Bændablaðið - 29.05.2007, Page 24

Bændablaðið - 29.05.2007, Page 24
Bændablaðið | Þriðjudagur 29. maí 200724 Sá frægi kynbótahestur, Orri frá Þúfu, sem nú er 21 vetra, er enn við hestaheilsu og sinnir skyldu- störfum sem aldrei fyrr. Þegar fulltrúi Bændablaðsins átti leið hjá heimahögum Orra fyrr í mánuðinum var Orri þegar farinn að taka á móti hryssum og ekki voru þær af verri end- anum, en fyrstar mættu stólpa- hryssurnar Lukka frá Víðidal og Skör frá Eyrarbakka. Orri hefur ákveðna sérstöðu meðal íslenskra stóðhesta, en hann þykir skara fram úr á þeim vettvangi og undan honum eru nú skráð tæplega þúsund hross, en sú tala mun væntanlega hækka enn frekar í sumar þegar árgangur 2007 kemur í heiminn. Orri lítur mjög vel út, leik- ur sér eins og ungfoli og honum líður greinilega vel heima á Þúfu þar sem ábúendurnir Guðni Þór Guðmundsson og Anna B. Indriðadóttir hafa umsjón með honum. Margt þekktra kynbóta- hrossa hefur komið undan Orra og nú síðast sló sonur hans, Garri frá Reykjavík, heimsmet í sýningu í Danmörku um miðjan maí þar sem hann fékk 8,35 fyrir sköpu- lag, 9,05 fyrir kosti og 8,77 í aðal- einkunn. Garri Orrason er því hæst dæmdi íslenski stóðhestur í heimi um þessar mundir. HGG Orri léttur á sér, Skör og Lukka í baksýn. Myndir: HGG Orri við hestaheilsu Orri frá Þúfu ber árin 21 vel. Stjórn FT heimsótti LbhÍ Stjórn Félags tamningamanna heimsótti Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri á dögunum og kynnti sér þá starfsemi sem þar fer fram. Mikill vöxtur hefur orðið í skólastarfinu á Hvanneyri og nú nýverið kynnti skólinn nýtt nám til BS prófs í hestafræðum, í samvinnu við Hólaskóla. Á Hvanneyri tók Ágúst Sigurðsson, rektor, á móti FT fólki og kynnti þeim starfsemi skólans og framtíðaráætlanir. Síðan var aðstaða til kennslu í hestamennsku skoðuð, en skólinn hefur afnot af glæsilegri reiðhöll, hest- húsi og vallaraðstöðu á Mið-Fossum. Sú mikla uppbygging hefur skilað sér í mjög auknum áhuga á hestamennsku á svæðinu og kom fram í máli Ágústar að reiðhöllin hefði valdið byltingu, t.d. í æskulýðsmálum hesta- manna á svæðinu. Mikið hefur verið um námskeið tengd hestamennsku á Mið-Fossum, en endurmenntunardeild LbhÍ býður upp á fjölbreytt nám- skeið um ýmislegt er tengist hestamennsku og hrossarækt og hefur deildin m.a. verið í samstarfi við Félag hrossabænda þar um. Að skoðunarferð lokinni fundaði stjórn FT svo á Mið-Fossum og vilja stjórnarmenn þakka LbhÍ og staðarhöldurum á Mið-Fossum góðar mót- tökur og gestrisni. HGG Hluti stjórnarmanna FT í reiðhöllinni á Mið-Fossum. F.v. Svanhvít Kristjáns- dóttir, Ágúst Sigurðsson, rektor LbhÍ, Guðmundur Arnarson, Bergur Jóns- son, formaður FT, og Sigrún Ólafsdóttir. Ljósm.: HGG Fundur um Vestfjarðaskýrsluna svonefndu var haldinn á Café Riis á Hólmavík á dögunum og mættu fjölmargir til að kynna sér og spyrjast fyrir um innihald hennar. Skýrslan hefur hlotið nokkra gagnrýni á Ströndum og Strandamenn talið sig bera skarðan hlut frá borði. Meðal annars hefur verið bent á að tillögur er varða rækjuiðnað nýtist afar takmarkað fyrirtækinu Hólmadrangi sem rekur stærsta vinnustaðinn í byggðarlaginu. Helstu tillögur sem snúa beint að svæðinu eru annars vegar stofn- un Þjóðtrúarstofu og hins vegar stofnun Þróunarseturs á Hólmavík, á sviði menntunar, rannsókna og nýsköpunar. Nefndin sem vann skýrsluna svaraði fyrirspurnum heimamanna á fundinum og hvatti til að tillög- ur þær sem ekki náðu í gegn yrðu unnar enn frekar til umfjöllunar viðeigandi ráðuneyta, en nefndin hefur áfram það hlutverk að fylgja slíkum tillögum eftir. Stofnun framhaldsdeildar er ein þeirra til- lagna sem Strandamenn hafa horft á og líklegt er að frekari vinna við hana fari í gang innan tíðar. kse Vestfjarðaskýrslan kynnt á Ströndum Nefndin sem vann skýrsluna: Halldór Halldórsson bæjarstjóri á Ísafirði, Guðrún Þorleifsdóttir í iðnaðarráðuneytinu, Halldór Árnason skrifstofu- stjóri í forsætisráðuneytinu og Aðalsteinn Óskarsson framkvæmdastjóri fjórðungssambands Vestfirðinga. Fundargestir á Café Riis, fremst eru Finnur Ólafsson, Matthías Sævar Lýðsson og Jón Hörður Elíasson.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.