Bændablaðið - 27.06.2006, Síða 24
24 Þriðjudagur 27. júní 2006
Það færist sífellt í vöxt að bænd-
ur leiti sér ráðgjafar í jarðrækt-
inni og það hafa jarðræktar-
ráðunautar Búnaðarsambands
Suðurlands orðnir sérstaklega
varir við því aukningin hefur
verið mikil hjá þeim. Mest er að
gera í ráðgjöf varðandi gras-
rækt, grænfóðurrækt og korn-
rækt. Jóhannes Símonarson er
annar af þessu ráðunautum og
við fengum hann til að svara
nokkrum spurningum varðandi
jarðræktina og lokin um njóla,
sem er víða orðið mikið vanda-
mál hjá Bændum á Suðurlandi.
Nú sinnir þú m.a. jarðræktar-
málum hjá BSSL, í hverju felst þitt
starf á því sviði?
„Ég og Kristján Bjarndal höfum
sinnt ráðgjöf í jarðrækt hjá BSSL
undanfarin ár, báðir með öðrum
störfum. Verkaskipting okkar hefur
verið á þá leið að Kristján sinnir
skurðamælingum og slíku en ég
aftur á móti séð um gerð áburðar-
áætlana fyrir bændur auk þess að
sinna heimasíðunni okkar,
www.bssl.is á þessu sviði. Þá stýri
ég skipulagningu við töku jarð-
vegssýna á starfssvæðinu og veiti
ráðgjöf í kjölfar niðurstaðna á
efnagreiningum úr þeim. Báðir
höfum við síðan svarað fyrirspurn-
um í síma og í tölvupósti um hin
ýmsu mál sem upp kunna að koma
í jarðræktinni, þó fyrst og fremst í
grasrækt, grænfóðurrækt og korn-
rækt. Við höfum lítið sinnt garð-
yrkjugreinunum á þessu sviði en
vísum á sérfræðinga á því sviði.“
Hverskonar ráðgjöf eru bændur
aðallega að biðja
um?
„Bændur leita
fyrst og fremst til
mín í áburðarráð-
gjöf og hef ég ár-
lega gert áburðar-
áætlanir fyrir all-
marga bændur.
Einnig er töluvert
um símtöl tengd
jarðræktinni allt
árið þó mest sé um
þau seinni part
vetrar og á vorin.
Fyrirspurnirnar
eru margvíslegar,
snúast mikið um
áburðarskammta
miðað við tiltekn-
ar aðstæður eða
niðurstöður efnagreininga og einn-
ig er alltaf töluvert um fyrirspurnir
varðandi val á yrkjum á hverjum
stað, hvaða grænfóður henti best
miðað við notkun, hvort sá eigi í
hreinrækt eða skjólsáningu og ým-
islegt fleira.“
Hefur eitthvað í jarðræktinni
verið að breytast síðustu ár eða
eru alltaf sömu lögmálin í gangi?
„Að hluta til eru sömu lögmálin
alltaf í gildi, bara mismunandi að-
ferðir til að fá bændur til að með-
taka boðskapinn. Þetta á t.d. við
um nauðsyn þess að bændur kalki
tún sín og noti viðeigandi áburðar-
tegundir, yrki og
þess háttar. Samt
sem áður kemur
öðru hvoru fram
eitthvað nýtt sem
þarf að koma á
framfæri, ný yrki
og nýjar rann-
sóknaniðurstöð-
ur sem gefa til-
efni til einhverra
breytinga. Und-
anfarin ár hefur
síðan vaknað
þörf fyrir aukna
ráðgjöf varðandi
i l l g r e s i s e y ð a
ýmiskonar enda
hafa síðustu ár
verið afar hag-
stæð hinum
ýmsu illgresistegundum sem eru
mjög svo óvelkomnar í tún og
akra.“
Hvað er helst nýtt að gerast í
jarðræktarmálum á Suðurlandi?
„Á allra síðustu árum skynja ég
aukinn áhuga á jarðrækt. Korn-
ræktin kveikti áhuga hjá mörgum
og hafa margir náð prýðilegum
tökum á þeirri ræktun og vilja þróa
sig áfram með því að prófa aðrar
korntegundir en bara bygg. Þær til-
raunir bænda hafa gengið misvel
og enn sem komið er a.m.k. er tal-
ið að byggið sé eina raunhæfa
korntegundin sem nær nægilegum
þroska í okkar stuttu sumrum.
