Bændablaðið - 27.06.2006, Page 33

Bændablaðið - 27.06.2006, Page 33
33Þriðjudagur 27. júní 2006        ! " # $! " # %%%& '           STEINEFNASTAMPUR FÓÐURBLANDAN HF. Reykjavík, Selfossi, Hvolsvelli Bústólpi ehf. Akureyril Sími 570-9800 www.fodur.is Komum í veg fyrir steinefnaskort, veitum frjálsan aðgang að steinefnum. Forysta í fóðrun Orðsending til bænda, búnaðarsambanda og dýralækna vegna flutn- ings á líflömbum milli varnarhólfa haustið 2006 (geymið þessa auglýsingu) Bændur, sem vilja kaupa líflömb vegna fjárskipta á komandi hausti þurfa að senda skriflega pöntun til Landbúnaðarstofn- unar með milligöngu viðkomandi búnaðarsambands fyrir 1. ágúst 2006. Þeir einir koma til greina, sem lokið hafa fullnað- arsótthreinsun og frágangi húsa, umhverfis og annars, sem sótthreinsa átti. Skal tekið fram í umsókninni hver vottaði sótthreinsun og hvenær. Sami frestur gildir fyrir þá sem búa á riðusvæðum, og óska þess að fá keypt hrútlömb til kynbóta eða vegna vandkvæða á að nota sæðingar. Þeir skulu fá umsögn héraðsdýralæknis um þær ástæður og senda pöntun sína til viðkomandi búnaðarsambands sem gefur allar nánari upplýsingar og leiðbeiningar um líflamba- svæði. Allt fé á viðkomandi bæjum skal vera merkt í samræmi við reglugerð um merkingar búfjár nr. 289/2005 með síðari breyt- ingu og skal tekið fram í umsókninni að svo sé. Að gefnu tilefni er áréttað, að flutningur á sauðfé og geitum milli varnarhólfa (yfir varnarlínur) er stranglega bannaður án leyfis yfirdýralæknis. Ennfremur er með öllu óheimilt án leyfis viðkomandi héraðsdýralæknis að versla með kindur (ung- lömb sem eldra fé) eða flytja fé til lífs á milli bæja með öðru móti. Héraðsdýralæknar gefa nánari upplýsingar um heilbrigðis- ástand í umdæmum sínum. Umsóknum verður svarað fyrir ágústlok. Leyfi ræðst meðal annars af heilsufari fjár á sölusvæðinu, þegar kemur að flutningi hverju sinni. Landbúnaðarstofnun Austurvegi 64 - 800 Selfoss - ími 530 4800 Hagþjónusta landbúnaðarins hvetur bændur til að skila búreikningum vegna rekstrarárs 2005 til stofnunarinnar. Frestur hefur nú verið framlengdur til 10. júlí n.k. Allar nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Sigurðardóttir í síma 433- 7084. Tölvupóstfang: ingibj@hag.is reikningar 2005 Bú Hagþjónusta landbúnaðarins, Hvanneyrargötu 3, Hvanneyri, 311 Borgarnes. Sími 433-7081. Ferðaþjónustuaðilar - sumarhúsakaupendur Þarf að auka gistirýmið eða bæta við spennandi tilbreytingu? Eigum til afgreiðslu nýtt Hobby Landhaus UML 2006 hjólhýsi. 20m2 glæsileg svíta sem hægt er að nota sem heilsársbústað. Svefnpláss fyrir fimm fullorðna. Verð aðeins 2,5 milljónir + VSK. Getum útvegað 20 - 25m2 Isabella fortjald með. Eigum á lager eða útvegum flestar stærðir hjólhýsa. Nánari upplýsingar í s: 587-2200, 898-4500 og á www.vagnasmidjan.is Eldshöfða 21 - 110 Reykjavík Sími 587 2200 / 894 6000 Lúpína hefur löngum verið um- deild og ýmist talin illgresi eða uppbót á gróðurlitlum svæðum. Plantan er óvenju fljót að dreifa sér og getur lifað við ýmis skil- yrði. Í þjóðgarðinum í Skafta- felli hafa menn nú gripið til óvenjulegra úrræða, nefnilega beitt nokkrum lambám í girð- ingu þar sem lúpínan er orðin til vandræða vegna umfangs. Ármann Guðmundsson er bóndi á Svínafelli en hann hefur nú lánað 20 lambær annað árið í röð í þjóðgarðinn. Hann segir að á Svínafelli hafi verið girðing til ára- tuga sem var orðin stútfull af lú- pínu. Girðingin hafi verið fjarlægð og sauðfé leyft að ganga í gróður- inn. Eftir tvö ár sást varla til lúpínu á svæðinu og gras hafði aukist til muna. „Í fyrra fóru þær óþarflega seint, lúpínan var komin í blóma þegar þær komu, þannig að nú svampaði ég 20 ær sem báru snemma og fóru 10. maí upp í Skaftafell.“ Þá var lúpínan farin að lifna við en annar gróður lítið sem ekkert vaxinn. Hann segir að hann og kona hans skiptist á að líta til með þeim og ærnar verði teknar áður en ofbeit verður í girðing- unni. Strax er farið að sjá á lúpínu- gróðrinum. Girðingin er um 20 hektarar og komast ærnar ekkert um annað svæði í þjóðgarðinum. Ármann segir að þjóðgarðsvörður- inn hafi séð grasbalann á Svína- felli þar sem lúpínan hvarf vegna beitar og langað að prófa þetta líka, tíminn verði svo að leiða í ljós hvernig fer. Sauðfé beitt í lúpínugróður Noregur er að koma á fót geymslu fyrir fræ af nytjajurt- um hvaðanæva úr heiminum á Svalbarða. (Svalbard Global Seed Vault). Fræið verður geymt í frosti í öryggisgeymslu. Noreg- ur mun þannig taka alþjóðlega ábyrgð á varðveislu erfðafjöl- breytni nytjajurta. Norski land- búnaðarráðherrann, Terje Riis- Johansen hefur nefnt geymsluna Örkina hans Nóa fyrir nytja- jurtir heims. Þetta kemur fram í Bondebladet. Áætlunin um frægeymslu í frosti á Svalbarða hefur vakið al- þjóðlega athygli en geymslan gegnir m.a. því hlutverki að draga úr skaða ef jurtasjúkdómar eða aðrar hættur ógna ræktun. Geymsluhvelfingin verður sprengd inn í fjall í grennd við Longyearbyen og á að rúma þrjár milljónir tegunda og afbrigða jurta. Undirbúningur verksins hófst árið 2005 og stefnt er að því að taka geymsluna í notkun í sept- ember 2007. Svalbarði er talinn henta vel sem geymslustaður, þar sem hann liggur utan alfaraleiðar og þar er viðvarandi frost, sem tryggir að fræið skaðist ekki þó að kælikerfið bregðist. Kjörhitastig fyrir geymslu á fræi er 18 gráðu frost á Celsius. Fræ af nytjajurtum geymt á Svalbarða

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.