Orðlaus - 01.11.2005, Blaðsíða 16

Orðlaus - 01.11.2005, Blaðsíða 16
SANNAR Sdgur?| eru kjaftasögur sem ganga manna á millum og skaða mannorð stjarnanna sem skilja hvorki upp né niður í þessum sögusögnum. Hér er nokkrar frægar sem hafa gengið á milli í mörg ár og sannleikurinn á bak við þær. 16 AFBRIGÐILEGT KYNLÍF RICHARD GERE Fyrir nokkrum árum kom Richard Gere á bráðamóttöku í Los Ange- les með ókunnan hlut fastan uppi í rassinum á sér. Sumir segja að hann hafi komið þangað einn á meðan aðrir segja að fyrrverandi maki hans, Cindy Crawford, hafi verið með í för. Hvort sem hann var einn eða ekki fór hann í röntg- enmyndatöku og þar fannst stökk- mús! Gere var fluttur með hraði í aðgerð þar sem heilt lið af læknum rembdist við að ná henni úr enda- þarminum. Sumar heimildir segja að það hafi verið búið að raka hár- in af músinni og fjarlægja klærnar á meðan aðrar sögur segja að hún hafi verið inni í plasthylki. Flestir halda því fram að þetta hafi verið gæludýrið hans, stökkmúsin Tíbet. Þegar aðgerðinni var lokið voru læknarnir látnir sverja þagnareið, sem hefur ekki gengið betur en þetta, og Gere fór sína leið óskadd- aður, fyrir utan mannorðið sitt. SATT EÐA EKKI Það er ekkert sem bendir til þess að þessi saga sé sönn því engir læknar hafa gefið sig fram. Ri- chard Gere hefur heldur aldrei ját- að þessu né neitað og reyndar aldr- ei tjáð sig um þetta opinberlega. Annað sem bendir til þess að þetta sé lygi er það að nokkrum árum áð- ur lenti amerísk sjónvarpstjarna í sama slúðrinu. ELTON JOHN í LÍFSHÁSKA Eitt sinn þegar Elton John var að koma fram á tónleikum fór honum að líða mjög illa. Þegartónleikarn- ir voru hálfnaðir hneig hann niður og var fluttur með hraði á spítala. Þegar hann kom á spítalann sagð- ist hann hafa krampa í maganum og því byrjuðu læknarnir að dæla upp úr honum. Þeim brá heldur betur í brún þegar glasið sem dælt var í fylltist af sæði en að sögn mun brundið hafa verið svo mik- ið að það hafi næstum fyllt heilt bjórglas. SATT EÐA EKKI Þessi saga er ekki sönn þar sem hún hefur verið sögð um mjög marga, t.d. Rod Stewart, Britney Spears, Lil Kim og fleiri stjörnur. Fyrsta sagan af þessu tagi á rætur að rekja til ársins 1970 en þá var það klappstýra sem hafði tottað heilt körfuboltalið! HJÁLP, RÁN! Árið 1980 voru fjórar hvítar konur í lyftu þegar svartur maður kem- ur inn með hund. Maðurinn segir hundinum að setjast en konurnar halda að hann ætli að ræna þær og setjast á gólfið. Maðurinn verð- ur alveg miður sín og biðst afsök- unar og segir þeim að hann hafi verið að tala við hundinn. Konurn- ar sættast á það skömmustulegar og afsaka. Ein af þeim spyr hann síðan hvort að hann viti um góðan veitingastað í grenndinni. Maður- inn bendir þeim á einn slíkan og hverfur síðan á brott. Um kvöldið mæta konurnar é veitingastaðinn en þá var tilbúið borð fyrir þær og búið að ganga frá greiðslunni en þá var maður- inn í lyftunni enginn annar en O.J. Simpson. SATT EÐA EKKI Það er ekki líklegt að þessi saga sé sönn þar sem að hún hefur heyrst um margar aðrar svartar stjörn- ur eins og Magic Johnson, Eddie Murphy og fleiri. Hinsvegar hefur heldur aldrei verið hægt að afs- anna hana þannig að við við látum sannleikan liggja á milli hluta. ELVIS ER MEÐAL OSS Rétt við Nashville Music Row stendur gömul bygging sem á sjötta áratugnum var notuð und- ir höfuðstöðvar og stúdíó RCA. Byggingin hefur að geyma draug og eftir að RCAflutti í aðrar höfuð- stöðvar var byggingin notuð und- ir sjónvarpsstöð sem hafði meðal annars að geyma sjónvarpsstúdíó sem var mest notað til upptöku á tónlistartengdum þáttum. Hljóð- klefi og Ijósaklefi eru nú í rýminu sem áður geymdi sögulegan hljóð- upptökuklefann. Það er svo sem ekki í frásögur færandi nema það að í hvert skipti sem að minnst var á Elvis í klefunum gerðist alltaf eitthvað skrítið, slökknaði á Ijós- um, datt stigi eða óútskýranlegur hávaði heyrðist í hljóðkerfinu. SATT EÐA EKKI Það er undir þér komið ... trúir þú á drauga? RASISTINN HILFIGER Árið 1997 kom Tommy Hilfiger fram í Opruh þætti og lét þar út úr sér heldur betur ógeðfelldar athugasemdir. Hann sagði að ef hann hefði vitað að Kínverjar, svart fólk og fólk af spænskum uppruna myndi kaupa fötin hans þá hefði hann ekki haft þau svona vönduð. „Ég vildi að þetta fólk myndi ekki kaupa fötin mín, þau eru hönnuð fyrir ríkt hvítt fólk" sagði Hilfiger. Eftir þessi ummæli fóru tölvupóstar af stað út um all- an heim þar sem fólk var hvatt til að kaupa ekki fötin hans. SATT EÐA EKKI Þessi saga er ekki sönn þar sem Hilfiger hefur aldrei komið í þátt til Opruh. Hilfiger hefur komið fram út um allt til að reyna að hrekja þessa sögu en það er alveg víst að hann hefur hlotið mikinn skaða af henni. Þessi saga er ein sú frægasta. Hún segir frá því að Keith Richards hafi látið skipta um blóð í sér og hafi fengi barnablóð í staðinn fyrir sitt eigið. Þetta á hann að gera með vissu millibili og á að vera helsta ástæða þess að hann sé svona lang- lífur. SATT EÐA EKKI Að vissu leyti er þessi saga sönn. Þegar Rolling Stones voru á leið í tónleikaferðalag til Bandaríkjanna gátu þeir ekki komist inn í landið með heróín í blóðinu. Því flaug Keith til Sviss og lét hreinsa í sér blóðið þannig að hann fengi land- vistarleyfi, þannig að þessi saga er stórkostlega ýkt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.