Bændablaðið - 27.06.2006, Side 36
36 Þriðjudagur 27. júní 2006
Vinnugallar
fyrir bændur!
Vantar þig
vinnugalla fyrir
sumarið?
Við eigum enn til
nokkra galla frá
66°Norður á lager.
Fyrstir koma
fyrstir fá!
Stærðir:
48, 50, 52, 54, 56,
58, 60 og 62.
Einn litur. Sjá
mynd.
Verð kr. 2.990 auk
sendingar-
kostnaðar.
Hringdu í síma
563 0300 eða
sendu tölvubréf.
Netfangið er
ath@bondi.is
Þú getur greitt
með greiðslukorti
eða gíró.
Gallarnir eru
auðkenndir með
merki íslensks
landbúnaðar.
Bændasamtök
Íslands
Bændahöll við
Hagatorg.
Vökudagar er heiti á menning-
arviku sem haldin hefur verið á
Akranesi síðastliðin þrjú ár og
er hún ævinlega í nóvember. Í
ár verða Vökudagarnir haldnir
dagana 2. til. 9. nóvember.
Hrönn Ríkharðsdóttir, sem
verið hefur formaður menningar-
og safnanefndar Akraness, sagði í
samtali við Bændablaðið að
ávallt hefði verið ákveðið þema á
þeim Vökudögum sem haldnir
hafa verið. Síðan eru föst atriði
eins og myndlistarsýningar, leik-
sýningar og tónleikar en fyrsta
árið var aðaláherslan á tónlist.Þá
var Theódórs Einarssonar minnst
og börnum hans veittur styrkur til
að gefa út tónlist sem hann hafði
samið söngtexta við.
Árið 2004 var Bragi Þórðar-
son bókaútgefandi heiðraður fyr-
ir menningarstörf sín á ýmsum
sviðum. Það árið var lögð höfuð-
áhersla á bókmenntir. Í fyrra var
farið í samstarf við Tónlistar-
skóla Akraness sem átti afmæli á
árinu. Friðþjófur Helgason ljós-
myndari var þá valinn bæjar-
listamaður.
Hrönn segir að alltaf séu tón-
leikar, myndlistasýningar og leik-
sýningar þannig að úr verði
menningarvika á Akranesi.
Vökudagarnir á Akranesi
Í grein í Bændablaðinu þann 16.
maí sl. er fjallað um raforkubænd-
ur og vitnað í Orra Hrafnkelsson
og Birki Friðbertsson. Að gefnu
tilefni vill Orkustofnun koma eftir-
farandi leiðréttingum á framfæri.
Í lögum nr. 78/2002 um niður-
greiðslu húshitunarkostnaðar er
ákvæði til bráðabirgða sem hljóðar
þannig:
Orkustofnun skal á næstu fimm
árum vinna að hagkvæmnisúttekt á
nýtingu varmadælu til húshitunar á
þeim lághitasvæðum landsins þar
sem möguleikar eru á frekari nýt-
ingu jarðhitans. Ennfremur skal
stofnunin í samvinnu við iðnaðar-
ráðuneytið gera úttekt á möguleik-
um á nýtingu smávirkjana á lands-
byggðinni. Í þessu skyni skal
heimilt á þessu tímabili að verja
allt að 10 millj. kr. árlega af þeirri
fjárveitingu sem ákveðin er til nið-
urgreiðslu rafhitunar.
Orkustofnun hefur á undanförn-
um árum á grundvelli þessarar
greinar veitt styrki til rannsókna á
virkjunarmöguleikum í samráði
við iðnaðarráðuneytið. Byrjað var
á að taka saman bækling með leið-
beiningum um smávirkjanir og yf-
irfara og nútímavæða eldri leið-
beiningar um mælingar á rennsli í
smærri vatnsföllum. Bæði ritin
voru gefin út í pappírsformi jafn-
framt því sem þau eru til reiðu á
vef Orkustofnunar. Meginmark-
miðið var að efla bændur til sjálfs-
hjálpar við könnun á aðstæðum og
undirbúning smávirkjana með sem
minnstum tilkostnaði og sem bestri
nýtingu fjármagns. Í framhaldi af
samantekt leiðbeiningabækling-
anna var raforkubændum gefinn
kostur á að sækja um styrk til iðn-
aðarráðuneytisins (seinna til Orku-
stofnunar) til frumathugunar á að-
stæðum fyrir allt að 300 kW vatns-
aflsvirkjun. Frumathugun þýddi
úttekt á fyrirliggjandi gögnum,
heimsókn sérfræðings frá Vatna-
mælingum Orkustofnunar til at-
hugunar á aðstæðum og leiðbein-
ingar um nauðsynlega frekari
gagnaöflun, svo sem rennslismæl-
ingar, ásamt skriflegri greinargerð.
