Bændablaðið - 27.06.2006, Síða 6

Bændablaðið - 27.06.2006, Síða 6
6 Þriðjudagur 27. júní 2006 Bændablaðið Málgagn bænda og landsbyggðar Upplag: Sjá forsíðu Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins að mestu leyti. ISSN 1025-5621 Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Árgangurinn kostar kr. 5.500 en sjötugir og eldri greiða kr. 2.500. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 - Fax: 562 3058 - Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Áskell Þórisson, ábm. ath@bondi.is Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason eh@bondi.is, blaðamenn: Sigurdór Sigurdórsson ss@bondi.is, Þröstur Haraldsson th@bondi.is Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Gullkornið kemur að sjálfsögðu úr Hér og nú. Þar er rætt við Önnu Kristine, sem er m.a. þekkt úr út- varpi. Anna er að tala um spennu- fíkla og segir: ,,Hugsið ykkur hvað það hlýtur að vera spennandi að loka sig inni á baðherbergi, þykj- ast vera að fara í sturtu eða gera annað nauðsynlegt og hringja í einhvern og hvísla“ ! Gullmolann fær Anna Kristine fyrir að gera al- þjóð grein fyrir jafn spennandi verknaði og það hlýtur að vera að hvísla í síma á klósettinu.... Gullkornið Verklag og viðskiptahættir í smásölu- verslun hafa að undanförnu verið til um- fjöllunar hér í blaðinu. Fyrst var fjallað um skil á kjötvörum og því næst um afsláttar- fyrirkomulag heildsala gagnvart smásölu- verslun. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Ýmsir hafa haft samband við undirritaðan og þakkað þessi skrif. Aðilar í smásölu- verslun hafa sagt að loks hafi komið fram aðili sem þorir að tala um málið. Í samtöl- um við þá hafa oft fylgt sérkennileg dæmi og sögur úr umhverfi smásala. Í þessum samtölum hef ég óskað eftir því að menn gefi sig fram við blaðið og segi sína sögu. Þá draga þeir sig í hlé og segjast ekki þora að koma fram undir nafni. Þessi reynsla hefur verið mér ofarlega í huga undanfarið. Í hvers konar þjóðfélagi búum við? Getur verið að hér séu til frjáls- ir atvinnurekendur sem treysta sér ekki til að segja opinberlega frá aðstæðum í sinni atvinnugrein? Hvers vegna? Bændum kemur ekki á óvart stöðugur áróður ákveðinna aðila, sem sjá hag sínum best borgið með því að hefja stórfelldan innflutning á landbúnaðarvörum - og þann- ig skammta sér enn stærri hlut af daglegri neyslu fólks - og er sá hlutur þó ærinn fyr- ir. Enginn má skilja orð mín svo að "hegna" beri fyrirtækjum fyrir velgengi í viðskiptum. Það er hagur allra að verslun og viðskipti gangi vel, en aðilar verða að lúta ákveðnum leikreglum. Þannig getur það ekki talist heilbrigt ef verslanir selja vörur lengi undir kostnaðarverði. Verðstríð stórmarkaða á mjólkurvörum kostaði sannarlega mikið fé og það er úti- lokað að hægt sé að verja slíka samkeppni til lengdar. Fyrir stuttu hækkaði mjólkin í sumum verslunum. Ástæða þessarar hækk- unar var ekki sú að framleiðendur hefðu hækkað til smásala, en ólíklegustu aðilar túlkuðu þær hækkanir þannig að aukin verðbólga væri landbúnaðinum að kenna. Lengra verður vart komist í vitleysunni. Bændasamtökin mótmæltu þessum mál- flutningi harðlega og skal það ítrekað hér. Athygli vekur að Neytendasamtökin hafa ekki séð ástæðu til að fjalla mikið um þau mál sem hér hefur verið drepið á. Þau virðast helst hafa skilning á hækkandi bensínverði en afstaða þeirra til íslensks landbúnaðar er sérstakur kapítuli. Árum saman hafa þau ráðist á landbúnaðinn en ekki rætt í sama mæli