Orðlaus - 01.06.2005, Blaðsíða 16

Orðlaus - 01.06.2005, Blaðsíða 16
16 Fotalínur Frœga Fólksms Já, þau syngja, dansa og leika.... og hanna föt fyrir fólkið. ^^ennifer Lopez Hin fjölhæfa "líkleg til alls" Jennifer Lopez kom heldur betur á óvart með fatalínu sinni en hagnaður af henni árið 2004 var hvorki meira né minna en 130 milljónir dollara. Hún ætlar að gera enn betur árið 2005 og er að senda frá sér línu sem er ætluð efnaðra fólki og verður því í dýrari kantinum. Fatalínan sem heitir einfaldlega JLo samanstendur aðallega af barnafötum, stelpufötum, fylgihlutum, nærfötum og fötum í stórum stærðum fyrir stórar stelpur. Hún framleiðir auk þess ilmvatnið Glow undir nafni sínu. Þeir sem vilja kíkja á línuna hennar geta farið á www. shopjlo.com Hjá Pamelu Anderson snýst allt um fylgihluti. Hún hannar allt frá armböndum og belta til eyrnalokka. Pamela er ekki jafnstórtæk í þessu og aðrar stjörnur, eins og JLo, en hún selur línu sína í gegnum Alternative outfitters. Það kemur kannski mörgum á óvart hversu stelpuleg línan hennar er en það læðast groddalegir gaddavírshlutir inn á milli. Fyrir þá sem vilja skoða betur, farið inn á www.alternativeoutfitters.com og leitið að Pamelu Anderson. (Slizabeth Hurley Breska þokkadísin Elizabeth Hurley fór af stað með línu sína Beach nú í apríl. Línan sem Elizabeth hannaði og lét framleiða á Ítalíu verður seld í bresku stórversluninni Harrods. Línan hennar samanstendur af léttum fötum eins og pilsum, strandtöskum og sundfötum. Þetta er ekki stór lína og er aðeins boðið upp á 21 hlut undir hennar nafni. Línan er mjög litrík og Hurley notast mikið við áprentanir en hún sagðist hafa fengið mikinn innblástur frá listamanninum Gustav Klimt. Hún notar líka steina til að skreyta fatnaðinn sem er í dýrari kantinum. Frekari upplýsingar má finna á www.harrods.com £>\\ e Macpherson Elle Macpherson hefur verið ein sú duglegasta í fatabransanum. Nærfatalína hennar hefur verið í gangi í hvorki meira né minna en 12 ár. Elle selur fötin sín út um allan heim og hefur bætt við sig línum og má þar nefna Macpherson Men sem er nærfatalína ætluð karlmönnum. Það er hægt að kíkja á línuna hennar á www.ellemacphersonintimates.com Daddy Fatalínan hans gengur undir hans rétta nafni eða Sean John. Föt hans má finna alls staðar en frá því að hann byrjaði að selja fatnað undir nafninu sínu árið 1998 hefur hann grætt milljónir dollara. Puff Daddy eða P. Diddy eins og hann heitir víst í dag á eitt þekktasta fatamerkið af þeim stjörnum sem á annað borð hafa farið út í fatabransann. Slóðin á fatalínu hans er www.seanjohn.com <r>minem Það hljómar kannski skringilega en við erum ekki að grínast. Meira að segja rapparinn Eminem hefur sent frá sér fatalínu. Fatnaður hans gengur undir nafninu Shady. Shady- fatnaðinn má finna um allan heim en eins og lesendur hafa kannski getað sagt sér þá einbeitir Eminem sér að hip hop fatnaði eins og hettupeysum, jökkum, gallabuxum og fleiru. Heimasíða Shady er www.shadyldt. com Þessi lína er hönnuð beint eftir sérstökum fatastíl Gwen en hún þykir vera ein best klædda kona Hollywood. Línan sem heitir L.A.M.B. hefur slegið í gegn frá því hún fór í búðir árið 2004 og í henni má bæði finna fatnað og fylgihluti. Fötin hennar Gwen eru einstaklega skemmtileg og öðruvísi. Finna má fötin á www.shopbob.com og leitið að L.A.M.B. eða googlið upp L.A.M.B. &3ono Söngvarinn, mannvinurinn og náttúruverndarsinninn Bono lætur ekki sitt eftir liggja en hann hefur hannað föt undir nafninu Edun, sem er Nude (allsber) afturábak. Það sem stendur upp úr í fatalínu hans er að öll efni sem notuð eru í fötin hans eru lífræn, sem kemur svo sem ekkert á óvart. Hann hannar bæði á konur og karla en til að skoða fötin er best að fara á google því hann selur þau á mörgum stöðum. Fatalína hennar, The House of Dereon, er hönnuð af Beyonce og mömmu hennar, Tinu Knowles, en hún hefur hannað föt Beyonce fyrir rauða dregilinn. Okkur hjá Orðlaus finnst fötin sem hún hefur sést í á dreglinum ekki vera upp á marga fiska en það er enn ekki hægt að sjá fötin á netinu þar sem heimasíðan hennar er í vinnslu. Við vonum bara að þau séu ekkert í líkingu við það sem við höfum áður séð. Fylgist með á www.houseofdereon. com Þetta er þó aðeins brot af þeim stjörnum sem sent hafa frá sér föt og má þar helst bæta við: Paris Hilton Nicky Hilton 50 Cent Nikki Sixx Eve Victoria Beckham Mariah Carrey Boy George Anne Nicole Smith Snoop Dog lce T Christy Turlington Hillary Duff Kelly Osbourne Olsen systurnar Mandy Moore Jay Z Nelly

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.