Bændablaðið - 27.06.2006, Síða 39
39Þriðjudagur 27. júní 2006
Aðalbjörg Halldórsdóttir er frá
Gunnarsstöðum í Þistilfirði, en
hún bjó lengst af sínum búskap
á Réttarholti, nýbýli frá Bárðar-
tjörn í Grýtubakkahreppi en
þaðan var maður hennar, Hösk-
uldur Guðlaugsson. Aðalbjörg
hefur búið á Grenilundi síðast-
liðin tvö ár, frá því í maí árið
2004.
„Við byggðum Réttarholt árið
1947, út frá Bárðartjörn og vorum
þar með búskap. Við vorum ný-
lega hætt með skepnur þegar mað-
ur minn, Höskuldur, dó árið 1999.
Ég var heima í Réttarholti allt þar
til ég flutti hingað vorið 2004,“
segir Aðalbjög, en þau hjónin voru
með það sem hún kallar meðalbú,
jörðin sem ekki var sérlega stór
bar ekki meira. „Við leigðum tún
um alla sveit,“ segir hún. „Ég
hafði gaman af bú-
skap, oft var þetta nú
samt óttalegt basl og
dagarnir langir. Þá
kom sér vel að þurfa
ekki alltaf að sofa
mikið.“ Þau hjón
voru orðin nokkuð
þreytt, komin á efri
ár, „og hætt að geta
staðið í þessu öllu
saman,“ segir hún
þannig að þau hættu
með skepnur árið
1997, „það ár létum
við frá okkur síðustu
skepnurnar.“
Eftir að Höskuld-
ur lést fór Aðalbjörg
í mjaðmaskiptiað-
gerð og dvaldi um
tíma á Kristnesi, en
flutti svo á Greni-
lund. „Ég varð hálf
heilsulaus eftir að
Höskuldur dó, hrapaði alveg niður,
en er þokkalega brött núna,“ segir
hún.
„Oooo, það er dásamlegt að
vera hérna,“ svarar hún spurð um
dvölina á Grenilund. „Það skiptir
öllu að taka sjálfstæða ákvörðun,
ég þoli illa þegar fólk segir að
„það hafi verið sett inn á hina eða
þessa stofnunina.“ Ég tók þessa
ákvörðun sjálf, að koma hingað og
fann að það var tími til kominn. Ég
held að fólkið mitt hafi verið
óskaplega fegið. Því létti að ég
skildi taka af skarið sjálf, ákveða
að nú væri rétti tíminn til að fara á
dvalarheimili. Það ýtti enginn á
eftir mér með þessa ákvörðun.“
Aðalbjörg hefur sjónvarp, út-
varp, geislaspilara og hvað eina
inni á herbergi sínu, „og hér ræð
ég mér sjálf,“ undirstrikar hún.
Aðalbjörg notar tækin sín þegar
svo býður við að horfa, gerir
handavinnu, prjónar mikið, t.d. tví-
banda rósavettlinga, peysur og sjöl
á ættingja og vini. „Ég geri allar
jólagjafir sjálf,“ segir hún og er
ánægð með það. Tveir sona hennar
búa í byggðalaginu og barnabörnin
eru í leik- og grunnskólum sveitar-
félagsins en þau koma oft í heim-
sókn til ömmu, „þá lesum við eða
segjum sögur, spilum og spjöllum,
hér er ég alveg eins og heima hjá
mér. Það er mér mjög mikils virði,
óskaplega mikils virði. Mér finnst
ég raunar ekki hafa farið að heim-
an,“ segir Aðalbjörg.
Hún er þokkalega rólfær, geng-
ur um með aðstoð göngugrindar,
fer iðulega í gönguferðir frá Greni-
lundi og upp fyrir grunnskólann,
erindar í versluninni sem er hand-
an götunnar, fer í sparisjóðinn eða
pósthúsið. Allt sjálf. „Svo er
heilsugæslan hér innan seilinga.,
Það er hér allt eins og best verður á
kosið. Ég lifi eins og blómi í eggi
ef hægt er að taka svo til orða,“
segir Aðalbjörg og getur þess að
lokum að starfsfólkið sé „allt sam-
an frábært.“
Inni á Sænesi býr Snæbjörn
Björnsson, en svo heitir herbergi
hans á Grenilundi. Hann fædd-
ist á Nolli, bæ sem stendur undir
allbröttu fjalli á ströndinni inn-
an Fnjóskár, örskammt frá sjó,
milli Fagrabæjar að sunnan og
Þorsteinsstaða, sem nú eru í
eyði, að norðan. Snæbjörn fædd-
ist á Nolli 14. maí árið 1917, „ég
get hælst af því að eiga sama af-
mælisdag og forsetinn,“ segir
hann og leggst útaf í rúmi sínu,
ætlar að halla sér aðeins fyrir
miðdegiskaffið.