um hagræði og óhagræði í íslenskri verslun. Enn síður hafa þau fjallað um samskipti smásala og birgja eins og Bændablaðið gerði. Það vek- ur þá spurningu hvort á milli Neytenda- samtakanna og verslunarinnar séu slík tengsl eða hagsmunir að Neytendasamtök- in hafi ekki þor til að stíga fram og benda á misfellur í starfsháttum stórra fyrirtækja? Í nágrannalöndum okkar eru skýrar leik- reglur á markaði, en hér á landi hrökkva menn í baklás ef á slíkt er minnst. Frelsi til athafna er nauðsynlegt en frelsi án slíkra reglna býður hættunni heim. Engu skiptir hvort átt er við matvörumarkað eða við- skipti með bújarðir. Frelsi eru viss takmörk sett. Það verður að setja skýrar reglur um samskipti birgja og smásala. Reglurnar verða að tryggja að aðilar geti treyst því að stór fyrirtæki nái ekki óeðlilegum við- skiptakjörum í krafti stærðarinnar. Á matvörumarkaði geta smásalar treyst því að mjólkurvörur séu á sambærilegum kjörum til allra verslana. Afslættir eru þar öllum ljósir. Hvað svo sem mönnum finnst um slíkt "kerfi"þá er það samdóma álit þeirra kaupmanna, sem hafa látið frá sér heyra ndanfarið, að fari þau viðskipti undir yfirborðið, bresti síðustu varnir lítilla kaupmanna; stóru keðjurnar valti endan- lega yfir þá - og síðar neytendur. Sam- keppnisyfirvöld og neytendasamtök verða að vera betur á verði og hafa hagsmuni al- mennings í huga. Þau verða líka að huga að framtíðarhagsmunum neytenda, sem eru ekki best fólgnir í því að stórar verslana- keðjur leiki lausum hala í íslensku samfé- lagi. /HB Leiðarinn Setja þarf leikreglur Fréttir af fræga fólkinu Þar sem ÉG sat á biðstofu læknis um daginn velti ég því fyr- ir mér hvort umfjöllun um fólk í kjaftablöðum gæti gengið svo langt að hún beinlínis skaðaði það. Ástæða þessarar djúpu og erfiðu hugsunar var eintak af Hér og nú sem ég fletti meðan ég beið eftir að doktorinn hóaði í mig. Getur verið að meinlitlar frásagnir verði til þess að frægt fólk verði að aðhlátursefni? Ég velti því líka fyrir mér hvort fólk sem dvelur oft og lengi á síðum kjaftablað- anna sé hamingjusamt. Ég komst fjótt að þeirri niðurstöðu að svo væri því myndirnar af því báru það með sér að fólkið væri lífs- glatt, ánægt og ætti ekki við nein vandamál að stríða. Fjárhags- áhyggjur eða vindgangur halda ekki fyrir því vöku. Brynhildur kasólétt Framarlega í blaðinu má sjá ,,fréttaparið“ Róbert og Brynhildi sem er kasólétt á myndinni. Hún hélt undir magann með hægri hendi og brosti breitt - og barnið fæddist á hvítasunnudag. Róbert brosti líka. Fram kom í texta undir mynd að fyrir ættu þau eina dóttur saman sem hefði fæðst á jóladag. Blaðamaðurinn sem ritaði textann sagði að þau hefðu valið góða daga fyrir fæðingu afkvæma sinna. Það er ekki ónýtt að geta dregið gáfulegar ályktanir. Hverjir búa hvar? Fólkið á blaðsíðu 10 og 11 brosir líka. Þar er sagt frá því að Logi Bergmann Eiðsson og Svan- hildur Hólm hefðu keypt 200 fer- metra íbúð á Melhaganum og að þau fái hana afhenta í haust. Frá því er líka greint að Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður og kona hans Birna Bragadóttir hefðu keypt íbúð í þessu sama húsi. Rannsóknarblaðamaður Hér og nú sagði líka frá því að í næsta húsi byggi Gísli Marteinn Baldursson og Vala kona hans. Ekki langt þaðan væri að finna Ólaf Teit Guðnason, blaðamann og æskufé- laga Sigurðar Kára. Þarna er líka sagt frá því að þau Róbert og Brynhildur búi við götuna og hafi nýlega eignast barn. Í næstu opnu er svo sagt frá