Bændablaðið - 12.06.2007, Síða 18
Bændablaðið | Þriðjudagur 12. júní 200718
Stjórn Samtaka sveitarfélaga á
Norðurlandi vestra veitir árlega
einu fyrirtæki á starfssvæði sam-
takanna hvatningarverðlaun. Að
þessu sinni var það bátasmiðjan
Siglufjarðar Seigur ehf. á Siglu-
firði sem hlaut verðlaunin vegna
hugkvæmni og áræðis sem starfs-
menn og stjórnendur hafa sýnt
við uppbyggingu fyrirtækisins.
,,Það er mikil viðurkenning og
hvatning í að fá svona verðlaun,“
sagði Guðni Sigtryggsson, fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins, þegar
Bændablaðið ræddi við hann. Hann
sagði að Siglufjarðar Seigur hefði
verið stofnaður árið 2005 af JE véla-
verkstæði ehf. á Siglufirði, Seiglu
ehf. í Reykjavík og Siglu fjarð ar-
kaupstað. Í byrjun fullvann fyrirtæk-
ið plastbátsskrokka sem steyptir
voru hjá Seiglu ehf. í Reykjavík en
síðan fór fyrirtækið út í að smíða
bátanna frá grunni. Það hefur nú
lokið smíði á sjö bátum þar af þrír
sem fyrirtækið hefur alfarið byggt.
Einn af þessum bátum var seld-
ur til Noregs í vor og segist Guðni
búast við því að hann opni leiðir til
frekari sölu á bátum frá Seig ehf.
til Noregs. Hann segir að mark-
aður sé ágætur fyrir svona báta
hét á landi. Að vísu sé hann dálítið
brokkgengur, eins og hann orðaði
það, því þegar verið er að hræra í
kvótakerfinu kemur það alltaf fyrst
niður á bátasmíðinni. Guðni segir
að það séu um 3.500 vinnustundir
á bak við einn svona bát fullgerðan.
Upphafleg ætlun fyrirtækisins var
að smíða sex báta á ári en í ár verða
þeir fjórir en Guðni telur að mark-
miðinu um sex báta á ári verði náð.
Hjá fyrirtækinu vinna nú fjórir sér-
þjálfaðir starfsmenn í meðferð og
vinnslu plastefna.
Guðni segir að það sé markmið
fyrirtækisins að smíða báta sem eru
samkeppnishæfir í verði og gæðum
á við það sem best gerist, bæði
innanlands og utan og tryggja við-
skiptavinunum þjónustu sem upp-
fyllir þarfir þeirra og óskir eins og
best verður á kosið.
Það var Adolf H. Berndsen,
formaður SSNV, sem afhenti hvatn-
ingarverðlaunin í húsakynn um
Siglufjarðar Seigs en verðlauna grip-
inn hannaði Fríða Björk Gylfadóttir,
listamaður á Siglufirði.
Sunnudaginn 3. júní var félag sem
heitir Ólafsdalsfélagið formlega
stofnað í Ólafsdal. Fé lagið hefur
það að markmiði að fá leyfi yfir-
valda til að endur reisa byggingar
í Ólafsdal í Gils firði þar sem Torfi
Bjarnason stofn aði fyrsta bænda-
skóla lands ins árið 1880. Formaður
félags ins var kjörinn Rögnvaldur
Guð mundsson, einn af afkomend-
um Torfa í Ólafsdal. Flestir stofn-
endur félagsins voru annað hvort
afkomendur Torfa eða eiga rætur
sínar í Gilsfirði og nágrenni.
Rögnvaldur sagði í samtali við
Bændablaðið að stofnendur félags-
ins hefðu verið 35. Fjöldi manns
víða um land hefur lýst yfir áhuga
á að ganga í félagið. Einnig er verið
að skoða aðkomu Dalabyggðar að
félaginu. Hann sagði að það fyrsta
sem félagið muni gera sé að leita til
landbúnaðarráðuneytisins um að fá
yfirráðarétt yfir Ólafsdal og hefja
framkvæmdir við endurbætur en
hús á staðn um þarfn ast mikilla við-
gerða. Lítið sem ekk ert hefur verið
gert hús um á staðn um til góða, að
því frátöldu að skóla húsið var klætt
að utan fyrir nokkr um árum, og eru
húsin orðin illa farin.
Ýmsar hugmyndir uppi
Ýmsar hugmyndir hafa komið fram
um hvað geri eigi við Ólafsdal í
framtíðinni. Flestar hugmyndirn-
ar eru tengdar menningartengdri
ferðaþjónustu. Ein hugmyndin er
að koma upp lifandi safni sem sýni
hvernig búið var í Ólafsdal á tíma
Torfa Bjarnasonar en skólinn starf-
aði frá 1880 til 1907.
Rögnvaldur tók skýrt fram að
allar þær hugmyndir sem komið
hafa fram séu ómótaðar og því
alveg óvíst hvað verður ofan á.
Hann sagði að fyrsta verkið yrði að
leita til landbúnaðarráðuneytisins
um leyfi fyrir félagið að koma þarna
að málum. Fáist það sé næsta verk-
efni að leggja upp plön fyrir fram-
tíð staðarins, afla fjár og hefjast svo
handa um framkvæmdir. Þessi und-
irbúningur gæti tekið eitt og hálft ár
eða svo að sögn Rögnvaldar.
