Bændablaðið - 27.06.2006, Side 32

Bændablaðið - 27.06.2006, Side 32
32 Þriðjudagur 27. júní 2006 Landsmót hestamanna verður að þessu sinni haldið á Vind- heimamelum í Skagafirði dag- ana 26. júní til 2. júlí og er einn stærsti viðburður Íslandshesta- mennskunnar. Helsta verkefni WorldFengs á landsmóti eru kynbótadómar kynbótahross- anna en þar verða sýnd fram- úrskarandi hryssur og stóð- hestar sem koma frá öllum landshlutum. Búast má við yfir 200 kynbótahrossum og geta áskrifendur WorldFengs um allan heim fylgst með öllum kynbótadómum alla sýningar- dagana. WorldFengur er raunverulegur kostur fyrir þá sem hafa áhuga á fylgjast vel með framgangi kyn- bótahrossanna en komast ekki á Landsmótið á Vindheimamelum. WorldFengur á eftir að þjóna vel þúsundum áhugamanna um allan heim enda verða þeir í beinu sambandi við kynbótavöllinn með aðstoð WorldFengs. Áskrif- endum fjölgar hratt þessa dagana sérstaklega vegna nýrra samn- inga við Íslandshestafélögin í Austurríki, Svíþjóð og Þýska- landi. Noregur kemur síðan inn á næsta ári. Það er hins vegar ástæða til að hvetja fólk til að sækja um áskrift í tíma enda má búast við miklu álagi í áskriftar- deildinni dagana fyrir Landsmót- ið. Fyrir þá sem koma á Lands- mótið þá verður WorldFengur á staðnum með bás á mótinu í sam- vinnu við Félag hrossabænda, Félag tamningamanna, Hólaskóla og Sögusetur íslenska hestsins. Á básnum verður hægt er að kaupa áskrift og ræða við skrásetjara og forritara WorldFengs ásamt því m.a. að hitta þekkta hrossabænd- ur og tamningamenn. WorldFengur - tengir þig við kynbótasýningu Landsmótsins! Nokkrar umræður hafa orðið um það að undanförnu að mat- vörur séu ekki nógu vel merkt- ar í verslunum þannig að neyt- endur sjái ekki hver er uppruni þeirra og innihald. Einkum hafa innflytjendur erlends grænmetis legið undir ámæli um að haga merkingum þannig að neytendur blekkist til að halda að grænmetið sé íslenskt en ekki innflutt. Með því móti séu þeir að hagnýta sér gott orðspor sem innlend garðyrkja hefur aflað sér og framleiðslu sinni. Um þetta mál var rætt á Al- þingi í vetur þegar Ísólfur Gylfi Pálmason spurði þáverandi um- hverfisráðherra, Sigríði Önnu Þórðardóttur, um þær reglur sem gilda um merkingu matvæla hér á landi. Spurði hann hvort ráðherra teldi eðlilegt að innflytjendur matvæla merki þau á þann hátt að ekki sé skýrt hvaðan varan er og hvort í undirbúningi sé að herða reglur um merkingar matvæla „þannig að ekki fari milli mála hvaða vörur eru innlendar og hvaða vörur af erlendum upp- runa“. Evrópskar reglur Í svari ráðherra kom fram að samkvæmt lögum skuli „matvæ- laumbúðir merktar með nafni og heimilisfangi framleiðanda mat- vælanna eða dreifanda þeirra. Þá skal heiti vörunnar koma fram ásamt upplýsingum um innihald, geymsluskilyrði, geymsluþol og nettóþyngd eða lagarmál.“ Í reglugerð segir að merking mat- væla skuli „ekki vera blekkjandi fyrir kaupanda eða móttakanda, einkum að því er varðar sérkenni matvælanna, nánar tiltekið eðli þeirra, auðkenni, eiginleika, teg- und, samsetningu, þyngd, geymsluþol, aðferð við gerð eða framleiðslu og svo uppruna. … upplýsingar um uppruna eða framleiðsluland skulu koma fram, ef skortur á slíkum upplýsingum gæti villt um fyrir neytendum hvað varðar réttan uppruna mat- vælanna.