Bændablaðið - 12.06.2007, Page 6
Bændablaðið | Þriðjudagur 12. júní 20076
Fjósin spretta eins
og gorkúlur
Hér til hliðar er fjallað um mál-
efni mjólkuriðnaðarins og mætti
draga þá ályktun af leiðaranum
að þar logaði allt í illdeilum og
hælbítar hefðu yfirráðin í grein-
inni. Svo er ekki og fer raunar
fjarri. Íslensk mjólkurframleiðsla
virðist standa með miklum blóma
um þessar mundir, í það minnsta
ef marka má fréttir sem þaðan
berast.
Á forsíðu Bændablaðsins er
greint frá því í frétt að mjólkur-
kúm landsins hafi fjölgað um
eitt þúsund sem samsvarar um
4% fjölgun á einu ári. Þetta end-
urspeglar í raun það ástand sem
ríkir á markaði fyrir mjólkurvör-
ur: þar selst allt sem lagt er inn og
það sem ekki er selt innanlands
er flutt út á viðunandi verði.
Innlögn hjá mjólkursamlögum
landsins hefur aukist og greinin
virðist vera búin að ná sér aftur
á strik eftir nokkurn samdrátt í
framleiðslu sem meðal annars var
rakinn til þess hversu kúm fækk-
aði vegna kvótaviðskipta milli
landshluta.
En nú er sem sé allt á uppleið
og dæmi um það eru fjósbygg-
ingar sem fréttist af um land allt.
Í þessu blaði er sagt frá stærstu
fjósbyggingu landsins sem er nýr-
isin norður í Eyjafirði. Þar er hægt
að framleiða 700-800 þúsund lítra
af mjólk á ári hverju, þótt bændur
verði að sætta sig við helming
þeirrar framleiðslu til að byrja
með vegna kvótastöðu sinnar.
Þeir segjast ætla sér að ná fullum
afköstum innan tveggja ára.
Fjósið í Garði er langt í frá það
eina sem er að rísa þessi misserin.
Þannig fékk Bændablaðið ábend-
ingu um það úr einu héraði að þar
væru þrjár fjósbyggingar ýmist
hafnar eða alveg að hefjast.
Og þá eru ónefnd stóru ævin-
týrin.
Austur í Skaftafellssýslu hefur
fyrirtækið Lífsval uppi áform um
að reisa geysistórt kúabú þar sem
áður var starfrækt grasköggla-
verksmiðjan Flatey. Lífsvalsmenn
hafa verið að búa sig undir þessar
framkvæmdir með því meðal ann-
ars að kaupa upp kúabú í fullum
rekstri í öðrum héruðum í því
skyni að flytja framleiðsluréttinn
austur í Flatey. Þar mun því rísa
einskonar mjólkurstóriðja með
400 kýr og fjölda starfsmanna og
ekki víst að áköfustu unnendum
fjölskyldubúanna standi alveg á
sama um þessi tíðindi.
Nýjustu tíðindin berast svo
vestan úr Saurbæ í Dölum þar
sem hugumstórir menn hafa keypt
bæinn Kverngrjót og hyggjast
byggja þar 2.600 fermetra fjós
sem yrði 500 fermetrum stærra en
áðurnefnt fjós í Garði í Eyjafirði.
Það mun vera keypt inn í heilu
lagi frá Ameríku og þarf lítið
annað en að koma því fyrir á und-
irstöðum sínum og skrúfa það
saman.
Núorðið er til siðs að mæla
fjós ekki eftir kúafjölda sem
kemst fyrir í þeim heldur fjölda
mjaltaþjóna eða róbóta. Eftir
þeim mælikvarða er fjósið í
Garði tveggja róbóta fjós en í
Kverngrjóti verða róbótarnir
eflaust ekki færri en þrír ef allt fer
sem ætlað er. Um Flateyjarfjósið
er best að segja sem minnst fyrr
en það er risið.
Það sem er athyglisvert við
framkvæmdirnar í Kverngrjóti er
að fréttir herma að ekki sé á dag-
skrá að kaupa kvóta heldur leggja
inn mjólkina hjá Mjólku.
