Bændablaðið - 27.06.2006, Síða 4

Bændablaðið - 27.06.2006, Síða 4
4 Þriðjudagur 27. júní 2006 Undirritaður hefur verið nýr samningur um Landbúnaðar- vefinn sem er sameiginlegt vef- svæði fimm stofnana á sviði landbúnaðar: Bændasamtaka Íslands, Landbúnaðarháskóla Íslands, Landgræðslu ríkisins, Lífeyrissjóðs bænda og Land- búnaðarstofnunar. Það er fyrir- tækið Eskill ehf. sem tekur að sér hugbúnaðargerð, hönnun og ráðgjöf vegna vefsvæðisins. Svæðið hefur verið til í nokkur ár en nú eru fyrirhugaðar ýmsar breytingar á útliti þess og einnig innihaldi. Hvað Bændasamtökin varðar verður annars vegar hin hefðbundna heimasíða bondi.is þar sem eru upplýsingar um sam- tök bænda, uppbyggingu þeirra og þá þjónustu sem þau veita. Hins vegar verður bbl.is sem verður fréttasíða á vegum Bændablaðsins. Hún verður uppfærð jöfnum hönd- um og á að verða lifandi fréttaveita með áherslu á fréttir úr landbúnaði og af landsbyggðinni. Hjónabandið heitir ágætt ,,band“ sem á rætur í Fljótshlíð- inni. Hjónabandið skipa tvenn hjón, sem sendu frá sér disk á dögunum. Diskurinn einkennist af frumsömdum lögum og text- um eftir meðlimi sveitarinnar. Textarnir koma úr daglega líf- inu og má segja að þeir séu svona svolítið sveitalegir eða sem kallað er ,,country“ upp á enska tungu. Þarna má finna notarleg brekkusöngslög og rokkaða slagara. Hjónabandið skipa hjónakorn- in Jón Ólafsson og Ingibjörg Sig- urðardóttir, sem reka veitingastað- inn Kaffi Langbrók, og hjónin Auður Halldórsdóttir, sem er kennari í Hvolsskóla og Jens Sig- urðsson sem er kjötiðnaðarmaður hjá Sláturfélagi Suðurlands og tónlistarkennari. Auður og Jens búa á Hvolsvelli en Jón og Ingi- björg á Kirkjulæk. Jón vinnur við smíðar og grjóthleðslu en Ingi- björg stendur vaktina á Kaffi Langbrók. Hjónabandið sá dagsins ljós fyrir áratug í Fljótshlíð þegar hjónin hófu að spila á jólatrés- skemtunum og ættarmótum svo dæmi séu tekin. Eftir að Ingibjörg og Jón hættu hefðbundnum bú- skap og byggðu kaffihús í stað fjóss færðist spilamennskan inn í Kaffi Langbrók. ,,Fljótlega fóru að verða til lög og textar hjá þessum spilaklúbb, enda frjósemi ágæt til hugar og handa. Við heimsóttum bónda nokkurn, Tryggva Sveinbjörnsson Heiði Ásahrepp, sem þá nýlega hafði gerst ,,búleysingi“ eins og við, en hafði fengið sér upptöku- tæki og tölvu til stúdíónotkunar. Hann tók upp þessi 12 lög sem eru á diskinum, eitt lag fyrir hvern mánuð ársins. Lag aprílmánaðar er t.d. ,,Sumardagurinn fyrsti“ en lag maímánaðar er að sjálfsgöðu ,,Verkalagið“ . Fyrir ágúst er lagið ,,Töðugjöld“ og jólalagið er ,,Jólafjör,“ “ sagði Ingibjörg. Hægt er að panta diskinn í síma 863 4662, eða með því að senda tölvupóst á netfangið lang- brok@isl.is og með því að mæta á Kaffi Langbrók. Fyrir áhugasama um músík og kaffidrykkju þá er þess að geta að kaffihúsið er í landi Kirkjulækjar í Fljótshlíð - u.þ.b. 10 km austur frá Hvolsvelli. Bandið mun aðallega spila á Kaffi Langbrók í sumar en stefnan er að fara í stuttar tónleikaferðir sem verða auglýstir síðar. Hjónabandið sendir frá sér disk Eitt lag fyrir hvern mánuð ársins! Hjónabandið kynnti diskinn sinn á Grensásdeild fyrir skömmu. F.v. Jón Ólafsson, Auður Halldórsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir og Jens Sigurðsson. /Bbl. Motiv-Media Jón Svavarsson. Auður Halldórsdóttir með geisladiskinn í inn- saumuðum vasa og bók með málbandi þannig að hægt er að mæla með þessum disk ... Landbúnaður á krossgötum Þættir á Rás 1 um landbúnað Karl Eskil Pálsson fréttamaður á Ríkisútvarpinu er umsjónarmað- ur þriggja þátta á