Bændablaðið - 27.06.2006, Síða 18

Bændablaðið - 27.06.2006, Síða 18
18 Þriðjudagur 27. júní 2006 Landsmót er stærsta mót í heimi þar sem íslenskir hestar koma saman, enda dregur þessi atburður að mikinn fjölda fólks. Ég helda að hestakostur- inn, sem þarna verður, hafi aldrei verið betri. Við sem að mótinu stöndum leggjum að sjálfsögðu mikið uppúr að öll aðstaða sé sem best sem og upp- lýsingastreymi til landsmóts- gesta. Ég tel að við höfum alla möguleika til að halda hér glæsilegt mót, sannkallaða veislu fyrir hestafólk„, sagði Guðrún Valdimarsdóttir fram- kvæmdastjóri Landsmóts hestamanna á Vindheimamel- um þegar blaðið hafði tal af henni skömmu áður en lands- mótið hófst. Keppni á mótinu hófst sl. mánudag en mótssetning verður á fimmtudagskvöld kl. 21. Eftir setningunaq verður Skagfirskt kvöld þar sem heimamenn, með karlakórinn Heimi og Geirmund Valtýsson í broddi fylkingar, halda uppi stemmingu fram eftir kvöldi. Ekki verður neinn heið- ursgestur á mótinu að þessu sinni líkt og fyrir fjórum árum þegar Anna Bretaprinsessa og herra Ól- afur Ragnar Grímsson voru við- stödd mótssetninguna. Mikill fjöldi úrvalshrossa er skráður til keppni. 96 hross munu keppa í A flokki gæðinga og jafnmörg í B flokki. Í Unglinga-, barna- og ungmennaflokki er 71 skráður í hvern flokk. Kynbóta- hross með þátttökurétt eru 243, þar af 79 stóðhestar.Ennfremur verðu svo að venju keppt í tölti og skeiði. Þá munu 11 ræktunar- bú koma fram á mótinu. Sýning þeirra verður föstudagskvöldið, en hún hefur vakið mikla athygli á undanförnum mótum. Nú gefst áhorfendum kostur á að velja „flottasta búið“í símakosningu og mun sigurvegarinn koma fram aftur á kvöldvöku sem verður á laugardagskvöld. Undirbúningur heimamanna í Skagafirði fyrir mótið hófst á síð- asta ári og fór síðan á fullt í byrj- un maí og hafa unnið þar fjórir menn að staðaldi, auk þess sem félagar í hestamannafélögunum, sem eiga mannvirkin á móts- svæðinu, hafa lagt fram sjálf- boðavinnu. Búið er að stækka báða keppnisvellina og gera nýj- an völl fyrri kynbótasýningar. Gerð hafa verið tvö plön þar sem verða annars vegar áhorfenda- stúka og hins vegar veitingaað- staða og samkomutjald. Gerður hefur verið nýr vegur um móts- svæðið og einnig að því, raflínur hafa verið teknar niður og kapall settur í jörð og rafmagn leitt að einu tjaldsvæðinu. Einnig hefur verið lagt heitt vatn á mótssvæðið þannig að gestir komast þar nú í heita sturtu. „Við teljum að mótssvæðið sé í mjög góðu ástandi af okkar hálfu og svo er það náttúrlega perla frá hendi náttúrunnar. Við vonumst svo sannarlega til að þessi stærsta úthátíð landsins tak- ist vel„, sagði Eymundur Þórar- insson, formaður undirbúningsfé- lags heimamanna, þegar hann af- henti Guðrúnu Valdimarsdóttur framkvæmdastjóra landsmótsins svæðið á dögunum. ÖÞ Stærsta úthátíð ársins stend- ur yfir á Vindheimamelum Þessi mynd var tekin þegar Skagfirðingar afhentu Landsmóti ehf. mótssvæðið á Vindheimamelum á dögunum. Frá vinstri Guðrún Valdimarsdóttir framkvæmdastjóri landsmóts ehf. Eymundur Þórarinsson sem afhenti svæðið og Sigurður Ævarsson mótsstjóri. (Bændablaðið Örn. Tíðindamaður blaðsins rakst á þessa þrjá sem voru á fullu að undirbúa mótssvæðið á dögunu. Þeir eru talið frá vinstri Stefán Gestsson Höskuldsstöðum, Jón Sigurðsson Stóru-Ökrum og Jakob Stefánsson Borgarhóli. /Bændablaðið Örn. ,,Íslenskur landbúnaður snýst ekki aðeins um afurðir í hæsta gæðaflokki; mjólk, kjöt, grænmeti