Bændablaðið - 12.06.2007, Page 1
12
Útskriftir nem-
enda á Hólum
og Hvanneyri
16
Keyptum
jörðina til
að vera þar
11. tölublað 2007 Þriðjudagur 12. júní Blað nr. 262 Upplag 16.500
8
Risaátak í ferða-
þjónustu í ríki
Vatnajökuls
Nýtt líf hefur litið dagsins ljós, einmitt daginn sem sumarið kom loksins á Norðurlandi eftir eindæma kaldan og hráslagalegan maímánuð. Þetta folald á
bænum Langhúsum í Fljótum fæddist svo sannarlega inní sumarið. Mynd ÖÞ
Mjólk sem
reykingavörn
Sum matvæli fá vindlinginn til
að bragðast verr og það geta
þeir, sem vilja hætta að reykja,
notað sér.
Mjólk er efst á lista yfir reyk-
ingafjandsamleg matvæli. Vís inda-
menn við stofnunina The Duke
Center for Nicotine and Smok ing
Cessation Research í Banda ríkj-
unum hafa fengið fólk til að neyta
margs konar matvæla og reykja
síðan á eftir.
Í ljós kom að mjólk, ostur,
ávextir og grænmeti gáfu vindling-
unum verra bragð, en kaffi, te,
áfengi og kókakóla bættu tóbaks-
bragðið.
Þessar niðurstöður ætti að vera
unnt að nota til að setja saman and-
reykingamatseðil eða til að búa til
tyggigúmmí eða töflur, sem draga
úr reykingaþörfinni.
Rannsóknin var fjármögn-
uð af National Institute on Drug
Abuse, sem berst gegn hvers kyns
mis notkun óhollra efna, og niður-
stöðurnar eru birtar í aprílhefti
tíma ritsins Nicotine and Tobacco
Research.
Splunkunýr heimur
Handbók bænda 2007 er komin
út og er á leið til áskrifenda. Í
bókinni í ár kennir ýmissa grasa
en auk hefðbundins uppflettiefnis
er að finna nýtt efni sem gagnast
lesendum.
Þar má nefna minnispunkta fyrir
umsjónarmenn stóðhestahólfa, upp-
lýsingar um ræktun jarðarberja,
túnslátt að hausti og sölu bújarða
og meðferð söluhagnaðar. Nýlegur
sauðfjársamningur er birtur í heild
sinni í bókinni í ár, ásamt reglum um
aksturs- og ferðakostnað dýralækna.
Þá er kynning á nýja fyrirtækinu
Matís ohf. sem sinnir rannsókna- og
nýsköpunarstarfi í matvælaiðnaði
auk þess sem fjallað er um verk-
efnið Beint frá býli. Fast efni eins
og dagatal, upplýsingar um girð-
ingakostnað og listi yfir verktaka í
landbúnaði er á sínum stað og fóð-
urtöflur hafa verið uppfærðar, sumar
hverjar sem verða notaðar í nýja
fóðurmatskerfinu NorFor.
Handbók bænda 2007 er 296
blaðsíður á lengd og í A5 broti.
Ritstjórar eru Tjörvi Bjarnason
og Matthías Eggertsson en prent-
smiðjan Íslandsprent sá um prent-
un. Þröstur Haraldsson setti bók-
ina upp og teikningar eru eftir
Þorstein Davíðsson. Bókin er seld
í áskrift og lausasölu og kostar kr.
3.000 með vsk. Áskrifendur greiða
ekki póstburðargjöld en í lausasölu
greiðir móttakandi burðargjöldin.
Hægt er að panta bókina með því
að senda tölvupóst á tb@bondi.is
eða hringja í síma 563-0300.
Handbók bænda 2007 á leið til áskrifenda
Sem kunnugt er fóru menn frá
Samkeppniseftirlitinu í höfuð stöðv-
ar Mjólkursamsölunnar (MS) að
morgni 5. júní sl. Þeir höfðu með-
ferðis úrskurð frá Héraðsdómi
Reykjavíkur um heimild til hús-
leitar. Í úrskurðinum kom fram
að Samkeppniseftirlitinu er heim-
il leit í húsakynnum Mjólk ur sam-
sölunnar ehf. á Bitruhálsi.
