Bændablaðið - 27.06.2006, Síða 1
Auglýsingasíminn er 563 0300
Netfang augl@bondi.is
Næsta blað kemur
út 11. júlí
Upplag Bændablaðsins
14.500
Þriðjudagur 27. júní 2006
12. tölublað 12. árgangur
Blað nr. 241
Ferðaþjónusta Landbúnaðarumræðan
Landbúnaður
snýst ekki
aðeins um
afurðir í
hæsta
gæðaflokki
Þórunn
Sigurðar-
dóttir
ferða-
þjónustu-
bóndi á
Skipalæk.
22
18
Peningarnir komnir
en framkvæmda-
leyfið vantar!
Bæjarstjórn Snæ-
fellsbæjar bíður þess
að geta byggt við
dvalarheimilið Jaðar
Bæjarstjórn Snæfellsbæjar er
nú í þeirri sérkennilegu stöðu að
standa uppi með fjármagn til
þess að reisa hjúkrunarálmu við
Dvalarheimilið Jaðar í Ólafsvík
en geta ekki hafist handa vegna
þess að samþykki hefur ekki
borist frá heilbrigðisráðuneyt-
inu.
Eins og kunnugt er falla hjúkr-
unarheimili fyrir aldraða undir rík-
isvaldið og því þurfa sveitarfélög
að sækja um fjármagn og fram-
kvæmdaleyfi til ráðuneytanna.
Fjárlaganefnd Alþingis hefur þeg-
ar afgreitt beiðni bæjaryfirvalda
og fjármálaráðuneytið afhent þá
fjármuni sem beðið var um. Teikn-
ingar liggja fyrir að álmunni og
bíða þess nú að heilbrigðisráðu-
neytið leggi blessun sína yfir þær.
Kristinn Jónasson bæjarstjóri
sagði Bændablaðinu að á Dvalar-
heimilinu væru nú 10 hjúkrunar-
rými en aðstaða starfsfólks til þess
að sinna þeim sem þar liggja væri
afleit. Þess vegna hefði verið
ákveðið að ráðast í viðbyggingu.
Þegar nýja álman verður komin í
gagnið verður pláss fyrir 12
manns í hjúkrunarrýmum og öll
aðstaða til þess að sinna þeim
batnar verulega.
Því til viðbótar geta 13 manns
búið á dvalarheimilinu og eftir
breytingarnar verða allir í eins
manns herbergjum með nútímaað-
stöðu, svo sem baðherbergi og
öðru sem til þarf.
En það stendur sem sé upp á
heilbrigðisráðuneytið að veita
samþykki fyrir því að fram-
kvæmdir hefjist.
Kjósa heldur að
farga ánum ef þær
veikjast
Kostnaður kúabænda vegna
dýralyfja og þjónustu dýralækna
hækkaði um 42,1% á árunum
1995-2004 og er þá miðað við
kostnað á hverja kú á verðlagi árs-
ins 2004. Þetta kemur fáum á
óvart en hitt er athyglisverðara að
á sama tíma lækkaði sambærilegur
kostnaður sauðfjárbænda um
13,7%. Skýringin á því er fyrst og
fremst talin vera sú að bændur séu
í auknum mæli hættir að leita til
dýralækna þegar fé þeirra veikist
heldur kjósi þeir að farga því.
Þessar upplýsingar komu fram
í svari landbúnaðarráðherra við
fyrirspurn Jóhönnu Pálmadóttur á
alþingi skömmu fyrir þinglok. Sjá
nánar á bls. 8.
Fyrirtæki frá Hollandi hefur
hafið starfsemi í tvö þúsund fer-
metra gróðurhúsi í Reykholti í
Bláskógabyggð þar sem ræktuð
eru pottablóm, sem flutt eru með
skipi til Hollands. Ástæðan fyrir
þessari ræktun er sú að það er
ekki hægt að rækta plönturnar í
Hollandi vegna hitans þar, held-
ur passar hitinn og íslenska
veðráttan plöntunum miklu bet-
ur. Um er að ræða berjaplöntur,
sem ræktaðar eru í litlum pott-
um og eru mjög vinsælar í Hol-
landi sem stofublóm. Hollend-
ingarnir geta ræktað um 240
þúsund blóm í einu í Reykholti.
