Bændablaðið - 27.06.2006, Side 14

Bændablaðið - 27.06.2006, Side 14
14 Þriðjudagur 27. júní 2006 Ögmundur Jónasson alþingis- maður lagði fram fyrirspurn til Halldórs Ásgrímssonar forsætis- ráðherra og innti hann eftir því hve mörgum störfum væri gert ráð fyrir við álver við Húsavík og hve mörgum störfum við stækkun álversins í Straumsvík, ef af verður? Í svari Halldórs segir að sam- kvæmt áætlun Alcoa væri gert ráð fyrir að í nýju álveri við Húsavík með um 250.000 tonna ársfram- leiðslugetu muni starfa um 300 manns: 17% háskólamenntaðir, 21% iðnmenntaðir og 62% með al- menna menntun með sérhæfða fagþjálfun í rekstri álvers. Sam- kvæmt upplýsingum frá Alcan á Íslandi er gert ráð fyrir að við framleiðsluaukningu álversins í Straumsvík um 280.000 tonn á ári þurfi að fjölga starfsmönnum um 300 manns. Ögmundur: Hve mörg störf má ætla að tapist vegna ruðnings- áhrifa og verri skilyrða í öðrum greinum? Halldór: Engar rannsóknir liggja fyrir um störf sem kynnu að færast frá öðrum atvinnugreinum vegna umræddra álvera. Störf í nýjum álverum eru viðbót við þau störf sem fyrir eru á vinnumarkaði. Ef atvinnuleysi er lítið í þjóðfélag- inu á þeirri stundu sem ráðningar í ný álver eiga sér stað má gera ráð fyrir að margir þeirra sem ráðnir verða komi úr öðrum störfum. Fræðilega séð mundu því jafn mörg störf losna annars staðar. Hins vegar verður endurnýjun og fjölgun á vinnumarkaði, sem ár- lega nemur um 1.500 störfum á landsvísu (meðaltal áranna 1991- 2004). Árleg fjölgun fólks á vinnu- markaði er því miklu meiri en nemur áætluðum störfum í um- ræddum álverum. Ögmundur: Er gert ráð fyrir að afleidd störf séu fleiri í tengsl- um við álframleiðslu en í öðrum greinum, svo sem sjávarútvegi, heilsutengdri ferðaþjónustu, rann- sóknum og hátæknistarfsemi? Halldór: Í skýrslu Nýsis hf. um samfélagsleg áhrif af álveri á Norðurlandi eru áætlanir um af- leidd störf byggðar á reynslu og rannsóknum erlendis frá. Þannig er áætlað að afleidd störf af álveri við Húsavík með 300 starfsmönnum verði 600-750. Þar af verði 150- 200 störf til á og í nánd við Húsa- vík, 150-200 störf annars staðar á Norðurlandi og 300-350 störf utan Norðurlands. Alls muni því álverið skapa umsvif sem samsvara 900- 1.050 störfum. Þetta jafngildir margfeldisáhrifum sem nemur 2,0- 2,5. Í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif álverksmiðju Fjarðaáls í Reyðarfirði er beitt svonefndri að- fanga-afurðagreiningu til að kanna langtímaáhrif álversins. Niðurstað- an gerir ráð fyrir 383 föstum lang- tímastörfum og 548 óbeinum og afleiddum störfum, samtals 931 starfi. Margfeldisáhrifin nema þannig 1,43. Eins og þessar tölur bera með sér er nokkur óvissa um margfeldis- áhrif af starfsemi álvera og má gera ráð fyrir að svipaða sögu sé að segja um aðra atvinnustarfsemi. Engin greining hefur átt sér stað á raunverulegum margfeldisáhrifum af rekstri þeirra álvera sem nú starfa á Íslandi, svo kunnugt sé, né heldur í öðrum atvinnugreinum, og því ekki hægt að segja til um hvort af- leidd störf eru fleiri í tengslum við álframleiðslu en í öðrum atvinnu- greinum. Ögmundur: Á hvaða forsend- um hvíla fullyrðingar ráðherra um að hagvöxtur verði 5-6% meiri en ella og tekjur ríkissjóðs 10-15 millj- örðum kr. meiri ef af fyrrnefndum álversframkvæmdum verður? Halldór: Byggt er á upplýsing- um frá efnahagsskrifstofu fjármála- ráðuneytisins. Halldór Ásgrímsson og Ögmundar Jónassonar um störf í álverum Álver við Húsavík væri um 300 manna vinnustaður Stækkun í Straumsvík kallaði á annan eins fjölda Sláttur hófst nú viku til hálfum mánuði seinna á Suðurlandi heldur en síðasta sumar sökum kulda og