Bændablaðið - 29.05.2007, Page 21

Bændablaðið - 29.05.2007, Page 21
Bændablaðið | Þriðjudagur 29. maí 200721 McCormick MC 135 Árg 2006 Með miklum aukabúnaði Verð 5.700.000 + vsk McCormick 105 C-Max Árgerð 2006, 250t. Verð 3.100.000 + vsk Krone 10-16 Árg 1996 Snyrtileg vél Verð 600.000 + vsk Krone 1500 Vario Pack Árgerð 2000 Verð 1.000.000 + vsk Nýjar og notaðar Vélar McCormick CX 105 Árg. 2006 600 tímar Verð 4.100.000 + vsk McCormick CX 105 Árg 2005 1300 tímar Verð: 3.900.000 + vsk. McCormick F 90 “gangstéttavél” Árg. 2004 620 tímar Verð. 3.300.000 + vsk Íslandspóstur gaf út frímerkjaröð 24. maí sl. þar sem landgræðsla og jöklar eru myndefnin. Sama dag komu út Evrópufrímerkin sem að þessu sinni eru tileinkuð aldarafmæli alþjóðlegu skáta- hreyfingarinnar. Loks kemur út frímerki í tilefni þess að hundrað ár eru liðin frá því landgræðsla hófst á Íslandi. Evrópufrímerkin 2007 Þess er minnst að í ágúst næst- komandi eru liðin 100 ár frá því að breski hershöfðinginn Robert Baden Powell safnaði saman nokkru- m drengjum til útilegu á eyjunni Brownsea á Ermarsundi. Alþjóðlega skátahreyfingin miðar stofndag sinn við þessa fyrstu útilegu. Formlegt skátastarf hófst hér á landi árið 1912. Fyrsta skátafélagið fyrir stúlk- ur var stofnað 7. júlí 1922. Íslensku skátafélögin sameinuðust árið 1944 og var það fyrsta sameiginlega skátabandalagið í heiminum. Verðgildi frímerkjanna er 80 og 105 krónur. Hönnuður er Örn Smári Gíslason, grafískur hönnuður. Jöklar á Íslandi Myndefnin í frímerkjaröðinni um jökla á Íslandi eru sótt til fimm hveljökla á Íslandi. Þetta eru Vatnajökull, Breiðamerkurjökull, Langjökull, Hofsjökull og Snæ- fellsjökull. Verðgildi frímerkjanna fimm er 5, 60, 80, 110 og 300 krónur. Hönnuður frímerkjanna er Tryggvi T. Tryggvason. 100 ár frá stofnun Landgræðslu ríkisins Árið 1907 samþykkti Alþingi lög um landgræðslu á vegum opinberra aðila um „skógrækt og varnir gegn uppblæstri lands“. Talið er að þetta sé elsta stofnun í heiminum sem starfað hefur óslitið til þessa dags að verndun jarðvegs og gróðurs. Helstu markmið landgræðslu- starfsins eru, og hafa alltaf verið, að stöðva hraðfara jarðvegsrof og gróðureyðingu, endurheimta gróður og jarðveg og stefna að sjálfbærri landnýtingu. Verðgildi frímerkisins er 60 krónur (bréf 20 g innanlands). Hönnuður er Ólafur Pétursson. Félag þjóðfræðinga hefur um nokkurt árabil haft þann sið að efna reglulega til landsbyggð- arráðstefnu sem bæði er hald- in á landsbyggðinni og fjallar um málefni sem tengist lands- byggðinni. Nú er komið að níundu ráðstefnunni af þessu tagi og verður hún haldin í hinu nýja Heklusetri að Leirubakka í Landsveit. Yfirskrift ráðstefnunnar er að þessu sinni Hálendi hugans og í frétt frá ráðstefnuhöldurum segir að fjallað verði um hálendi Íslands, söguna, þjóðsögur, nýt- ingu og samspil náttúruaflanna og mannsins. Ráðstefnan skiptist í nokkrar málstofur. Ein heitir Handan hins óþekkta þar sem fjallað verður um óttann við hið óþekkta, þar á meðal því sem gerist á afrétt- um. Landamerki og landamörk er önnur málstofa þar sem meðal annars verður fjallað um heim- ildanotkun dómstóla í þjóðlend- umálum. Ferðasögur og sýn útlendinga á hálendið verður rætt í þriðju málstofunni og í þeirri fjórðu verður sjónum beint að könnun hálendisins og rætt jöfnum höndum um leiðangra Þorvalds Thoroddsen og þjálfun tunglfara í íslenska hálendinu. Að sjálfsögðu koma virkjanir og iðnvæðing hálendisins við sögu og í opnu málþingi verður rætt um fagurfræði hálendisins, firr- ingu í firnindum, hálendi hugans og þá hugmynd að hálendið eigi að vera sjálfstjórnarsvæði í eigu almennings. Bændasamtök Íslands eru meðal styrktaraðila ráðstefnunnar enda hlýtur hún að vekja forvitni bænda og annarra íbúa lands- byggðarinnar. Ný frímerki Jöklar, landgræðsla og skátastarf á nýju merkjunum Hálendi hugans Þjóðfræðingar efna til 9. landsbyggðar- ráðstefnunnar í Heklusetrinu

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.