Bændablaðið - 29.05.2007, Page 18

Bændablaðið - 29.05.2007, Page 18
Bændablaðið | Þriðjudagur 29. maí 200718 Hinn árlegi Skeifudagur Bænda- skólans á Hólum var haldinn á uppstigningardag. Þessi dagur er Uppskeruhátíð nemenda á fyrsta ári á hestfræði braut skólans þar sem þeir sýna afrakstur af námi vetrarins. Dagurinn er kennd- ur við bikar sem Morgunblaðið gaf upphaflega árið 1958 og er eignagripur sem veittur er þeim nemenda sem nær hæstu einkun í þremur áföngum í reiðmennsku yfir veturinn auk árangurs í bóklegu námi. Segja má að skeifudagurinn í ár hafi verið dagur kvenþjóðarinnar þær voru í miklum meirihluta af 28 nemendum á hestfræðibraut- inni í ár og hirtu líka öll verðlaun sem í boði voru. Þannig voru fimm stúlkur í úrslitum í Gæðingafimi sem var síðasta atriðið dagsins sem boðið var uppá. Fjölmenni var samankomið til að fylgjast með nemendum við þetta tækifæri og kunnu áhorfendur vel að meta það sem boðið var uppá. Morgunblaðsskeifuna hreppti að þessu sinni Sonja Líndal Þóris- dóttir frá Lækjamóti í Vestur- Húnavatnssýslu. Hún var með hryssuna Dagrós 8 vetra sem hún og móðir hennar Elín Líndal eiga. Sonja fékk einnig veglegan verð- launabikar frá Hólaskóla til varð- veislu og auk þess eignarverðlaun en hún lenti í öðru sæti í keppn- inni í gæðingafimi. Þessi geðþekka stúlka var vel að þessum verðlaun- um komin en varð svo sannarlegag að hafa fyrir þeim því hin sænska Anna Rebecka Wholert á Spegli frá Ármóti og Bylgja Gauksdóttir úr Garðabæ á hryssunni Hnotu veittu henn gríðarlega harða keppni. Bylgja hreppti fyrstu verðlaun fyrir gæðingafimi þar sem hún skaust upp fyrir Sonju í úrslitunum. Bylgja hlaut einnig verðlaun Félags tamningamanna sem veitt eru fyrir reiðmennsku og ásetu á lokaprófi og þar var einkunn hennar 10. Þá eru ótalin eignarverðlaun sem tímaritið Eiðfaxi veitir fyrir besta umhirðu og fóðrun á hesti. Þarna eru það nemendur og starfsmenn sem velja þann sem verðlaunin hlýtur. Þarna þótti Elín Hrönn Sigurðardóttir frá Holtsmúla I í Landssveit eiga verðlaunin skilið. Þetta var góður dagur fyrir Hólafólk, nemendur undantekningarlaust á góðum hross- um sem sýndu ýmsar listir og ekki spillti greinargóð kynning Þórarins Eymundssonar reiðkennara á því sem nemendur voru að sýna á vell- inum. Eftir góðan dag í reiðhöll- innivar svo öllum viðstöddum boðið í veislukaffi heima á Hólum. Texti og myndir: ÖÞ Glæsilegur Skeifudagur nemenda Hólaskóla Hólastelpurnar hirtu öll verðlaun sem í boði voru Allir nemendur komu ríðandi inn á völlinn í lokin áður en verðlaunaaf- hending hófst. Kvenþjóðin var sigursæl á Skeifu- daginn. Hér eru verðlaunahafarnir frá vinstri: Elín Hrönn, Sonja Líndal og Bylgja Gauksdóttir. Ánægðir reiðkennarar í lok vetrarstarfsins Mette Mennset, Þórarinnn Eymundsson og Artemísa Bertus frá Hollandi. Gestir fylltu áhorfendabekkina í gömlu reiðhöllinni á Skeifudaginn. Elín Hrönn Sigurðardóttir frá Holtsmúla I hlaut Eiðfaxabikarinn fyrir um- hirðu og fóðrun. „Þetta er búinn að vera mjög skemmtilegur vetur hérna á Hólum. Námið gott og félags- skapurinn líka og skemmti- legur andi í