Bændablaðið - 27.06.2006, Page 42
42 Þriðjudagur 27. júní 2006
Landbúnaðarráðuneytið ákvað með útgáfu reglugerðar nr.
289/2005 og með síðari breytingum nr. 972/2005 að allt búfé skuli
merkt og skráð. Ætti öllum bændum nú að vera kunnugt um þær skyld-
ur sínar sem reglugerðin kveður á um.
En ábyrgðin hvílir ekki eingöngu á herðum bænda. Bændasamtök
Íslands hafa t.d. fengið það hlutverk að annast skráningu upplýsinga í
umboði landbúnaðarráðuneytisins. Landbúnaðarstofnun fer með eftir-
lit með framkvæmd ákvæða reglugerðarinnar og síðast en ekki síst eru
það sláturleyfishafar landsins sem annast aflestur og skráningu merkj-
anna við slátrun, ásamt upplýsingagjöf þar um til Bændasamtaka Ís-
lands.
Markmið reglugerðarinnar
Flestir eru væntanlega sammála því að matvæli skuli vera örugg og
holl. Ekki er hins vegar víst að allir séu sammála um hvernig staðið
skuli að framleiðslu matvælanna svo þau megi verða örugg og holl.
Lög og reglugerðir um aðbúnað dýra, framleiðslu matvæla, slátrun og
vinnslu afurðanna svo fátt sé nefnt eru gefin út í þeim tilgangi að
tryggja sem best þessi atriði. Gott væri ef þar með væri markmiðinu
náð. Svo er víst ekki að margra áliti og er talið nauðsynlegt að hafa eft-
irlit með öllum stigum framleiðslunnar.
Í fyrstu grein reglugerðarinnar um merkingar búfjár er markmið
hennar skilgreint. Það er að: „... tryggja rekjanleika búfjárafurða frá
upprunahjörð og/eða fæðingu viðkomandi dýrs til sölu afurða og
skapa með því grundvöll að markvissu matvæla- og búfjáreftirliti, eft-
irliti með flutningum dýra, skráningu búfjársjúkdóma og meðhöndlun
þeirra.“
Hér hefur verið ákveðið að rekjanleiki dýra og afurða skapi grund-
völl að eftirliti og skráningum. Þetta er í raun meginkjarni reglugerðar
um merkingu búfjár og skýrir þá stefnu sem landbúnaðarráðuneytið
hefur gefið út með setningu hennar.
Hlutverk bænda
Fyrst og fremst snýst hlutverk bænda um að:
1. Merkja búfé sitt samkvæmt reglugerðinni. Með búfé er átt
við hross, nautgripi, svín, sauðfé, geitfé og alifugla.
2. Merkja með merkjum sem hlotið hafa viðurkenningu Land-
búnaðarstofnunar.
3. Skrá upplýsingar um öll dýr hjarðar sinnar í sérstaka hjarð-
bók sem er annað hvort gagnagrunnur eða skýrsluform sem Bænda-
samtök Íslands láta í té. Í 7. grein reglugerðarinnar eru þau atriði talin
upp sem þarf að skrá í þessu samhengi.
4. Tilkynna til skráningaraðila (Bændasamtaka Íslands) um at-
riði er varða búfé á þeirra ábyrgð, en þau eru skilgreind í viðauka I í
reglugerðinni.
Mikilvægt er í þessu samhengi að merki í ásetningsdýr eru ekki
endurnýtanleg. Jafnframt er bent á að óheimilt er að endurnýta lamba-
/kiðmerki nema með leyfi Landbúnaðarstofnunar. Ákveðið hefur verið
að heimilt sé að endurnýta lamba-/kiðmerki með eftirfarandi skilyrð-
um:
1. Merki séu þrifin í viðkomandi sláturhúsi
2. Merki séu sótthreinsuð í viðkomandi sláturhúsi
3. Héraðs- eða eftirlitsdýralæknir í viðkomandi sláturhúsi við-
urkennir framkvæmd þrifa og sótthreinsana.
Samkvæmt þessu er það í raun samningsatriði á milli bónda og slát-
urleyfishafa hvort þrif og sótthreinsun á lamba-/kiðmerkjum geti farið
fram í sláturhúsi. Sjái sláturleyfishafi sér ekki fært að framkvæma þrif-
in og sótthreinsunina er ekki heimilt að afhenda merkin eða endurnýta
þau.
