Bændablaðið - 27.06.2006, Qupperneq 44

Bændablaðið - 27.06.2006, Qupperneq 44
44 Þriðjudagur 27. júní 2006 Bændur meta eigin getu til vinnu lakari en aðrar útivinn- andi stéttir og algengt er að þeir búi við sjúkdóma sem hefta þá við störf. Starf þeirra er líkam- lega erfitt sem fyrr og veldur oft sjúkdómum í stoðkerfi líkam- ans. Bætt vinnuumhverfi, vinnulag og betri áhöld og verk- færi draga úr álaginu. Meðferð á fóðri og undirburði er oft ábótavant og mygla og ryk berst frá því. Þá er notkun á heyrn- arhlífum ábótavant við hávaðasöm störf. Nefna má enn að bændur vanrækja að nota hlífðarhanska við meðferð á jurtaeyðingarefnum og öðrum hættulegum efnum. Meðferð á varnarefnum er einkum varasöm fyrir verktaka. Hreint loft í peningshúsum þarf að hafa í huga þegar við hönnun þeirra. Samstarf heilbrigðiseftirlits og bænda Bændur eru ánægðir með heim- sóknir Heilbrigðiseftirlitsins og telja að þær mættu vera tíðari. Í Finnlandi er starfandi samstarfs- ráð Heilbrigðiseftirlits og bænda þar sem fjallað er um þörf fyrir þjónustuna og þá möguleika sem hún býður upp á. Sveitarfélögin eiga aðild að því samstarfi. Samstarfsnefndin efndi til símakönnunar á árunum 2004-5 þar sem hringt var í 1.200 bændur í fullu starfi og 800 í hlutastarfi um stöðu öryggismála á bújörðum þeirra. Með því fengust upplýs- ingar um að hvaða öryggisatriðum þarf helst að beina athygli. Eitt þeirra fjölmörgu mála sem runnu fullafgreidd út af færi- bandi Alþingis á síðustu dögum sumarþings var þingsályktun um stefnumótandi byggðaáætl- un fyrir árin 2006-2009. Hún var lögð fram af iðnaðar- og við- skiptaráðherra og tók nokkrum breytingum í meðförum iðnað- arnefndar þingsins. Meginmarkmið stjórnvalda í byggðamálum eiga samkvæmt þessari ályktun að vera: a. Að landshlutakjarnar verði efldir en jafnframt hugað sérstak- lega að leiðum til þess að treysta búsetu í þeim byggðarlögum sem glímt hafa við viðvarandi fólks- fækkun. b. Að byggðarlög nái að laga sig að örri samfélagsþróun og hröðum breytingum á atvinnuhátt- um. c. Að atvinnulíf, menntun, menning og félagslegt jafnræði verði styrkt á landsbyggðinni. Birkir Jón Jónsson formaður iðnaðarnefndar kvaðst ánægður með þessa þingsályktun því með henni hefði Alþingi mótað stefnu í þessum mikilvæga málaflokki til næstu ára. Í áætluninni eru taldar upp 23 aðgerðir sem stjórnvöld skulu vinna að á gildistíma áætl- unarinnar. Meðal þessara atriða eru bæði nýjungar og einnig atriði sem unnið hefur verið að í sam- vinnu við ýmsa aðila, svo sem landshlutasamtök. „Nefndin lagði hins vegar áherslu á að ná þverpólitískri sátt um nokkur kjarnaatriði sem snerta byggðamál og það tókst. Í áætlun- inni er því lögð höfuðáhersla á þrjú meginatriði sem eru í fyrsta lagi að stórefla menntun á lands- byggðinni, í öðru lagi að fjölga opinberum störfum á landsbyggð- inni og í þriðja lagi að efla Byggðastofnun og gera henni kleift með framlögum í fjárlögum að sinna mikilvægum verkefnum á sviði byggðamála. Við vildum undirstrika hlutverk hennar í framkvæmd byggðastefnu.