Bændablaðið - 12.06.2007, Page 12
Bændablaðið | Þriðjudagur 12. júní 200712
Landbúnaðarháskóli Íslands
brautskráði 38 nemendur þann
1. júní sl. en alls stunduðu
237 nemendur nám við skól-
ann í vetur. Athöfnin fór fram í
Reykholtskirkju þar sem Ágúst
Sigurðsson rektor flutti ræðu.
Helsta umfjöllunarefni hans var
stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinn-
ar sem tók við völdum í vor en
hún hefur meðal annars boðað
tilflutning verkefna milli ráðu-
neyta. Um það sagði Ágúst:
„Í stjórnarsáttmálanum er stefnt
að því að færa til verkefni innan
stjórnarráðsins og meðal annars
rætt um að flytja menntastofn-
anir landbúnaðarins undir ráðu-
neyti menntamála. Þessi fyrirætl-
an hugnast okkur hjá LbhÍ vel og
við teljum að það sé fullkomlega
eðlilegt að flokka allar íslenskar
menntastofnanir undir sama fagr-
áðuneyti. Við vitum að hvað skóla-
starfið snertir þá er hér ekki um
mjög stóra breytingu að … Hitt
er annað að það er að mörgu að
hyggja áður en þetta getur orðið
því tryggja þarf áframhaldandi efl-
ingu á því mikilvæga rannsókn-
arstarfi sem unnið er innan vébanda
LbhÍ enda hefur LbhÍ verulega
sérstöðu í íslensku menntakerfi
með um og yfir 60% starfseminn-
ar í rannsóknum. Rannsóknum sem
að stórum hluta eru unnar í miklu
samstarfi við atvinnulífið. Gæta
þarf að því að þessi miklu tengsl
rofni ekki heldur eflist enn frekar
enda er það í algjörum samhljómi
við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn-
arinnar um samstarf atvinnulífsins
og íslensku háskólanna. Við vitum
að Landbúnaðarháskólinn er fag-
lega sterkur á sínum sérsviðum og
innviðir traustir og við hlökkum
einfaldlega til þess að takast á við
þessar breytingar með góðum und-
irbúningi og í nánu samstarfi við
ráðuneyti landbúnaðar, mennta og
fjármála.“
Að vanda hlutu þeir nemend-
ur sem þóttu skara fram úr í námi
verðlaun. Háskólamegin hlutu
fimm nemendur verðlaun: Guðfinna
Harpa Árnadóttir fyrir bestan
árangur á búvísindabraut; Sunna
Áskelsdóttir fyrir góðan árangur á
sviði náttúru og umhverfis; Rakel
Jakobína Jónsdóttir fyrir loka-
verkefni til BS-prófs á sviði skóg-
fræði og landgræðslu og Þórunn
Pétursdóttir fyrir lokaverkefni til
MS-prófs í landgræðslufræðum.
Loks hlaut Lilja Filippusdóttir
verðlaun fyrir góðan árangur í
lokaverkefni til BS-prófs á sviði
umhverfisskipulags.
Á búfræðibraut hlutu sjö nem-
endur verðlaun: Guðlaug Björk
Guðlaugsdóttir fyrir góðan árang-
ur á búfræðiprófi og voru þau
verðlaun frá Bændasamtökum
Íslands; Ásrún Árnadóttir fyrir
góðan árangur í nautgriparækt-
argreinum; Einar Guðmundur
Þorláksson fyrir góðan árangur í
sauðfjárrækt; Vagn Kristjánsson
fyrir góðan árangur í bútæknigrein-
um; Hildur Sigurgrímsdóttir fyrir
góðan árangur í hagfræðigrein-
um; Svala Skúladóttir og Guðrún
Steinþórsdóttir fyrir góða ástund-
un.
Laugardaginn 26. maí sl. útskrif-
aði Hólaskóli – háskólinn á
Hólum 67 nemendur, þá fyrstu
sem útskrifast frá skólanum sem
háskóla samkvæmt íslenskum
lögum. Skúli Skúlason, rektor
Háskólans á Hólum, flutti ræðu
við athöfnina.
Hann sagði m.a. að nú væri
hátíðisdagur á Hólum og að þessi
hátíð markaði tímamót með ýmsum
hætti. Í fyrsta lagi væru nú braut-
skráðir nemendur með fyrstu
háskólagráðu, BA-próf í ferða-
málafræði. Í öðru lagi væri vor-
brautarskráning deilda nú sameig-
inleg og með nýju sniði. Þetta væri
til að undirstrika nýja tíma skólans
sem fullgilds háskóla.
Þá sagði rektor:
,,Við lifum á breytingaskeiði þar
sem sköpunarmáttur menntunar og
lærdóms mun ráða úrslitum. Þörfin
fyrir Háskólann á Hólum er ótví-
ræð og sköpunarkraftur nemenda
og starfsfólks er mikill.“
Í lok ræðu sinnar þakkaði rekt-
or deildarstjórum, kennurum og
starfsmönnum skólans fyrir vel
unnin störf og óskaði nemendum
til hamingju með daginn og bað þá
muna að þeir væru nú orðnir sterkur
hluti af því 901 árs samfélagi sem
Hólaskóli er og bauð nemendur og
allt þeirra fólk ævinlega velkomið
heim að Hólum.
Nemendur voru brautskráð-
ir með eftirfarandi gráður: Hesta-
fræð ingar og leiðbeinendur voru
28, tamningamenn 15, þjálfarar
og reiðkennarar 14. Einn nemandi
útskrifaðist með diplómatagráðu
í ferðamálafræði og 9 nemendur
með BA-gráðu í ferðamálafræði og
eru þeir fyrstu BA- nemendur skól-
ans. S.dór
Háskólinn á Hólum útskrifaði 67 nemendur
Rektors-
kápan
Kápan sem Skúli Skúlason
rekt or skrýddist við brautskrán-
inguna vakti óskipta athygli.
Höfundur hennar og hönn-
uður er Helga Rún Pálsdóttir
og leitaði hún fyrirmynda til
lærdómsaldarinnar svokölluðu,
en þá réðu ríkjum á Hólum
Guðbrandur Þorláksson og
Arngrímur lærði meðal ann-
arra. Málfríður Finnbogadóttir
vann mikla heimildavinnu um
búninga þessa tíma. Kápan er
úr flaueli og hana prýðir geita-
skinn.Skúli rektor ásamt útskriftarnemendum af ferðamálabraut, deildarstjórinn
lengst til hægri.
Útskriftarnemar úr hrossaræktardeild stilltu sér upp fyrir ljósmyndarann að lokinni útskrift.
Rektor LBHÍ við skólaslit í Reykholti:
Eðlilegt að allar menntastofnanir
heyri undir sama fagráðuneyti
Frá brautskráningu LBHÍ í Reyk-
holtskirkju. Að ofan sést útskriftar-
hópurinn, þjóðlega klæddur, og
hér til hliðar sitja þeir saman Ágúst
Sigurðsson rektor og Einar K.
Guðfinnsson sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðherra.