Orðlaus - 01.11.2005, Blaðsíða 54

Orðlaus - 01.11.2005, Blaðsíða 54
Sporðdrekinn passar best við fólk í tvíburamerkinu, voginni og vatnsberanum. Frægt fólk í meyjunni:Pablo Picasso, Hillary R. Clinton, Demi Moore, Goldie Hawn. Happatölur:16, 21, 35 Þeir sem eru fæddir í sporðdrekamerkinu eru yfirleitt frekar tilfinningaríkir en jafnf ramt dulir og varkárir. Þeir vilja koma sínu fram og gefast ekki auðveldlega upp. Sporðdrekinn er skapstór og erfiður andstæðingur. Fólk í sporðdrekanum er hins vegar vinur vina sinna og þeir sem þekkja hann geta treyst honum. Sporðdrekinn hefur gjarnan gaman af hlutum sem eru sveipaðir einhverri duiúð enda eru þetta oftar en ekki forvitnir einstaklingar sem hafa gaman af að velta hlutunum fyrir sér. Fólk f þessu merki hefur oft þörf fyrir einveru til þess að hlaða batteríin og endurnýja lífsorku sína. Sporðdreki 24. október - 22. nóvember Þú býst við að fá of mikið frá fólki og von- brigðin leyna sér ekki þegar fólk nær ekki að standa undir þessum væntingum. Hlust- aðu betur á vini þína og ekki taka öllum ábendingum sem gagnrýni. Ljónið er búið að vera fast í leiðinlegri rútínu og nú ættir þú því að reyna að breyta aðeins til. Gefðu færi á þér og vertu opnari fyrir að kynnast nýju fólki og prófa að fara á nýja staði þegar þú ferð út á lífið. Fjárhagurinn er í góðu lagi núna og því ættir þú ekki að eyða tímanum í að hafa áhyggjur af peningum en reyna þess í stað að hafa gaman af því að vera til. Bogamenn hafa verið ótrúlega duglegir síð- ustu vikur og hafa náð að klára hluti sem setið hafa á hakanum allt of lengi. Þú ert þó farin/n að finna fyrir þreytu núna og ættir að leyfa þér að taka því rólega því þú þarft ekki alltaf að vera á ferðinni til þess að hafa gaman. Sumarástarævintýrið virð- ist ætla að hafa meiri áhrif á þig en þú hélst í upphafi og nú verður þú að hugsa vel um hvernig þú vilt haga næsta leik. Ekki taka fljótfærnislegar ákvarðanir því þú átt auð- velt með að missa út úr þér hluti sem aðrir misskilja. Ekki vanrækja vini þína núna, þeir þurfa á þér að halda. Hrúturinn hefur verið í stöðugum erfiðleik- um með sjálfan sig og átt erfitt með að brosa. Þetta á eftir að snúast við og þú munt fara að fá meiri athygli og um leið snýst skeifan við, enda viltu helst vera hrókur alls fagnaðar. Þú átt eftir að fá góðar fréttir undir lok mánaðarins sem munu opna fyrir þér ýmsa spennandi möguleika. Ekki láta það þó hækka í þér rostann því það leiðist öllum fólk sem grobbar sig. Passaðu þig að fara á toppinn á réttum forsendum, því þú átt það til að nota aðdráttarafl þitt til þess að koma þér áfram. Þú átt auðvelt með að heilla hvern sem er upp úr skónum núna og ekkert að því að nýta sér það ef þú særir engan á leiðinni. Meyjan er að stíga inn í nýtt og skemmtilegt tímabil í lífinu en ef allt á að ganga upp verð- ur þú að hætta að fresta verkefnunum sem þú átt eftir að Ijúka. Það á margt eftir að koma þér á óvart á næstunni og þú munt lenda í aðstæðum sem þú skilur ekki alveg en ef þú leyfir þér bara að fljóta áfram gæti nýtt og spennandi samband verið í uppsigl- ingu. Eftir því sem líður á veturinn áttu eftir að kynnast hluta af sjálfri/um þér sem þú hefðir aldrei trúað að þú byggir yfir. Njóttu þess! Steingeitin á auðvelt með að draga að sér fólk núna og ætti að nýta tækifærið og plana stórt og gott partý til þess að end- urvekja gömul kynni. Ótrúleg bjartsýni einkennir þig sem fær þig til að taka mikl- ar áhættur í ástarmálunum en þú átt enn ótrúlega erfitt með að gera einhverjar skuld- bindingar. Það verður lítil breyting þar á á næstunni því hugurinn er allur í vinnunni þar sem þú hefur verið að standa þig ótrú- lega vel og náð að heilla yfirmennina upp úr skónum. Gættu þess þó að ofkeyra þig ekki því þá hættirðu að fá allar þessar frábæru hugmyndir. Þú ert tilbúin/n til þess að gefa meira af þér núna og ættir því að vera opin fyrir öllum möguleikum. Þú getur verið mjög sannfær- andi og ef þú