Samanlagt sýnir þetta að ís-
lenskir kúabændur hugsa stórt
þessa dagana og eru hvergi bang-
ir.
–ÞH
Málgagn bænda og landsbyggðar
LEIÐARINN
LOKAORÐIN
Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði. Bændablaðinu er
dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu
Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands.
Árgangurinn kostar kr. 5.100 en sjötugir og eldri greiða kr. 2.300.
Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík.
Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Þröstur Haraldsson, ábm. th@bondi.is
Blaðamenn: Erla Hjördís Gunnarsdóttir ehg@bondi.is – Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurdór Sigurdórsson ss@bondi.is
Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason eh@bondi.is
Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Upplag: sjá forsíðu – Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins að mestu leyti. ISSN 1025-5621
Það brá óneitanlega mörgum í brún þegar
Samkeppniseftirlitið réðst til inngöngu í húsa-
kynni Mjólkursamsölunnar fyrir rúmri viku og
krafðist þess að sjá bókhald fyrirtækisins. Höfðu
starfsmenn eftirlitsins á brott með sér þvílíkt
magn skjala að forsvarsmenn fyrirtækisins telja
að það taki mánuði að afrita og skoða það allt.
Þegar þetta er ritað er ekki ljóst hvert framhald
málsins verður.
Fram hefur komið að tildrög þessarar aðfarar að
fyrirtækinu séu þau að forsvarsmenn samkeppn-
isaðilans Mjólku hafi kært Mjólkursamsöluna
fyrir að veita óeðlilega mikinn afslátt af vöruteg-
undum sem keppa um hylli neytenda á markaði
við vörur Mjólku. Einkum hefur verið rætt um
Fetaost og jógúrt í því sambandi. Forsvarsmenn
Mjólkursamsölunnar hafa svarað því til að þeir
hafi ekki veitt afsláttinn sem auglýstur var í blöð-
um heldur hafi það verið smásöluverslanirnar
sem tóku það upp hjá sjálfum sér að veita afslátt
af þessum vörum.
Hér skal ekki lagður dómur á það hvor aðil-
inn hefur rétt fyrir sér. Vonandi tekur rannsókn
Samkeppniseftirlitsins fljótt af svo þessar ásak-
anir hangi ekki lengi yfir markaðnum. Það væri
engum til góðs.
Það er hins vegar ástæða til að fjalla nokkuð
um þau átök sem Mjólkursamsalan og Mjólka
hafa átt í að undanförnu á markaði fyrir tiltekn-
ar mjólkurafurðir. Einkum er það tvennt sem rétt
er að staldra við. Annars vegar er það staðhæfing
sem oft hefur heyrst úr ranni Mjólku og lögmað-
ur fyrirtækisins endurtók í fjölmiðlum eftir innrás
Samkeppniseftirlitsins en hún er á þá leið að sá
munur sé á þessum tveimur mjólkursamlögum að
annað njóti ríkisstyrkja en hitt ekki.
Þessi staðhæfing stenst einfaldlega ekki.
Hvorugt fyrirtækjanna nýtur ríkisstyrkja. Það gera
hins vegar mjólkurframleiðendur sem fá bein-
greiðslur úr ríkissjóði en þær tengjast hversu mikið
þeir leggja inn af mjólk og greiðslumarki þeirra. Þá
skiptir engu máli hvort þeir leggja inn hjá Mjólku
eða Mjólkursamsölunni, greiðslurnar eru þær
sömu. Mjólkuframleiðendur, sem eru í viðskipt-
um við Mjólku og eru greiðslumarkshafar hafa
nákvæmlega sömu stöðu og innleggjendur hjá MS.
Með þessu er á engan hátt verið að draga úr því
að vissulega er staða Mjólkursamsölunnar á mark-
aðnum langtum öflugri en Mjólku, bæði í krafti
stærðarinnar, sögunnar og eignartengsla við bænd-
ur. Mjólka starfar því innan greiðslumarkskerfisins
og forsvarsmenn fyrirtækisins eiga ekki að reyna
ljúga öðru að þjóðinni, enda hafa þeir alla burði til
að standa með sóma að sínu fyrirtæki.