Umsækjendur skuldbundu sig til
að greiða 20% af kostnaði við slíka
frumathugun, eða allt að kr. 50.000
án VSK, hvor upphæðin sem var
lægri. Einnig skuldbatt umsækj-
andi sig til að skila upplýsingum
um vatnshæð og rennsli, sem
kunna að safnast við kvarða og
mælistíflur á hans vegum, til varð-
veislu hjá Vatnamælingum Orku-
stofnunar, þannig að þær nýtist
áfram við grundvallarrannsóknir í
almannaþágu.
Eins og fram kemur hér að ofan
var ráðgert að nota 10 millj. kr. ár-
lega í fimm ár, alls 50 millj. kr., til
smávirkjana- og varmadæluverk-
efna frá árunum 2002 til 2007.
Staðan í dag er sú að til smávirkj-
anaverkefnisins hafa farið rúmlega
30 millj. kr. og varmadæluverk-
efna hafa farið um 10 millj. kr.
Óráðstafað er því enn 10 millj. kr.
og verður þeim varið til nokkurra
verkefna sem tengjast báðum þess-
um meginþáttum.
Staðan í smávirkjanaverkefninu
er sú að borist hafa 54 umsóknir
um styrk til aðstoðar við frumat-
hugun á virkjunarkostum. U.þ.b.
40 aðilar hafa fengið afgreiðslu
sinna mála. Þar af hafa nokkrir
helst úr lestinni á miðri leið, enda
ljóst að ekki voru aðstæður til hag-
kvæmrar nýtingar vatnsorku hjá
þeim, en það er niðurstaða í sjálfu
sér. Allmargir hafa því miður ekki
enn skilað inn umbeðnum gögnum
um vatnshæð og fyrir vikið hefur
hluti þess fjármagns sem lagt hefur
verið til verkefnisins e.t.v. ekki
nýst sem skyldi. Nú er unnið að út-
tekt hjá Vatnamælingu Orkustofn-
unar á kostnaði við að ljúka af-
greiðslu þeirra umsókna sem útaf
standa, en eðlilega verður lögð
áhersla á að sinna þeim skila full-
nægjandi gögnum, þannig að að-
stoðin nýtist sem best.
Að lokum er tekið undir um-
mæli Orra Hrafnkelssonar um að
stafrænir vatnshæðarmælar gefi
nákvæmari mynd af vatnafari á
hverjum stað en stakir kvarða-
álestrar, þann tíma sem þeir eru í
rekstri. Tegund mælibúnaðar hefur
hins vegar ekkert með náttúruleg-
an breytileika í vatnafari að gera,
hvort heldur sem er árstíðabundnar
sveiflur eða breytileika milli ára.
Hagnýting stafrænna vatnshæðar-
mæla styttir því ekki þann tíma
sem hingað til hefur verið talið að
fylgjast þurfi með rennslinu áður
en ráðist er í virkjun.
Benedikt Guðmundsson
verkefnastjóri hjá Orkustofnun
Smávirkjanir
Viltu verða
skólabóndi?
Skólabóndi er starfandi bóndi sem heimsækir
grunnskóla og segir frá sjálfum sér og lífinu í sveitinni
undir merkinu
Dagur með bónda.
Þetta er eitt af
skólaverkefnum
Bændasamtaka
Íslands til þess að
kynna skólabörnum
í þéttbýli líf og störf
til sveita.
Um er að ræða
nokkrar heimsóknir
á vetri í
7. bekk grunnskóla
á tímabilinu 1. september til 30. maí á eftirfarandi
stöðum:
· Reykjavík
· Akureyri
· Dalvík
Hver heimsókn tekur þrjár klukkustundir. Sýnt er
myndband úr sveitinni og farið í skemmtileg og fræðandi
verkefni sem bóndinn fær hjá verkefnastjóra „Dags með
bónda„. Greitt er fyrir hverja heimsókn.
Nánari upplýsingar gefur Berglind Hilmarsdóttir í síma
487-8943; 893-8943
Netfangið: dmb@bondi.is