Bændablaðið - 27.06.2006, Síða 30
30 Þriðjudagur 27. júní 2006
Þorláksskógar í Þorlákshöfn
Nýtt skógræktar og
uppgræðsluverkefni
Nýverið var fyrstu plöntunum
plantað út í nýju skógræktar- og
uppgræðsluverkefni, „Þorláks-
skógar“ í Þorlákshöfn. Um er að
ræða samstarfsverkefni Sveitarfé-
lagsins Ölfuss og Orkuveitu
Reykjavíkur en Landgræðsla ríkis-
ins, Skógrækt ríkisins og Suður-
landsskógar hafa einnig komið að
verkefninu. Orkuveitan mun
leggja 75 milljónir króna til verk-
efnisins næstu sjö árin eða 12,5
milljónir á ári. Ráðgjafanefnd Þor-
láksskóga er skipuð einum frá
Orkuveitunni, einum frá Land-
græðslunni og einum frá Sveitarfé-
laginu Ölfusi, sem er jafnframt
formaður nefndarinnar. Í ráðgjafa-
nefndinni sitja auk fyrrnefndra að-
ila fulltrúar Skógræktar ríkisins og
Suðurlandsskóga. Leitast verður
við að fá fleiri að verkinu en nú er
verið að vinna fyrstu skref þess. Í
skýrslu um hugmynd verkefnisins,
sem Hreinn Óskarsson, skógar-
vörður á Suðurlandi og Garðar
Þorfinnsson hjá Landgræðslunni
tóku saman kemur m.a. fram að
gert er ráð fyrir að gróðursetja
skóg í rúma 1300 hektara á 11 ára
tímabili. Um er að ræða landbóta-
skóg í tegundablönduðum skógar-
lundum í landi Sveitarfélagsins
Ölfuss. Kostnaður við verkefnið er
áætlaður um 25 milljónir króna á
ári og gera áætlanir ráð fyrir því að
gróðursett verði í um 120 hektara á
hverju ári, auk uppgræðslu með
grasi og áburði í um 500 hektara
árlega. „Þorláksskógar er jarð-
vegsverndarskógrækt, skógur sem
býr í haginn fyrir íbúa svæðisins,
skapar skjól og útivistarmögu-
leika. Hugmyndin er að nýta hann
við fræðslu um landgræðslu og
skógrækt þar sem lögð verður
áhersla á þátttöku íbúa svæðisins í
verkefninu. Fyrst um sinn er verið
að tala um kraga í kringum bæinn
til að skýla byggðinni, næsta vetur
verður lagt á ráðinn um hver verða
næstu skref í málinu,“ sagði Garð-
ar í samtali við blaðið. MHH
Ungir íbúar Þorlákshafnar tóku þátt í gróðursetningunni. Hér eru nokkrir
þeirra með Júlíönnu, fulltrúa Orkuveitunnar, þegar verkefninu var form-
lega hleypt af stað.
Tveir af hugmyndasmiðum Þorláksskóga, Gunnþór Guðfinnson (t.v), um-
hverfisstjóri Ölfuss og Guðjón Magnússon frá Landgræðslunni.
Jón Hjartarson á Læk í Ölfusi hef-
ur gróðursett margar plönturnar í
gegnum árin. Hann mætti að
sjálfsögðu við fyrstu gróðursetn-
ingu Þorláksskóga.
Umhverfisráðherra Noregs,
Helen Björnoy, hefur boðað að
Noregur muni leggjast á sveif með
Evrópuþinginu í málaferlum sem
það stendur í gegn Embættis-
mannaráði ESB um notkun eitur-
efna. Umrædd eiturefni eru eld-
hemjandi brómsamband, sem
nefnast deka-BDE. Þetta kemur
fram í norska blaðinu Nationen.
Embættismannaráðið féllst á
leyfið eftir að samtök iðnaðarins í
löndum sambandsins höfðu beitt
miklum þrýstingi til að fá það sam-
þykkt.
Forsaga málsins er hins vegar
sú að Evrópuþingið og ráðherraráð
ESB samþykktu árið 2002 reglu-
gerð um að takmarka notkun eld-
hemjandi brómsamböndum en þar
er um að ræða efni sem safnast fyr-
ir í lífverum og er m.a. aðalástæða
þess að frjósemi hvítabjarnar-
stofnsins í norðurhöfum hefur
minnkað, sem og að fiskur sem
veiddur er í stöðuvötnum sums
staðar í Evrópu er ekki hæfur til
neyslu. Þá hefur efnisins orðið vart
í brjóstamjólk.
Eldhemjandi brómsambönd
*Eldhemjandi brómsambönd er
flokkur efna sem notuð eru til að
draga úr eldhættu í raftækjum,
húsgögnum, bílum, járnbrautalest-
um og flugvélum.
*Mörg þessara efna brotna hægt
niður í náttúrunni og hlaðast upp í
lífverum. Þau dreifast með vatni
og andrúmslofti og finnast í ugg-
vænlegu magni á Norðurheims-
skautssvæðinu.
*Rannsóknir á blóði sýna að
magn þessara efna í líkama fólks,
þar á meðal móðurmjólk, hefur
vaxið verulega á tímabilinu 1977-
1999.
