Bændablaðið - 29.05.2007, Síða 28

Bændablaðið - 29.05.2007, Síða 28
Bændablaðið | Þriðjudagur 29. maí 200728 Utan úr heimi Ull til einangrunar í húsum Í Þýskalandi og Austurríki starfa fyrirtæki sem framleiða ein- angrunarefni úr ull. Framleiðendur fullyrða að ullin sé afbragðs einangrun. Auk þess að halda úti kulda hreinsar ullin andrúmsloftið innanhúss. Það gerist á þann hátt að í ullinni eru prótein sem ganga í efnasamband með formaldehýði, efni sem m.a. er að finna í tóbaksreyk, en einnig þar sem leysiprentarar og ljósritunarvélar eru í gangi. Stofnunin Eco í Köln, sem stundar umhverfisrannsóknir og rann- sakar m.a. ull, hefur gert tilraunir með lofthreinsieiginleika hennar. Formaldehýð í banvænu magni fyrir menn var sett í klefa sem var ein- angraður með ull. Degi síðar hafði ullin hreinsað eitrið úr loftinu. Þá hreinsar ullin óson úr lofti en það myndast þar sem leysiprentarar og ljósritunarvélar eru í gangi. Í sambandi við þessa hreinsieiginleika ullarinnar ber þess að gæta að ekki má lita ullina því við það breytast yfirborðseiginleikar hennar. Ull sem hefur verið mótuð í plötur er fullboðleg til einangrunar, til jafns við steinull og frauðplast. Landsbygdens Folk Árið 2050 verður veðurfar á jörð- inni allt öðruvísi en nú á dögum. Norðurskautsvæðið verður að öllum líkindum íslaust á sumrin og stórrigningar, hitabylgjur og þurrkar verða algengari og öfga- fyllri en nú. Á vegum Sameinuðu þjóðanna er starfandi Veðurfarsráð, skamm- stafað IPCC, sem fylgist með þróun veðurfars á jörðinni, gefur út skýrslur og stendur fyrir alþjóð- legum ráðstefnum um það. Susan Solomon, sem stjórnaði vinnu við samningu fyrsta hluta fjórðu aðal- skýrslunnar, segir að hitamet á sl. ári og hitabylgjan árið 2003 séu engin tilviljun. Þvert á móti fellur þetta vel að þeirri þróun veðurfars sem nú á sér stað á jörðinni. Hitabylgjur, eins og árið 2003, eiga eftir að verða fleiri. Um næstu aldamót gætu þær átt eftir að verða „eðlilegt“ ástand ef losun gróðurhúsalofttegunda verður óbreytt. Ellefu af tólf síðustu árum eru meðal þeirra tólf hlýjustu frá því hitamælingar hófust á jörðinni um 1850. Líkurnar á því að þetta sé tilviljun eru minni en einn á móti hundrað þúsund. Hvað er mikilvægast í fjórðu skýrslu Veðurfarsráðs SÞ? Skýrslan er mikilvæg fyrir stjórn- málamenn og aðra þá sem taka ákvarðanir, sem þungvæg rök fyrir því að hlýnun andrúmslofts síðustu hálfa öld sé af mannavöldum. Þó að veðurfarsfræðingar hafa vitað þetta lengi hafa vísbendingar og sannanir fyrir því aldrei verið eindregnari og nú. Jafnframt hefur fræðaheimurinn öðlast dýpri skilning á því á hvern hátt hærra hitastig hefur áhrif á aðra veðurfarsþætti, t.d. úrkomu, vind- afar og hækkun sjávarborðs. Hækkun sjávarborðs Veruleg óvissa er bundin því hversu hratt Grænlandsísinn bráðnar. Á fyrri hlýviðrisskeiðum, svo sem fyrir 125 þúsund árum, leiddi minnkun hans og að öllum líkindum bráðnun íss á Suðurskautslandinu til 4-6 metra hærri sjávarstöðu en nú. Hækkun sjávarborðs er alvar- legt mál sem við verðum að taka afstöðu til. Við vitum að sjáv- arborðið hækkar og að það mun halda áfram að hækka en ekki hversu mikið og hve hratt. Það er umfangsmikið verkefni að breg- ðast við því og að stöðva hækkun sjávarborðs þegar til lengri tíma er litið. Hækkunin mun koma við allar heimsálfur, einnig strandsvæði á okkar slóðum. Fyrir lönd sem liggja lágt, eins og Bangladesh, er einungis eins metra hækkun sjávarborðs ógn við milljónir manna. Er það niðurstaða nýju skýrslunnar að hlýnunin sé af mannavöldum? Það er ákaflega líklegt að breyt- ingarnar stafi af brennslu olíu, kola og gass. Það er engin önnur skýr- ing tiltæk í seinni tíð. Þó verður að segjast að fólk er misfljótt eða seint að viðurkenna þetta. Hversu sterk- ar vísindalegar sannanir sem lagðar eru fram, verður alltaf til fólk sem