því að Logi Berg- mann og Svanhildur hafi sett gömu íbúðina sína á sölu.......... og birtar eru myndir úr henni. Góð auglýsing og líklega ókeypis. Sirrý tók eftir hamingjunni Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja eða hugsa. Getur verið að þetta fólk sé himinlifandi með svona þunna og tilefnislausa um- fjöllun? Getur hent sig að það telji frásagnir um húsakaup og næstu nágranna eðlilegan fylgifisk frægðar? Þess má svo sem geta í lokin að Sirrý, sem er í hópi betri sjón- varpsmanna landsins, segir í fyrir- sögn í grein um haminguna. ,,Hamingjan heimsótti mig - ég var heima og tók eftir henni“ . Við tökum ofan fyrir fyrirsögninni... Ég Knattspyrna er alvörumál, en þó ætti að vera óhætt að horfa á hana frá fleiri hliðum. Jóhannes Páll II, páfi, gaf knattspyrnunni þá einkunn að af öllu lítilvægu í lífinu væri knattspyrnan mikilvægust. Skynsemdarkarl. Félagsfræðingurinn Desmond Morris hefur í bók sinni ,,Fótbolta- fólkið“ útskýrt hvers vegna fót- boltinn grípur fólk svona sterkt. Skýringin er sú að maðurinn er enn forritaður með sömu genum og eðlisávísun og fyrr, þegar hann var á veiðimanna- og safnarastiginu. Fótboltinn ber í sér, að sögn De- smond Morris, alla þá þætti sem einkenna góðar veiðar. Margir þátttakendur saman, ellefu í hvoru liði sem elta bráðina, á svæði sem unnt er að hafa yfirsýn yfir. Bráðin er nógu stór til að sjást vel en nógu lítil til að erfitt sé að fanga hana. Og leikurinn hentar vel karlmönn- um. Fótboltinn kallar nefnilega á truflunarlausa einbeitingu, veiði- manns á bráðina, leikmanns á bolt- ann eða leikmanns á annan leik- mann. En eins og kunnugt er þá hafa karlmenn orð á sér fyrir það að geta ekki einbeitt sér að fleiru en einu í einu. Einn bolti og eitt mark er því h æ f i l e g t verkefni. Það er óhugsandi að leiða fót- boltann hjá sér núna með- an á heims- meistarakeppn- inni stendur. Hvata- líf þeirra sem gera það er bara ekki í lagi en Desmond Morris bendir á að það séu hvatirn- ar en ekki skynsemin sem rekur fólk áfram. Þannig má líkja knattspyrnu við ofstækisfull trúarbrögð. Þar er ekki spurt um skynsemi, það er nóg að eiga sér trú og til- finningar. Það er f u l l k o m l e g a v i ð u r k e n n t sem virtur ,,kúltúr“ að öskra sig h á s a n , j a f n v e l þegjandi hásan á fótbolta- leikvelli. Það er nefnilega til merkis um áhuga og stuðn- ing við liðið sitt. Enginn getur orðið hvorki forsætisráðherra né biskup án þess að eiga sér uppá- haldsfótboltafélag. Allir sem hafa tekið þátt í eða séð í sjónvarpi vakningarsamkom- ur, t.d. hjá Billy Graham eða Einari í Fíladelfíu, kannast við sama tján- ingarmátann og í fótboltanum. Á kirkjuþinginu í Nikea, (ekki IKEA) árið 325 var samþykkt að konan hefði sál, þá voru ekki allir viðstaddir vissir um það. Á sama hátt átti kvennaknattspyrnan lengi erfitt uppdráttar, rétt eins og kven- prestar. Konur í prestastétt hafa hins vegar gefið stéttinni léttara yf- irbragð, þær klæða sig gjarnan í ljósum litum, hempan og pípu- kraginn, sem minnir á alvöru og vald, hefur látið undan síga. En í fótboltaheiminum skulu prestar og kapelánar áfram vera dökkklæddir. Þeir passa upp á allt. Og fyrir ofan þá eru skriftlærðir æðstuprestar, í hlutverki stjórnar- manna, álitsgjafa og forseta fót- boltasamtaka. Efstur stendur Sepp Blatter, frá Sviss, hann er ,,iman“ eða páfi í fótboltakirkjunni. (Þýtt og endursagt). Knattspyrna - eðlishvöt eða skynsemi?

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.