Samt sem áður má alls ekki drepa
niður áhuga framtakssamra bænda,
þennan áhuga þarf frekar að ýta
undir og virkja án þess þó að ýta
mönnum út í tóma vitleysu.Í vor
t.d. hélt ég stuttan fræðslufund um
ræktun belgjurta og í kjölfarið
sáðu allnokkrir bændur ertum sem
telst vera nýmæli þó slík ræktun
þekkist á stöku stað, fyrst og
fremst þar sem lífrænn búskapur er
stundaður eða sem þáttur í land-
bótum. Ég reyndi hins vegar að
halda því að bændum að prófa
þetta í smáum stíl, fræið er dýrt og
áhættan nokkur en samt sem áður
ekki alveg glórulaust að ég tel sé
ráðleggingum um slíka ræktun
fylgt eftir. Okkur er nauðsynlegt
að fá einhverja verkþekkingu á
slíkri ræktun og það væri ekki
óeðlilegt í sjálfu sér þó einhverjir
akrar mislukkist svona fyrsta árið.
Aðalmálið fyrst um sinn er að fá
verkþekkingu, læra af mistökum
og ná tökum á slíkri ræktun. Belg-
jurtir bæta það sem upp á vantar í
kornræktinni hvað varðar prótein
auk þess sem þær eru afar stein-
efnaríkar. Belgjurtir gætu því t.d.
hentað mjög vel í heilfóðurblöndur
fyrir mjólkurkýr á móti öðru fóðri.
Einnig er uppi ný staða í mjólk-
urframleiðslunni þar sem bændur
eru nú hvattir til að láta kýrnar
mjólka en takmarka ekki fram-
leiðsluna við að uppfylla greiðslu-
mark sitt. Því fylgir aukinn áhugi
hjá bændum á að beita kúnum í
sumar til afurða sem er ný áskorun
fyrir suma bændur sem hafa frekar
þurft að takmarka framleiðsluna
síðari hluta sumars. Þessu fylgir
því aukinn áhugi bænda á græn-
fóðurræktun og beitarskipulagi
sem tryggi mjókurkúnum ferska
og orkuríka beit í allt sumar og þar
komum við að ráðgjöf.“
Hversu mikilvægt er að sinna
jarðræktinni vel?
„Í okkar kalda landi er fóðuröfl-
unin fyrir veturinn undirstaða allr-
ar kvikfjárræktar og því er að sjálf-
sögðu mikilvægt að sinna jarð-
ræktinni af kostgæfni.“
Hafa tæki og tól breyst mikið í
jarðræktinni?
„Í kjölfar kornræktarinnar hefur
öll jarðvinnsla aukist gífurlega á
síðustu árum. Áætlað er að á síð-
asta ári hafi korni verið sáð í um
3.630 hektara á landinu öllu, þar af
í um 1.850 hektara hér sunnan-
lands. Við þetta bætist mikil jarð-
vinnsla við grænfóðurræktun og
við endurvinnslu túna án þess að
ég hafi nákvæmar tölur yfir það. Í
kjölfar þessarar aukningar hafa öll
jarðvinnslutæki stækkað hröðum
skrefum undanfarin ár auk þess
sem ný jarðvinnslutæki hafa kom-
ið hingað til lands s.s. fjaðraherfi,
grjótrakstrarvélar, sáðvélar með
niðurfellingarbúnaði og sérstakir
flagvaltar svo dæmi séu tekin. Allt
er þetta af hinu góða og öruggt að
við erum ekki komin að neinum
endapunkti í þessari þróun. Til að
nýta þessi stóru, afkastamiklu og
sérhæfðu tæki er hins vegar miklu
skynsamlegra og ódýrara að bænd-
ur nýti verktaka sem eiga yfir slík-
um tækjum að ráða eða eigi þau í
félagi, s.s. búnaðarfélagi í stað
þess að hver og einn kaupi þau
sjálfur. Þessi sameignarhugsun
hefur hins vegar sjaldan eða aldrei
náð yfir dráttarvélar en það væri
full þörf á því að bændur gætu
leigt stórar dráttarvélar stöku daga
til að vinna sín orkufrekustu verk
sem alla jafna eru fólgin í jarð-
vinnslunni. Það er einfaldlega
óráðsía að hver og einn bóndi sé að
kaupa sér risastórar dráttarvélar
sem aðeins henta fyrir nokkurra
daga vinnu en ekki til daglegs
brúks.“ /MHH
Mikil aukning í
ráðgjöf í jarðrækt
Rætt við Jóhannes Símonarson
„Njóli sem og annað illgresi hefur víða náð að
skjóta rótum undanfarin ár. Síðustu sumur
hafa verið fremur hlý og og fræmyndun veruleg
s.s. hjá njóla og arfa. Þessi staðreynd sem og
aukning á akuryrkju og endurvinnslu túna hef-
ur valið því að þessi fræ falla víða í opið land og
fjölgunin er því hröð. Njólinn er hvimleitt
vandamál og verður að miklum breiðum sem
stækka ár frá ári fái hann að vaxa óáreitt,“
segir Jóhannes um njólann.