efast. En það er líka til fólk sem trúir ekki á samband reykinga og lungna- krabbameins. Vísindin eru aldrei neitt 100%. Þegar ný lyf eru prófuð er til dæmis aldrei 100% öruggt að þau hafi ekki aukaverkanir eða að þau hafi sömu áhrif á alla sjúklinga. Samt sem áður ákveður hópur sér- fræðinga hvort mæla eigi með því að þau fari á markað. Verst fyrir Afríku Niðurstaða annars hluta fjórðu aðalskýrslu Veðurfarsráðsins er sú að fátæk lönd í Afríku og hlutar af Asíu verði fyrir mestum áföllum af veðurfarsbreytingunum. Susan Solomon leggur þunga áherslu á að hún óttist það sem muni gerast ef ekki tekst að koma böndum á losun gróðurhúsalofttegundanna. Ótti minn hvað nánustu fram- tíð varðar beinist að afleiðingum þurrka, einkum í Afríku. Í Sahel, sem er þurrlent landsvæði sunnan Sahara, hafa íbúar nú þegar fundið fyrir afleiðingum þess að landið er of þurrt til að stunda þar landbúnað. Veðurfarsráð SÞ hefur nú birt þrjá hluta af fjórðu aðalskýrslunni. Hver eru viðbrögð Bandaríkjanna og annarra heimshluta? Ég held að samverkandi áhrif margra þátta hafi valdið þeim gíf- urlega miklu viðbrögðum sem skýrslan hefur fengið. Í fyrsta lagi er fólki farið að verða ljóst að hlýnunin er staðreynd og að áhrif hennar eru farin að koma í ljós. Í öðru lagi hafa vandaðri mæling- ar á veðurfarsþáttum um alla jörð og betri reiknilíkön skilað sér í aukinni nákvæmni og öruggari niðurstöðum þess efnis að veðurbreytingarnar séu manngerðar. Þessar vísbending- ar hafa aldrei verið ákveðnari en í fjórðu aðalskýrslunni. Í þriðja lagi hafa sérfræðingar í þessum málum staðið sig æ betur í því að fræða almenning. Síðast en ekki síst hefur þekking og skilningur blaða- og fréttamanna aukist og þar með hafa þeir orðið færari í því að fjalla um þessi mál. Svo má bæta því við að kvik- mynd Al Gore, Óþægilegur sann- leikur, hefur opnað augu margra fyrir málinu. Skýrslur Veðurfarsráðsins fjalla um hver sé hin vísindalega staða málsins og viðtökur hnattrænt séð, en á bak við þá niðurstöðu liggur langur og vandaður ferill þar sem mörg hundruð vísindaritgerðir hafa verið metnar. Á sama tíma og tveir til þrír sér- fræðingar leggja að jafnaði dóm á vísindaritgerð, hafa mörg hundr- uð sérfræðingar metið skýrslur Veðurfarsráðsins. Þetta er opinn fer- ill sem fer fram í tveimur umferð- um þar sem rannsóknarmenn og sérfræðingar, sem ríkisstjórnir um víða veröld hafa tilnefnt, veita álit sitt. Alls bárust meira en 30 þúsund athugasemdir við fyrsta hluta fjórðu aðalskýrslunnar og þær voru allar metnar. Þessi ferill gerir skýrslur Veður- farsráðsins að þungavigtargögnum, segir Susan Solomon. Við verðum að vera þolinmóð Bandaríkin hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni fyrir það að gerast ekki aðilar að Kyoto-bókuninni. Telur þú að sjálfbær þróun sé framkvæm- anleg ef Bandaríkin standa utan við þegar nýir alþjóðlegir samningar verða gerðir? Öll stór lönd sem verða ekki aðil- ar að alþjóðlegum samningum um að draga úr gróðurhúsalofttegundum munu skapa vandamál í fyrstunni. En það er ekki hið sama og að Bandaríkin geri ekkert. Kalifornía og ríki á Austurströndinni, svo sem New York og Massachusetts, ásamt 150 borgum víðsvegar um Bandaríkin, hafa haft frumkvæði um að draga úr losun sinni. Í Kína, Indlandi, Brasilíu og Mexíkó vex losunin vegna auk- ins hagvaxtar í þessum löndum. Hvernig á að taka á því? Það gerist ekki á annan hátt en þann að Vesturlönd geri gagnkvæma samninga við þessi lönd. Susan Salomon, leiðtogi 1. vinnuhóps Veðurfarsráðs SÞ, er í fremstu röð vísindamanna sem starfa við rannsóknir á gufuhvolfinu og er einnig kunn fyrir brautryðjenda- rannsóknir á ósonlagsgatinu yfir Suðurskautslandinu. Fyrir þær rann- sóknir fékk hún orðuna „National Medal Science“ í Bandaríkjunum. „Eitt hef ég lært og það er að vís- indamenn verða að tjá sig á skýran hátt og vera