, það verður bara þreytt og leiðinlegt. En þetta var einstaklega skemmtilegt á köflum og hristi allsvakalega upp í útvarpsbransanum," segir Andri. „Núna höfum við líka ekki þennan stóra vegg á bak við okkur," bætir Búi við en þeir segjast þó alls ekki vera ritskoðaðir. Þrátt fyrir að vera ekki eins grófir og útvarpsmaðurinn Freysi var þekktur fyrir hefur þáttur- inn notið ótrúlegra vinsælda og er nú vinsælasti morgunþáttur lands- ins. „Við komum til dyranna eins og við erum klæddir en erum ekki að fela okkur á bak við neitt eða í ein- ... hvað segir það okkur þegar Ólafur Ragnar fer til Kína til að kenna fólki á lýðræðið, eru Kínverjar hálfvitar? hverjum flissleik úti í horni," segir Búi þegar hann er spurður út í galdurinn við að ná í hlustendur. „Við höfum á tilfinningunni að við vitum hvað fólk vill heyra og svo þekkjumst við mjög vel, en svona blaðursútvarps- þættir ganga út á að menn séu að tala saman. Einnig tölum við mikið við hlustendur sem gerir þetta per- sónulegra og skemmtilegra" bætir Andri við. Þátturinn er auk þess mjög fjölbreyttur. „Já, við erum til dæmis með pólitíska hornið þar sem við hringjum í Georg Helga, vin okk- ar, sem talar um pólitík á mannamáli og með tískulögguna Plútó. Síðan erum við komnir með nýjan vin sem er Guðlaugur Laufdal frá Omega, en hann kemur til okkar í byrjun hvers mánaðar, blessar mánuðinn og spil- ar nokkur lög, sem er mjög indælt." „Já, þetta er að svínvirka," segir Búi: „Ég held að mánuðurinn hafi aldrei gengið betur." Um samkeppnina og módelferilinn hans Búa -Hvað finnst ykkur um endur- komu X-ins? „Það er ekkert nema jákvætt," segir Andri og heldur áfram: „Þetta er allt annar hlutur. Þeir eru að einblína á nýja rokkið en við erum að sparka í þetta gamla og góða í bland við nýtt sem fólk kann auðvitað vel að meta." Búi er ekki alveg jafnjákvæð- ur í garð endurkomunnar: „Þetta er skrítin ákvörðun en rokkmúsík er alltaf góð og ekki verra fyrir fólk að hafa smá val. Þetta heldur okkur líka á tánum og við munum halda okkar striki." -Fjölmiðlaveldið 365 er ekki ein- ungis að vekja X-ið til lífsins aftur heldur að skipuleggja nýjar sjón- varpsstöðvar. Ætlar Capone að fara í sjónvarpið? „Nei, það er hægt að gera svo mikið með útvarpið og við ætlum fyrst að blóðmjólka það," segir Andri. „Það er samt aldrei að vita hvað gerist, við erum a.m.k. báðir með lúkkið."

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.