Rás 1 um land- búnað. Yfirskrift þáttanna er ,,Landbúnaður á krossgötum“ Fyrsti þátturinn var sendur út síðasta laugardag, 24. júní. Í þættinum var rætt við Harald Benediktsson formann Bænda- samtaka Íslands , Andra Teitsson sem hyggur á stór- fellda sauðfjár- rækt í Húnaþingi vestra og Brynjar Skúlason verkefn- isstjóra Norður- landsskóga. Haraldur Bene- diktsson sagðist í þættinum hafa trú á því að bændum í sauðfjárrækt og mjólkurframleiðslu fækki umtals- vert á næstu árum, þeir verði hins vegar umsvifameiri. Karl Eskil segir í viðtali við Bændablaðið að í næstu þáttum verði vonandi komið sem víðast við í landbúnaði, þó sé ekki ætlunin að gera greininni tæmandi skil. Til þess þurfi meira en þrjá þætti. Hann segir greinilegt að yfirskriftin ,,Landbúnaður á krossgötum“ sé réttnefni, greinilegt sé að miklar hræringar séu í íslenskum landbún- aði þessi misserin. Sem dæmi megi nefna að líklegt sé að landbúnaður eflist á einhverjum landssvæðum, en dragist að sama skapi saman annars staðar. Næsti þáttur verður laugardag- inn 1. júlí og þriðji og síðasti 8. júlí. Þeir eru endurteknir á mánudögum. Á myndinni má sjá Hafstein Guðmundsson og Guðjón Helga Þorvaldsson handsala samninginn en Guðjón er vefstjóri Landbúnaðarvefsins og Haf- steinn tengiliður Eskils ehf. Að baki þeim standa Jón Baldur Lorange sviðsstjóri tölvumála hjá Bændasamtökum Íslands og Þröstur Haralds- son blaðamaður sem mun hafa daglega umsjón með fréttasíðunni bbl.is sem fer í loftið þegar líður á sumarið. Nýr landbúnaðar- vefur í mótun Ljóst er að umtalsvert afurða- tjón blasir þegar við hjá bænd- um í Fljótum eftir vorið, sem er það versta í áratugi. Á flestum bæjum gekk hefðbundinn sauð- burður bærilega, en áhlaupið sem gerði um 20. maí setti al- varlegt strik í reikninginn og hafa menn verið að glíma við afleiðingar þess. Í áhlaupinu gerði um eins metra djúpan snjó um stærstan hluta sveitar- innar og í kjölfarið kom rúm vika þar sem ekki var hægt að láta út fé. Þá voru lömb víða orðin 3-5 vikna gömul og fór að bera á selenskorti. Ekki bætti úr skák að snemma í júní var allt selen uppselt í lyfjabúðum og liðu nokkrar vikur þar til það varð aftur fáanlegt. Þá hef- ur verið mikið um júgurbólgu í fé sem stafar að hluta til að lömbin hafa gengið hart að ánum og sár hafa myndast á spenum. Einnig hefur mikið úr- felli komið illa við féð samfara takmörkuðum gróðri. Jón Númason býr á Þrastastöð- um í Austur-Fljótum ásamt fjöl- skyldu sinni. Hann sagði í samtali að sauðburðurinn hefði í raun gengið vel en eftir að farið var að láta kindur út hefði farið að bera á efnavöntun í lömbum og einnig svartri skitu sem í sumum tilfell- um dró þau til dauða. Jón sinnir minkaveiðum og er því talsvert á ferðinni meðfram ám og lækjum ísveitinni og sagðist vera búinn að finna hræ bæði af ám og lömbum. Einnig vissi hann til fé hefði lent í skurðum og drukknað en skurðir standa víða hálffullir af vatni og skapa þannig stórhættu fyrir féð. Jón sagðist vita til þess að sveit- ungar sínir hefðu verið að missa fullorðnar kindur þannig að tals- vert væri um móðurlaus lömb í haganum. Þetta myndi eflaust segja til sín í haust. Það væri líka ljóst að það kæmi alger stöðnum í þau lömb sem væru með skitu svo dögunum skipti og þó svo að þau næðu sér væri ljóst að þar töpuð- ust mörg kjötkíló þegar kæmi að innleggi í haust. ÖÞ: Verulegt tjón á búfé vegna tíðarfarsins í vor Algeng sjón á sauðfjárbúum í Fljótum á þessu vori,tugir lamba að éta með mæðrum sínum úr jötunni. mynd ÖÞ:

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.