Orðlaus - 01.06.2005, Blaðsíða 12

Orðlaus - 01.06.2005, Blaðsíða 12
12 Brúnkukremin eru að slá í gegn Jæja, það er að koma sumar og flestir annaðhvort búnir að vera að mygla yfir skólabókunum eða fastir í vinnu á með- an sólin hefur skinið fyrir utan. Ekki skemmtilegt að byrja sumarið svona hvít en það eru til ráð við öllu. Það er langt síðan brúnkukremin komu á markað en núna virðist vera einhvers konar sprengja því það eru allir að maka sig. Það er þó aðeins vandasamara en það virðist og hérna koma nokkur góð ráð. Brúnkukremin eru til í flestum merkjum og hægt er að fá þau í spreyi, froðu, geli, húðmjólk, kremi og blautklútum sem eru ýmist fyrir andlit eða líkama. Sum kremin eru bæði fyrir andlit og líkama en þeir sem eru með viðkvæma húð eða feita er ráðlagt að nota sér brúnkukrem á andlitið. Áður en þú byrjar Ráðlagt er að nota andlits- og lík- amsskrúbb áður en hafist er handa þannig að þú fáir jafnari og fallegri áferð. Einnig er mælt með því að smyrja húðmjólk (bodylotion) á lík- amann áður en hafist er handa. Hvað á að nota? Eins og segir hér fyrir ofan eru brúnkukremin til í mismunandi myndum og það er ástæða fyrir því. Gel Hægt er að fá gel sem eru ætluð bæði fyrir andlit og líkama og þau innihalda ekki jafnmikla olíu og hinar tegundirnar. Krem Hentugra fyrir andlit þar sem erfið- ara er að dreifa kremi en húðmjólk á allan líkamann. Oftast er til krem og húðmjólk frá sama merki. Blautklútar Góðir fyrir andlit og efri part líkam- ans, þægilegir og fljótlegir í notkun og taka einungis þrjá tíma að ná fullri verkun. Sprey, húðmjólk og froða er hent- ugri fyrir líkamann einungis þar sem þau eru olíu meiri. Munur á liósri og dökkri húo Einstaka snyrtivöruframleiðendur eru farniraðsetjaá markaðtvær mis- munandi útgáfur af brúnkukremum þar sem ein virkar fyrir Ijósa húð og hin fyrir dökka. Þá þarf manneskja með Ijósa húð ekki að líta út fyrir að hafa grillað sig í tvær vikur á sólar- strönd og fær mun eðlilegri brúnan lit. Hvernig á að nota brúnkukremin? Númer 1, 2, og 3 er að þvo sér um hendur um leið og þú ert búin að setja á þig brúnkukremið eða nota hanska þegar þú berð á þig því ann- ars festist liturinn í lófunum. Mundu samt að bera á handarbakið aftur eftir að þú ert búin að þvo þér um hendurnar, annars verðurðu hvít þar... Andlit Passa að bera vel upp að hársverði og vanda sig í kringum augabrúnir því þær geta litast í leiðinni. Erfiðir staðir Olnbogar, hné og kjúkur eru erfið- ari þar sem húðin er grófari og þar af leiðandi vandasamara að maka þunnu lagi á og dreifa vel úr. Þess vegna er mikilvægt að fara varlega í þessi svæði og muna að skrúbba vel fyrir notkun. Á þessa staði er mjög mikilvægt að nota húðmjólk áður en þú setur brúnkukremið á til að koma í veg fyrir litaklessur. Hversu lengi helst þetta á? Það er mismunandi eftir merkjum og getur einnig verið einstaklingsbund- ið en oftast er miðað við 3-4 daga. Hægt er að fá allar upplýsingar um brúnkukremin í Lyfjuverslunum og þar ættirðu að finna allt sem þú þarft fyrir sumarið. Blushcreme FANCYRAY Blautur kinnalitur sem þú berð á kinnarnar og gefur rauðbleikan roða. Naomi Campell MAC Doubles COCOA + ROSEWOOD Kakólitaður og rósrauður augnskuggi, tveir í sama pakka. Nýi ilmurinn hennar Naomi er ein- stök blanda blóma með ávaxta- og moskustónum, ásamt því að notað er hið suðræna Papaja-blóm. Naomi er þekkt fyrir að nota sjaldgæf blóm í ilmina sína og Papaja varð fyrir val- inu þar sem blómið er fornt tákn fyr- ir fegurð. „Á Suðurhafseyjum bera konur alltaf blóm sem skraut, yfir- leitt í hárinu en líka sem eyrnalokka, hálsfestar og til að skreyta kjóla sína eða töskur. Ég er viss um að þetta er veigamikill þáttur í orðlögðum þokka þeirra og fegurð," er haft eft- ir Naomi. Vertu suðræn og seiðandi í sumar með Paradise Passion. LA MODE Ferskjulitaður vara- litur sem fer mjög vel við kinnalitinn og augnskuggana. Eyeshadow D'BOHEMIA Appelsínugulur augnskuggi með glimmeráferð. Rosalega flottur fyrir stelpur með Ijósa húð. Paradise Passion Appelsínugulur, rauður og ferskjulitur eru sumarlitir MAC í ár. Blanda má litunum saman á skemmtilegan hátt og til að auka litagleðina má bæta við öðrum skærum litum, eins og grænum, og nota í staðinn fyrir svartan til að gefa förðuninni auka karakter. Það er "bóhem" lúkk sem er inni sem þýðir mikill litur og glæsileiki. MAC Doubles PRIMPIN + GOLDEN KITTY Bleikur og gylltur augnskuggi.

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.