Magnús Ólafsson, aðstoðar for-
stjóri MS sagði í samtali við Bænda-
blaðið, skömmu áður en það fór
í prentun, að þessi leit hafi farið
fram. Hins vegar væri ekkert nýtt
að frétta af málinu síðan fulltrúar
Samkeppniseftirlitsins birtust á
Bitruhálsinum 5. júní sl.
,,Það gerist ekkert í þessu máli
í nánustu framtíð. Það tekur slíkan
tíma að fara í gegnum þann fjölda
gagna sem þeir afrituðu og ljósrit-
uðu að það verður bið á því að eitt-
hvað nýtt gerist í málinu,“ sagði
Magnús.
Varðandi þá ásökun talsmanna
Mjólku um að MS hefði veitt Nettó
40% afslátt af MS Lgg+ jógúrt
segir Magnús að það hafi aldrei átt
sér stað. Það kom fram í auglýs-
ingu frá Nettó í Fréttablaðinu að
þessi afsláttur væri í boði en hann
var alfarið á vegum Nettó og ekki
byggður á afslætti sem MS veitti og
kom því MS ekkert við.
,,Ég verð að segja það að okkur
hér þótti tilefni þessarar húsleitar
ansi rýrt,“ sagði Magnús Ólafsson.
Þórunn Guðmundsdóttir lög-
maður MS hefur sagt að MS hafi
ávallt viljað vinna með Sam keppn is-
eftirlitinu og því hefði verið hægur
vandi að nálgast allar upplýsingar
án húsleitar. S.dór
Sjá einnig leiðara bls. 6
Samkeppniseftirlitið sótti gögn í húsakynni MS og skyldra félaga
Tilefni húsleitar er ansi rýrt
– segir Magnús Ólafsson aðstoðarforstjóri Mjólkursamsölunnar
Mjólkurkúm fjölgar
Endurskoða þarf skipulag búfjárverndarmála,
segir landsráðunautur í búfjárrækt
Í lok maí lauk árlegu uppgjöri forðagæsluskýrslna búfjáreftirlits-
ins. Helsta breytingin frá fyrra ári er fjölgun mjólkurkúa um nær
1000, eru nú 25.504 að tölu en heildarfjöldi nautgripa í landinu er
nú um 68.670. Hrossum hefur einnig fjölgað nokkuð, eru nú 75.644 á
skýrslum. Sauðfjártalan er svipuð og nokkur undanfarin ár, nú örlít-
il fjölgun á milli ára þannig að vetrarfóðrað fé er 455.656 að tölu.
Svínastofninn er í nokkrum vexti, nú samtals 4218 gyltur og geltir,
og sömuleiðis minkastofninn sem telur nú 41.957 læður og högna, en
alirefastofninn er orðinn lítill, aðeins 116 dýr. Þá má geta þess að á
liðnu sumri var ræktað korn á rúmlega 3000 hekturum með yfir 11.000
tonna uppskeru. Innan við 10% heyjaforðans var verkað sem þurrhey
og fer það hlutfall lækkandi. Bændasamtök Íslands hafa umsjón með
skýrslusöfnun og uppgjöri forðagæsluskýrslna ásamt búfjáreftirliti, í
umboði Landbúnaðarstofnunar á Selfossi, en gert er ráð fyrir að stofn-
unin taki við þessum verkefnum á næsta ári.
Að sögn Ólafs R. Dýrmundssonar, sem hefur umsjón með búfjár-
eftirlitsmálunum, þurftu búfjáreftirlitsmenn að hafa afskipti af lélegri
fóðrun og aðbúnaði búfjár á allmörgum stöðum á landinu í vetur og
hefur þurft að vísa nokkrum slíkum málum til héraðsdýralækna lögum
samkvæmt. Iðulega er um að ræða sömu búin eða búfjáreigendurna ár
eftir ár. Hann telur ástæðu til að endurskoða kerfið lið fyrir lið, taka
þurfi búfjárverndarmálin fastari tökum enda auknar kröfur gerðar á
þessu sviði sem snerta meðal annars ímynd landbúnaðarins.
Magnús Ólafsson aðstoðarforstjóri
Mjólkursamsölunnar.