Bændablaðið - 27.06.2006, Qupperneq 34
34 Þriðjudagur 27. júní 2006
Umfangsmikill útflutningur á
perlumöl úr Austurfjörum við
Hornafjörð til Bandaríkjanna er
að hefjast. Að sögn landeigand-
ans, Ómars Antonssonar á
Horni, er í ár áformað að flytja
alls um 10 þúsund tonn og eru
fyrstu sendingarnar þegar farn-
ar vestur um haf. Vonast Ómar
til að þessi útflutningur sé aðeins
upphafið að því sem koma skal.
Það var um mitt síðastliðið ár
sem fyrstu þreifingar vegna malar-
sölu til Bandaríkjanna hófust.
Væntanlegir kaupendur komu þá
hingað til lands og könnuðu að-
stæður sem leiddi til þess að 2.000
tonna prufusending fór vestur á
vormánuðum. Önnur ámóta stór
sending fór nú um miðjan júní og
þriðja sendingin er áformuð í ágúst
næstkomandi
Steypuefni í sundlaugar
„Kaupendurnir eru í Arisona-
fylki í Bandaríkjunum, sem er eitt
af miðríkjunum svonefndu. Þeir
kaupa jarðefni víðsvegar frá, en
mölin héðan hentar vel til dæmis
sem steypuefni í sundlaugar og
þannig verður hún notuð. Mölin er
hörpuð niður í eins til fimm milli-
metra stærð samkvæmt óskum
kaupenda, en þetta er einn fárra
staða í heiminum þar sem fá má
svartar perlur nákvæmlega í þess-
ari stærð,“ segir Ómar, sem vegna
útflutningsins hefur reist tuttugu
metra bryggju á Austurfjörum.
Skip sem sigla inn í Horna-
fjarðarós eiga að geta lagst þar að
og tekið möl um borð. Hann segir
að vegna útflutningsins og þeirra
hagsmuna sem undir séu, hafi
þetta verkefni verið mjög aðkall-
andi. Hafnarframkvæmdir séu
strangt til tekið á hendi ríkisvalds-
ins, en sjálfur hafi hann talið að
málið væri aðkallandi og að engan
tíma mætti missa. Ef bíða hefði átt
eftir fjárframlögum frá ríkinu og
atbeina opinberra aðila hefði verk-
ið efalítið tekið mörg ár.
Gull og grjót
Ómar segir Austurfjörur nánast
ótæmandi námu; brimið kvarni og
skoli fíngerðri möl á land. Í tímans
rás hafi gríðarlegt magn jarðefna
verið tekið í fjörunum án þess að
sjái högg á vatni og svo verði efa-
lítið áfram.
„Í perlunum eru steinefni eins
og blágrýti og gabbró; afar slit-
sterk efni sem gætu til dæmis hent-
að vel í íslenska vegklæðningu. Þá
höfum við að undanförnu selt mik-
ið af möl til Reyðarfjarðar, sem þar
er notuð sem klæðningarefni í þær
miklu framkvæmdir sem þar eru
nú yfirstandandi vegna byggingar
álvers,“ segir Ómar sem minnir á
að fyrir margt löngu hafi Einar
heitinn Eiríksson bóndi á Hvalnesi
gert sér miklar vonir um útflutning
á gulli og grjóti úr námum í landar-
eign sinni. Þær hafi á sinni tíð þótt
fjarstæða, en séu nú að verða að
veruleika, vonum seinna en ætlað
var.
Hafnargerðin er einkaframtak Ómars Antonssonar. Hann segir tímann dýrmætan og ekki hefði verið hægt að bíða eftir því að ríkið sinnti þessari
aðkallandi framkvæmd.
Dyngjan mikla. Perlumölin sem flutt er til Bandaríkjanna er perluð niður í
eins til fimm millimetra stærð, í samræmi við óskir kaupenda.
Reisir bryggju á Austurfjörum í Hornafjarðarósi vegna útflutnings á möl:
Hornfirskar perlur í
bandarískar sundlaugar!
Niðurrif
ónýtra útihúsa
í Danmörku
kostar 7,5
milljarða dkr.
Það mun kosta 7,5 milljarða
dkr. og taka 15-20 ár að
fjarlægja ónýt útihús í
Danmörku. Bændur einir ráða
ekki við það verkefni.
Þetta er stærsta hreinsunarátak í
sögu Danmerkur, ef reiknað er
með að jafn mikið sé rifið og
byggt er af nýjum útihúsum
árlega, segir Kræn Ole Birkkjær,
arkitekt hjá Ráðgjafarmiðstöð
dansks landbúnaðar, bygginga- og
tæknideild. Skýrsla vinnuhóps um
málið mun birtast fljótlega. Viðtal
við hann birtist í LandbrugsAvisen
í byrjun mánaðarins.
Vinnuhópurinn áætlar að í
Danmörku séu útihús alls um 100
milljón fermetrar að stærð og af
því séu um 40 milljón fermetrar í
notkun. Af hinum hlutanum eru 25
milljón fermetrar í svo lélegu
ástandi að farga megi þeim nú
þegar, enda hafi þær byggingar
ekki varðveislugildi. Fjárþörfin,
7,5 milljarðar dkr., er áætluð til að
fjarlægja þann hluta.
Lagt er til að ríkið hlaupi undir
bagga með skattaívilnun og rýmri
afskriftar-reglum. Þá er lagt til að
sveitarfélögin leggi verkefninu lið,
sem og tryggingarfélög, lána-
stofnanir og Samtök byggingar-
iðnaðarins í Danmörku.
Þá leggur nefndin til að arki-
tektar fái sérstaka fræðslu um það
hvernig staðið skuli að endur-
skipulagningu útihúsa á jörðum út
frá þeim rekstri sem þar fer fram
og stöðu jarðarinnar í umhverfinu.
Að lokum verði haft í huga að
niðurrifið fari þannig fram að nýti-
legt byggingaefni fari ekki for-
görðum.
Krókhálsi 3 569-1900
hvítlist
LEÐURVÖRUVERSLUN
Allt til
nýsmíði,
viðhalds og
viðgerða á
reiðtygjum.