Bændablaðið - 27.06.2006, Side 38

Bændablaðið - 27.06.2006, Side 38
38 Þriðjudagur 27. júní 2006 „Við leggjum mikið upp úr því að andrúmsloftið sé heimilislegt, þetta er rekið sem heimili, ekki stofnun,“ segir Fjóla Stefáns- dóttir forstöðumaður á Greni- lundi, dvalarheimili aldraðra á Grenivík í Grýtubakkahreppi. Húsið Grenilundur sem stendur við Túngötu var byggt árið 1998, en fulltrúar í sveitarstjórn fóru fyr- ir alvöru að hugleiða byggingu einhvers konar afdreps fyrir aldr- aða í hreppnum árið 1991. Þó nokkur hópur aldraðra íbúa, sem ekki gat dvalið heima lengur, hafði þá ekki um aðra kosti að velja en dvelja hjá börnum sínum eða fara á dvalarheimili á Akureyri. Ekkert varð þó úr framkvæmdum strax, þeim var skotið á frest vegna nið- ursveiflu í atvinnulífi sem varð á þessum tíma. Það var svo í júlí árið1997 sem fyrsta skóflustungan var tekin að byggingunni og fyrstu íbúarnir voru fluttir inn á heimilið snemma hausts 1998. Bætt úr brýnni þörf Kostnaðurinn við bygginguna nam um 54 milljónum króna sem er stór biti fyrir lítið sveitarfélag, en hreppurinn fékk styrk úr Fram- kvæmdasjóði aldraðra sem nam 20% af byggingakostnaði. Í hluta hússins er aðstaða fyrir heilsu- gæslu og borgaði ríkið 85% kosn- aðar við byggingu þess og sveitar- félög sem stóðu að Heilsugæslu- stöðinni á Akureyri greiddu það sem á vantaði. Áður hafði heilsu- gæslan verið í afar bágbornu hús- næði þannig að mjög var bætt úr brýnni þörf þegar húsnæði Greni- lundar var tekið í notkun. Dáist að samheldni fólksins „Víða var ástandið orðið erfitt, fólk var með aldraða foreldra sína inni á heimilinu og sá um þá. Ég hef alltaf dáðst að því hve sam- heldni fólks hér er mikil, þetta var bara eitthvað sem fólk gerði, það tók að sér umönnun foreldra sinna fremur en að senda þá í burtu til Akureyrar því aðrir kostir voru ekki í boði áður fyrr,“ segir Fjóla. Heimahjúkrun stóð til boða á þess- um tíma og leysti að einhverju leyti úr þörf fyrir þjónustu fyrir aldraða. Samt alls ekki alla þá þörf sem skapast hafði í þessum efnum í byggðalaginu. Herbergin heita eftir eyðibýlum á Látrastönd Íbúar á Grenilundi eru 10 tals- ins, en að sögn Fjólu gegnir starf- semin mikilvægu hlutverki í sveit- arfélaginu, fyrst og fremst fyrir hina öldruðu íbúa heimilisins en einnig hvað varðar fjölbreyttari möguleika á atvinnu. Stöðugildin eru 4-5 talsins og verða að líkind- um aukin innan tíðar, þar sem álag hefur aukist á heimilinu, íbúarnir eldri, heilsu þeirra hefur hrakað og þeir þurfa meiri þjónustu en áður. „Hver íbúi er með sitt eigið her- bergi, það er um 20 fermetrar að stærð og inni á hverju herbergi er snyrting með sturtu,“ segir hún, en herbergin hafa ekki númer eins og víða tíðkast, þau heita sérstökum bæjarnöfnum, sem sótt eru til eyði- býla á Látrastönd. Íbúarnir borða saman, „og við leggjum áherslu á að maturinn sé heimilislegur, öll tæki í eldhúsinu eru bara venjuleg heimilistæki, þetta er eldhús ekki mötuneyti og þar inn geta menn farið kjósi þeir að setjast niður með kaffibolla eða til að næla sér í kexköku„, segir Fjóla, en verið var að baka ilmandi döðlubrauð með miðdegiskaffinu á meðan tíðindamaður Bændablaðs- ins heimsótti Grenilund. „Hér geta menn gengið í allt sem með þarf ef þeir vilja,“ bætir hún við. Markmiðið að íbúunum líði vel Íbúarnir eru ævinlega kallaðir íbúar, ekki vistmenn, skjólstæðing- ar eða önnur orð sem hafa yfir sér meiri stofnanablæ og þá er starfs- fólk í eigin fötum í vinnunni, ekki