Maður hokraði þetta
Snæbjörn tók við búi af foreldr-
um sínum, Birni Jóhannessyni og
Önnu Pálsdóttur, en Nollur hafði
verið í eigu sömu ættarinnar allt
frá árinu 1792, lengst setin sam-
fleytt af einni og sömu ætt allra
jarða í hreppnum. „Jörðin gekk
ævinlega frá föður til sonar,“ segir
hann. „Ég var með búskap á jörð-
inni frá því ég tók við af föður
mínum og þar til ég kom hingað,
27. nóvember 1999, ári eftir að
heimilið var tekið í notkun.“
Snæbjörn og kona hans, Unnur
Stefánsdóttir voru með blandað
bú, kýr, kindur og kartöflur. „Mað-
ur hokraði þetta,“ segir Snæbjörn.
„En ég get þó hælt mér af því„,
bætir hann við íbygginn, „að ég
var ævinlega með hæsta útsvarið
af okkur bændunum í sveitinni í
minni tíð!“
Engar gleðifregnir
Stefán sonur Snæbjarnar tók
við þegar þau hjón brugðu búi,
hann sat jörðina í 8 ár en þá gerð-
ust þau sögulegu tíðindi að hún
fóru úr eigu fjölskyldunnar. „Hún
gekk úr ættinni, það keypti hana
Svisslendingur,“ segir Snæbjörn
og viðurkennir að vissulega hafi
verið nokkur eftirsjá í jörðinni.
„Þetta voru nú svo sem engar
gleðifregnir, en við þessu er ekki
neitt að gera.“ Svisslendingurinn
býr nú á Nolli ásamt fjölskyldu
sinni, eiginkonu og þremur börn-
um. „Hann vinnur eitthvað við
tölvur og getur verið hvar sem er í
heiminum við þá iðju, fyrir honum
lá með kaupunum, að ég held að
njóta kyrrðar og útsýnis“, segir
Snæbjörn og fullyrðir að hann fái
óvíðar fegurra útsýni, „það er af-
skaplega fallegt þarna.“
Látið vel af himnaríki
Snæbjörn lætur vel af dvöl sinni
á Grenilundi, þar er gott að búa
segir hann. „Það er alltaf að koma
hingað fólk að skoða og það spyr
hvernig sé að vera hérna. Mér hef-
ur liðið afskaplega vel hérna alla
tíð, þetta er gott heimili, fámennt
og góðmennt, við erum eins og ein
stór fjölskylda. Það er látið vel af
himnaríki. Þar hef ég ekki verið,
en hygg að þetta heimili komist
næst því,“ segir Snæbjörn.
Starfsfólkið afbragð
Gott er, segir hann að hafa sínar
eigin vistarverur, geta komið og
farið að vild, það er rúsínan í
pylsuendanum. Segist sæmilegur
til heilsunnar, „en lappalaus, ekki
nógu góður í fótunum„, segir hann
en kemst þó vel um og er á ferð-
inni. Tekur þátt í félagslífinu og er
að því er virðist hrókur alls fagn-
aðar við matborðið. Og hælir
matnum á heimilinu, enginn
svangur sem þar fær að borða.
„Starfsólkið er afbragð, allt saman,
við erum einstaklega heppin með
starfsfólk, það hefur reynst okkur
vel. Sumar stúlkurnar eru ungar,
en standa sig eigi að síður prýði-
lega.“
Ekki yfir neinu að kvarta
Snæbjörn segir mjög mikilvægt
fyrir aldrað fólk í sveitarfélaginu
að eiga þess kost að dvelja í sinni
heimabyggð á ævikvöldinu, þurfa
ekki að taka sig upp og flytja um
langan veg í annað sveitarfélag.
„Það var mitt val að koma hingað
og ég tel það gott val fyrst ég á
annað borð þurfti að flytjast inn á
heimili af þessu tagi þegar heils-
unni hrakaði. Ég hef ekki yfir
neinu að kvarta„, segir hann. Ekki
neinu sem viðkemur heimilinu, en
lætur flakka í lokin að sér líki ekki
hvað fólk nú til dags sé duglegt að
safna skuldum, það er honum ekki
að skapi. „Ég lifði ævinlega á því
sem ég hafði, tók aldrei lán.“
Gott heimili, fá-
mennt og góðmennt
Dásamlegt að
vera hérna!
Æðarbændur
Tökum á móti
æðardúni til
hreinsunar og
sölu.
Hafið samband í síma 892-8080
Dúnhreinsunin ehf.
Digranesvegi 70 - 200 Kópavogur
Skógardagur í
Álfholtsskógi
Þriðjudaginn 27. júni verður gengið saman um nýútsprunginn
skóginn. Á eftir er boðið upp á léttar veitingar og sólarlagsins notið
ef verður leyfir.
Mæting klukkan 20:30 við félagsheimilið í Furuhlíð.
Allir eru velkomnir.
Skógræktarfélag Skilmannahrepps