Hitt atriðið er heldur snúnara en það snýst um
það sem nefnt hefur verið millifærslukerfi mjólk-
uriðnaðarins. Í stuttu máli gengur það út á að
hluti mjólkurafurða á markaði, einkum drykkjar-
mjólkin, er háður opinberum verðlagsákvæðum.
Verðið er ákveðið í þar til skipaðri nefnd, bæði
mjólkurverð til framleiðanda og heildsöluverð
þeirra vöruflokka sem undir nefndina heyra. Af
einhverjum ástæðum hefur nefndin haft þann sið
á undanförnum árum að hafa verðið á drykkjar-
mjólkinni lægra en framleiðslukostnaður gefur
tilefni til. Þennan mismun verða samlögin að
bæta sér upp með hærra verði á þeim vörum sem
ekki eru háðar verðlagákvæðum.
Þetta þarf skilyrðislaust að leiðrétta. Fram-
leiðslukostnaður verður að endurspeglast í verð-
lagningu. Slíka leiðréttingu á að gera í samstarfi við
fulltrúa neytenda í Verðlagnefnd búvöru. Heildar
söluverðmæti mjólkurvöru þarf ekki að hækka þó
slíkar leiðréttingar verði gerðar. Millfærslur í verði
á milli mjólkurvara og mjólkursamlaga, með við-
komu í ríkissjóði, birtist okkur síðan sem útgjöld
ríkissjóðs upp á hundruð milljóna þótt fjármunirnir
séu sóttir til fyrirtækjanna.
En það er ekki sjálfgert að breyta þessu í einu
vetfangi. Þegar Guðbrandur Sigurðsson forstjóri
Mjólkursamsölunnar lagði það til í vetur brást
Morgunblaðið hart við og sakaði hann um ein-
okunartilburði. Eflaust eiga margir erfitt með að
átta sig á því hvernig það geta talist einokunartil-
burðir að afnema opinbera verðlagningu á mjólk.
Skýringin er sú að millifærslukerfið veldur því
að sumar afurðir eru hærra verðlagðar en aðrar á
markaðnum. Þetta hefur Mjólka notfært sér, enda
einskorðast framleiðsla fyrirtækisins við vörur
sem hafa góða framlegð og þurfa ekki að leggja
til þeirrar millifærslu sem meðal annars tryggir
öllum neytendum landsins sama verð á mjólk-
urvöru um allt land. Fyrir vikið getur Mjólka
boðið bændum hærra verð fyrir afurðir sínar en
Mjólkursamsalan gerir. Væri millifærslunum hætt
og verðlag látið ráðast á markaði er hætt við að
fyrirtækið lenti í vanda.
Það er því vandséð hvernig best er að leysa
þennan hnút. Vonandi bera menn þó gæfu til þess
að koma á eðlilegu ástandi þannig að þessi tvö
fyrirtæki og fleiri geti starfað hlið við hlíð. Þá ríkti
eðlileg samkeppni á markaðnum sem öllum ætti
að vera til góða – jafnvel þótt sumir séu stærri en
aðrir. Það er hins vegar ekki endilega víst að besta
leiðin að slíku ástandi liggi um dómssalina. –ÞH
Vandlifað á
markaðnum
James Lovelock, sem um ára-
tugaskeið hefur rannsakað og
fjallað um umhverfismál, var
nýlega á ferð í Noregi þar sem
hann hélt fyrirlestur um þessi
mál hjá „Miðstöð fyrir þróun
og umhverfi“ (Senter for miljø
og utvikling), en það er stofnun
sem starfar við Háskólann í Ósló.
Jafnframt var hann útnefndur
fyrstur manna til að gegna gesta-
prófessorsstöðu við háskólann, en
þessi staða er nýstofnuð og kennd
við Arne Næss, heimspekipróf-
essor við skólann.
