Orðlaus - 01.06.2005, Blaðsíða 40

Orðlaus - 01.06.2005, Blaðsíða 40
a Hver lék húshjálpina í þáttunum "Who's The Boss"? 1. Tony Danza 2. Bette Midler 3. Drew Carey 4. Matt LeBlanc 0 Hvað heitir Homer Simpson fullu nafni? 1. Homer Bubba Simpson 2. Homer Junior Simpson 3. Homer J. Simpson 4. Homer Alfred Simpson a Hvaðan voru farþegarnir í þáttunum "Lost" (Lífsháski) að fljúga? 1. Tókíó 2. Dubai 3. New York 4. Sydney E3 Hvað heitir konan sem framdi sjálfsmorð í fyrsta þættinum af "Desperate Housewives" (Aðþrengdar eiginkonur)? 1. Dorothy 2. Mary Alice 3. Mary Jane 4. Cynthia a Hvað heitir Svampur Sveinsson á ensku? 1. Swampy Svenson 2. Spongebob Squarepants 3. Spongeypants 4. Bobby the Sponge EB í hvaða borgum hafa þættirnir CSI verið? 1. New York, Las Vegas og Miami 2. London, Las Vegas og New York. 3. Chicago, Detroit, Miami 4. New York, Honolulu, Seattle 0 Hvað heitir Anti terroristadeildin sem kemur fyrir í þáttunum 24? 1. Anti Trust 2. Terror team 3. CTU 4. FBI 0 Hvaða rappari stjórnar þættinum "Pimp My Ride"? 1. Dr. Dre 2. Snoop Doggy Dogg 3. Xzibit 4. L.L. Cool J. 0 í hvaða þáttum er aðalpersónan Jack Bauer? 1. CSI 2. Law and Order 3. 24 4. Navy CIS ITil Á hvaða dögum er Sopranos? 1. Mánudögum 2. Þriðjudögum 3. Miðvikudögum 4. Fimmtudögum m Þegar Friends hættu höfðu verið sýndar... 1. Níu seríur 2. Tíu seríur 3. Ellefu seríur 4. Tólf seríur m Hvað hét heitin konan hans Harolds í Neighbours? 1. Madge 2. Anne 3. Molly 4. Mandy m Nonni sprengja var þáttur sem sýndur var á Skjá 1. Hver stjórnaði þeim þætti? 1. Villi naglbítur 2. Eiríkur 3. Gunnar Helgason 4. Þorsteinn Guðmundsson fFl Áður en dómarinn í American Idol, Paula Abdul, byrjaði að syngja þá var hún... 1. Dansari 2. Módel 3. Leikkona 4. Klappstýra m Klukkan hvað eru táknmálsfréttir sendar út? 1. 17.40 2. 17.50 3. 18.00 4. 18.10 0-10 stig 11-20 stig 21-30 stig Svör: Þú ert greinilega að lifa lífinu, ert vinnualki eða átt ekki sjónvarp. Ef þú ert að lifa lífinu er þetta auðvit- að besta mál og við hvetjum þig til að halda því áfram. Ef þú átt ekki sjónvarp þá ertu að spara þér mik- inn pening og það getur nú ekki verið annað en jákvætt. En ef þú vinnur það mikið að þú hefur ekki einu sinni tíma til að líta á skjáinn, slakaðu þá á. Þó að sjónvarpsgláp sé ekki hollt er hægt að sjá ýmislegt áhugavert og svo er þetta mjög góð slökun. Þú ert hinn gullni meðalvegur og eyðir örugglega frá einum til þrem klukkutímum fyrir framan skjáinn. Já, nú ert þú opinberlega kominn í hóp með meirihluta fólks og þvi ekkert til að skammast sín fyrir. Þér finnst gott að setjast fyrir framan sjónvarpið á kvöldin eftir langan dag og nýtur þess að hverfa í heim óraunveruleikans. Þó að þú glápir ertu ekki forfallinn og ert ekki með allt á hreinu. Þú ert með allt á hreinu þegar kem- ur að sjónvarpsefni, enda ekki ólík- legt að þú náir þér í upplýsingar um þætti á netinu og farir inn á heima- síður þáttanna bara til að vita ALLT. Þú talar um sjónvarpspersónur eins og lifandi fólk og dreymir það jafn- vel oft. Það er allt gott í hófi en þú vilt ekki enda sem sófaklessa sem borðar kvöldmatinn fyrir framan imbann. Lestu blöð og tímarit, það gæti minnkað glápið. Þú færð tvö stig fyrir rétt svar en ekkert stig fyrir rangt svar. 1. Tony Danza 2. Homer J. Simpson 3. Sydney 4. Mary Alice 5. Spongebob Squarepants 6. New York, Las Vegas og Miami 7. CTU 8. Xzibit 9. 24 10. Fimmtudögum 11. Tíu seríur 12. Madge 13. Gunnar Helgason 14. Klappstýra 15. 17.50

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.