Bændablaðið - 29.05.2007, Blaðsíða 6
Bændablaðið | Þriðjudagur 29. maí 20076
Úr sorpvanda
í stórhagnað
Stundum er það með hreinum
ólíkindum hversu hratt hlutir
geta breyst. Það er ekki liðið ár
síðan sorpmál Eyfirðinga sátu
pikkföst í ágreiningshnút sem
virtist óleysanlegur. Akureyringar
voru búnir að ákveða að hætta
að taka við sorpi úr eyfirskum
byggðum til urðunar á Glerárdal.
Þá ákvörðun skilja allir sem hafa
ekið inn til Akureyrar í suðvest-
anátt og þarf engar kröfur frá
Evrópusambandinu til.
Þegar þessi ákvörðun lá
fyrir var farið að svipast um
eftir öðrum stað og fannst brátt.
Allflest sveitarfélög í firðinum
voru sammála um að best væri að
urða sorpið í Hörgárdal. Sá hæng-
ur var þó á þessari hugmynd að
íbúum Hörgárdals leist ekki sem
best á að fá yfir sig allan úrgang
Eyfirðinga. Þeir neituðu staðfast-
lega og þar við sat árum saman.
Eftir áralangt þóf misstu
Akureyringar þolinmæðina og
sögðu sig úr sorplögum við aðra
Eyfirðinga. Ekki virtust þeir samt
hafa neina hugmynd um það
hvernig ætti að leysa sorpmál
bæjarbúa heldur var tilgangurinn
með úrsögninni sennilega sá einn
að leggja þrýsting á hin sveit-
arfélögin um að koma sér saman
um nýjan stað sem allir gátu sætt
sig við. Það gerðist þó ekki.
Þá kviknar allt í einu hug-
mynd í kolli framkvæmdastjóra
Norðlenska, Sigmundar Ófeigs-
sonar, þótt honum kæmi málið
þannig séð ekkert við. Hann hafði
alla vega ekki verið kosinn til
að hafa skoðun á því. Vissulega
er hann í forsvari fyrir fyrirtæki
sem þarf að losna við töluvert
magn af úrgangi á ári hverju og
á í sívaxandi vandræðum með
það eins og gengur og gerist í
matvælaiðnaði nútímans. Hann
var á ferð í Englandi og rakst þar
á moltugerðartæki í notkun sem
honum fundust vera kjörin til að
leysa mál, ef ekki Eyfirðinga allra
þá í það minnsta Norðlenska og
jafnvel Samherja líka.
Sigmundur flýtti sér heim og
safnaði liði í kringum þessa hug-
mynd. Hún er nú það vel á veg
komin að Morgunblaðið gat um
helgina greint frá stórfenglegum
áformum Eyfirðinga sem ekki bara
leysa vanda hinnar hefðbundnu
sorphirðu heldur sýnast ætla að
verða eigendum sínum allvæn
féþúfa. Það er sem sé í uppsigl-
ingu stórfyrirtæki í Eyjafirði sem
ætlar að starfrækja í það minnsta
tvö sorpeyðingarver. Annars vegar
moltugerð sem breytir lífrænum
úrgangi þéttbýlisbúa og iðjuvera í
jarðveg. Hins vegar lífmassaverk-
smiðju sem tekur við búfjáráburði
og breytir honum í gas sem nota
má til að knýja 3.200 bíla eða
framleiða 10 gígavattsstundir af
raforku.
Þarna er semsé búið að snúa
illvígum vandræðahnút upp í
arðvænlegt fyrirtæki sem eflaust á
eftir að skaffa þónokkrum fjölda
fólks atvinnu. Og ekki nóg með
það heldur leggur það fram drjúg-
an skerf til þess að Íslendingar
geti staðið við skuldbindingar
sínar gagnvart Kýótó-bókuninni.
Með því að breyta öllum búfjár-
áburðinum í vistvæna orku væri
fyrirtækið að skapa ígildi 70.000
tonna losunarkvóta.
Fyrir bændur er þetta mikil
himnasending. Nú geta þeir fjölg-
að kúm sínum að vild og aukið
mjólkurframleiðsluna án þess að
hafa nokkrar áhyggjur af gróð-
urhúsaáhrifunum. Kýrna mega
ropa og freta eins og þær lystir,
bændur sofa vært fyrir því.
Og það þarf ekki einu sinni að
spyrja Hörgdæli… –ÞH
Málgagn bænda og landsbyggðar
LEIÐARINN
LOKAORÐIN
Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Bændablaðinu er
dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu
Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands.
Árgangurinn kostar kr. 5.100 en sjötugir og eldri greiða kr. 2.300.
Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík.
Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Þröstur Haraldsson, ábm. th@bondi.is
Blaðamenn: Erla Hjördís Gunnarsdóttir ehg@bondi.is – Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurdór Sigurdórsson ss@bondi.is
Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason eh@bondi.is
Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Upplag: sjá forsíðu – Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins að mestu leyti. ISSN 1025-5621
Ný ríkisstjórn settist í ráðherrastólana í lið-
inni viku, samstjórn Sjálfstæðisflokks og Sam-
fylkingar. Bændasamtökin óska henni farsæld-
ar í störfum og lýsa yfir vilja sínum til þess að
eiga við hana gott samstarf. Sömuleiðis bjóða
samtökin nýjan landbúnaðarráðherra velkom-
inn til starfa. Það hefur ávallt verið stefna sam-
takanna að starfa með stjórnvöldum á hverj-
um tíma að því verkefni að efla og bæta hag
landbúnaðarins og styrkja byggðina í sveitum
landsins. Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um mik-
ilvægi landbúnaðar er því fagnaðarefni og
Bændasamtök Íslands lýsa yfir eindregnum
vilja sínum til þess að starfa í þeim anda. Þetta
er í samræmi við þann vilja sem kom fram hjá
frambjóðendum allra flokka á framboðsfund-
um um landbúnaðarmál sem Bændasamtökin
efndu til í kosningabaráttunni.
Í stefnuyfirlýsingu hinnar nýju ríkisstjórn-
ar segir að nú skuli endurskoða „landbún-
aðarkerfið“. Bændasamtökin taka þessari
yfirlýsingu ekki sem neikvæðum skilaboðum
heldur að hún sýni vilja stjórnarinnar til þess
að halda áfram að þróa og bæta rekstrarum-
hverfi búgreinanna. Stjórnkerfi landbúnaðar-
ins hefur tekið miklum breytingum á liðnum
árum. Það kerfi sem nú er við lýði er töluvert
frábrugðið því sem var fyrir áratug enda hafa
orðið breytingar á því í takt við breyttan tíð-
aranda og aðstæður. Sú þróun þarf að halda
áfram enda breytingar orðnar aðkallandi á
ýmsum sviðum. Þar má nefna sem dæmi eftir-
lit með landbúnaðarframleiðslunni sem hefur
verið að aukast á síðustu árum. Þar þarf að
samræma starfshætti og fleira. Það þarf einn-
ig að huga að þeim möguleikum sem uppi eru
til að auka fjölbreytni í framboði og vinnslu
matvæla. Framleiðslustýring mjólkur kallar á
athygli og þannig mætti áfram telja.
Það er fagnaðarefni að nýr landbúnaðar-
ráðherra hefur lýst því yfir að ekki skuli
ganga lengra í því að breyta rekstrarum-
hverfi búvöruframleiðslunnar en væntanleg-
ir alþjóðasamningar gætu gefið tilefni til.
Bændasamtökin telja sjálfgefið að samn-
ingamenn Íslands fylgi áfram að málum þeim
ríkjahóp sem Íslands hefur hingað til fylgt,
það er þeim ríkjum sem flytja inn mikinn
hluta matvæla sinna og þurfa jafnframt að
gæta að hagsmunum viðkvæms landbúnaðar.
Ríkisstjórnin hefur þegar hafið samein-
ingu ráðuneyta landbúnaðar og sjávarútvegs
og boðar frekari breytingar á ýmsum verk-
efnum sem snúa að bændum. Þar ber fyrst
að nefna landbúnaðarháskólana sem eru
nýstofnaðir. Nú virðist standa til að færa þá
undir menntamálaráðuneytið en þeir hafa
hingað til heyrt undir landbúnaðarráðuneytið.
Við þá breytingu þarf að hafa hugfast að
mannafli búnaðarskólanna beggja er bæði
landbúnaðarráðuneytinu og bændum mjög
mikilvægur. Landbúnaðarháskóli Íslands er
til dæmis að stórum hluta reistur á grunni
Rannsóknastofnunar landbúnaðarins og er
því brýnt að atvinnuvegurinn hafi hér eftir
sem hingað til góðan aðgang að og samráð
um þær rannsóknir sem þar eru stundaðar.
Önnur verkefni sem rætt hefur verið um
að flytja eru Landgræðsla og Skógrækt. Hvað
þessar stofnanir varðar er rétt að vara við
því að tengsl landbúnaðar við þær séu slit-
in. Landgræðsla og skógrækt eru búgreinar
og mörg verkefni þessara stofnana unnin af
bændum, oftar en ekki innan vébanda sér-
stakra verkefna sem sérstök lög kveða á
um. Fyrir því eru sterk rök að þeir þættir í
starfsemi þessara stofnana, sem lúta að nýt-
ingu auðlinda og eru unnir af bændum, heyri
áfram undir fagráðuneyti bænda. Spurningin
er hvort ekki væri nær að færa slík verkefni
til búnaðarsambanda og leiðbeiningarstöðva
þeirra.
