Bændablaðið - 27.06.2006, Side 20

Bændablaðið - 27.06.2006, Side 20
20 Þriðjudagur 27. júní 2006 Inngangur Undanfarið ár hefur verið viðburðarríkt fyrir okkur sem störfum í forystu veiðimála. Á vettvangi Landssambands veiðifélaga hafa þýðingarmikil verkefni verið til með- ferðar. Þar ber hæst endurskoðun laganna um lax- og silungsveiði, auk ýmissa stjórn- arstarfa. Veiðisumarið 2005 var gjöfult og endur- heimtur laxa úr hafi með besta móti. Stang- veiði á laxi var sú mesta sem skráð hefur verið síðan stangveiði hófst á Íslandi. Met- veiði var t.d. í Þverá, Norðurá, Selá og Eystri-Rangá. Endurskoðun laga um lax- og silungsveiði Á vordögum samþykkti Alþingi ný lög um lax- og silungsveiði og var allur undir- búningur við gerð þeirra unninn í góðu sam- ráði við stjórn LV. Við höfum haft það meginsjónarmið að standa vörð um það félagskerfi veiðimála sem mótast hefur undanfarin 35 ár á grund- velli laga nr. 76/1970. Það er okkar skoðun að forræði veiðifélaga yfir nýtingu á veiði hafa skapað þau gífurlegu verðmæti sem eru fólgin í stangveiði á Íslandi. Til þess að slíkt megi verða til frambúðar þarf að gæta sér- staklega að minnihlutavernd í veiðifélagi. Þessu sjónarmiði höfum við haldið á lofti í þessari umræðu við nefndina og síðar fyrir landbúnaðarnefnd þingsins. Nokkuð tafðist að afgreiða málið úr ríkis- stjórn þar sem deila um Fiskræktarsjóð er nú á borði ríkisstjórnar, en samkomulag varð um að skilja ákvæði um fiskræktarsjóð eftir í eldri lögum um lax- og silungsveiði þar til niðurstaða er fengin. Verði greiðsluskylda raforkusala felld niður er ekki séð að áframhaldandi grund- völlur sé fyrir rekstri sjóðsins. Þegar frumvarpið kom fram á Alþingi urðu mestar umræður um hvort banna ætti netaveiða í straumvatni. Þessi umræða var hafin að því virðist vegna veiði 19 jarða í net á vatnasvæði Hvítár og Ölfusár. Á stjórnarfundi LV var mótuð afstaða okkar til kröfu stangveiðimanna um íhlutun í veiðirétt okkar. Það er mitt mat að Lands- sambandið hefði brugðist lögboðnum skyld- um sínum ef forystumenn þess hefðu setið hjá á meðan gengið hefði verið á rétt félags- manna okkar sem eiga hagsmuni í netaveiði, eða tekið undir slík sjónarmið. Gildir þá einu hvort hún er nýtt í dag til stangveiði eða ekki. Það breytir þó ekki því að við hvetjum til þess að nýting veiða sé ávallt hófsöm og í sátt við náttúruna og að henni sé hagað þannig að sem mest verðmæti verði til. Það er ljóst að löggjöfin um lax- og sil- ungsveiði gengur nærri rétti einstakra veiði- réttareigenda til að nýta og ráðstafa eignum sínum í veiði. Því er það vald sem falið er í hendi veiðifélaga vandmeðfarið. Því skal ekki neitað að ekki eru allir á eitt sáttir um núgildandi skipan. Nauðsynlegt var að færa gild rök fyrir því að löggjöfinni skuli áfram háttað á líkan veg og verið hefur. Þau rök er fyrst og fremst að finna í góðu ástandi veiði- stofna og hinum miklu verðmætum sem skapast við nýtingu þeirra. Við sem erum í forystu veiðifélaganna verðum líka að vanda okkur í ákvörðunum og leitast við að vinna í sátt við félagsmenn okkar. Leiðbeinandi útboðsreglur LV Nokkur umræða hefur verið um fyrir- komulag útleigu á veiðiám. Samkeppni um veiðiárnar fer harðnandi með aukinni eftir- spurn á stangveiði. Það færist í vöxt að veiðifélög velji sér leigutaka að veiðiám með útboði. Þegar slíkt er gert er mikilvægt að vel sé staðið að málum og almennt traust ríki á þessari mikilvægu aðferð við verð- lagningu á veiðinni. Þar sem nokkur kostn- aður getur verið því samfara fyrir veiðifélög að kaupa leiðbeiningar eða umsjón með út- boði, þá hefur Landssamband veiðifélaga út- búið leiðbeinandi reglur sem lagðar eru fyrir þennan fund til kynningar. Þessar reglur verða síðan gerðar aðgengilegar öllum veiði- félögum á vef LV angling.is og er það von okkar að sem flest þeirra nýti þær til hlið- sjónar þegar bjóða skal út veiði. Vefur LV angling.is Vefur Landssambandsins er búinn að vinna sér