“ Fram kom í máli ráðherra að flestar reglur sem hér gilda um merkingu matvæla eiga sér upp- runa í Evrópusambandinu og að þar hafi orðið veruleg þróun í átt til aukins rekjanleika matvæla. „Enn sem komið er hefur ekki verið tekið til athugunar að setja sérstakar reglur um upprunamerk- ingar … Hins vegar má taka fram að í nýrri matvælalöggjöf Evr- ópusambandsins, þar sem kveðið er á um meginreglur og kröfur um matvæli, er m.a. kveðið á um að til staðar sé kerfi til að rekja feril matvæla allt að uppruna. Unnið er að upptöku þeirrar lög- gjafar í EES-samningnum.“ Upplýsingar bænda týnast á leið til neytenda Talsverðar umræður urðu um þessa fyrirspurn og tóku þátt í henni þingmenn allra flokka nema Vinstri grænna. Jóhanna Pálmadóttir ræddi málið frá sjón- arhóli bænda og sagði meðal ann- ars: „Okkur bændum er gert að skrá vandlega allt framleiðsluferli okkar framleiðslu. Þær upplýs- ingar liggja fyrir en þær komast einhverra hluta vegna ekki út til neytenda. Við það erum við ekki sátt af því að oft er bent á bænd- ur, að þeir standi sig ekki í þeim málum. En bændur gera það og þeim ber að fylgja ferlinu öllu eftir og skrá þetta skilmerkilega því það skiptir máli fyrir neytend- ur … hvaðan varan kemur og hvernig hún er framleidd.“ Nokkuð var rætt um hvort rétt væri að nota íslenska fánann eða liti hans til að merkja vörur sér- staklega og Ísólfur Gylfi benti á að íslenskir garðyrkjumenn merktu sína framleiðslu einmitt þannig. Ráðherra fagnaði þessari umræðu og tók undir ábendingu um að innflytjendur matvæla eigi að fara að reglum í sambandi við merkingar matvæla. „Þetta eru mál sem skipta okkur miklu og það er mjög vaxandi krafa um það frá neytendum að merkingum sé betur sinnt en verið hefur. Við erum að vinna að innleiðingu reglna Evrópusambandsins sem leiðir til þess að merkingar verða nákvæmari og merkingar verða auknar,“ sagði Sigríður Anna Þórðardóttir. Þarf að rýna í smáaletrið Við þetta má bæta að þegar út- varpsmenn á Morgunvakt Ríkis- útvarpsins fóru í verslun og könn- uðu merkingar á grænmeti kom- ust þeir að því að innflutt græn- meti var oft merkt á íslensku en oftar en ekki þurftu þeir að hafa verulega fyrir því að finna upp- runalandið, það var yfirleitt auð- kennt með svo smáu letri að fólk á hraðferð var ekki líklegt til að koma auga á það. Í sumum tilvik- um voru engar upplýsingar um grænmetið aðrar en tegund og verð. Í öðrum þætti á sömu stöð var fjallað um merkingar á kjöti og þar kom fram að sú gæðastýring sem viðhöfð er í framleiðslu lambakjöts og um 80% framleið- enda tekur þátt í virðist deyja út við sláturhúsvegginn. Þegar kjöt- ið kemur til neytenda eru allar upplýsingar horfnar og í sumum verslunum er enn stuðst við gamla flokkunarkerfið sem lagt var af fyrir allnokkrum árum. Neytendur fá hins vegar ekki að vita um lögbundið flokkunarkerfi sem nú er stuðst við en það flokk- ar kjöt eftir gæðum og á því byggjast greiðslur til bænda. Ísólfur Gylfi nefndi þetta atriði einnig í áðurnefndum umræðum á Alþingi og sagði að enn vantaði „talsvert á að neytendur viti um uppruna og tegund matvörunnar. Þannig vita neytendur ekki hvort þeir eru að kaupa gimbra- eða hrútakjöt þegar um lambakjöt er að ræða. Á sama hátt vita þeir ekki hvort þeir eru að kaupa nautakjöt, kvígukjöt eða kýrkjöt þegar þeir eru að kaupa nautakjöt. Það vantar einnig á að uppruna vörunnar sé getið.