leiðinlegs tíðarfars í vor. Bændur eru sammála um að sprettan sé almennt lítil, sem rekja megi beint til kuldatíðar í maí. Tún á Suðurlandi eru yfirleitt alveg laus við kal. Meðfylgjandi mynd var tekin á dögunum af slætti í Gaulverjabæjar- hrepp hinum forna, sem nú tilheyrir nýju sveitarfélagi í lágsveitum Árnessýslu, Flóahreppi, en bændur hafa sleg- ið á fullum krafti síðustu daga þegar veður hefur leyft. Bændablaðsmynd/MHH Slegið á fullum krafti á Suðurlandi Kúasýningin KÝR 2006 verður haldin í fjórða sinn í Ölfushöll- inni að Ingólfshvoli laugardag- inn 26. ágúst á vegum Búnaðar- sambands Suðurlands. Bændur eru hvattir til að fara að huga að þjálfun gripa fyrir sýninguna en gert er ráð fyrir sömu sýningar- flokkum og síðast en þeir voru Kálfar, sýnendur 11 ára og yngri, kálfar, sýnendur 12 ára og eldri, holdagripir, fyrsta kálfs kvígur og mólkurkýr. Varðandi sýningu á kálfum eru það tilmæli frá Búnaðarsamband- inu að kálfar yngri en þriggja mán- aða komi ekki til sýningar þar sem þeir hafa ekki tekið út nægan þroska og skortir oftast nokkuð holdfyllingu til þess að geta talist fallegir sýningargripir. Að venju mun Búnaðarsambandið senda út óskir um sýningu á ákveðnum kúm og kvígum sem hlotið hafa útlits- dóm en þó er öllum heimilt að mæta með þá gripi sem þeir vilja. ,,Það er von okkar að þátttaka verði ekki lakari nú en á undanförnum sýningum og að það takist að gera KÝR 2006 að skemmtilegum við- burði sem bæði bætir og eflir ímynd mjólkurframleiðslunnar, auk þess að styrkja faglegan og fé- lagslegan grunn nautgriparæktar- innar,” sagði Guðmundur Jóhann- esson, ráðunautur hjá Búnaðarsam- bandi Suðurland og einn af for- svarsmönnum sýningarinnar í sam- tali við blaðið. Hægt er að tilkynna um þátttöku á sýninguna til Bún- aðarsambandsins í síma 480 1800 eða á netfangið mundi@bssl.is. Á síðustu sýningu komu 50 gripir til sýningar, 30 kálfar, 17 kýr og 3 naut og sóttu um 1.000 manns sýninguna. MHH Daníel Magnússon, bóndi í Ak- braut í Holta- og Landsveit var með nokkra gripi á síðustu sýn- ingu, sem haldin var í Ölfushöll- inni fyrir tveimur árum. Hér er hann með tvær efnilegar kýr sínar sem náðu góðum árangri á sýn- ingunni. Bændablaðsmynd/MHH KÝR 2006 í Ölfushöllinni í lok ágúst Til á lager á hagstæðu verði. Joskin haugsuga 8400 L galv……………………………… Avant 635 með skotbómu, lyftigeta 1200 kg……… Avant 220 minivél með sláttuvél…………………………… Reck mykjuhrærur 3 gerðir………………………………….. Álrampar fyrir minivélar……………………………………… Maschio tætarar 235-260-285-300 cm………………. Nardi fjórskera plógur 140-160 cm……………………. Nardi MRAP70 einskorinn brotplógur 52x55……… Lyftu tengdir dráttarkrókar…………………………………. Vökva yfirtengi margar gerðir……………………………… LACOTEC kornmylla PTO 540 ca. 10 t/klst…………. Ávinnsluherfi (slóðar) 4 mt…………………………………. Flaghefill 3 mt. lyftutengdur……………………………….. Vatnsfylltur valtari 2,9 mt. lyftutengdur……………... Tonutti hjólrakstrarvélar 2,8mt – 6mt………………… Otma M/551 einskorinn brotplógur 58x63………….. Michelin traktors dekk 540/65 x 30……………………. Europower traktotrsrafstöðvar 38 kvA……………… Europower ferðarafstöðvar 1-1,7 kvA……………….. Haugsugudælur 6150-7000-8100-10490 l/min…. Niemeyer sláttuvélar, heytætlur og rakstrarvélar…… FH skotbómulyftari með þrítengibeyzli og PTO….. Crosmec 2,2mt. safnkassasláttuvél……………………. Trjáplöntustafir, bakkabelti og bakkahaldarar……… Lambhelt girðinganet og gaddavír……………………… Skógar flekkjarar fyrir dráttavél…………………………. Flekkidiskar fyrir sláttuorf…………………………………… Rafsuðu inverter 180 A. sýður 1,6-5 mm. 8,3 kg. O R K U T Æ K N I e h f. S ím i: 5 8 7 6 0 6 5 .

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.