þolinmóðir. Það geta liðið mörg ár frá því að niðurstaða er birt í vísindariti þangað til þjóðfé- lagið hefur tileinkað sér han,“ sagði hún að lokum. Nationen Ásýnd jarðar er að breytast Ef komast á hjá meiri hlýnun andrúmsloftsins en sem nemur 2-2,4°C verður að stöðva aukn- ingu gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum, segir í skýrslu Veðurfarsráðs SÞ. Losunin verð- ur að vera komin niður í helming þess sem hún er nú fyrir 2050. Slíkur samdráttur í losun krefst margra samhentra aðgerða en með þeirri tækni sem nú er þekkt er unnt að ná verulegum árangri og með viðráðanlegum kostnaði, segir í skýrslunni. Bæði í bygginga- starfsemi sem og í landbúnaði og skógrækt er unnt að draga verulega úr losuninni en einnig eru miklir möguleikar á að draga úr losun kol- tvísýrings frá kola- og gasorkuver- um. Erfiðast er að fást við flutninga- starfsemina vegna hinnar stöð- ugu og miklu aukningar á henni. Markvissar aðgerðir til að draga þar úr losun „mæta mörgum hindr- unum“, eins og segir í skýrslunni. Markaðsaðgerðir einar, svo sem hærra bensínverð, eru ekki taldar skila miklum árangri. Lífeldsneyti er talið geta komið í stað 3-10% af bensínnotkuninni fram til 2030 og stórauknar kröfur um orkunýtingu geta allt að því helmingað bensín- og olíunotkun nýrra bíla. Hagurinn af tæknilegum fram- förum á þessu sviði er talinn hverfa og meira en það vegna aukinnar umferðar. Talið er að flutningar hvers konar taki til sín um fjórð- ung af orkunotkun í heiminum og Veðurfarsráðið óttast að losun gróðurhúsalofttegunda frá þessum þætti geti aukist um allt að því 80% fyrir 2030. Bílafloti Kínverja hefur fast að því fimmfaldast síðustu fimm ár og reiknað er með að einkabílum eigi enn eftir að stórfjölga í þessu fólks- flesta landi heims. Þá er þess að vænta að 3-4% árleg aukning verði í flugstarfsemi á næstu árum. Þekktar tæknifram- farir munu ekki duga til að koma þar í veg fyrir aukna losun koltví- sýrings, að áliti Veðurfarsráðsins. Ráðið hefur fyrr á þessu ári kynnt skýrsluhluta þar sem fram kemur að það telur hlýnunina svo gott sem óvefengjanlega af manna völdum og að vænta megi hlýnunar andrúmsloftsins um á bilinu 1,8- 4,9°C á þessari öld. Svo hröð hlýnun mun valda umfangsmiklum skaða á náttúrunni. Þá getur hún valdið vatnsskorti á stórum svæðum og þar með kippt stoðunum undan matvælaöflun. Slíkt getur leitt til þess að hundruð milljóna manna lenda á vergangi. Nationen Aukin bíla- og flugumferð erfið viðfangs í baráttunni gegn hlýnun andrúmsloftsins Magn koltvísýrings í andrúmslofti. Myndin sýnir að magn koltvísýrings hefur aukist verulega sl. 50 ár. Heimild: Veðurfarsráð SÞ, 2007. Nýlega urðu stjórnarskipti í COPA, sem eru samtök stofn- ana landbúnaðarins í ESB. Nýr formaður er Jean – Michel Lementayr. Hann er franskur og hefur verið formaður stærstu bændasamtaka Frakklands frá árinu 2001, auk þess sem hann er formaður Samtaka franskra mjólkurframleiðenda. Sjálfur rekur hann kúabú, ásamt fjöl- skyldu sinni, á Bretagne skaga, auk þess að rækta korn. COPA eru regnhlífarsamtök 59 samtaka búvöruframleiðenda í 25 löndum ESB og að baki þeirra standa um 15 milljón bændur í fullu starfi og hlutastarfi. Samtökin taka afstöðu til mála sem varða land- búnað og Framkvæmdastjórn ESB er með á sinni könnu. Fulltrúar COPA sitja reglulega fundi með fulltrúum framkvæmdastjórnarinn- ar og þess lands sem gegnir for- mennsku í ESB hverju sinni. Þá eiga fulltrúar COPA einnig fundi með Evrópuþinginu. Jean – Michel Lementayr er kunnur að því að vera öflugur bar- áttumaður fyrir franskan landbún- að. Hann mun gegna formennsku í COPA næstu tvö ár. Landbygdens Folk Nýr formaður COPA, samtaka stofnana landbúnaðarins í ESB Koltví- sýringur (ppm) Fjöldi ára frá nútímanaum 10000 5000 0 350 300 250 1 0

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.