fastan og öruggan sess í starfsem- inni. Hann hefur reynst okkur mikilvægur sem málgagn og upplýsingaveita. Veiðitölur á laxi verða birtar í sumar jafnóðum og þær berast úr stærstu ánum líkt og verið hefur. Þetta eykur notkun vefsins og er góð og eðli- leg þjónusta okkar við fjölmiðla og veiði- menn. Mælingar sýna að nokkuð er sótt á vefinn erlendis frá og þá er ekki síst verið að leita að tækifærum til silungsveiða. Ritun sögu LV og ágrip veiðimála Eins og kunnugt er var Landssamband veiðifélaga stofnað í Borgarnesi árið 1958. Það líður því að 50. afmælisári þess. Stjórn LV hefur ákveðið, að í tilefni af þessum tímamótum verði saga LV skráð. Ætlunin er að gefa út veglegt afmælisrit þar sem sögð verði saga veiðimála á Íslandi og rakin sú þróun sem átt hefur sér stað í atvinnugrein- inni. Þetta er viðamikið verk og því hefur verið ákveðið að hefjast handa á næstunni. Könnun á laxi sem meðafla úr sjó Veiðimálastofnun og Landssamband veiðifélaga höfðu samstarf um að láta IMG Gallup gera könnun meðal sjómanna á því hvort lax kæmi í veiðarfæri fiskiskipa sem meðafli. Könnun sem gerð var fyrir rúmu ári gaf vísbendingar um að um nokkurt magn væri að ræða. Því var ákveðið að kosta fleiri spurningar til sjómanna til að fá öruggari vísbendingar sem álykta mætti af með meira öryggi. Niðurstaðan er sú að umfang veiða á laxi í sjó sem meðafla er mun meira en við höfðum búist við eða 3200 til 7000 laxar. Rannsóknir í veiðimálum Nokkur umræða hefur verið um framtíð- arskipan rannsókna í veiðimálum. Opinber framlög til þessa málaflokks eru lág ef litið er til annarra atvinnugreina. Rekstur Veiði- málastofnunar hefur verið erfiður undanfarið ár og fjárhagsstaða slæm. Þetta má rekja til fjársveltis hins opinbera, sem og samdráttar í verkefnum hjá stórum viðskiptavinum s.s. Landsvirkjun. Þá er landslag þessarar starf- semi nokkuð breytt þar sem sjálfstætt starf- andi rannsóknaraðilum hefur fjölgað. Það er jákvætt og í takt við breytta tíma að sam- keppni á þessu sviði eykst. Veiðimálastofn- un stendur því á nokkrum tímamótum. Af- staða Landssambands til þessara mála hefur verið mótuð í ályktunum frá aðalfundum okkar mörg undanfarin ár. Það er eindreginn vilji okkar að opinber rannsóknastofnun sé starfrækt með myndarlegum stuðningi ríkis- ins. Samfélaginu ber skylda til að stunda grunnrannsóknir í ám og vötnum. Það er hluti af þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem við höfum tekist á hendur og lýtur að vöktun náttúrunnar. Landssamband veiðifé- laga leggur höfuðáherslu á faglegt sjálfstæði slíkrar stofnunar. Laxeldi í sjó Eins og kunnug er hófst stórfellt eldi á norskættuðum laxi í sjó fyrir u.þ.b. fjórum árum í Mjóafirði og Berufirði. Þessi rekstur hefur gengið mjög erfiðlega. Sjúkdómar og ófyrirsjáanlegir erfiðleikar í eldinu hafa enn á ný fært okkur sönnur á að ekki er rekstrargrundvöllur fyrir þessari at- vinnugrein á Íslandi. Sú áhætta sem tekin er með eldi erlendra laxastofna við Ísland er óásættanleg. Eldið lýtur sömu lögmálum hér sem erlendis og áhættan fyrir villta laxa- stofna er sú sama. Landssamband veiðifélaga hefur staðið gegn hvers konar tilraunum til að rýmka lög- gjöf um flutning á lifandi laxi til landsins, en um þetta gilda lög um innflutning lifandi dýra. Þá beittum við okkur gegn því að fellt væri úr lögum bann við innflutningi á notuð- um eldisbúnaði við setningu laga um eldi vatnafiska. Landbúnaðarnefnd Alþingis varð við þeirri kröfu okkar. Ljóst er að veiðirétt- areigendur þurfa að halda vöku sinni vegna þessar starfsemi. Lokaorð Við stöndum á nokkrum tímamótum í sögu veiðimála. Það markmið hefur náðst að setja ný heildarlög um veiðimál. Þetta hefur gerst án þess að hróflað sé við þeim megin- reglum sem félagskerfi okkar byggir á. Það sjónarmið landssambandsins að skylduaðild að veiðifélagi kalli á ríka minni- hlutavernd félagsmanna hefur verið lögfest og þess gætir bæði í lögunum sjálfum svo og