“ Skerpt á eftirliti Alþingis Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Alþingi samþykkir stefnumótandi byggðaáætlanir sem fram- kvæmdavaldinu er ætlað að starfa eftir. Þess vegna vaknar sú spurn- ing hvort þær hafi gengið eftir. „Nei, því miður hefur það ekki verið að öllu leyti. Til dæmis hef- ur Alþingi áður samþykkt að stefnt skuli að fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni en þegar við lítum tíu ár aftur í tímann sjá- um við að mestöll fjölgunin hefur orðið í Reykjavík. Þess vegna vildum við skerpa á eftirlitshlut- verki Alþingis hvað þetta varðar. Nú þarf hvert ráðuneyti að leggja fyrir Alþingi á hverju ári hug- myndir sínar um það hvernig þau hyggjast vinna að þessu mark- miði. Þetta tel ég vera mjög til bóta því nú geta þingmenn betur fylgst með því sem ráðuneytin eru að gera. Því til viðbótar viljum við hækka þekkingarstigið á lands- byggðinni og veita íbúum hennar þau sjálfsögðu mannréttindi að geta sótt sér menntun í heima- byggð. Og þótt verið sé að fjalla um stöðu Byggðastofnunar í öðru þingmáli þá er ljóst að hvernig sem því máli reiðir af mun alltaf verða til stofnun sem sinnir því hlutverki að framfylgja byggða- stefnu og hana viljum við styrkja“, sagði Birkir Jón Jónsson alþingismaður. Aðgerðirnar 23 sem stjórnvöld eiga að vinna að á næstu árum eru þessar: Bættar samgöngur; efling sveitarstjórnarstigsins; bætt fjar- skipti; gerð og framkvæmd vaxt- arsamninga; söfnun og úrvinnsla tölfræðilegra gagna um byggða- þróun; undirbúningar að gerð landshlutaáætlana; athugun á stöðu byggðarlaga sem glíma við viðvarandi fólksfækkun; styrking atvinnuþróunar; efling rannsókna, tækniþróunar og nýsköpunar; uppbygging þekkingarsetra/há- skólasetra; efling dreifmenntunar á öllum skólastigum; efling sí- menntunar; efling menningar- starfsemi; hagnýting upplýsinga- tækni; bætt heilbrigðisþjónusta; efling þjónustu við innflytjendur og aukin fjölmenning; greining sóknarfæra hefðbundinna at- vinnugreina - efling opinberrar þjónustu; uppbygging ferðaþjón- ustu; stuðningur við atvinnurekst- ur kvenna; styrking skapandi greina; efling umhverfisstarfs í sveitarfélögum; þátttaka í Norður- slóðaáætlun Evrópusambandsins (NPP); efling Norrænu Atlants- hafsnefndarinnar (NORA). Alþingi samþykkti stefnu- mótandi byggðaáætlun Efling menntunar og fjölgun opin- berra starfa á landsbyggðinni í forgrunni Birkir Jón Jónsson. Á því hálfa ári sem liðið er síðan fetaostarnir frá Mjólku komu fyrst á markað hafa viðtökur neytenda verið langt umfram væntingar og hefur Mjólka nú náð liðlega 50% hlutdeild í sölu fetaosts á smásölu- markaði og ívið meiri hlut- deild á stóreldhúss- og mötuneytismarkaði. Þar með hefur fyrirtækið náð tveggja ára sölumarkmið- um á aðeins sex mánuðum. “ Viðtökur neytenda hafa verið frábærar og farið fram úr okkar björtustu vonum. Fyrir það erum við ákaflega þakklát og teljum þetta vísbendingu um að neytendum líki það sem við erum að gera“ segir Ólafur M. Magnússon fram- kvæmdastjóri Mjólku ehf. Sýrður rjómi ný afurð frá Mjólku Í dag er rúmt ár frá því að áform Mjólku um að hefja framleiðslu mjólkurafurða án ríkisstyrkja utan hins hefðbundna landbúnaðarkerf- is voru fyrst kynnt. Fyrirtækið hóf framleiðslu á fetaosti fyrir neyt- endamarkað í byrjun desember 2005 og þessa dagana er Mjólka að senda á markað nýja afurð sem er sýrður rjómi sem hægt verður að fá í fjórum mismunandi fitu- flokkum: 5%, 10%, 18% og 32%. Sýrði rjóminn frá Mjólku hefur verið í tilraunaframleiðslu fyrir stóreldhús og mötuneyti um nokk- urt skeið og hefur líkað vel en verður nú settur á almennan neyt- endamarkað í handhægum 180 gr. umbúðum. Þetta er fyrsta nýja af- urðin sem kemur frá Mjólku eftir að framleiðsla fetaosta fyrir neyt- endamarkað hófst í desember síð- ast liðnum. Aukin mjólk til vinnslu Undanfarið hefur