Bændablaðið - 27.06.2006, Page 41
41Þriðjudagur 27. júní 2006
!"#$%&'()*+++,-.$-/-,%
0123 4
5013 Er vinningur
í lokinu?
Tveir ferðavinningar að verðmæti
100.000 kr. frá Sumarferðum • Canon
stafrænar myndavélar • iPod nano • iPod
shuffle 512 • PSP tölva • Playstation 2 og
Singstar • Fjölskylduspil • 45 l rafmagns-
kælitæki í bíl • Leikhúsmiðar í Borgar-
leikhúsið • Bíómiðar í Smárabíó
Engjaþykkni í kassavís
Stafrænar
myndavélar 2
Playstation 2
og Singstar20
Meira
Engjaflykkni
og flú gætir unni›
aftur!
iPod nano 20iPod shuffle 51210
Ferðavinningar að upphæð
100.000 kr.2
Vinninga skal vitja hjá MS, Bitruhálsi 1, fyrir 1. október 2006, sími 569 2200.
www.ms.is
Er v
inn
ing
ur í
lok
inu
?
fiú sér› strax
hvort það leynist
óvæntur glaðningur
í Engjaþykkninu
þínu!
315
VINNINGAR
PSP tölvur15
„Þetta tólkst mjög vel og að-
sóknin var mjög góð," segir Sig-
ríður Jóhannesdóttir um Borg-
firðingahátíð sem nýlega var
haldin að Hvanneyri í Borgar-
firði, en meðal þess sem boðið
var upp á var Bændamarkaður
Búnaðarsamtaka Vesturlands.
Talið er að um 7-800 manns hafi
komið á svæðið og átt þar góða
stund. „Það voru allir mjög
ánægðir, þrátt fyrir ausandi
rigningu, en veðrið var milt og
menn í góðu skapi, það myndað-
ist mjög góð stemmning á svæð-
inu,“ segir Sigríður og bætti við
að skipuleggjendur væru hæst-
ánægðir með viðtökurnar, en
alls tóku 10 framleiðendur þátt í
markaðnum að þessu sinni.
Á bændamarkaðnum var boðið
upp á margvíslegar vörur sem
bændur framleiða heima við,
þannig gafst þeim færi á að selja
vöru sína milliliðalaust til neyt-
enda og þeim síðarnefndu að
kynnast fjölbreyttum framleiðslu-
vörum búnum til í sveitum Vestur-
lands. „Bændur gátu þarna selt
vörur sína beint til neytenda og
það virtist falla vel í kramið, vitan-
lega er ekki hægt að selja allar vör-
ur með þeim hætti, reglugerðir
hvað sumar þeirra varðar eru mjög
strangar, mjólk þarf til að mynda
að vera gerilsneydd í samlögum
áður en hún kemst í hendur neyt-
enda,“ segir Sigríður.
Jákvæð og skemmtileg
stemmning
Guðný Jakobsdóttir formaður
Búnaðarsamtaka Vesturlands tók í
sama streng, segir vel hafa til tek-
ist og markaðurinn hafi skapað já-
kvæða og skemmtilega stemmn-
ingu. „Mér fannst þetta heppnast
sérlega vel, það gekk mjög vel að
selja og fjölmargir vildu greinilega
versla beint við bændur,“ segir hún
og nefnir sem dæmi að á einum
bás hafi verið boðnar til sölu klein-
ur og seldust birgðirnar upp á hálf-
tíma. Kvenfélagskonur stóðu í
ströngu og bökuðu pönnukökur
samfleytt í fjóra tíma, „þær höfðu
ekki undan, svo vinsælar voru
pönnsurnar.“ Af öðrum vörum
sem falar voru má nefna sauða- og
geitaost og þá gátu gestir keypt
grænmetisplöntur, sumarblóm, ag-
úrkur, tómata, hákarl, harðfisk,
hverarúgbrauð, flatkökur, brjóst-
sykur, ástarpunga og andaegg.
„Þetta framtak vakti mikla at-
hygli og tókst eins og til var ætlast,
það er full þörf á að halda svona
bændamarkað og vekja athygli al-
mennings á því fjölbreytta starfi
sem fram fer í sveitum landsins,“
segir Guðný. Þetta var fyrsti mark-
aðurinn af þremur sem haldnir
verða í sumar, sá næsti verður 8.
júlí og þriðji og síðasti verður 12.
ágúst.
Bændamarkaður Búnaðarsamtaka Vesturlands
tókst einkar vel:
Vörurnar seldar beint til neytenda
Pönnsurnar voru vinsælar. Hér
sveiflar Elva Jónmundsdóttir
pönnunni en við hlið hennar sér í
Ágústu Þorvaldsdóttur.
Þóra Kópsdóttir á Ystu-Görðum og Jóhanna B. Þorvaldsdóttir á Háafelli
buðu upp á fetaost úr sauðamjólk.
Erla Gunnlaugsdóttir á Laugalandi og Steinunn Garðarsdóttir á Gríms-
stöðum voru að selja agúrkur.