Orðlaus - 01.06.2005, Blaðsíða 24

Orðlaus - 01.06.2005, Blaðsíða 24
Gengur ekki á vatni - Sekkur eins og hinir! BLESSAÐ STBÍÐIÐ Nú fagnar allur hinn dásamlega anddauði vestræni heimur því að 60 ár eru liðin frá því að heimsstyrjöldin færðist úr búgarði vesturlanda til 3. heimsins. Hann fagnar falli nasismans, hann fagnar upplýsingunni, hann fagnar siðmenntun og hann fagnar lýðræði en grætur gyð- ingana í Auschwitz, greyjunum sem smalað var í ghettóin. Hann rogast á akfeitar lappirnar og skálar fyrir lærdómnum - aldrei skal harmleikur heimsstyrjaldarinnar endurtaka sig - kvak- ar allur vesturheimur og ropar myndarlega. Auschwitz var breytt í túristasafn mannkyninu til viðvörunar - Þið hafið lært svo margt fallegt af hinu Ijóta, þið hafið lært að sjá hið góða með því að verða fyrir hinu illa. En þið eruð ein um fögnuðinn. Vestræn hugsun er handan góðs og ills, hún skilur ekki það sem hún hugsar. Fólkið í Darfur skaut ekki upp flugeldum á 60 ára afmæli „stríðsloka". Fólkið á Gaza hélt ekki veislu vesturlöndum til heiðurs og þær 86 milljónir manna sem dáið hafa í stríði frá „stríðslokum" risu ekki aftur upp frá dauðum. Hver vogar sér að skála fyrir friði? ÓENDANLEG HEIMSKA Sameinuðu þjóðirnar eru hlálegustu hræsnissamtðk sögunnar. Hlutverk þeirra var samþykkt með viðhafnar- athöfn og kokteilboði 26. júní 1945: „Við, fólk sameinuðu þjóðanna ... sameinað til betri heims". Mér hef- ur sjaldan verið hlátur ofar í huga án þess að ég skelli upp úr. Hvernig tókst þessum afþökuðu ösnum að framfylgja stefnu sinni um fallegri heim? Bandaríkjamenn rústuðu Ví- etnam og Kóreu, frönsk vopnafyr- irtæki fjármögnuðu þjóðarmorð í Rúanda, Sameinuðu þjóðirnar stóðu hjá þegar múslimar voru þurrkað- ir út í Bosníu vegna neitunarvalds Sovétmanna. Sovétmenn brenndu jarðveginn í Afganistan fyrir innrás Bandaríkjanna. Bandaríkin réðust á írak ásamt Bretum og íslending- um, El Salvador, Chile, Palestína... listinn er grátlega endalaus. Sömu þjóðir og lýsa yfir ágæti og uppeld- isgildi sögulegra staðreynda standa að öllum þeim hörmungum sem yfir heimsbyggðina dynja. Sömu þjóðir og stofnuðu SÞ hafa á einn eða ann- an hátt staðið að öllum mannskæð- ustu orustum síðustu 60 ára - á einn eða annan hátt murkað líftóruna úr 86 milljónum manna. Og hvaða útskýringar hafa menn fundið fyrir þessu? Jú, „sagan endurtekur sig" segja þeir saddir og sljóir og klappa sér á vömbina án þess að votti fyrir samviskubiti eða ögn af sjálfsgagn- rýni. GHETTÓIÐ GAZA Viska manna er broslega takmörk- uð en heimskan á sér engin landa- mæri. í „síðari" heimsstyrjöldinni var farið illa með margan góðan gyðinginn. Um allan heim var háð áróðurstríð þeim til höfuðs. Slíkur andlegur vopnaburður var áberandi í Þýskalandi þar sem útrýming gyð- inga var bundin í kerfi sem ekki var flókið. Fyrst var hrifsuð af þeim öll fjárhagsleg afkoma. Þýska ríkið sló þá eign sinni á fyrirtæki þeirra og jarðir. Þeimvarbann- að að vinna. Þegar gyðingar voru svo orðnir að valdalausri undirstétt var þeim smalað í sérstök af- mörkuð hverfi þar sem þeir voru látnir dúsa. Örfáir fengu aðfara út fyrirhverf- in til að vinna við þýska framleiðslu. Þaðan er hugtakið Ghetto komið - stað- urinn sem afmarkaði svæði gyðinga frá svæði Þjóðverja - inn- siglað með múrverki. Þaðan lá leiðin í ofn- ana. - Kannast ein- hver „upplýstur nú- tímamaðurinn" við ástandið?! - Þar sem ísraelska ríkisstjórn- in samanstendur af praktískum mönnum hafa þeir dregið lær- dóm af sögunni. Þeir hafa áttað sig á því að kerfið sem Þjóð- verjar notuðust við takmarkast ekki ein- göngu við gyðinga. Það er hægt að beita því á hvaða fólk sem er - araba líka. Fólk- ið í Palestínu hefur verið svipt afkomu sinni.