Bændablaðið - 27.06.2006, Qupperneq 27

Bændablaðið - 27.06.2006, Qupperneq 27
27Þriðjudagur 27. júní 2006 Bændablaðið Síðasta blað fyrir sumarleyfi kemur út 11. júlí. Frestur til að skila búreikningum vegna rekstrarárs 2005 hefur verið framlengdur til 10. júlí. Hagþjónusta landbúnaðarins hvetur bændur til að skila búreikningum sem fyrst. Allar nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Sigurðardóttir í síma 433- 7084. Tölvupóstfang: ingibj@hag.is Frestur til 10. júlí 10.6 Hagþjónusta landbúnaðarins, Hvanneyrargötu 3, Hvanneyri, 311 Borgarnes. Sími 433-7081. Sumarið 1994 fóru ráðunautar í fræðslu- og skoðunarferð til Hollands. Þar dvöldu þeir á búnaðarskóla sem skaffaði þeim reiðhjól til skemmri ferða í nágrenni skólans. Hér má sjá glaðbeittan hóp, léttklæddra og fróðleiks- þyrsta ráðunauta. F.v. Anna Atladóttir, Erna Bjarnadóttir, Jón Hlynur Sig- urðsson, Þóroddur Sveinsson, Sveinn Sigurmundsson, Sigríður Bjarna- dóttir, Guðmundur Steindórsson, óþekktur í bakgrunni, Runólfur Sigur- sveinsson, Gunnar Rögnvaldsson, Sverrir Heiðar Júlíusson og Svein- björn Eyjólfsson. Gunnar Guðmundsson tók myndina. Ef grannt er skoð- að má sjá að nokkrir ráðunautanna hafa safnað nokkurri búkfitu frá því að myndina var tekin. Má ætla að þeir hafi ekki ástundað hjólreiðar í neinum mæli frá því að þessi mynd var tekin. ...gamla myndin Austurrískur bóndi fór með aðra höndina heim í nestisboxi Austurrískur bóndi, 64 ára, að nafni Gerhard Frank, á líklega ekki sinn jafningja í hörku og sálarró. Að minnsta kosti lét hann sér ekki bregða þegar hann missti höndina í vinnuslysi þar sem hann var að kljúfa eldivið, að sögn fréttaþjónustunnar An- anova.com Í stað þess að láta sér fallast hendur kom hann hendinni fyrir í nestisboxi sínu og ók heim á drátt- arvél sinni, um 5 km leið. Heima setti kona hans höndina í kæliskáp og síðan settu læknar í Innsbruch hana aftur á sinn stað. Aðgerðin tókst vel og þess er vænst að Gerhard Frank geti aftur notað höndina.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.