bekknum. Svo var pabbi hér líka í námi og það var skemmtilegt því við erum mjög náin og höfum verið að vinna mikið í hestamennsku saman. Aðstaðan fyrir hross hér á Hólum er orðin mjög góð. Hún breyttist heilmikið í vetur með nýja hesthúsinu. Svo var auðvitað mjög gaman að vinna skeifuna. Þannig að ég er mjög sátt eftir veturinn hér, ég er búin að læra mikið og hann endaði vel,“ sagði Sonja Líndal Þórisdóttir þegar tíðindamaður blaðsins náði tali af henni eftir Skeifukeppnina á Hólum á dög- unum. Sonja sagðist vera búin að þjálfa hryssuna sína, Dagrós frá Stangarholti, í eitt og hálft ár. Hún keppti á henni á landsmótinu síð- asta sumar ásamt öðrum mótum. Hún segir að það sé liður í að þroskast með hrossinu og æfa sig í að keppa. Sonja er búin að vera í hesta- mennsku frá barnsaldri, segist hafa byrjað að keppa á mótum sjö ára gömul. Hún tekur þó skýrt fram að keppni sé ekki allt, skemmtilegast af öllu er að þjálfa góðan hest í lengri tíma, samskipt- in við hestinn er aðalatriðið. Hún hefur því verið á kafi í hrossum alla tíð, enda reka foreldrar hennar Elín R. Líndal og Þórir Ísólfsson hrossaræktarbú á Lækjamóti í Vestur-Húnavatnssýslu þar sem hún er fædd og uppalin. Aðspurð um hvað tæki við eftir dvölina á Hólum sagðist Sonja verða heima á Lækjamóti að þjálfa hross í sumar og líklega keppa á ein- hverjum mótum. Um hvort hún kæmi aftur í Hóla í haust sagði hún það ekki víst. Hún stefnir að námi í dýralækningum og vonast eftir að fá vist í dýralæknaskóla í Danmörku. „Ef ég kemst ekki að þar kem ég aftur hingað í Hóla en stefnan er að verða hestadýralækn- ir og þá tel ég að sé gott að hafa góðan bakgrunn í reiðmennsku,“ sagði Sonja Líndal að lokum. ,,Stefni á hestadýralækningar” segir skeifuhafinn Sonja Líndal Þórisdóttir Sonja Líndal á Dagrós hlaðin verð- launum í lok Skeifudagsins. Lífið snýst um hross segir Bylgja Gauks- dóttir úr Garðabæ „Ég held alveg örugglega áfram næsta ár hér á Hólum. Þetta er búinn að vera frábærlega skemmtilegur vetur. Ég tel mig vera búna að læra margt varð- andi hestamennskuna og stefni á að bæta mig enn frekar,“ sagði Bylgja Gauksdóttir eftir Skeifukeppnina á Hólum á dög- unum. Bylgja er úr Garðabæ þar sem foreldrar hennar, Gréta Boða og Sveinn Gaukur Jónsson, eru með hesta og hafa stunda ræktun og tamningar um árabil. Bylgja hefur því alist upp með hrossum og byrj- aði að keppa níu ára gömul. Hún hefur keppt á öllum lands- mótum frá árinu 1994. „Nú tekur bara við vinna í sumar og svo verð ég eitthvað að temja. Þetta var skemmtilegt í dag þegar mér tókst að vinna gæðingafimina. Við vorum tvær nokkuð ofan við hinar eftir und- ankeppnina, en ég í öðru sæti. Það er alltaf gaman að sigra jafnvel þótt þetta hafi ekki verið stórmót og e.t.v. meira sett upp fyrir áhorfendur. En mótttökurn- ar við sýninguna voru mjög fínar. Lífið hjá mér snýst að mestu um hross,“ sagði þessi geðþekka hest- astúlka sem tók ásetuverðlaunin sem Félag tamningamanna veitir með einkunnina tíu. Bylgja Gauksdóttir úr Garðabæ á Hnotu sem er í eigu móður hennar.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.