“ Á hinn bóg- inn hrósaði þingmaðurinn mjólk- urframleiðendum fyrir góðar merkingar og markaðssetningu. Merkingar matvæla Uppruni vörunnar þarf að vera á hreinu - Þingmenn og fjölmiðlar sammála um að bæta þurfi merkingar á matvöru svo neytendur viti hvað þeir eru að kaupa Hólmavíkurkirkja fær nýjan búning Undanfarna daga og vikur hefur verið unnið að því að slá koparklæðn- ingu á þak Hólmavíkurkirkju. Fyrir tveimur árum var settur kopar á þak turnsins en nú verður allt þakið klætt kopar og er verkið vel á veg komið. Smiðir frá trésmiðjunni Höfða sáu um undirbúningsvinnu en það eru verktakar frá Kopar og sink sem setja pappann og koparinn á þakið. Áætlað er að verkinu verði lokið um miðjan júlí. Þegar rigningunni slotar má því búast við að fagurlega glampi á koparinn í sólskininu. Hólmavíkurkirkja stendur á Brennuhól og var vígð árið 1968 eftir að hafa verið í byggingu frá 1952. Gunnar Ólafsson teiknaði kirkjuna en hann lést áður en hann hafði lokið við að teikna innviði hennar. Sveinn Kjarval tók við verkinu eftir lát hans og teiknaði innrétting- ar og mikið af innri búnaði kirkjunnar. Skreytingar eru einnig að hluta til úr kopar, þ. á m. stór kross og kertastjakar. Áður var bárujárnsklæðning á þakingu en að sögn Sólrúnar Jónsdóttur sóknarnefndarformanns er koparklæðningin einkum valin til að minnka viðhald á þakinu sem áður þurfti að mála á 10-12 ára fresti. „Því miður verður því ekki lokið fyrir hamingjudaga en vonandi sýnir fólk þolinmæði þó þetta taki sinni tíma,“ sagði Sólrún. Yfirlit um framleiðslu og sölu ýmissa búvara Bráðabirgðatölur fyrir maí 2006 maí.06 mar.06 jún.05 Breyting frá fyrra tímabili, % Hlutdeild % Framleiðsla 2006 maí.06 maí.06 maí '05 3 mán. 12 mán. m.v. 12 mán. Alifuglakjöt 588.735 1.693.785 6.072.113 -2,6 11,0 10,1 25,1% Hrossakjöt 52.247 115.629 753.435 80,5 23,2 -7,1 3,1% Kindakjöt*, 874 69.726 8.738.953 153,3 1,0 1,0 36,1% Nautgripakjöt 253.727 741.964 3.225.782 -22,4 -19,0 -11,4 13,3% Svínakjöt 537.560 1.367.849 5.419.177 12,7 0,7 1,2 22,4% Samtals kjöt 1.433.143 3.988.953 24.209.460 -0,3 0,7 1,0 Mjólk 11.368.986 31.451.881 110.802.448 8,8 3,5 -1,3 Sala innanlands Alifuglakjöt 600.670 1.662.202 6.212.624 14,7 8,3 11,7 27,1% Hrossakjöt 53.331 155.861 583.201 62,1 43,5 2,8 2,5% Kindakjöt 533.142 1.641.269 7.496.607 -12,7 -5,3 3,0 32,7% Nautgripakjöt 261.459 757.112 3.236.147 -18,0 -18,1 -11,4 14,1% Svínakjöt 539.015 1.371.283 5.420.318 13,3 0,0 1,6 23,6% Samtals kjöt 1.987.617 5.587.727 22.948.897 1,3 -1,5 2,5 Mjólk: Sala á próteingrunni: 10.146.153 28.646.538 112.513.908 3,9 -0,9 0,7 Sala á fitugrunni: 9.031.019 25.516.172 101.779.040 4,8 1,0 2,2 * Kindakjöt lagt inn samkv. útflutningsskyldu sem flutt skal á erlenda markaði er meðtalið í framangreindri framleiðslu. Tölur um framleiðslu og sölu Mjólku ehf eru ekki innifaldar þar sem fyrirtækið hefur hafnað að skila skýrslum samkvæmt 77. gr laga nr. 99/1993

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.