sloppum eða öðrum einkennisfatn- aði. „Við rekum þetta eins og heimili, ekki stofnun við leggjum mikið upp úr léttu heimilislegu andrúmslofti, viljum ekki hafa sjúkrahússbrag á þessu, markmiðið er að íbúunum líði vel og að þeir séu heima hjá sér,“ segir Fjóla, en að auki er áhersla lögð á að íbúar haldi sínu sjálfstæði og geti lifað sínu einkalífi. Tilbreyting þegar færi gefst Íbúarnir gera ýmislegt saman, boðið er upp á leikfimi, föndur af öllu mögulegu tagi eftir áhuga hvers og eins, það er spilað, lesið upp og farið í keilu svo dæmi séu tekin. Stundum er farið út, til að mynda drukkið kaffi á Miðgörðum steinsnar frá Grenilundi og þegar vel liggur á mannskapnum er jafn- vel farið lengra til í ferðalög út fyr- ir hreppinn. Tvisvar í mánuði er svo samverustund fyrir alla aldr- aða íbúa sveitarfélagsins. „Við reynum að bjóða fólkinu upp á ein- hverja tilbreytingu þegar færi gefst,“ segir Fjóla. „Það er þó margt sem hægt væri að gera betur og það á sennilega við um landið allt. Til að byrja með þurfum við sem vinnum með aldraða að fá meira fjármagn og skilning frá rík- inu til að sinna þessu fólki sem hefur byggt upp það þjóðfélag sem við búum við í dag. Í allri þessari æskudýrkun sem er við lýði þurf- um við að auka virðingu fyrir hin- um öldruðu og einnig þurfm við að bera virðingu fyrir ummönnunar- starfi á dvalar og hjúkrunarheimil- um um landið.“ Strax mikil eftirspurn Hún nefnir að fyrst þegar til tals kom að reisa dvalarheimili fyrir aldraða í byggðalaginu hafi margir óttast að það myndi ekki ganga upp, sveitarfélagið væri of lítið, íbúarnir of fáir til að standa undir heimili af þessari stærð. Annað hafi komið á daginn, eftirspurn varð strax mikil og öll rými full- nýtt örfáum mánuðum eftir að það var tekið í notkun eða um áramótin 1998 til 1999. Að fólk fái þá þjónustu sem þarf „Ég á mér þá draumsýn,“ segir Fjóla, „að fólk geti komið hingað inn þegar það kýs, hver á sínum forsendum og fengið þá þjónustu sem það vill. Sumir þurfa litla þjónustu til að byrja með, kannski bara aðstoð við að klæða sig í sokkana sína, aðrir þurfa meira. Svo eftir því sem tíminn líður get- ur fólk fengið meiri þjónustu, allt eftir því hvað það þarf á að halda á hverjum tíma.“ Fjóla nefnir að nú hátti svo til að fólk missi svo til allar tekjur sínar við að flytjast inn á dvalarheimili, eldri Íslendingar hafi ekki greitt í lífeyrissjóði í þeim mæli sem hinir yngri gera. „það virkar auðvitað ekki hvetj- andi á fólkið sem nú er gamalt, en þetta mun breytast og þá um leið kröfurnar sem gerðar verða til heimila af þessu tagi.“ Hvernig er búið að gömlum Grenvíkingum? Grenilundur, dvalarheimili fyrir aldraða á Greni- vík gegnir mikilvægu hlutverki í byggðalaginu: Áhersla lögð á heimilis- legt andrúmsloft en ekki stofnanabrag Búnaðarsamtök Vesturlands munu halda uppteknum hætti í sumar oghaust og safna sauða- og geitamjólk til ostagerðar. Sauða- og geitamjólk má safna í nokkurn tíma, frysta og koma í samlag þegar nægilegu magni er náð og því er möguleiki fyrir bændur, hvar sem er á landinu að taka þátt í þessu skemmti- lega þróunarverkefni. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á heimasíðunni www.buvest.is Þeir sem hafa áhuga á að mjólka ær eða geitur eru hvatt- ir til að hafa samband við skrifstofu Búnaðarsamtaka Vesturlands sem fyrst í síma 437-1215. Kaffitími í Grenilundi. Fjóla Stefánsdóttir. Sauðfjár- og geitabændur athugið

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.