En er njólin mikið vandamál á Suðurlandi?
„Njólinn er fyrst og fremst sjónrænt vandamál
þar sem hann er svo grófgerð og áberandi jurt.
Hann er ekki hættulegur skepnum né mönnum.
Hann er þó leiðinlegur í túnum þar sem harður
stöngullinn getur stungið gat á rúllubaggaplastið
sem er náttúrlega vandamál. En fyrst og fremst er
hann hvimleiður, sérstaklega heima við bæi þar
sem hann skemmir mjög svo bæjarásýndina.
Stærstu vandamálin eru oft fólgin í því að njólinn
nær sér á strik í landi sem enginn á eða sinnir s.s. í
vegköntum og eyðibýlum þaðan sem hann sáir sér
vítt og breitt. Ef takmarka á útbreiðslu hans svo
vel sé kallar það því á samræmdar aðgerðir margra
aðila s.s. bænda, vegagerðarinnar og viðkomandi
sveitarfélags, svipað því sem nú er að fara af stað í
Eyjafirði.“
Hvaða ráðleggingu áttu handa bændum sem
vilja losna við njólan sinn?
„Ef vandamálið er ekki því stærra er hægt að
leggja það á sig að stinga njólann upp. Hafi menn
augun opin fyrir nýjum plöntum er þetta mögulegt.
Þar sem njólinn hefur náð sér á strik og komnar
eru breiður af njóla er ekkert annað að gera en að
úða á hann með þar til innfluttum illgresiseyði sem
ber verslunarheitið Harmony og fæst hjá Gróður-
vörum í Reykjavík. Þessi eyðir virkar sérlega vel á
njólann og reyndar fleirar tegundir illgresis en
gæta verður þess að fylgja leiðbeiningum um
blöndun og notkun af kostgæfni. Í vætutíð eins og
verið hefur víða um land undanfarið er jafnframt
nauðsynlegt að kaupa viðloðunarefni sem fær eyð-
inn til að sitja lengur á blöðum með vaxkennt yfir-
borð líkt og njólinn hefur,“ sagði Jóhannes.
Njólinn er
hvimleitt vandamál
Upplýsingamiðstöð Flóahrepps
hefur verið opnuð í Flóaskóla og
verður hún opin alla daga í sumar
frá kl. 10:00 til 18:00 eða á sama
tíma listakaffi Þjórsárvers þar sem
hægt er að skoða listsýningar og fá
sér kaffi. Í upplýsingamiðstöðinni
geta gestir fengið upplýsingar,
ekki bara um þjónustu, leiðir eða
merkisstaði í nágrenninu, heldur
einnig um Suðurland og landið
allt. Kort liggja frammi ásamt
bæklingum þjónustuaðila. Þá
verður hægt að komast í tölvu og
síma í miðstöðinni. MHH
Upplýsingamiðstöð
Flóahrepps í Flóa-
skóla í sumar
Valdimar Össurarson, ferðamála-
fulltrúi Flóahrepps, sem hefur yfir-
umsjón með upplýsingamiðstöð-
inni í sumar og listakaffinu í menn-
ingarmiðstöðinni í Þjórsárveri.
Bændablaðsmynd/MHH
Er kálfaskita vanda-
mál á búi þínu?
Í Frey var fyrir nokkru grein
um vandamál vegna kálfaskitu.
Ég lækna mína kálfa af kálf-
askitu mað því að gefa þeim
broddmjólk og skiptir þá engu
máli hvað kálfurinn er gamall.
Gefa þarf kálfinum einn til tvo
lítra í mál, í einn til tvo daga, hann
þarf jafnframt að fá volgt vatn að
drekka, ekki kalt.
Ég vona að þessi reynsla mín
bjarga lífi sem flestra kálfa, of
mikið drepst af kálfum vegna
rangrar fóðrunar kýrinnar í geld-
stöðu.
Daníel Magnússon, Akbraut.
Næsta blað
kemur út 11. júlí