James Lovelock er Englendingur,
fæddur árið 1919. Hann lærði efna-
fræði og læknisfræði en hefur um
áratugaskeið verið sjálfstætt starf-
andi vísindamaður með aðaláherslu
á umhverfismál. Árið 1979 vakti
hann á sér alþjóðaathygli þegar
hann sendi frá sér bók sína: Gaia:
A New Look at Life on Earth, eða
Gaia, ný sýn á lífið á jörðinni, en
Gaia er nafn á grísku jarðargyðj-
unni. Í bókinni lýsir hann jörðinni
sem lifandi veru. Árið 2006 gaf
hann síðan út bókina The Revenge
of Gaia, eða Gaia svarar fyrir sig.
Í áðurnefndum fyrirlestri hélt
hann því fram að lönd á norð-
urslóðum jarðar, þ.e. Norðurlönd,
norðursvæði Rússlands og Síberíu
og Norður-Ameríku verði óska-
lönd mannkyns þegar stórir hlut-
ar jarðar verða orðnir óbyggilegir
vegna hlýnunar andrúmsloftsins.
Saharaeyðimörkin sækir norður
á bóginn og Suður-Evrópa finnur
þegar fyrir þurrkunum, segir hann.
James Lovelock telur ólíklegt að
unnt verði að stöðva hlýnunina. En
nokkur hluti mannkyns mun lifa af.
Noregur nýtur forréttinda með
mikið vatnsafl og veðurfar sem víða
verður hagstæðara til matvælafram-
leiðslu við að hlýna nokkuð.
En Norðmenn standa gagn-
vart erfiðu siðferðilegu vandamáli
vegna þess að mikill þrýstingur
verður frá flóttamönnum sem munu
sækja norður á bóginn í stórum stíl.
Öll hin fögru markmið sem er
að finna í Kýótó-bókuninni minna
mig á München árið 1938 þegar
velviljaðir stjórnmálamenn lýstu
því yfir að það yrði friður um vora
daga.
Þegar veður hlýnar á jörðinni
mun verða mikill samdráttur í mat-
vælaframleiðslu. Jafnvel þó að
úrkoma aukist þá eykst uppgufunin
einnig vegna aukins hita, sagði
James Lovelock.
Jafnframt lítur hann á verksmiðju-
búskapinn sem aðalógnina við heil-
brigði jarðar. Hinn vélvæddi stórbú-
skapur, sem nú er í mikilli sókn og
Brasilía er glöggt dæmi um en einn-
ig mörg önnur lönd, er miklu skað-
legri en Tsjernobyl. Við húðflettum
jörðina og losun koltvísýrings væri
ekki jafn mikil og raun ber vitni ef
við hefðum ekki gengið á skógana
eins og við höfum gert, segir hann.
Við völdum stórfelldum skaða á
jörðinni en samt ert þú bjartsýnis-
maður. Hvers vegna?
„Við höfum ekki eyðilagt jörð-
ina en við höfum valdið því að Gaia
hefur flutt sig úr því ástandi sem
hún var í yfir í hlýrra ástand. En það
er allt í lagi með jörðina sem hnött,
hún mun verða til um milljarða ára
skeið,“ segir James Lovelock sem
er einnig bjartsýnn á það að hluti
mannkyns muni lifa af.
„Breytingar á hitafari á jörðinni
eru hluti af milljón ára langri sögu
mannsins. Á þeim tíma hafa átt sér
stað sjö stórar veðurfarsbreytingar
sem valdið hafa gífurlega miklum
breytingum. Norðurhvel jarðar var
allt hulið ís á sínum tíma og sjáv-
arborð hefur verið allt að því 120
metrum hærra en nú,“ segir hann.
„Það tók Gaiu 2,7 milljónir ára
að skapa dýr sem gat hugsað, skrif-
að í blöð og skoðað jörðina utan
úr himingeimnum. Eigum við að
gefast upp? Nei, aldrei nokkurn
tímann.“
Heimasíða James Lovelock er
www.jameslovelock.com
Nationen, stytt og endursagt
Spáir flóttamannastraumi norður á bóginn þegar líður á öldina
James Lovelock