„Við erum mjög ánægð á Ís-
landi og starfsemin gengur vel hjá
okkur. Ísland er frábært land fyrir
þessa ræktun enda gengi hún aldr-
ei heima í Hollandi, þar er alltof
mikill hiti og ræktunaraðstæður
allt öðruvísi. Okkur hefur verið
tekið vel hér á landi og við ætlum
okkur að halda áfram á sömu braut
í ræktuninni,,, sagði Astrid Kooij,
starfsmaður stöðvarinnar . Faðir
hennar, Hans Kooij, er fram-
kvæmdastjóri og eigandi fyrirtæk-
isins í Hollandi, sem sér um rækt-
unina í Reykholti. Hann kemur
annað slagið til landsins og hjálpar
til við starfsemina og er með fasta
búsetu í Reykholti. MHH
Hollenskt fyrirtæki haslar
sér völl í Bláskógarbyggð
Feðginin Astrid og Hans við pottablómin sem þau rækta á Íslandi og senda síðan með skipum frá Eimskip til Hol-
lands. Þetta eru tveggja mánaða plöntur, sem komnar eru með nokkur ber en í lok ræktunartímabilsins þegar
plönturnar eru sex mánaða eru þær alþaktar berjum og tilbúnar til að prýða heimili í Hollandi. Bændablaðs-
mynd/MHH
Fyrsta samþykkt-
in um hundahald
í Grímsnes- og
Grafningshreppi
Hundar
verða
örmerktir
Samþykkt um hundahald í
Grímsnes- og Grafnings-
hreppi ásamt gjaldskrá var
nýlega samþykkt. Slík sam-
þykkt hefur ekki áður verið í
gildi í hreppnum. Hún gerir
ráð fyrir að hundar verði ör-
merktir og að eigendur verði
ábyrgir fyrir því tjóni sem
hundar þeirra kunna að
valda. Þá kemur fram í sam-
þykktinni að hundar mega
ekki vera lausir
á almanna-
færi
og að
eig-
endum ber
að sjá
til þess
að hundar raski
ekki ró íbúa sveitarfé-
lagsins.
Gunnar Þorgeirsson oddviti í
Grímsnes- og Grafningshreppi
segir að um sé að ræða örmerki
líkt og tíðkast hefur að merkja
hross með og að eigendur fá
slíka þjónustu hjá dýralæknum.
"Merkingar eru æ meira að fær-
ast yfir á þennan máta," segir
Gunnar.
"Við höfum ekki haft neinar
reglur um hundahald í sveitar-
félaginu áður, en það þýðir að
við höfum ekki heimild til að
handsama hunda, séu þeir á
ferli þar sem þeir ekki eiga að
vera," segir Gunnar, en skortur
á þeirri heimild hafi fyrst og
fremst orðið til þess að sam-
þykktin var gerð nú. "Við verð-
um að hafa einhver úrræði ef til
þess kemur að handsama þarf
hund, slík mál hafa enn ekki
komið upp en við viljum byrgja
brunninn, gera þetta áður en
eitthvað kemur upp á."
Skólahald í hreppnum hefur
verið fært frá Ljósafossi að
Borgarsvæðinu og eitthvað hef-
ur verið kvartað yfir lausum
hundum í námunda við skól-
ann.
Þá nefndi Gunnar að í ein-
staka sumarhúsahverfum sé
hundahald alfarið bannað og í
sumum tilvikum leyft að upp-
fylltum ströngum reglum.
"Menn eru að vakna dálítið upp
við það að Reykjavíkurhundar
eru farnir að smala fé fyrir
bændur hér í hreppnum og það
er ekki alltaf mikil kátína með
þá aðstoð," segir Gunnar.