og osta. Þessi atvinnugrein gegnir mikilvægu hlutverki í byggða- keðju landsins. Með breyttum að- stæðum, aukinni tækni og þróun búsetu hefur bændum vissulega fækkað. Búin hafa stækkað og kapp hefur verið lagt á að auka samkeppnishæfni landbúnaðarins og arðsemi hans. En auðvitað má gera enn betur og það er yfirlýst markmið bænda. Hinu verður ekki litið framhjá, að allar ytri að- stæður okkar eru þannig að fram- leiðslukostnaður hér verður alltaf hærri en í löndum, þar sem að- stæður eru hagfelldari og markað- ir stærri,“ segir Sigurgeir Þor- geirsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands í viðtali við Bændablaðið. „Eitt þeirra vandamála sem við glímum við er stuttur nýtingartími sláturhúsa, einkum hvað varðar sauðfé. Sláturhúsum hefur markvisst verið fækkað til að draga úr föstum kostnaði og mjólkurstöðvum hefur sömuleiðis verið fækkað. Þessi hag- ræðing hefur kostað stórfé og er enn ekki farin að skila sér í lægra verð- lagi. En árangurinn mun koma fram, ég er þess fullviss.“ Umræðunni stjórnað Í fréttum fyrir skömmu var bent á að matvara hafi hækkað um 12% undanfarna 12 mánuði. Flest spjót standa á bændum, nú sem endranær. Er þetta allt saman bændum að kenna? „Það hefur tíðkast lengi að benda á bændur þegar svara þarf fyr- ir hátt matvælaverð á Íslandi. Það vill hins vegar oft gleymast að inn- lendar landbúnaðarvör- ur eru aðeins 5-6% út- gjalda íslenskra heim- ila. Þessi þáttur er sjaldnast dreginn fram í umræðunni af þeirri einföldu ástæðu að það hentar þeim ekki sem stjórnað hafa umræð- unni„, segir Sigurgeir. Hann segir bændur vera orðna langþreytta á því að vera kennt um allt sem aflaga fer í verðlagsmálum á Ís- landi. Söngurinn um að verð landbúnaðaraf- urða sé helsta vanda- mál íslenskra heimila hefur dunið í eyrum um áralangt skeið. Með því að benda sífellt á landbúnaðarafurðir sem meginorsök vöruverðs hafa menn komist upp með það að beina athyglinni frá öðr- um þáttum sem ekki skipta síður máli. Offjárfesting í verslunarhúsnæði? „Við getum ekki horft framhjá því að gengi krónunnar hefur lækkað talsvert á árinu. Það leiðir óhjá- kvæmilega til hækkunar á innflutt- um vörum. En skýringarnar á hækk- un matvöruverðs liggja líka víðar. Á Stór-Reykjavíkursvæðinu eru um 70 verslanir og fer fjölgandi, sem reknar eru af matvælarisunum tveimur sem hafa nánast skipt markaðnum á milli sín. Það þarf engan snilling til að sjá að hlutfallsleg fjölgun fermetra í matvöruverslunum er langt umfram fjölgun íbúa svæðis- ins. Það hlýtur aftur að skila sér út í verðlagið. Gæti ein skýringin á háu vöruverði verið offjárfesting í verslun- arhúsnæði?“spyr Sig- urgeir. Hann segir umræð- una um frjálsan inn- flutning erlendra landbúnaðarafurða ekki nýja af nálinni. Hún skjóti gjarnan upp kollinum í kjölfar samanburðarkannana, þar sem verðlag á Ís- landi er borið saman við verðlag í öðrum löndum. Þrátt fyrir að slíkar kannanir séu undantekningalítið Íslandi í óhag virðast niðurstöður þeirra gleymast í hugum neytenda á tiltölulega skömmum tíma. Nema þegar um er að ræða kannanir á matvöru. Þar sjái fulltrúar verslunarinnar sér leik á borði enda hafi þeir barist lengi fyrir rýmkuðum heimildum til innflutn- ings landbúnaðarvara. Tollar á færri flokka hér Þegar hann er að því spurður hvort tollar hérlendis séu almennari en í nágrannalöndum segir hann svo hreint ekki vera. „Ef litið er á heild- ina eru innflutningstollar lagðir á miklu færri flokka landbúnaðarvara hér en t.d. í ESB. Verndartollar eru hér að mestu bundnir við kjöt, mjólkurafurðir og egg, en þeir eru vissulega háir hér og sambærilegir við það sem er t.d. í Noregi og Sviss. Niðurgreiðslur á Íslandi eru einnig mjög sambærilegar því sem þar ger- ist.