*Yfirvöld í Noregi hafa gert
framkvæmdaáætlun um stórfelldan
samdrátt í notkun þessara efna fyr-
ir árið 2010. Nú þegar eru nokkrir
flokkar þessara efna bannaðir. En
innan Alþjóða viðskiptastofnunar-
innar, WTO, hafa Bandaríkin, Ísra-
el og Jórdanía lagst gegn banni
Noregs á algengasta efninu, deka -
BDE. ESB leggst einnig gegn
banni Noregs innan Evrópska
efnahagssvæðisins.
Umhverfishættulegt eitur
Noregur styður Evrópuþingið og Danmörku í málaferlum gegn
Embættismannaráði ESB um umhverfishættulegt eitur
Það er kunnugra en frá þurfi
að segja að Halldór Blöndal
þingmaður hefur um árabil
verið mikill áhugamaður um
styttingu þjóðleiðarinnar milli
Akureyrar og Reykjavíkur.
Fyrir skömmu spurði hann
Sturlu Böðvarsson samgöngu-
ráðherra hvaða vegafram-
kvæmdir væru nú í athugun
við endurskoðun samgöngu-
áætlunar til styttingar á þjóð-
leiðinni milli Akureyrar og
Reykjavíkur.
Ráðherra sagði að á hringveg-
inum á milli Akureyrar og
Reykjavíkur hefði verið gerð
mjög lausleg yfirlitsáætlun yfir
fjóra styttingarmöguleika.
„Þriggja þeirra er getið á verk-
efnalista sem gerður hefur verið
til undirbúnings vinnu við sam-
gönguáætlun (2007-2018). Einn
þeirra er sýnu vænstur. Er það
leið um Svínavatn, sunnan
Blönduóss, en þar mætti stytta
leiðina um 13-15 km, eftir leiða-
vali. Aðrir möguleikar til stytt-
ingar eru: Leið sunnan Varma-
hlíðar, 3-4 km stytting. Yfir
Grunnafjörð norðan Akrafjalls, 1
km stytting. Einnig hefur verið
nefnd leið austan Holtavörðu-
heiðar, um Vesturár- og Fitjárdal,
um 9 km stytting, en til þess
þyrfti að leggja rúmlega 60 km
langan kafla af Hringveginum.
Óvíst er á þessu stigi hvaða
verk koma til framkvæmda á
næstu samgönguáætlun og hvort
eða hvenær verður ráðist í ein-
hver þessara verkefna,“ sagði
Sturla Böðvarsson samgönguráð-
herra.
Akureyri - Reykjavík
Leiðin mundi styttast um
13-15 km ef vegurinn
lægi hjá Svínavatni
Orkuveita Húsavíkur
- Leiðrétting
Í síðasta Bændablaði var
sagt að sveitarstjórnir í hinu
nýja sameinaða sveitarfélagi
Norðurþingi hafi ákveðið að
styrkja Orkuveitu Húsavíkur
með 1,5 milljónum króna. Að
sögn Katrínar Eymundsdóttur,
fyrrverandi oddvita Keldunes-
hrepps, er hið rétta að Keldu-
neshreppur var búinn að veita
Orkuveitu Húsavíkur styrk upp
á kr. 2.000.000 áður en samein-
ingarkosningar fóru fram. Þar
sem borunin reyndist dýrari en
áætlað hafði verið ákvað
Kelduneshreppur að bæta við
1.5 milljóna króna styrk til
Orkuveitunnar. Hreppurinn
þurfti samþykki hinna sveitar-
stjórnanna til að gera þetta þar
sem ekki hafði verið gert ráð
fyrir þessari upphæð á fjárhags-
áætlun 2006. Sem sagt, það var
aðeins Kelduneshreppur sem
veitti styrkinn og var hann sam-
tals 3,5 milljónir króna.
Svo gæti farið að íslenskt sauðfé
sprangaði fyrr en varði um jap-
anskar grundir. Bændablaðinu
barst á dögunum fyrirspurn frá
sendiráði Íslands í Tókíó þar
sem fram kom að japanskir aðil-
ar, ótilgreindir, hefðu lýst áhuga
sínum á að flytja inn lifandi
sauðfé frá Íslandi og óskað eftir
upplýsingum um hvernig best
væri að bera sig við slíkan inn-
flutning.
Í bréfinu var einnig spurt hvort
fordæmi væru fyrir slíkum inn-
flutningi en svo mun ekki vera. Ís-
lenskt sauðfé hefur gert nokkuð
víðreist en takmarkað útrás sína
við Evrópu og Norður-Ameríku.
Grænlenski sauðfjárstofninn er af
íslenskum uppruna en sauðfé hefur
einnig verið flutt til Kanada og
Bandaríkjanna auk nokkurra Evr-
ópuríkja.
Ekki kom fram í fyrirspurninni
hverjir hefðu áhuga á að flytja inn
íslenskt sauðfé en vitað er um jap-
önsk fyrirtæki sem sent hafa full-
trúa sína hingað til lands og sýnt
íslensku kindakjöti mikinn áhuga.
Svo gæti líka verið að þarna séu á
ferðinni auðmenn sem vita ekki
hvað þeir eiga að gera við pening-
ana sína en telja sig vanta nýstár-
leg leikföng handa börnunum sín-
um. Hver veit?
Íslenskt sauðfé í
útrás til Japans?