Hlutverk sláturleyfishafa
Fyrst og fremst snýst hlutverk sláturhúsanna um að:
1. Tilkynna til skráningaraðila um slátrun, númer dýra, fjölda
og uppruna þeirra.
2. Tryggja að rekjanleiki haldist áfram með því að láta viðkom-
andi númer gripa eða hópa fylgja vinnslu afurðanna eftir því sem við á.
Hlutverk Bændasamtaka Íslands
Fyrst og fremst snýst hlutverk BÍ (skráningaraðili samkvæmt reglu-
gerð) um að:
1. Annast skráningu upplýsinga í umboði landbúnaðarráðu-
neytisins samkvæmt ákvæðum reglugerðarinnar.
2. Útbúa gagnagrunn eða skýrsluform fyrir skráningu upplýs-
inga.
3. Útbúa aðgang að tölvuskráningarkerfi eftir því sem við á
hverju sinni.
Hlutverk Landbúnaðarstofnunar
Fyrst og fremst snýst hlutverk Landbúnaðarstofnunar um að:
1. Framfylgja stefnu landbúnaðarráðuneytisins sem fram kemur
í reglugerðinni.
2. Fara með eftirlit með skráningu upplýsinga í kerfið f.h. land-
búnaðarráðuneytisins.
3. Fara með eftirlit með framkvæmd ákvæða reglugerðarinnar.
4. Viðurkenna merki sem ætluð eru til merkingar búfjár.
5. Viðurkenna skráningarform (eyðublöð, tölvuskrár, gagna-
grunn).
6. Meta sönnur á uppruna dýra ef þau koma ómerkt til slátrunar
sbr. 10. grein reglugerðarinnar.
7. Mæla fyrir um aðgerðir, úrræði (tilmæli).
Hlutverk landbúnaðarráðuneytis
Ráðuneytið hefur ákveðið að allt búfé skuli merkt. Samkvæmt
reglugerðinni hefur það yfirumsjón með rekstri skráningarkerfisins en
felur Bændasamtökum Íslands eða öðrum til þess bærum aðilum, að
hafa umsjón með skráningu upplýsinga í tölvuskráningarkerfi skv.
ákvæðum reglugerðarinnar.
Áherslur Landbúnaðarstofnunar vegna eftirlits
Mikilvægt er að allir sem að merkingu búfjár koma, framkvæmda-
sem eftirlitsaðilar, vinni saman að markmiðum reglugerðarinnar, þ.e.
að tryggja rekjanleika búfjárafurða frá upprunahjörð til sölu afurða.
Ljóst er einnig að árangur næst ekki á einni nóttu. Hér er um um-
fangsmiklar breytingar að ræða hvað merkingar búfjár varðar og þurfa
allir sinn aðlögunartíma. Margt hefur verið undirbúið, sumt er tilbúið,
annað ekki. Eftirlitsaðilinn verður því að gera ráð fyrir ákveðnum
sveigjanleika á meðan breytingar eiga sér stað, enda tekur það tíma
fyrir sumar búfjártegundir að fæðast inn í kerfið.
Megináhersla Landbúnaðarstofnunar á næstu misserum verður að:
1. Hvetja alla bændur til þess að merkja búfé sitt samkvæmt
reglugerðinni.
2. Stuðla að sem bestri samvinnu sláturleyfishafa, Bændasam-
takanna og Landbúnaðarstofnunar svo ná megi markmiðum reglugerð-
arinnar sem fyrst.
3. Beita sér sérstaklega þar sem búfé er ómerkt og gera aðilum
grein fyrir afleiðingum þess ef ákvæðum reglugerðarinnar er ekki
fylgt.
Að ofantöldu má m.a. stuðla með eftirlitsferðum dýralækna á bú,
góðri samvinnu við búfjáreftirlitsmenn, sláturleyfishafa, BÍ og síðast
en ekki síst bændur.
Reglugerðin hefur tekið gildi fyrir allar búfjártegundir og ætti allt
búfé nú að vera merkt samkvæmt henni. Margir bændur hafa merkt
búfé sitt á réttan hátt og er það vel. Þeir bændur sem ekki hafa kynnt
sér reglugerðina og hvernig standa eigi að merkingu búfjár eru hér
með hvattir til þess, svo forðast megi vandræði á seinni stigum, svo
sem við sölu eða slátrun.