Um þessa ríkisstjórn má að öðru leyti
segja að hún hefur styrk til breytinga. Hvort
sá styrkur felur í sér ógnun við landsbyggðina
eða opnar henni ný tækifæri verður reynslan
að skera úr um. Það er hins vegar fagnaðar-
efni að stjórnin leggur mikla áherslu á stöð-
ugleika í efnahagslífinu því besta byggða-
málið er að halda uppi góðu efnahagsástandi.
Stjórnin hefur líka styrk til þess að bæta úr því
mikla misræmi sem ríkir í búsetuskilyrðum
á milli landsbyggðar og þéttbýlis, til dæmis
hvað varðar samgöngur og fjarskipti. Vonandi
beitir hún styrk sínum til þess að gera lands-
byggðina samkeppnishæfa og búsetuvæna. Í
því á hún stuðning bænda vísan. HB/–ÞH
Ný og
öflug
ríkisstjórn
sest að
völdum
Guðni Ágústsson kvaddur
Fráfarandi landbúnaðarráðherra, Guðna Ágústssyni, var haldið
kveðjusamsæti í boði Bændasamtaka Íslands sama daginn og hann
lét af embætti. Þangað kom hann ásamt eiginkonu sinni, Margréti
Hauksdóttur, og aðstoðarmanni sínum, Eysteini Jónssyni.
Haraldur Benediktsson formaður BÍ ávarpaði Guðna og þakkaði
honum gott samstarf og að sjálfsögðu svaraði Guðni fyrir sig með snjallri
ræðu sem fjallaði að mestu um gildi íslensks landbúnaðar sem hann taldi
hafi aukist nokkuð í ráðherratíð sinni. Ekki kvaðst hann eiga heiðurinn
að því óskiptan heldur bæri að þakka það ýmsum, þar á meðal starfsfólki
Bændasamtakanna.
Á myndinn sem tekinn var í samsætinu sjást gestirnir ásamt nokkrum
starfsmönnum og forystumönnum BÍ, talið frá vinstri: Hildur Trausta-
dóttir, Eysteinn Jónsson, Haraldur Benediktsson, Guðni Ágústsson, Sigur-
geir Þorgeirsson, Margrét Hauksdóttir, Jón Baldur Lorange og Erna Bjarna-
dóttir. –ÞH/Ljósm. Sindri
Þann 14. febrúar sl. var Landbún-
aðarsafn Íslands formlega stofn-
að og því skipuð stjórn. Ágúst
Sigurðsson, rektor Landbúnað-
arháskóla Íslands, er formaður
stjórnar. Bjarni Guðmundsson,
prófessor við LbhÍ, er fram-
kvæmdastjóri eða ,,verkamað-
ur stjórnarinnar“, eins og hann
orðar það sjálfur, en hann hefur
séð um Búvélasafnið á Hvanneyri
frá upphafi.
Bjarni sagði að stjórnin hefði
komið saman til síns fyrsta fundar
16. maí sl. þar sem saman komu
bæði aðalmenn og varamenn. Á
þessum fundi var gengið form-
lega frá stofnun Landbúnaðarsafns
Íslands og fram fór ítarleg umræða
um hlutverk þess og hvernig menn
munu bera sig að til að byrja með.
Margar góðar hugmyndir á lofti
Margar góðar hugmyndir komu
þarna fram og var Bjarna og Ágústi
falið að vinna nánar úr þeim með
það fyrir augum að búa til stefnu-
skrá fyrir safnið. Hún yrði svo tekin
til umræðu á næsta stjórnarfundi
sem verður haldinn í byrjun júlí.
Bjarni sagði að nokkuð hefði
verið rætt um húsnæði fyrir safnið
og hefðu menn þá beint sjónum að
gamla Halldórs-fjósinu á Hvanneyri
sem staðið hefur autt um tíma. Þar
er um mjög stórt og gott húsnæði
að ræða.
Árið 2010 nefnt sem
viðmiðunarár
,,Síðan hefur verið töluvert rætt um
þann hluta safnsins sem yrði utan-
húss og snýr að menningarminj-
um, menningarlandslagi og að nýta
annað umhverfi í þágu safnsins.
Þá var rætt um mál sem varðar
Bændasamtökin og er ein aðal-
ástæða aðildar þeirra að safninu. Það
er að um verði að ræða lifandi safn
sem dragi fram stöðu landbúnaðar-
ins eins og hún er núna. Umhverfið
hér á Hvanneyri er hentugt til þeirra
hluta,“ sagði Bjarni.
Ekki hefur verið ákveðið hve-
nær safnið verður opnað en Bjarni
sagði að árið 2010 hefði verið nefnt
sem viðmiðunarár. Hugsunin væri
sú að þetta þróaðist hægt og síg-
andi á grundvelli Búvélasafnsins á
Hvanneyri sem á mjög ríkulegan
safnkost sem þarf að hirða og ann-
ast um. S.dór
Landbúnaðarsafn Íslands
Unnið að gerð stefnuskrár fyrir safnið