lögskýringagögnum. Við í Landssambandi veiðifélaga getum á þessum tímamótum ver- ið sátt við að áhrifa okkar gætir með afger- andi hætti í nýrri lagasetningu um lax- og silungsveiði. Aðalfundur Landssambands veiðifélaga var haldinn að Laugum í Sælingsdal 9. - 10. júní. Hér gefur að líta ágrip af skýrslu formanns, Óðins Sigþórssonar Tímamót í sögu veiðimála Stjórn Landssambands veiðifélaga, talið frá vinstri: Bragi Vagnsson, Burstafelli, meðstjórn- andi, Magnús Ólafsson, Sveinsstöðum, varaformaður, Óðinn Sigþórsson, Einarsnesi, for- maður, Þorgils Torfi Jónsson, Hellu, ritari, Sigurjón M. Valdimarsson, Glitsstöðum, gjaldkeri, Á aðalfundinum var Óðinn Sigþórsson endurkjörinn formaður Landssambandsins til næstu þriggja ára. Á síðustu dögum Alþingis voru samþykkt ný lög um lax- og sil- ungsveiði. Að sögn Óðins Sig- þórssonar, formanns Landssam- bands veiðifélaga, hefur laga- setningin margvíslegar breyt- ingar í för með sér fyrir starf- semi veiðifélaganna. Hann bendir á að þar séu nokkur at- riði sem félögin þurfa að hafa í huga strax eftir að lögin taka gildi. „Það er margt sem breytist eftir gildistöku laganna hinn 1. júlí næstkomandi„, sagði Óðinn. „Nú þarf t.d. ekki að boða almenna fé- lagsfundi í veiðifélagi með aug- lýsingu í Ríkisútvarpinu viku fyrir fund eins og verið hefur heldur er nóg að gera það með sannanlegum hætti og eðlilegum fyrirvara. Þá eru breyttar reglur um at- kvæðisrétt í veiðifélagi sem kalla á endurnýjun á atkvæðaskrá félag- anna. Í nýju lögunum er það meg- inregla að eitt atkvæði fylgir hverju lögbýli sem skráð voru við gildistöku eldri jarðalaga nr. 65/1976. Þetta þýðir að atkvæðum mun fjölga eitthvað í veiðifélög- unum frá því sem nú er. Mikilvægt er að stjórnir veiðifélaga átti sig á að endurnýja atkvæðaskrár sínar eftir 1. júlí nk. Í nýju lögunum er sjálfstæði veiðifélaganna aukið hvað varðar ákvarðanatöku og forræði yfir eig- in málum. Það eru líka gerðar meiri kröfur til stjórna félaganna um vönduð vinnubrögð. Ég vek sérstaka athygli á að lögin mæla fyrir um að öll veiðifélög skuli endurnýja samþykktir sínar sem Landbúnaðarstofnun síðan stað- festir innan árs frá gildistöku lag- anna, þ.e. fyrir 1. júlí 2007. Í nýj- um samþykktum skulu vera ná- kvæmari fyrirmæli um starfsemi veiðifélags en verið hafa. Nú er gert að skyldu að leggja fjárhags- áætlun fyrir aðalfund. Nýtingar- áætlun á veiðinni skal gera og fá staðfesta hjá Landbúnaðarstofnun. Þar skal gera grein fyrir veiðitíma, sem veiðifélag ákveður nú innan ramma laganna, agn, stangar- fjölda, skiptingu í veiðisvæði o.s.frv. Þá skal setja málsmeðferð- arreglur í samþykktirnar. Þessar reglur eiga að tryggja leiðbeining- ar um að rétt sé staðið að ákvörð- un sem tekin er í veiðifélagi, hvort sem það er á vettvangi stjórnar eða á fundum félagsins. Um þessi atriði öll verður sett reglugerð nú í sumar. Landssam- band veiðifélaga mun kynna og leiðbeina veiðifélögunum um þessi mál þegar reglugerðin hefur verið staðfest af ráðherra.„ Matsákvæði einfölduð Þá vildi Óðinn minna á eitt mikilvægt atriði sem breytist nú með nýjum lögum. „Matsákvæði laganna eru einfölduð frá því sem verið hefur. Í stað þess að matsstig verði tvö eins og verið hefur, með undirmatsnefnd og yfirmatsnefnd er ein nefnd þriggja matsmanna sem fer með mat og arðskrárgerð í veiðimálum. Það er von okkar að þetta fyrirkomulag flýta málsmeð- ferð, spari kostnað við matsgerð og tryggi sem best samræmi milli matsgerða. Hér er verið að taka upp hliðstætt fyrirkomulag og gildir um matsnefnd eignarnáms- bóta og hefur gefist vel. Ég tel að hin nýju lög muni tví- mælalaust styrkja veiðifélögin til framtíðar í því verkefni sínu að nýta og vernda hina verðmætu auðlind sem fólgin er í ám og vötnum á Íslandi„, sagði Óðinn að lokum. Miklar breytingar fylgja nýjum lögum um lax- og silungsveiði Rætt við við Óðin Sigþórsson, formann Landssambands veiðifélaga

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.