Rétt er einnig að benda á að reglugerðin bannar flutning á ómerktu
búfé. Sömuleiðis bannar hún vinnslu og sölu á búfé eftir slátrun í þeim
tilvikum þegar búfé er ómerkt. Ljóst er því að ef vel á að ganga, þarf
samstillt átak allra svo forðast megi vandræði vegna ómerktra gripa.
Þeir bændur sem merkja búfé sitt á réttan hátt og senda til slátrunar
þurfa ekki að hafa sérstakar áhyggjur af því ef t.d. eitt og eitt lamb er
án merkis í haust vegna þess að það tapaðist úr eyra. Verra er ef hópur
lamba kemur ekki merktur til slátrunar samkvæmt reglugerðinni. Við
slíku verður að bregðast af hálfu Landbúnaðarstofnunar.
Á söluaðila merkja hefur ekki verið minnst. Mjög mikilvægt er að
þeir sinni hlutverki sínu vel og skrái sölu merkjanna í gagnagrunn
Bændasamtakanna. Ef þetta er ekki gert hefur það talsverð óþægindi í
för með sér sem helst koma niður á bændum.
Konráð Konráðsson
Landbúnaðarstofnun
Frá Landbúnaðarstofnun
Merkingar búfjár
og hlutverkaskipti Kísilgúrsjóður
Rúmar 3
milljónir í
hlutafé og
styrki
Kísilgúrsjóður var stofnaður
árið 2000 þegar farið var að
hilla undir endalokin á starf-
semi Kísiliðjunnar við Mývatn.
Honum er ætlað að „kosta und-
irbúning aðgerða til þess að efla
atvinnulíf í þeim sveitarfélögum
sem nú eiga verulegra hags-
muna að gæta vegna starfsemi“
verksmiðjunnar eins og segir í
reglugerð um sjóðinn. Hefur síð-
an verið úthlutað úr sjóðnum
tvisvar á ári.
Í reglugerðinni segir einnig að
sjóðurinn skuli einbeita sér að
„nýsköpun í atvinnulífi, einkum á
sviði þekkingariðnaðar eða ann-
arrar framsækinnar atvinnustarf-
semi sem er til þess fallin að auka
fjölbreytni atvinnulífsins“. Í því
skyni er sjóðnum bæði heimilt að
eiga minnihluta í sprotafyrirtækj-
um og veita styrki til „tækniað-
stoðar, rannsókna, vöruþróunar og
markaðsathugana“.
Við úthlutun sem lauk um
miðjan júní hafði stjórn til ráðstöf-
unar rúmlega þrjár milljónir
króna. Stjórnin samþykkti að
kaupa hlutafé í dúfueldi fyrir
500.000 krónur og styrkja 12
verkefni með samtals 2.650.000
krónum. Ekki er til siðs að tíunda
upphæðir einstakra styrkja en
verkefnin sem hlutu styrk að þessu
sinni eru eftirtalin:
Aðgengi að Samgönguminjasafni
Áhrif jarðganga undir Vaðlaheiði
Svartárkot - menning, náttúra,
menntun
Goðafossmarkaður - þróun og
kynning
Jóga stúdíó við Mývatn - þróun
Sjálfbært samfélag
Töfrar Mývatns - kynningarverk-
efni
Snow Magic vegna sýningar í
Frakklandi
Heilsubúð á Húsavík
Matur og menning - sérstaða
svæðis
Þingeyskur sagnagarður
Þingeyskur sögugrunnur - korta-
gerð/margmiðlun
Stjórn Kísilgúrsjóðs er skipuð
fulltrúum Húsavíkurbæjar, Skútu-
staðahrepps og þriggja ráðuneyta:
samgöngu-, umhverfis- og iðnað-
arráðuneytis. Stjórn sjóðsins skipa
Hreiðar Karlsson formaður, Birkir
Fanndal, Helgi Kristjánsson,
Margrét Hólm Valsdóttir og Soffía
Gísladóttir.
Athugið!
Vegna sumarlokunar
Bændasamtaka
Íslands þurfa allar
tilkynningar um
breytingar á
reikningsnúmerum
og handhöfum
beingreiðslna sem
taka eiga
gildi 1. ágúst n.k. að
berast skrifstofunni í
síðasta lagi
10. júlí n.k.