Stjórn félagsins
Á stofnfundi Ólafsdalsfélagsins
var kjörinn 7 manna stjórn. Rögn-
valdur Guðmundsson er sem fyrr
segir formaður en aðrir í stjórn
eru Svavar Gestsson sendiherra,
Þórður Magnússon, stjórnar for mað-
ur Marels, Sumarliði R. Ísleifsson
sagnfræðingur, Guðjón T. Sig urðs -
son, oddviti Dalabyggðar, Sig ríð ur
Jörundsdóttir sagnfræðing ur og
Halla Steinólfsdóttir. Í varastjórn
eru Laufey Steingrímsdóttir og Arn-
ar Guðmundsson blaðamaður. S.dór
Ólafsdalur í Gilsfirði
Félag stofnað til varðveislu
fyrsta bændaskóla landsins
Rögnvaldur Guðmundsson ferða-
málafræðingur er formaður Ólafs-
dalsfélagsins.
„Mýramaðurinn hefur bara
gengið ljómandi vel og aðsókn
verið meiri en ég bjóst við fyr-
irfram,“ sagði Gísli Einarsson
sjónvarpsmaður og höfundur
Mýramannsins aðspurður í til-
efni þess að sýningum á verk-
inu fer nú fækkandi. „Þetta var
samið með það í huga að sýna
það í Landnámssetrinu hér í
Borgarnesi. Þar rúmast liðlega
80 manns á sýningu. Svo gerðum
við undantekningu og vorum með
eina sýningu á Hofsósi. Þetta er
bæðið skáldskapur og byggt á
sögulegum heimildum.
Það má segja að þetta sé tilraun
til að viðhalda hinni gömlu sagna-
hefð sem tíðkaðist í baðstofum
þessa lands og við fleiri tækifæri í
gamladaga. En hjá okkur er raunar
talmálið brotið upp og skotið inná
milli vídeómyndum.“
Verkið sem Gísli samdi fyrr á
þessu ári og hefur síðan sviðsett í
samráði við Kjartan Ragnarsson
forstöðumann Landnámssetursins
rekur kosti, galla, göngulag, söng-
og drykkjusiði og margvísleg önnur
sérkenni Mýramanna. Verkið spann-
ar yfir tímabilið allt frá landnámi
og til Mýraeldanna á síðasta ári.
Fyrirmyndinni að þessu segir Gísli
að Páll Brynjarsson bæjarstjóri hafi
gaukað að sér. En á námsárum sínum
í Noregi sá Páll þar flutt sagna-
verk sem byggðist uppá að segja
molbúasögur af Norðlendingum í
Noregi. Þetta var grunnhugmyndin
og þar sem mikið var til af göml-
um og nýjum skemmtisögum af
Mýramönnum þótti tilvalið að snúa
þessu upp á þá en hefði í raun getað
verið í hvaða byggðarlagi sem var á
landinu þar sem nægur efniviður var
til staðar. ÖÞ
Um tvöþúsund hafa séð
Mýrarmanninn
Siglufjarðar-Seigur hlaut hvatningarverðlaun SSNV
Hrönn Ásgeirsdóttir stjórnarformaður SSNV afhendir Guðna Sigtryggssyni
hvatningarverðlaunin.
Gert var við skólahúsið í Ólafsdal að utanverðu árið 1996 en síðan hefur
ekkert verið gert þar. Á myndinni til vinstri segir Guðmundur Rögn valds-
son, sonur bóndans sem tók við búi eftir fjölskyldu Torfa Bjarna sonar,
fundarmönnum frá lífinu í Ólafsdal á æskuárunum.
Svona líta bátar Siglufjarðar-Seigs út en á þessu ári verða smíðaðir fjórir
bátar og vonandi sex á ári þegar fram líða stundir.
Sæði tekið úr Stála
frá Kjarri á hverj-
um morgni út júní
Sæðistaka úr hæst dæmda
stóðhesti landsins, Stála frá
Kjarri í Ölfusi, stendur nú
sem hæst yfir og verður út
allan júnímánuði.
Páll Stefánsson, dýralæknir
tekur sæði úr klárnum á hverj-
um degi og sæðir síðan þær
merar, sem komið er með undir
Stála samdægurs. Stáli er eini
stóðhesturinn á Íslandi þetta
vorið þar sem sæði er tekið
á þennan hátt eftir að sæð-
ingastöðinni í Gunnarsholti var
lokað. Gert er ráð fyrir að um
70 merar verði sæddar í þessu
verkefni í Kjarri. Folatollurinn
er 150 þúsund krónur en þá
er allt innifalið. “Þetta hefur
gengið mjög vel, það er gott að
eiga við klárinn og fyljunarpró-
sentan frá honum er mjög góð”,
sagði Helgi Eggertsson, eigandi
Stála. MHH
Helgi með Stála, sem hefur í
nógu að snúast þessa dagana
í sæðistökunni í Kjarri. Skyldu-
störfum hestsins lýkur 1. júlí
þegar honum verður sleppt út
í haga.