„ En þurfa íslenskir bændur að hafa áhyggjur þótt tollar yrðu afnumdir? Sigurgeir segir fulla ástæðu til þess að hafa áhyggjur. „En það eru ekki aðeins bændur sem þyrftu að hafa áhyggjur. Danir hafa t.d. miklar áhyggjur af vaxandi fjölda salmon- ellutilfella með auknum innflutningi fuglakjöts. Hérlendis eru slíkar sýk- ingar mjög fátíðar og hafa ekki verið raktar til neyslu kjötvara um nokkurt skeið. En hitt er svo annað mál, að ég trúi því að neytendur hér á landi séu tilbúnir að kaupa flestar íslenskar búvörur á eitthvað hærra verði en innfluttar. Reynslan af íslenska grænmetinu er e.t.v. skýrasta dæmið um vilja neytenda. Þar kjósa þeir undantekningalítið íslenskt græn- meti, jafnvel þótt annað sé í boði.„ Afleidd áhrif landbúnaðar Sigurgeir víkur aftur að því að landbúnaður snúist ekki aðeins um mjólk, kjöt, grænmeti og osta. „Ís- lenskur landbúnaður er hluti af mun stærri heild. Hann snýst ekki ein- göngu um bændur. Hversu margir tengjast vinnslu og dreifingu afurð- anna? Í mjólkurbúum, í sláturhúsum, hjá kjötframleiðendum? Hversu margir skyldu hafa atvinnu af því að selja landbúnaðarafurðir, með bein- um eða óbeinum hætti? Hversu margir hafa atvinnu af því að þjóna landbúnaði með tól og tæki, áburð og girðingaefni svo aðeins sé fátt eitt nefnt? Óheftur innflutningur land- búnaðarafurða, eins og stundum hef- ur verið kallað eftir, snýr ekki aðeins að bændum. Hann hefði auðvitað áhrif á alla þá sem hafa lífsviðurværi sitt af afleiddum störfum landbúnað- arins. Og þau störf eru miklu fleiri en flesta grunar.„ Ein þeirra atvinnugreina sem hvað mest hefur vaxið á landinu er ferðaþjónusta. Þar spilar landbúnað- urinn stórt hlutverk. „Forsenda fyrir uppbyggingu dreifðari byggða landsins er að þar sé einhver kjöl- festa fyrir„, segir Sigurgeir. „Hvern- ig hefði t.d. ferðaþjónusta bænda þróast án landbúnaðar? Þessi þjón- usta nýtur sívaxandi vinsælda. Ferðalög um landið yrðu lítið fyrir augað ef hvergi væri byggt ból að sjá á milli þéttbýliskjarna.„ Sjálfsögð íslensk gæði Sigurgeir er sannfærður um að ís- lensk ferðaþjónusta missti stóran spón úr aski sínum ef íslenskur mat- ur væri ekki lengur á boðstólum. „Það væru lítil sérkenni í því að bjóða erlendum gestum upp á kart- öflur og grænmeti frá Hollandi og lambalæri frá Nýja-Sjálandi. Menn verða að horfa á þessa hluti í stóru samhengi. Íslenskur landbúnaður er sú Lilja sem allar þjóðir heims vildu kveðið hafa í dag. Hérlendis nota t.d. ylræktarbændur engin eiturefni í gróðurhúsum og með öllu er bannað að blanda vaxtaraukandi efnum eða hormónum í búfjárfóður. Markmið íslenskra bænda er skýrt; hreinar og hollar hágæðavörur. Krafan um sjálfbæran landbúnað, lausan við eit- urefni og vaxtarhormón er orðin há- vær í hinum vestræna heimi. Víða er fólk reiðubúið að greiða hátt verð fyrir gæðaafurðir, afurðir sem okkur þykja svo sjálfsagður hlutur. Íslensk- ir bændur munu halda áfram að framleiða hágæðavöru og þeim er það jafnmikið kappsmál og neytend- um að verð hennar sé samkeppnis- fært. Að því er stöðugt unnið„, segir Sigurgeir í lokin. Landbúnaður snýst ekki aðeins um afurðir í hæsta gæðaflokki

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.