undirbýrð þig vel ættir þú að geta landað draumavinnunni þinni auðveld- lega. Nautið þarf meiri fjölbreytni til þess að drepast hreinlega ekki úr leiðindum eftir því sem líður á veturinn og ætti því að reyna að krydda aðeins upp á hversdaginn. Ekki vera hrædd/ur við að eiga í nánum samskipt- um við hitt kynið því það er enginn að segja að þú þurfir að binda þig. Njóttu þess að hafa gaman og hættu að hafa svona miklar áhyggjur Þú hefur átt í góðum samskiptum við vini og fjölskyldu að undanförnu og öllum virð- ist líka við þig. Á næstunni áttu þó eftir að lenda upp á kant við nákominn vin þinn vegna hugsjóna þinna enda hefur þú ekki viljað hlusta á sjónarmið annarra. Þú ert mjög tvístígandi varðandi mikilvægt mál í lífi þínu og ættir að gefa þér góðan tíma í að hugsa hvað það er sem þú vilt. Þú hefur ekki verið tilbúin/n í að taka stór skref í ást- armálunum og ættir ekki að ana út í neitt á næstunni. Einbeittu þér frekar að því að koma þér áfram í vinnunni. Vatnsberinn á eftir að standa í ströngu næstu vikurnar og þarf að leggja sig allan fram við að leysa úr fjölmörgum deilumál- um sem munu koma upp á yfirborðið. Þér hefur fundist þú vera vanmetin/n í vinnunni að undanförnu og ættir því að nýta þá orku sem þú býrð yfir núna í að sýna hvað þú get- ur. Vinnufélagarnir munu þurfa að éta alla fordóma ofaní sig og þú munt fara að fá stærri hlutverk. I ástarmálunum verður þú líka að taka málin í þínar eigin hendur og hætta að bíða eftir því að hlutirnir gerist af sjálfu sér. Þú ert búin/n að missa af of mörg- um tækifærum með þeim hugsunarhætti upp á síðkastið. Þú átt eftir að lenda í deilum við þína nán- ustu en ef þú manst að það eru yfirleitt tvær hliðar á öllum mélum ættir þú að geta leyst vel úr öllum vandamálunum. Óteljandi tækifæri bíða þín. Nýttu hæfileika þína vel og þú munt ná langt í viðskiptum á næst- unni. Þú átt auðvelt með að draga að þér athyglina núna en á sama tima hefurðu fjarlægst þína nánustu vini. Gættu þess að gleyma ekki þeim sem hafa reynst þér vel því þá áttu eftir að standa ein/n eftir þegar partýinu er lokið. Ef þú ert ekki í sambandi er þó góður tími til að fara að litast um. Sporðdrekinn hefur verið ótrúlega eirðar- laus að undanförnu og hefur ekki náð að slaka á eftir mikla vinnutörn. Þú veist ekki al- veg hvert þú vilt stefna í lífinu og hefur það valdið þér miklum éhyggjum og haft áhrif á skapið í þér. Sýndu fordæmi og láttu tilfinn- ingarnar ekki taka yfir og reyndu að skilja að það þurfa ekki allir að vera sammála þér. Nýtt ástarævintýri verður í startholunum þegar líður á mánuðinn en þá verður þú að muna að gefa manneskjunni tíma til að kynnast þér vel. Sýndu hvað þú getur verið skemmtilegur félagsskapur og ævintýrið gæti varað lengi. Framtíðin er óvenju björt hjá fiskunum sem eiga eftir að lenda í ýmsum óvæntum at- burðum næstu vikurnar. Þú hefur leyft þér að dreyma um heima og geima að undan- förnu og nú er tíminn þar sem þeir draumar verða að veruleika. Þú ættir að fara út á með- al fólks og lyfta þér upp meira en þú hefur verið að gera og ekki hika við að kynnast nýju fólki. Ef ástarmálin eiga áð ganga jafn vel og þig dreymir um verður þú þó fyrst og fremst að viðurkenna tilfinningar þínar og ekki vera hrædd/ur við að taka áhættur og leyfa örlögunum að ráða ríkjum. Þú ert búin/n að hafa allt of miklar áhyggjur af smámunum undanfarið sem hefur dregið úr þér allan kraft. Breyttu hugarfarinu og dreifðu ábyrgðinni í vinnunni á samstarfs- mennina og reyndu að hafa meira gaman af því sem þú ert að gera. Ekki bæta stöðugt á verkefnalistann án þess að klára hlutina og skildu vinnuna eftir í vinnunni. Ef þú skipu- leggur þig vel áttu eftir að vera farin/n að skemmta þér aftur með vinunum undir lok mánaðarins og átt eftir að kynnast spenn- andi einstaklingi sem mun gjörbreyta hugar- fari þínu í leiðinni. Naut 21. apríl - 21. maí Krabbi 22. júní - 23. júlí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.