verið unnið að því að tryggja Mjólku nægt hrá- efni til að anna þeirri eftirspurn sem verið hefur og svigrúm til að markaðssetja fleiri afurðir. Til þessa hefur stærstur hluti mjólkur- innar sem unnið er úr komið úr mjólkurbúi fyrirtækisins á Eyjum II í Kjós. Nýlega var gerður samn- ingur við stóran mjólkur- framleiðanda um mjólkur- innlegg sem felur í sér tvö- földun á því mjólkurmagni sem Mjólka hefur til fram- leiðslu sinnar. Það er Ásta Skúladóttir og Sigurður Óli Ólafsson bændur á Lambastöðum í Borgar- firði sem nú hefur fært við- skipti sín yfir til Mjólku og þar með tryggt að fyrirtæk- ið mun hafa næga mjólk til að hrinda í framkvæmd áformum um frekari upp- byggingu og vöruþróun. Nokkrir mjólkurframleið- endur voru áður komnir í viðskipti við Mjólku og fleiri hafa lýst áhuga á að leggja sína mjólk inn hjá fyrirtæk- inu. Stefnt er að því að nýjar fram- leiðsluvörur líti dagsins ljós innan skamms. Forsvarsmenn Mjólku ehf. eru þakklátir starfsfólki Mjólku, inn- leggjendum sínum og síðast ekki síst neytendum fyrir þær frábæru móttökur sem fyrirtækið og fram- leiðsluvörur þess hafa fengið. /Fréttatilkynning. Mjólka kynnir nýja vörulínu fyrir neytendamarkað: Nýjar vörur og meiri mjólk til framleiðslunnar Áhugi Dana á lífrænt fram- leiddum matvælum hefur í fyrsta sinn leitt til skorts á þessum afurðum, svo sem haframjöli, svína- og nauta- kjöti. Útlit er fyrir að eftir- spurnin haldi áfram að vaxa. Aukning í sölu lífrænna mat- væla er meiri en nokkru sinni fyrr, segir starfsmaður Coop Danmark A/S, Katrine Will- mann, en samsteypan á verslana- keðjurnar Brugsen, Kvickly, Fakta og Irma. Árið 2005 jókst sala verslan- anna á lífrænt framleiddum vör- um um 6% en fyrstu fimm mán- uði þessa árs er aukningin 16% miðað við sama tíma árið áður. Aukningin í ár kemur til viðbótar mikilli aukningu á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Danmerkur jókst smá- söluverslun með lífrænar afurðir um 12% milli áranna 2004 og 2005, en árin þar á undan hafði breytingin verið lítil. Mest kemur á óvart hin mikla aukning sem orðið hefur í sölu á lífrænt framleiddu kjöti en hún nam um 67% á árunum 2003- 2005. Fyrirtækið Friland A/S, sem er í eigu Danish Crown, en það er stærsti fyrirtæki í sölu líf- ræns kjöts í Evrópu, upplýsir að söluaukningin fyrstu fimm mán- uði þessa árs, 2006, sé þegar orð- in 35% miðað við árið áður. Það er mesta aukning sem orðið hef- ur hjá okkur og engin vara í Dan- mörku hefur sýnt aðra eins aukn- ingu á sama tíma, segir Karsten Dejbjerg, forstjóri Friland A/S. Við verðum fyrir því að lífrænt framleitt kjöt seljist upp í versl- unum okkar, það höfum við ekki upplifað áður, segir hann. Danir kaupa lífræn matvæli meira en nokkru sinni fyrr Refsingar verða hertar fyrir sölu á kjötvörum með útrunninni söludag í Danmörku. Það boðar neytendamálaráðherra Dana, Lars Barfod, en hann hefur kynnt nýtt lagafrumvarp þess efnis. Ef frumvarpið nær fram að ganga verður lágmarkssekt fyrir að selja heilsuspillandi matvæli dkr. 40.000. Fyrir sölu á matvælum sem eru óhæf til neyslu, eins og það er orðað í frumvarpinu, er lágmarkssektin dkr. 20.000. Þetta er fjórföldun á sektargreiðslum frá nýgildandi lögum. Frumvarpið verður lagt fyrir Folketinget að afloknu sumarfríi í ár. Brestir í vinnu- aðstæðum valda vondum slysum Hert viðurlög í Danmörku við að selja kjöt eftir síðasta söludag

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.