Öflugastaáróðursstríðsögunn- ar er löngu hafið gegn þeim. Lönd þeirra, hús og fyrirtæki hafa verið slegin stimpli ísraels. Þeim hefur ver- ið komið fyrir á litlum afmörkuðum svæðum sem innsigluð eru með múr- um, vegatálmum og hervaldi. Þarna dúsa þau og deyja úr hungri og sjúk- dómum eða falla fyrir byssukúlum eða sprengjum. (sraelsmönnum væri hagkvæmast að banka hjá safnverð- inum í Auschwitz og biðja fallega um að fá afnot af gömlu gasklefun- um sem nú safna ryki. Ó hvað mig verkjar undan hræsni þeirra. FRIÐÞÆGINGAR- BOÐORÐIÐ „Sagan endurtekur sig" er friðþæg- ingarboðorð allra vesturlandabúa. Æ hvílík heimska! Hví- líkur harmleikur! Þið sem heima sitjið og graðgið í ykkur öllu því sem á kjaft kem- ur hafið ekki skiln- ing á sjálfum ykkur og því hafið þið ekki skilning umfram sjálf ykkur - til að skilja aðra verðið þið fyrst að botna íykkursjálf- um - til að sjá heim- inn verðið þið fyrst að líta í eigin barm. Skynsemi ykkar er vanskapað afkvæmi græðginnar. Skyn- semi ykkar er ekki til í sinni upphaflegu mynd. Húnerbrengl- uð af raðfullnæg- ingum hvatanna, ef minnsta löngun vaknar innra með ykkur er henni full- nægt samstundis, allt er falt - allt getið þið keypt. Þið skiljið ekki að sá sem aldrei hefur verið svangur hefur ekki minnstu ánægju af því að vera saddur. Þarna kemur heimska vestrænnar hugsunar í Ijós. Ekkert er til sem heitir nóg. „En sagan endur- tekur sig" jarmiði í kór! Sjálfdauðir sauðir, andlega vannærðir, andlega andaðir og líkamlega saddir. Engum dettur lengur í hug að segja „lærum af sögunni". Sú hugsjón dó fyrir 60 árum og var fallinu fegin - hún er lið- ið lík löngu horfinnar skynsemi. Einu skiptin sem skynsemin grípur Vestur- landabúa er þegar þeir liggja á melt- unni en þá eru þeir of mettir til að sinna henni. Hún öskrar og brýst um í höfði þeirra og grátbiður þá um að vakna. En þá verða þeir fljótt svang- ir aftur. Ef þeir horfast í augu við veröldina eins og hún er - ef þeir viðurkenna sannleikann - þurfa þeir að gjörbreyta öllum neysluvenjum sínum og hætta að svara kalli græðginnar. „Ol- ían er að klárast! Vatnið að verða búið! Auðlindir jarðar að engu að verða! Meiri- hluti jarðarbúa er að drepast úr hor meðan þú kafnar úr fitu!" öskrar skynsem- in en nærekki at- hygli, rödd henn- ar hverfur og þið verðið aftur svöng, lítið í hina áttina, hættið að hlusta. Þið vit- ið ekki að þriðji heimurinn, sem inniheldur 4/5 jarðarbúa, er tálsýn - tilbúið hugtak. Það er ekki til neinn „3. heimur" þar sem • eigaaðgildaönn- ur viðmið, annað réttlæti, önnur fátækramörk. Þetta hugtak vísar eingöngu til þjóða sem hafa það viðbjóðslegt til að Vesturlandabúar geti haft það þægilegt. 3. heimur- inn vísar til fólksins sem er drepið til þess að þið getið drepist úr velmeg- un. Þið kafnið úr fitu eða ælið ykkur grindhoruð - reynið að útskýra hug- takið „velmegunarsjúkdómur" fyrir manni með sveltandi börn! Hvernig segir skynsemin ykkur að fara að því?! KJÖLTURAKKI Dagur rennur aldrei svo að rökkri að ég gráti ekki forheimskun og rolu- hátt þeirra sem telja sig upplýsta Vesturlandabúa. Hræsnin lekur úr munnvikum þeirra í þland við slím- taumagræðginn- ar. Líkt og hund- ar Pavlovs slefa þeir af hungri þegar bjöllur frjálsrar versl- unar klingja og tóna við grátur barnannaogbelj- andi blóðstreymi feðranna-viðvit- um sem er, frelsi fárra er hlekkur hinna. Öll okkar svokölluðu„vest- rænu gæði" miðast af hlut- um. Við mælum gæði í græðgi. Þeir gráðugustu, þeir sem eiga mest og safna mestu að sér frá öðrum, eru hæstirímetorða- stiga vestrænnar lágmenningar. Það eru þeir sem glotta á forsíðu Frjálsrar verslun- ar. Látum ekki sög- una endurtaka sig lengur eins og kjölturakka sem eltir eigin skott! Lærum af sögunni! Hættum að minnsta kosti að þykj- ast hafa lært eitthvað! Tölum um hlutina eins og þeir eru! Þá kannski fer skynsemin að vakna úr dái sínu - ekki fyrr. Magnús Björn Ólafsson Israelsmönn- um væri hag- kvæmast að banka hjá safnverðinum í Auschwitz og biðja fallega um að fá af- not af gömlu gasklefunum sem nú safna ryki. Ó hvað mig verkjar undan hræsni þeirra. Sömu þjóðir og stofnuðu SÞ hafa á einn eða annan hátt staöiö að öllum mannskæð- ustu orustum síðustu 60 ára - á einn eða annan hátt murkað líftór- unaúr 86 millj- ónum manna.

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.